Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
Þetta helst ...
● HREIN eign lífeyrissjóðanna til
greiðslu lífeyris var 1.763 milljarðar
króna í lok nóvember síðastliðins og
hafði aukist um 18,8 milljarða í mán-
uðinum. Var hrein eign lífeyrissjóðanna
í lok nóvember 7,9 milljörðum lægri en
hún var í lok september 2008 sem
jafngildir 0,4% lækkun að nafnvirði.
Lækkunin að raunvirði á tímabilinu er
þó meiri, eða 11,8%. bjarni@mbl.is
Eign sjóða eykst
ÍSLENDINGAR standa frammi
fyrir vali milli tveggja kosta. Annars
vegar að verja stórt og umfangs-
mikið ríki og velferðarkerfi, fjár-
magnað með hærri sköttum. Hins
vegar að draga úr opinberum út-
gjöldum og minnka velferðarkerfið.
Fyrri kosturinn þýðir auknar líkur á
langvarandi kreppu og greiðslufalli
ríkisins, en sá síðari meiri hagvöxt
og minni kreppu.
„Velferð Íslands og sjálfsvirðing
þjóðarinnar kalla á seinni kostinn,
þótt hann sé ekki sársaukalaus,“
sagði Ragnar Árnason, hagfræðipró-
fessor á skattadegi Deloitte í gær.
Ragnar sagði stöðu þjóðarbúsins
og ríkissjóðs slíka að eigi Íslend-
ingar að komast upp úr þeirri lægð
sem við erum í nú, er þörf á hraust-
legum hagvexti næstu ár.
Sagði Ragnar að nú stæði yfir
dýpsta kreppa frá stofnun lýðveld-
isins, hér hefðu brunnið upp miklar
eignir, heill geiri atvinnulífsins væri
nánast horfinn, skuldir þjóðarbúsins
gríðarháar og aðgengi að erlendu
lánsfé væri nær ekkert.
Talsverð hætta á greiðsluþroti
Á meðan einstaklingar og fyr-
irtæki aðlöguðu sig að þessari
breyttu stöðu myndi eftirspurn eftir
vörum og þjónustu dragast mjög
saman og umsvif í hagkerfinu sömu-
leiðis. Vextir og afborganir ríkisins
næstu fimmtán ár yrðu á bilinu 50-
100 milljarðar króna og þetta fé yrði
ekki notað í annað á meðan. Eft-
irspurn ríkisins eftir vörum og þjón-
ustu myndi því dragast saman.
Þessir þættir, ónóg innlend eft-
irspurn og takmörkuð fram-
kvæmdageta, væru efniviður í lang-
varandi kreppu á Íslandi. Það þýddi
aftur að æ erfiðara yrði fyrir ríkið að
afla tekna og því talsverð hætta á
greiðsluþroti ríkisins.
Til að nægilegur hagvöxtur verði á
næstu árum segir Ragnar að fjár-
festa þurfi í fjármunum og mann-
auði. Þá verði að nýta fram-
leiðsluþætti, eins og vinnuafl, eins og
unnt er. Til að hægt sé að ná þessu
markmiði þurfa fjárfestingar að
verða arðvænlegri og vinna fólks
ábatasamari. Þetta verði aðeins gert
með því að lækka skatta og vexti.
