Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND MEÐENSKU TALI ÍREGNBOGANUM
HHH
„...hefur sama sjarma til
að bera og forverinn“
-S.V., MBL
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd
frá James Cameron leikstjóra Titanic.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
TILNEFNINGAR
TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA
BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG
HHHH+
-Ó.H.T., Rás 2
HHHHH
-H.K., Bylgjan
HHHHH
-T.V., Kvikmyndir.is
HHHHH
-H.S., MBL
HHHHH
-V.J.V., FBL
HHHH
-Á.J., DV
The Road kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Taking Woodstock kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára
Alvin and the Chipmunks (enskt tal) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ
Julie and Julia kl. 5:30 - 8 - 10:35 LEYFÐ
Did you hear about the Morgans kl. 10 B.i. 7 ára
Mamma Gógó kl. 8 LEYFÐ
Alvin og Íkornarnir kl. 6 LEYFÐ
Avatar kl. 6 - 9 B.i. 10 ára
Mamma Gógó kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 5:50 LEYFÐ
Avatar 3D kl. 6 - 9:20 B.i.10 ára
Avatar 2D kl. 9 B.i.10 ára
Whatever Works kl. 5:50 - 8 B.i.7 ára
A Serious Man kl. 10:10 B.i.12 ára
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
YFIR
78.000
MANNS
HUGH GRANT OG SARAH JESSICA PARKER FARA Á KOSTUM Í FRÁBÆRRI GAMANMYND
HHH
„Myndin er mann-
leg og fyndin“
-S.V., MBL
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K
Aldrei hefði ég trúað því aðhægt væri að skrifa svonaáhugaverða og skemmti-
lega bók um eina tiltekna dráttar-
vélategund. Bókin ...og svo kom
Ferguson: Sögur um Ferguson
dráttarvélarnar á Íslandi í máli
og myndum eftir Bjarna Guð-
mundsson á Hvanneyri kom út í
júlí og varð
(óvænt) ein
söluhæsta
bókin fyrir
nýliðin jól.
Í fyrra
voru sextíu
ár frá því
fyrstu Ferguson dráttarvélarnar
komu til Íslands og í bókinni seg-
ir Bjarni sögu Ferguson frá því
Harry Ferguson fæddist og fór að
vinna að því að fá hönnun sína
framleidda og þar til fyrsti
Fergusoninn nam land á Íslandi,
síðan er saga hans hérlendis rak-
in.
Ferguson var langt frá því eina
dráttarvélategundin sem var flutt
hingað til lands en Ferguson varð
sú vinsælasta og sú tegund sem
flestir tengja við búháttabreyt-
ingarnar í íslenskum sveitum eft-
ir seinni heimstyrjöld. Þessi saga
sem Bjarni skráir er mjög merki-
leg. Vélvæðing sveitanna hófst
ekki fyrr en um miðja síðustu öld
og hvaða breytingar hún hafði á
íslenska búskaparhætti getur
enginn gert sér í hugarlund nema
sá sem hana upplifði. Því er ....og
svo kom Ferguson merkileg fyrir
þær sakir að um leið og saga
Ferguson er rakin er hin merki-
lega saga vélvæðingar landbún-
aðarins líka rakin og m.a áhrif
hennar á matvælaframleiðslu í
landinu.
Bókin er mjög læsileg, velskrifuð og þægilega upp sett.
Öll vinna við hana er til mikillar
fyrirmyndar og Bjarni hefur ver-
ið duglegur við að grafa upp alls-
konar heimildir um Ferguson,
margar hverjar mjög áhugaverð-
ar. Má sem dæmi nefna ritdeilur í
Morgunblaðinu árið 1950 sem
hófust þegar Sigurður Þórðarson
á Laugabóli sendi inn lofgrein um
Ferguson, innflytjendum annarra
dráttarvélategunda til mikilla
ama. Gaman er líka að léttari út-
úrdúrum eins og t.d hvernig
Bjarni hrekur að Ferguson hafi
verið dráttarvél framsóknar-
manna með því að bera saman
áhuga bænda á Ferguson dráttar-
vélum árið 1949 og fylgi Fram-
sóknarflokksins í Alþingiskosn-
ingum sama ár. Bjarni kemst að
þeirri niðurstöðu að áhugi bænda
á Ferguson hafi helgast af eigin-
leikum dráttarvélarinnar en ekki
stjórnmálaskoðun þeirra.
Myndirnar sem skreyta bókina
eru líka mjög skemmtilegar,
styðja vel við efnið og eru lýs-
andi fyrir það. Gaman er líka
hversu margar myndir eru af
konum að keyra Ferguson, drátt-
arvélin var augljóslega allra.
Bókin skiptist í tvo hluta, fyrri-
hlutinn fer í sögu Ferguson en í
seinnihlutanum rifja tíu ein-
staklingar úr öllum landshlutum
upp kynni sín af fyrstu Ferguson
vélunum. Gefur sá hluti góða inn-
sýn inn í hvaða breytingar urðu á
högum fólks með komu drátt-
arvélarinnar á bæina og jaðrar
við að sumar sögurnar séu hálf-
gerðar ástarsögur, svo mikill er
ljóminn yfir komu fyrsta Fergu-
sonsins.
Ég hef ekki gerst svo fræg aðfá að keyra Gamla grána
eins og fyrstu Ferguson vélarnar
voru gjarnan kallaðar. En drátt-
arvélin sem ég lærði á var afkom-
andi hans, Massey Ferguson 135.
Varð sú tegund til við sameiningu
fyrirtækjanna Massey Harris og
Ferguson árið 1953. Massinn var
ekkert í líkindum við þau trylli-
tæki sem dráttarvélar eru orðnar
í dag en hentaði vel fyrir ungling-
inn til að stíga sín fyrstu skref í
dráttarvélaakstri; einfaldur í
notkun og lipur í akstri. Þó ég
hafi ekki keyrt gamla Ferguson
og geti ekki talist áhugamann-
eskja um dráttarvélar hafði ég
mikið gaman af lestri þessarar
bókar og að fræðast um sögu
Ferguson hér á landi.
ingveldur@mbl.is
Fróðleg Fergusonsaga
AF BÓKMENNTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Þó ég hafi ekki keyrtgamla Ferguson og
geti ekki talist áhuga-
manneskja um dráttar-
vélar hafði ég mikið
gaman af lestri þessarar
bókar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Tvær kynslóðir Gamli Ferguson og afkomandinn, Massey Ferguson, vinna vel saman í heyskapnum. Handaflið er
samt alltaf best til að henda litlu sátunum upp á heyvagninn. Þá er betra að vanda sig og skilja ekki eftir dreif.