Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Skammdegi í Reykjavík Þó dag sé tekið að lengja nær sólin ekki almennilega að hita upp umhverfið. Hún hækkar samt stöðugt á lofti og boðar þannig sumaryl, en Leifur heppni nýtir hvern geisla og baðar sig í vetrarsólinni. Heiddi Í KJÖLFAR bankahrunsins svonefnda urðu raddir þeirra er vilja endurskoða fulltrúa- lýðræðið og stjórnarskrána áberandi í þjóðfélagsumræðunni og síðar hafa margir málsmet- andi menn komist að þeirri nið- urstöðu að efla beri beint lýðræði og þátttöku almennings við ákvörðun mikilvægra þjóðfélags- mála. Umræðan um Icesave tók mestan tíma Alþingis á síðasta ári, enda hafa margir sagt þetta eitt mikilvægasta þingmál í sögu lýðveldisins. Fjölmargir vildu leyfa þjóðinni að tjá sig um ábyrgð ríkisins á skuldum föllnu bankanna og meðal annars stóð InDefence hópurinn fyrir undirskriftasöfnun á netinu, þar sem forsetinn var hvattur til að synja lögunum staðfestingar. Við ofangreindar aðstæður fæddist hug- myndin að kerfinu ÍslendingaVal, þ.e. að nýta netið og almenna upplýsingatækni til þess að leyfa öllum þeim sem hafa aðgang að einka- banka að tjá sig á einfaldan, hraðvirkan og öruggan hátt. Vefmiðillinn Eyjan varð fyrst til að nýta sér ÍslendingaVal og stóð fyrir „Þjóð- arkosningu“ um Icesave lögin. Öllum kjör- gengum Íslendingum var sendur aðgangskóði að ÍslendingaVali í heimabankann og búist var við því að þátttakan endurspeglaði áhuga þjóð- arinnar á beinu lýðræði. Þegar upp var staðið skráðu 62.000 manns sig á lista InDefence en þátttakendur í kosningu Eyjunnar voru tæp- lega 7.500. Í ljósi þess verður þessi frumraun beinna netkosninga að teljast vonbrigði. Í kjöl- far þess að forseti Íslands synjaði lögunum og vísaði til þjóðarinnar þykir mér ástæða til að fjalla um möguleikann á rafrænum þjóð- aratkvæðagreiðslum. Þó svo að Alþingi hafi sett sérstök lög um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu er ljóst að setja þarf almenn lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, hvort sem stjórnarskránni verður breytt eður ei. Hér verður sjónum beint að framkvæmd netkosninga og raf- rænna undirskriftasafnana. Við margumrædda undirskriftasöfn- un á vefsíðu InDefence var engin krafa gerð til auðkenningar þátttakenda enda ku Mikki Mús hafa tekið þátt í henni! Þar var því greinilega minni krafa um trúverðuleika en í sambæri- legum undirskriftasöfnunum þar sem stuðst er við eiginhandaráritanir á pappír, þó svo að í raun séu þær líklegast aldrei skoðaðar til að sannreyna þátttöku. Í netkosningu Reykjavík- urborgar um forgangsröðun verkefna í hverf- um borgarinnar var sömuleiðis ekki farið fram á auðkenningu kjósenda og kjósendum í sjálfs- vald sett að gefa upp rétta kennitölu og ákveða hversu oft þeir kysu. Þessum málum hefur þó verið betur háttað í einstaka útfærslum, t.d. í prófkjörum stjórnmálaflokkanna og hjá sum- um stéttarfélögum þar sem auðkennum hefur t.d. verið dreift í gegnum heimabanka. Án þess að reyna að gera heildarúttekt á útfærslum ís- lenskra netkosninga, leyfi ég mér að fullyrða að í flestum tilfellum standist frágangur þeirra ekki formlega öryggisúttekt á nafnleynd og áreiðanleika. Oftar en ekki er svonefndum kerfisstjórum treyst fyrir rekstri kerfanna og erfitt er fyrir utanaðkomandi að sannreyna vinnubrögð þeirra eða öllu heldur frávik frá vinnuferlum þeirra. Í kosningunni um staðsetningu Reykjavík- urflugvallar var notast við blandaða lausn, þ.e. auðkenning kjósenda var með hefðbundnum hætti en þeim var úthlutað sérstöku kjörkorti til þess að tryggja nafnleynd við talningu at- kvæða sem framkvæmd var á rafrænan hátt. Undirrituðum hefur ekki tekist að afla sér upplýsinga um það hvernig staðið var að ör- yggismálum við talningu atkvæða eða hversu gagnsætt öryggið var. Við uppsetningu á kosningu Eyjunnar, sem framkvæmd var í gegnum ÍslendingaVal, var hugað sérstaklega að öryggismálum og gagnsæi kerfisins. Vefþjónn ÍslendingaVals sér um auðkenningu þátttakenda fyrir sjálf- stæðan kosningarvef, þar sem atkvæði eru skráð. Nafnleyndin er hins vegar útfærð með sérstöku nafnleyndarkerfi, svipuðu því sem Ís- lensk erfðagreining hefur keyrt samfellt í yfir 10 ár fyrir nafnleyndarvinnuferli sitt. Nafn- leyndarkerfið er sett upp með þeim hætti að enginn stakur maður getur haft áhrif á virkni þess. Til þess þarf samsæri fjölda einstaklinga. Kerfið sér um að útbúa nafnlausa kjörseðla sem veita kjósanda heimild til að greiða at- kvæði á viðkomandi kosningarvef. Þannig tryggir kerfið ekki einungis nafnleynd kjós- andans heldur einnig að hver einstaklingur geti aðeins kosið einu sinni þar sem að kerfið varðveitir á öruggan hátt nokkurs konar nafn- lausa