Ragnar segir að staða ríkissjóðs
sé svo slæm að ef til vill sé ekki svig-
rúm til skattalækkana, en óráð sé við
núverandi aðstæður að hækka
skatta. Hallarekstur verði að brúa
með niðurskurði útgjalda. Undan-
farin ár hafi útgjöld hins opinbera
aukist mjög hratt og því ætti að vera
svigrúm til niðurskurðar þar. En
einnig verði því miður að skera niður
í velferðarmálum. „Óhjákvæmilegt
er að minnka velferðarkerfið. Við
höfum einfaldlega ekki efni á því
lengur að reka það kerfi sem til stað-
ar er. Slíkan niðurskurð verður að
fara í á eins mannúðlegan og heiðar-
legan hátt og unnt er, en hann er
nauðsynlegur.“ bjarni@mbl.is
Löng kreppa og
greiðsluþrot
Nauðsynlegt að skera niður hjá ríkinu
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SAMKVÆMT heimildum Morg-
unblaðsins mun Pálmi Haraldsson
leggja 800 milljónir inn í rekstur
Ferðaskrifstofu Íslands (FÍ) í kjölfar
endurskipulagningar félagsins. FÍ
lenti í miklum rekstrarvandræðum í
september 2008 og fékk tæplega hálf-
an milljarð króna lánaðan hjá Lands-
bankanum, sem varð NBI eftir
bankahrun, fram að áramótum til að
halda rekstrinum áfram. Skuldir FÍ
gagnvart NBI í ársbyrjun 2009 eru
taldar hafa numið um 1,3 milljörðum
króna. Ríflega þriðjungi þeirrar
skuldar var síðar breytt yfir í hlutafé,
sem verður fært niður í end-
urskipulagningunni. Ávinningur
bankans af
endur-
skipulagningunni
verður því sá að
einhver hluti eig-
infjárframlags
Pálma inn í FÍ
mun renna til
bankans, og tap
af viðskiptum við
ferðaskrifstofuna
því einhverju minna. Haft var eftir
Pálma Haraldssyni í Morgunblaðinu
í gær að hann teldi sig njóta trausts
og væri þar af leiðandi fær um að út-
vega fé til að setja inn í rekstur FÍ.
Það er þó ekki hluti af samkomulagi
við Feng um endurskipulagningu að
félagið fái lán frá NBI til að leggja
inn í rekstur ferðaskrifstofunnar,
heldur að féð komi annars staðar frá.
Í Morgunblaðinu í gær var greint
frá því að verðmat Saga Capital á Ice-
land Express og FÍ væri 800 millj-
ónir. Það verðmat tók hins vegar mið
af 600 milljóna hlutafjáraukningu til
viðbótar þeirri aukningu sem varð í
nóvember 2008. Eftir því sem næst
verður komist hefur þó ekki orðið af
þeirri hlutafjáraukningu. Í nóvember
2008 var hlutafé Iceland Express auk-
ið um 300 milljónir, en þar að auki lán-
aði Fengur félaginu 300 milljónir.
Þriðjungur þess láns hefur verið borg-
aður til baka, en samkvæmt verðmat-
inu voru 200 milljóna króna vaxtaber-
andi skuldir inni í Iceland Express á
þeim tíma sem verðmatið var unnið.
Var þar tekið mið af ársreikningi fé-
lagsins fyrir árið 2008, sem hefur þó
ekki borist Ársreikningaskrá. Í þeim
ársreikningnum kemur fram að Ice-
land Express tapaði hundruðum millj-
óna á árinu.
Setur tæplega 800 milljónir
inn í Ferðaskrifstofu Íslands
Pálmi Haraldsson
Í HNOTSKURN
»Pálmi Haraldsson munsetja 800 milljónir króna í
rekstur Ferðaskrifstofu Ís-
lands.
»Ferðaskrifstofan skuldaðiLandsbankanum 1,3 millj-
arða króna í ársbyrjun 2009.
»Nú er verið að endur-skipuleggja rekstur fyrir-
tækisins.
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
KÍNVERSKI
seðlabankinn
hækkar bindi-
skyldu banka
þar í landi frá og
með næsta
mánudegi. Um
er að ræða 50
punkta hækkun
og verður því
bindiskyldan
16% fyrir stærstu banka landsins.
Er gripið til þessara aðgerða til að
sporna gegn ofþenslu hagkerfisins
en mikil útlánaaukning hefur verið
í Kína að undanförnu, meðal annars
vegna stjórnvaldsaðgerða í efna-
hagsmálum. Ennfremur segir
Bloomberg-fréttaveitan frá því að
sérfræðingar búi sig undir að seðla-
bankinn hækki stýrivexti á fyrsta
fjórðungi. Dow Jones-fréttaveitan
leiðir líkum að því að hækkun bindi-
skyldu, ásamt hækkun stýrivaxta,
kunni að vera undanfari þess að
stjórnvöld leyfi gengi júansins að
styrkjast gagnvart Bandaríkjadal.
Stjórnvöld í Washington hafa lagt
hart að þeim að gera einmitt það
þannig að viðskipti á milli landanna
færist nær því að teljast í jafnvægi.
Sem kunnugt er hefur gríðarlega
mikill útflutningur kínverska hag-
kerfisins á móti viðvarandi við-
skiptahalla Bandaríkjanna verið
talinn helsta rót þess hnattræna
ójafnvægis sem ríkt hefur í alþjóða-
viðskiptum frá og með aldamótum.
