Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 9. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «MENNINGTÓNLIST UNGIR EINLEIKARAR OG TÓNSKÁLD «ÍÞRÓTTIRHANDBOLTI Landsliðið óskar eftir stuðningi 6 Eftir Hlyn Orra Stefánsson og Baldur Arnarson HOLLENSK stjórnvöld munu ekki gefa kröfu sína í Icesave-málinu eftir, enda óttast þau að það geti dregið úr fylgi ríkisstjórnarflokkanna í kom- andi þing- og sveitarstjórnarkosning- um. Þetta segir Sylvester Eijffinger, einn nánustu ráðgjafa hollenska for- sætisráðherrans. Íslenskir ráðamenn og embættis- menn hafa undanfarna daga átt í tals- verðum samskiptum við erlenda starfsbræður sína. Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra segir þau samskipti ekki gefa tilefni til bjart- sýni á að Bretar og Hollendingar vilji taka aftur upp samningaviðræður um Icesave. Þeir vilji bíða eftir niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og telji sig hafa margvísleg ráð til að fá sitt fram þótt lögunum verði hafnað. Engu að síður telur hann að ákvörðun forsetans um að synja lög- unum staðfestingar og sá mótbyr sem er í þjóðfélaginu gegn lögunum kunni að hafa opnað glufu „til að skoða mál- ið betur“. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, vill að Íslendingar notfæri sér þann meðbyr sem hefur verið að myndast til að knýja á um nýjan og sanngjarnari samning. Hollendingar segjast ekki gefa eftir vegna Icesave » Glufa kann að hafa myndast, segir Össur » Nýtum okkur meðbyrinn, segir Ögmundur  Engar líkur á eftirgjöf | 12 „ÞAÐ eru auðvitað vonbrigði að það skuli ekki finnast meiri loðna,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um út- komuna úr leiðangri hafrann- sóknaskipanna Árna Friðriksson- ar og Bjarna Sæmundssonar sem er að ljúka. Í loðnuleiðangri síðustu daga mældust 355 þúsund tonn af hrygningarloðnu, en afla- regla við loðnuveiðar byggist á að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son og Súlan frá Akureyri halda áfram loðnuleit á næst- unni og eru vonir bundnar við að meira finnist af henni. Mikil verðmæti eru í húfi og má ætla að 100 þúsund tonn af loðnu gætu gefið yfir fimm milljarða í útflutnings- verðmæti, enda er verð á afurðum hátt um þessar mundir og gengið hagstætt fyrir útflytjendur. Ekki örvænt fyrr en í febrúar „Það verður áfram fylgst með þessu og kannski leynist eitthvað undir ísnum, þannig að það er ekki búið að gefa upp alla von enn í þessum efnum,“ segir Jón og Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, tekur í sama streng. „Menn fara ekki að örvænta fyrr en kemur fram í febr- úar.“ Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, bendir á að í leiðangrinum nú hafi mælst 215 þúsund tonnum meira af hrygningarloðnu en í mælingu fyrir mánuði. | 6 Ekki hefur fundist næg loðna til að gefa út byrjunarkvóta Vonbrigði, en enn er von UNGA fólkið veltir stöðumælinum fyrir sér, enda borgar sig víst að gjalda stöðumælinum það sem stöðumælisins er. Væntanlega þyngist eitthvað á því brúnin, jafnframt því að pyngjan léttist, samþykki dómsmálaráðherra tillögur borgarstjórnar frá því fyrir jól um hækkanir á gjöldum vegna stöðubrota. Þá verður enn dýrara að gleyma stöðumælinum því lagt var til að hækka sektir vegna slíkra brota úr 1.500 krónum í 2.500 krónur. Þeir sem ákveða að leggja uppi á gangstétt þurfa þá að snara út fimmþúsund- kalli í stað 2.500 króna áður, gangi tillögurnar eftir. ÞAÐ BORGAR SIG EKKI AÐ FÁ STÖÐUMÆLASEKT Morgunblaðið/Árni Sæberg  Pálmi Haraldsson mun leggja Ferðaskrifstofu Íslands til 800 millj- ónir króna í tengslum við endurskipu- lagningu félagsins. Ekki liggur fyrir hvort um er að ræða eigið fé frá eign- arhaldsfélagi Pálma eða lánsfé. Skuldir Ferðaskrifstofu Íslands við NBI námu um það bil 1,3 milljörðum króna í ársbyrjun 2009. Ríflega þriðj- ungi þeirrar skuldar var breytt í hlutafé sem verður nú niðurfært í endurskipulagningu félagsins. Fengur, félag Pálma Haraldssonar, er einnig eigandi Iceland Express. Samkvæmt upplýsingum úr verðmati á félaginu tapaði það hundruðum milljóna á árinu 2008. »13 Pálmi Haraldsson reiðir fram 800 milljónir króna  Reykjavíkur- borg hlaut ný- verið tæplega 2,5 milljóna króna styrk úr Progress, jafn- réttis- og vinnumála- áætlun Evrópu- sambandsins, sem eyrna- merktur er því að vinna gegn kyn- bundnu ofbeldi á og við skemmti- staði. Að sögn Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur- borgar, er ætlunin að útfæra, í samvinnu við veitingahúseigendur, lögregluna og Lýðheilsustöð, þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta í skýrslu starfshóps á veg- um mannréttindaráðs árið 2008. Á árunum 2002-2008 voru skráðir a.m.k. 54 þolendur kynferðisof- beldis á eða við skemmtistaði. »8 Borgin fær styrk til að ráð- ast gegn kynferðisofbeldi  Vegagerðin kannar nú mögu- leika á uppsetningu vegriða milli akbrauta á 2+2-vegum víðar en nú er. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur skorað á stjórnvöld að setja upp vegrið á samtals 47,2 km köfl- um tvöfaldra vega sem eru án veg- riðs milli akbrauta. Kostnaður við það nemur um 500 milljónum kr. Kristján L. Möller samgönguráð- herra kveðst fagna því sem FÍB og aðrir gera í þágu umferðaröryggis. Hann segir það vera sameiginlegt markmið að koma í veg fyrir bana- slys í umferðinni. Kristján segir að umferðar- öryggismálum verði gerð góð skil í samgönguáætlun sem kynnt verður í febrúar. »16 Sameiginlegt markmið allra að fækka slysum AFAR brýnt er að vistunarmat aldraðra verði endurskoðað að mati forstöðumanna stærstu hjúkr- unarheimila landsins, Hrafnistu og Grundar. Bendir Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu á að kostnaður- inn við heimahjúkrun geti í mörg- um tilfellum verið meiri en ef við- komandi einstaklingur fær inni á hjúkrunarheimili. Munurinn geti numið nokkrum þúsundum króna á dag. „Þeir sem fá vistunarmat verða veikari og veikari og við verðum vör við að þeim fækkar verulega sem bíða eftir rými,“ segir Pétur. | 8 Heimahjúkr- un dýrari? Í samtölum við Morgunblaðið í dag gagnrýna tveir hollenskir fræðimenn fjármálaráðherrann, Wouter Bos, fyrir að taka ákvörðun um að bæta innistæð- ur á Icesave upp að 100.000 evrum og senda Íslendingum svo reikninginn. Þeir segjast telja að slíkt hafi hvorki verið nauðsynlegt né hafi ráðherran- um verið það heimilt. Gagnrýna Bos

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.