kjörskrá. Fjöldi atkvæða sem skráð eru á kosningarvefnum verður að stemma við fjölda útgefinna kjörseðla í nafnlausu kjör- skránni og engir kerfisstjórar geta haft áhrif á þá afstemmingu. Þetta er fullkomlega sam- bærilegt við afstemmingu á atkvæðaseðlum og kjörskrám í núverandi fyrirkomulagi Alþing- iskosninga. Rafrænu aðferðina tekur hins veg- ar aðeins augnablik að framkvæma á meðan hefðbundna leiðin er bæði mannfrek og tíma- frek. Einn mikilvægasti kostur ÍslendingaVals er að kerfið getur með einni uppsetningu á nafnleyndarkerfinu afgreitt fjölda kosninga á ólíkum kosningarvefþjónum. Í kosningu Eyj- unnar var einnig sú leið farin að afhenda kjós- endum rafræna kvittun með atkvæðinu sínu. Þegar kosningu var lokað gátu kjósendur sjálf- ir skoðað öll greidd atkvæði og staðfest að at- kvæði með þeirra svarlykli væri rétt skráð. Auðvelt er að sýna fram á að ef t.d. einungis 1% atkvæða er breytt, þá þarf ekki nema um 300 einstaklinga til að sannreyna atkvæði sitt til þess að um 95% líkur séu á því að upp kom- ist um slíkt kosningarsvindl. Svona töl- fræðimat tekur hins vegar aðeins til réttilega greiddra atkvæða og nær ekki að koma í veg fyrir ólögmæt viðbótaratkvæði. Í seinni hluta þessarar greinar verður sýnt hvernig sníða má ofangreinda hnökra af raf- rænum netkosningum, þær bornar saman við hefðbundnar þingkosningar og fjallað um það hvernig nýta megi netkosningar við þjóðar- atkvæðagreiðslur. Eftir Hákon Guðbjartsson »Rafrænu aðferðina tekur hins vegar aðeins augna- blik að framkvæma á meðan hefðbundna leiðin er bæði mannfrek og tímafrek. Hákon Guðbjartsson Rafrænar þjóðaratkvæðagreiðslur Höfundur er frkvstj. upplýsingatæknisviðs Íslenskrar erfðagreiningar ehf. HINN 5. janúar sl. var bein útsending í ríkissjónvarpinu frá blaðamannafundi á Bessastöðum. Að hon- um loknum hafði Bogi Ágústsson fengið þá Eirík Tómasson lagaprófessor og Gunnar Helga Krist- insson stjórnmála- fræðing til að túlka áhrif ákvörðunar forsetans. Beindist talið fljótt að hugs- anlegri þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-lögin voru við ákvörðun forsetans sett í það stjórnskipulega ferli. Það sem vakti athygli mína var þetta: Ei- ríkur Tómasson upplýsti að hann hefði komið að málinu sem ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar og sem slíkur fyndist honum skynsamleg- ast að draga lögin til baka í stað þess að láta þjóðina kjósa um þau. Taldi Eiríkur að ef lögin yrðu samþykkt í kosningu meðal þjóðarinnar myndi staða Hollend- inga og Breta styrkjast til muna, því vonir stæðu til að tíminn myndi vinna með okkur og taka upp samninginn við bresk og hol- lensk stjórnvöld með milligöngu Evrópusambandsins. Því væri sá naumi meirihluti sem varð á þingi hagfelldari íslensku þjóðinni. Þegar þarna var komið í viðtal- inu gekk spyrill á Eirík og vildi fá skilmerkari útskýringar. Eiríkur svarar: Bretar og Hollendingar „… gætu þá t.d. vísað til þess að meirihluti þjóðarinnar, t.d. ef ein- hver framtíðarríkisstjórn sneri sér til þeirra og vildi nú fá þess- um skilmálum breytt, og þá gætu Bretar og Hollendingar einfald- lega sagt, ja íslenska þjóðin hefur talað, hún hefur sætt sig við þessa skilmála, vegna þess að í þessu máli er – og það veit ég, þó að ég sé bundinn trúnaði, að verulegu leyti að því er þau atriði varðar, að í þessu máli eins og öllum milliríkjadeilum gerast hlutir, og eru hlutir undir sem ekki er hægt að draga fram í dagsljósið. Og ég þykist alveg vita, og ég er ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli, að ef að tíminn hefur unnið með okkur, vegna þess að þetta mál er ekki bara lagalegs eðl- is heldur ekki síður pólitísks eðlis, að þá er möguleiki þrátt fyrir þessa stífu skilmála að taka þá upp og menn geta alltaf samið upp á nýtt ef báð- ir aðilar samþykkja og það getur verið að það yrði þrýstingur á Breta og Hollendinga að gera það þannig.“ Óskiljanlegt er að fjölmiðlar skuli ekki hafa tekið þessi ummæli upp og spurt fjármálaráðherra hvaða samkomulag er undirliggj- andi og út á hvað það samkomulag gengur. Er búið að lofa upptöku Icesave-samninganna ef við göng- um í Evrópusambandið? Ef svo er – þá ber stjórnvöldum að greina frá því opinberlega. Ef verið er að vísa í eitthvert annað undirliggj- andi samkomulag er ekki síður mikilvægt að stjórnvöld greini frá því út á hvað það gengur. Hvað er undirliggj- andi að mati Eiríks Tómassonar? Eftir Vigdísi Hauksdóttur Vigdís Hauksdóttir »Eiríkur Tómasson upplýsti að hann hefði komið að málinu sem ráðgjafi ríkisstjórn- arinnar og sem slíkur fyndist honum skyn- samlegast að draga lög- in til baka í stað þess að láta þjóðina kjósa um þau. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.