Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 60

Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 60
60 Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 1. Viltu vinna milljarð / Slumdog Milli- onaire. Leikstjóri Danny Boyle. Bret- land, 2008. Myndin sem sigraði heiminn í ár og ekki að ástæðulausu. Sagan er átak- anleg og spennandi og sjónræn um- gjörð hrífandi. 2. Andkristur/Antichrist. Lars von Trier. Danmörk, 2009. Myndin býður upp á mikla fræði- lega umræðu og túlkun en það má finna henni til forráttu að með henni gerir vandræðabarnið Lars von Trier fólskulega árás á vammlausa blygð- unarkennd meginstraumsáhorfenda. Blöskrun þeirra og umtal eykur þó kaldhæðnislega hróður myndarinnar og snörp skoðanaskiptin hjálpa til við að koma henni á spjöld kvikmynda- sögunnar. 3. Galopin augu / Einayim Pkuhot. Haim Tabakman. Ísrael, 2009. Áhrifamikil og ljóðræn lýsing á átökum manns sem lendir milli steins og sleggju hefða heittrúaðs samfélags og sinna eigin óbeislanlegu ástríðna. 4. Uppklapp / Applaus. Martin Peter Zandvliet. Danmörk, 2009. Paprika Steen vinnur enn einn leiksigurinn í þessari dramatísku og ófegruðu raunasögu um leikkonu sem þarf að láta af gegndarlausri sjálfs- elsku og stjörnustælum til að eygja von um að tapa ekki endanlega fjöl- skyldunni. 5. Brostin faðmlög / Los abrazos ro- tos. Pedro Almodóvar. Spánn, 2009. Almodóvar straumlínulagar höf- undareinkennin og bælir stuðandi hispursleysi sitt í mynd sem ætti ekki að misbjóða neinum en á sama tíma heldur hann í marglaga og listilega flókna frásögn og formfágar stíl- hreina umgjörð sína. 6. Alvörugefinn maður / A Serious Man. Joel og Ethan Coen. Bandarík- in, 2009. Áhorfendur geta ekki annað en hrifist af listrænni ástríðu Coen- bræðra og dottið inn í söguheiminn en kolsvört meinfyndnin er vafalaust ekki fyrir alla. 7. Upp / Up. Pete Docter og Bob Pet- erson. Bandaríkin, 2009. Nýjasta tromp Pixar-samsteyp- unnar býður upp á spennandi frásögn og persónusköpunin er einstök, lífleg og trúverðug en mögnuð og vel heppnuð tölvugrafík skiptir þar sköp- um. 8. Anvil! Saga Anvil / Anvil! The Story of Anvil. Sacha Gervasi. Bandaríkin, 2008. Óvæntasti smellur ársins. Áhorf- endur geta ekki annað en hrifist af einlægni gömlu harðkjarna rokk- kempanna í þessari heimildarmynd og brosað að jafnri hrynjandi væm- inna ástarjátninga og argra blóts- yrða. 9. Avatar. James Cameron. Bandarík- in, 2009. Myndin opnar nýja vídd í bíóupp- lifun þar sem stökkbreytt tæknileg framþróun hefur átt sér stað. Þrí- víddartæknin hefur verið fullkomnuð og raunsæi tölvugrafískra persóna verið aukið til muna þannig að áhorf- endur geta auðveldlega samsamað sig við þær þrátt fyrir að söguþráð- urinn sé hálfvængstífður. 10. Draumalandið. Þorfinnur Guðna- son og Andri Snær Magnason. Ís- land, 2009. Stórbrotið sjónarspil og eldfimt umfjöllunarefni ferja áhorfandann á heljarþröm í gegnum tilfinn- ingarússíbana sem stuðar farþegana til umhugsunar – sama hvort þeir samþykkja einhliða málstað mynd- arinnar eður ei. Bestu kvikmyndir ársins Slumdog Millionaire Hreif ógrynni bíógesta á árinu sem er að líða og báðir gagnrýnendur setja hana í fyrsta sæti. Tekið skal fram að þótt sumar kvikmyndir á listanum hafi verið framleiddar árið 2008 er miðað við þær myndir sem frumsýndar voru hér á landi árið 2009. Hjördís Stefánsdóttir 1. Viltu vinna milljarð / Slumdog Millinoaire. Danny Boyle. Bretland, 2008. Í senn bráðsnjöll saga af uppreisn lítilmagnans og einstök afþreying. Gefur áhorfandanum fróðlega inn- sýn í misfagurt mannlífið á Indlandi í bónus Hrein snilld. 