Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 0°C | Kaldast -10°C
Hæg norðlæg eða
breytileg átt, yfirleitt
léttskýjað, en él á an-
nesjum fyrir norðan.
Víða bjartviðri. »10
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
125,4
198,9
119,65
24,182
21,594
17,432
120,92
1,3602
195,97
179,98
Gengisskráning 30. desember 2009
125,7
199,38
120
24,253
21,658
17,483
121,26
1,3642
196,55
180,48
233,2485
MiðKaup Sala
126,0
199,86
120,35
24,324
21,722
17,534
121,6
1,3682
197,13
180,98
FÓLK Í FRÉTTUM»
TÓNLIST»
Tón- og lagalistar breyt-
ast lítið milli vikna. »62
Óvæntar fréttir voru
margar á árinu og
má þar m.a. nefna
andlát Michaels
Jackson og Brittany
Murphy. »61
FÓLK»
Margt þótti
á ári óvænt
FÓLK»
Uchitel og Woods saman
á Palm Beach? »47
FÓLK»
Britney flokkar bull-
fréttir af sér. »48
Orri Páll Ormarsson
er hæstánægður
með heimildarmynd
í tveimur hlutum um
árásina á Goðafoss
árið 1944. »66
Framúr-
skarandi
SJÓNVARP»
Menning
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 18 ára stúlka myrt í Svíþjóð
2. Svavar neitaði að mæta á fundinn
3. Guðbjarti misboðið
4. Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Íslenska krónan styrktist um 0,3%
Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur,
fyrrum formanni
Samfylking-
arinnar, þykir
ágætt að eiga af-
mæli á gamlársdag
en hún er 55 ára í
dag.
„Það fylgir því sá kostur að eiga
afmæli á degi eins og gamlársdegi að
fleiri muna eftir því og hringja
gjarna eða reka inn nefið,“ segir
Ingibjörg sem helgar daginn þó að-
allega komu nýs árs. Kveðst hún
spennt fyrir því að takast á við árið
2010 og segir það mjög óráðið fyrir
sig persónulega.
TVÖFÖLD TÍMAMÓT
Ingibjörg Sólrún fagnar
afmæli sínu á gamlársdag
Listvinafélag
Hallgrímskirkju
heldur í dag tón-
leika sem hefjast
kl. 17. Yfirskrift
þeirra er Hátíð-
arhljómar við ára-
mót og er þetta í
sautjánda sinn sem félagið býður til
þeirra. Trompetleikararnir Ásgeir
H. Steingrímsson og Eiríkur Örn
Pálsson og orgelleikarinn Hörður
Áskelsson munu kveðja gamla árið
með fagurri tónlist og fagna því nýja
með lúðraþyt og orgelleik. Nýtt verk
eftir Áskel Másson, Giubilante,
verður frumflutt í upphafi tónleika.
TÓNLEIKAR
Hátíðarhljómar við áramót
í Hallgrímskirkju í dag
Karlakórinn
Heimir ætlar að
sviðsetja fjölmenn-
ustu orrustu Ís-
landssögunnar, Ör-
lygsstaðabardaga,
í tali og tónum í
menningarhúsinu
Miðgarði í Skagafirði laugardags-
kvöldið 2. janúar. Undirleikari er
Thomas Higgerson og einsöngvarar
Óskar Pétursson tenór og Ásgeir
Eiríksson bassi. Dagskráin hefst kl.
20.30 og að henni lokinni er þrett-
ándaball í Miðgarði með Hljóm-
sveitar Geirmundar Valtýssonar.
TÓNLIST
Örlygsstaðabardagi settur
upp af karlakórnum Heimi
NÚ ERU 44 Ís-
lendingar á lífi
sem eru hundrað
ára eða eldri og
hafa þeir aldrei
verið fleiri. Kon-
urnar eru 36 og
karlarnir átta.
Fyrir einu ári
voru á lífi 40 Ís-
lendingar sem
náð höfðu hundrað ára aldri, fyrir
tíu árum voru þeir 26 og fyrir þrjá-
tíu árum aðeins sex. Þetta kemur
fram á vefsíðunni langlifi.net.
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði
er elst Íslendinga, 105 ára síðan í
maí. Hún er fædd í Asparvík í
Strandasýslu. Margrét Hannes-
dóttir í Reykjavík er næstelst, varð
105 ára í júlí. Hún er frá Núpsstað í
Vestur-Skaftafellssýslu. Fjögur
systkini hennar eru á lífi, á aldr-
inum frá 79 til 100 ára. Þriðji elsti
Íslendingurinn og elsti karlmað-
urinn er Sigsteinn Pálsson í Mos-
fellsbæ sem varð 104 ára í febrúar.