Umskiptin á hlutabréfamörk-
uðum frá því í mars hafa meðal ann-
ars byggst á væntingum um að slag-
kraftur kínverska hagkerfisins
megni að smita út frá sér. Hagvöxt-
urinn í Kína virðist nú meiri en
stjórnvöld telja sig ráða við vegna
ótta við að verðbólga brjótist fram
líkt og hún gerði fyrir tveimur ár-
um. Þannig má gera ráð fyrir því að
aðhaldsaðgerðir ráðamanna í Pek-
ing hafi umtalsverð áhrif á þær
væntingar sem hafa ríkt á mörk-
uðum að undanförnu.
Bindiskylda
hækkuð
Kínversk stjórnvöld
bregðast við þenslu
NÝIR eigendur hafa tekið við
rekstri Rýmis-Ofnasmiðjunnar, en
þeir eru Thomas Möller og Haukur
Þór Hauksson. Thomas hefur tekið
við sem framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og Haukur sem stjórnar-
formaður. Thomas er hagverkfræð-
ingur að mennt og Haukur Þór
rekstrarhagfræðingur, en báðir
eru þeir með MBA-gráður.
Rými-Ofnasmiðjan hefur fram-
leitt og selt lagerkerfi og verslunar-
innréttingar fyrir íslensk fyrirtæki
í hálfa öld. Í tilkynningu segir að
núverandi starfsemi félagsins verði
efld og áhersla aukin á faglega ráð-
gjöf, hátt þjónustustig og heildar-
lausnir fyrir viðskiptavini.
Nýir eigend-
ur að Rými
Tryggingafyrirtækið Sjóvá verður
sett í opið söluferli á næstu dögum
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Fyrirtækjasvið Íslands-
banka annast sölu fyrirtækisins og
auglýsing vegna sölunnar verður
birt innan tíðar. Íslandsbanki gerir
ráð fyrir að taka við tilboðum í
fyrirtækið um miðjan mánuðinn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verða engar takmarkanir á
sölunni. Þannig hyggst íslenska rík-
ið ekki halda eftir hluta í fyrirtæk-
inu. Aðalmarkmið sölunnar er að
hámarka virði fyrirtækisins og ná
til baka þeim fjármunum sem ríkið
lagði inn í Sjóvá
þegar það lenti í
alvarlegum
vandræðum
vegna veðsetn-
ingar bótasjóðs
fyrirtækisins.
Ríkið lagði Sjóvá
á annan tug
milljarða til að
styrkja eigin-
fjárstöðu þess. Eftir því sem næst
verður komist var um að ræða
skuldabréf með ríkisábyrgð, auk
skuldabréfa útgefinna af sveit-
arfélögum. thg@mbl.is
Sjóvá sett í opið
söluferli á næstunni
VELDU RÉTTA UMBOÐSMANNINN
Fræðslufundur og viðtöl 15. janúar
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
0
0
1
0
0
Útflutningsráð stendur fyrir fræðslufundi um val og stjórnun
umboðsmanna og dreifingaraðila á útflutningsmörkuðum,
á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 15. janúar,
kl. 8.30–12.00.
Leiðbeinandi er Mark Dodsworth, framkvæmdastjóri
Europartnerships ltd., sem hefur verið ráðgjafi íslenskra
fyrirtækja síðastliðin 7 ár.
Skilgreining og mikilvægi umboðsmanna og dreifingaraðila
Að finna og velja umboðsmenn og dreifingaraðila
Mikilvægi löglegra samninga
Hvatning, eftirlit og mat á frammistöðu umboðsmanna
og dreifingaraðila
Fundurinn er ætlaður fulltrúum fyrirtækja sem eru að leita að
eða hefja samstarf við umboðsmenn og dreifingaraðila eða
vilja styrkja og efla samstarf sitt við núverandi aðila.
Viðtöl
Mark verður einnig með viðtöl eftir hádegi 15. janúar.
Þar geta lítil og meðalstór fyrirtæki fengið upplýsingar um
möguleg tækifæri og aðstoð við að finna og hefja samstarf
við umboðsmenn og dreifingaraðila í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Skráning á fræðslufund og í viðtöl fer fram í síma 511 4000
eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson,
bjorn@utflutningsrad.is, og Hermann Ottósson,
hermann@utflutningsrad.is.
Helstu atriði fundarins eru:
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is