2. Svæði 9/District 9. Neill Blom- kamp. Bandaríkin/Nýja-Sjáland. 2009. Ekki látið staðar numið við vís- indaskáldsöguhrollinn en sköpuð í leiðinni ádeilin líkingasaga, því stað- setningin er engin tilviljun; Suður- Afríka var jú síðasta vígi aðskiln- aðarstefnunnar. Hroðalegar, líf- fræðilegar tilraunir á geimverunum, framkvæmdar af stjórnvöldum, minna einnig á annan óglæsilegan kafla úr sögu mannkyns frá öldinni sem leið. 3. Slovenka. Damjan Kozole. Slóven- ía, 2009. Aðalpersónan er ráðvillt sveita- stúlka, engan vegin fær um að ráða við gildrur borgarinnar, líkt og Slóv- enía í samtökum Evrópuþjóða. Hún og föðurlandið eru komin úr öskunni í eldinn, þeirra beggja bíður löng og tvísýn efnahags- og mannréttinda- barátta. Spurning hvort æskuljómi Alexöndru verður ekki tekinn að sjúskast áður en hún fær sð njóta og skilja nýfengið „frelsi“. Einkar um- hugsunarverð fyrir Íslendinga í dag. 4. Sólskinsdrengurinn. Friðrik Þór Friðriksson. Ísland, 2009. Leikstjóri Eldsmiðsins og Kúreka norðursins hefur engu gleymt í heimildarmyndagerð. Myndin er ekki aðeins upplýsandi um sjúkdóm- inn einhverfu, sem hefur legið í lág- inni, heldur er hún mynd vonar og sigra í erfiðri baráttu einstaklinga og aðstandenda. Vinnur á frá fyrstu mínútu uns hún endar full af gleði sem smitar til áhorfenda. 5. Skólabekkurinn /Entre les murs. Laurent Cantet. Frakkland. 2008. Mögnuð líkingasaga hvernig lagð- ur er grunnur að nýju og öflugu fjöl- þjóðasamfélagi sem á að stýra Frakklandi næstu áratugina. Hver kennslustund, hver nemandi og kennari er mikilvægur hlekkur í keðjunni, mikil ábyrgð hvílir þeim á herðum að skapa heildrænt þjóð- félag sem þolir ágjafir og umrót á komandi árum. 6. The Curious Case of Benjamin But- ton. David Fincher. Bandaríkin 2008. Sagan býr yfir miklu skemmt- anagildi, harmrænt og fallegt, mikið bíó. Sýnir augnablikin sem gefa lífi okkar tilgang; ástina, hamingjuna, hlýjuna og gleðina í bland við þau sem móta okkur til langframa, sorg- ina, missinn. Óhindrað hugmynda- flug leiðir okkur um vegu aðal- persónunnar sem liggja um furðustrandir veraldar. 7. Upp / Up. Pete Docter og Bob Pet- erson. Bandaríkin, 2009. Það kemur ekki á óvart að teikni- mynd ársins er frá tölvusnilling- unum hjá Pixar. Stórfenglegt æv- intýri með boðskap, ótrúlegt hugmyndaflug. Fjölskylduvæn úr- valsskemmtun. 8. Fjölbragðaglímumaðurinn/The Wrestler. Darren Aronofsky. Banda- ríkin 2008. Sorgarsaga vandræðagrips sem þoldi greinilega ekki skammvinna frægð sem gerði honum fátt til gagns en spillti því litla sem hann átti. Nú eygir hann örlitla von um endurreisn en varúðarljósin blikka og í raun hef- ur hann ekkert lært. Minnisvarði um hinn einstaka Mickey Rourke. 9. Avatar. James Cameron. Banda- ríkin, 2009. Stórfengleg sjónræn upplifun og tímamótamynd í sögunni sakir yf- irburða þrívíddarbrellna samanborið við eldri myndir. Sagan sjálf síður eftirminnileg. 10. The Hangover. Todd Phillips. Bandaríkin, 2009. Minnir okkur blessunarlega á að enn eru gerðar myndir sem koma gleðilega á óvart. Einfaldlega „feel good“-mynd ársins. Óvænt District 9 kom bíóáhugamönnum skemmtilega á óvart. Sæbjörn setur hana í annað sæti. Sæbjörn Valdimarsson Hangover Minnir okkur blessunarlega á að enn eru gerðar myndir sem koma gleðilega á óvart. Brostin faðmlög Listilega flókin frásögn og stílhrein umgjörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.