Hann fæddist á Tungu í Fáskrúðs-
firði en bjó lengi á Blikastöðum í
Mosfellsbæ.
Aldrei fleiri
hundrað ára og
eldri á lífi
Torfhildur
Torfadóttir
ÁRLEGT stjörnuljósasund sunddeildar KR var í gærkvöldi og talið er að milli 60 og 80 börn hafi verið í Vesturbæj-
arlauginni. Öll ljós voru slökkt, krakkarnir syntu um með stór stjörnuljós og fóru svo í pottinn á eftir.
KR-INGAR SYNTU MEÐ STJÖRNULJÓS
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
NÁTTÚRUBÖÐ sem verið er að
undirbúa við Deildartunguhver í
Borgarfirði nýta aðdráttarafl vatns-
mesta hvers jarðar og vísa einnig til
sögunnar því þar verður hlaðin stór
„Snorralaug“ og hugmyndir sóttar í
ýmsar sögufrægar laugar víða um
land.
Miðaldaböðin Snorralindir er
vinnuheiti verkefnisins sem Kjartan
Ragnarsson og Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir, stofnendur Land-
námsseturs Íslands í Borgarnesi,
hafa unnið að með sérfræðingum.
Þau eru í sambandi við fjárfesta,
bæði innlenda og erlenda, með það í
huga að stofna félag til að vinna að
frekari undirbúningi. Fram hefur
komið að kostnaður við að koma upp
fyrsta áfanga baðanna er áætlaður
750 milljónir kr.
Ætlunin er að byggja upp baðað-
stöðu með heitum laugum og gufu-
böðum af ýmsu tagi í fyrsta áfanga,
auk veitingastaða, minjagripaversl-
unar og sýningaraðstöðu. Því er
haldið opnu að byggð verði heilsu-
stöð og hótel, annað hvort samhliða
böðunum eða síðar.
Kjartan vonast til að Miðaldaböð-
in við Deildartunguhver muni hafa
aðdráttarafl fyrir ferðafólk, eitthvað
í líkingu við Bláa lónið og Gullfoss og
Geysi. Fólk staldri við og noti jafn-
framt þjónustu fyrirtækja á svæð-
inu. Hann hefur orðið var við það í
kynningu erlendis á starfsemi Land-
námssetursins að mikið vantar á gott
aðgengi og þjónustu við ferðafólk á
þeim stöðum sem mest aðdráttarafl
gætu haft á Vesturlandi.
Böð miðalda endurreist | 20
Miðaldaböð við
Deildartunguhver
Hugmyndir um
að hlaða nýja
„Snorralaug“
Ljósmynd/Basalt
Snorralaug Hlaðnar verða laugar í
Miðaldaböðunum í Deildartungu.
Í HNOTSKURN
»Deildartunguhver ervatnsmesti hver Íslands og
sennilega á jörðinni. Hann er
nýttur fyrir hitaveitu Akra-
ness og Borgarfjarðar.
»Erlendir ferðamenn sækjamikið í jarðböð, eins og
sést á Bláa lóninu á Reykja-
nesi og Jarðböðunum í Mý-
vatnssveit.
»Borgfirðingar nýta sér-stöðu sína með því að
sækja hugmyndir í söguna.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út mánudaginn 4. janúar.
Fréttavakt verður á Fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is, um
áramótin. Hægt er að senda
ábendingar um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Áskriftardeild blaðsins er
opin í dag, gamlársdag, frá kl.
7-13. Dreifingardeild verður
opin í dag frá kl. 5-11. Lokað er
á nýársdag, laugardag og
sunnudag. Símanúmer
áskriftardeildar er 569-1122.
Næsta blað
kemur út 4. jan.
SIGURÐUR Ari
Stefánsson varð í
gærkvöldi norsk-
ur bikarmeistari í
handknattleik
þegar lið Elver-
um bar sigurorð
af Drammen,
25:24, í æsispenn-
andi úrslitaleik
sem háður var í
Spektr-
um-höllinni í Osló að viðstöddum
6.700 áhorfendum. Sigurður skoraði
eitt af mörkum Elverum. | Íþróttir
Sigurður bikar-
meistari í Noregi
Sigurður Ari
Stefánsson