Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
Þitt sæti er autt, það
fyllir enginn framar,
finn ég nú best, hvað
átt ég hef og misst.
Minningar gleðja mig þá sorgin lamar,
því margt hefur gerst frá því við
sáumst fyrst.
(Guðmundína Sigurrós Guðmundsdóttir.)
Mér kemur í huga saknaðarljóð
ömmu minnar, Sigurrósar Guð-
mundsdóttur, sem hún orti til minn-
ingar um afa minn, Þórarin Ólafs-
son, fyrir röskum fimmtíu árum, er
ég nú kveð mína elskulegu mág-
konu Ástu Gísladóttur ljósmóður,
sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarð-
ar 22. desember sl. Báðar voru þær
einstakar manneskjur, áttu það
sameiginlegt að vera fæddar í eyj-
um Breiðafjarðar og voru eyjarnar
þeim afar kærar. Ástu kynntist ég
fyrst fyrir fjörutíu og átta árum er
hún bast fjölskyldu minni böndum
sem kærasta og síðar eiginkona
bróður míns, móðir fimm bræðra-
barna minna og einn af mínum
tryggustu vinum. Fyrir það ber nú
að þakka.
Það var mikið lífslán að eiga hana
Ástu að, hún hafði þannig nærveru
í hógværð sinni og lítillæti, sem
voru hennar aðalsmerki í gegnum
lífið. Hún var slíkur gleðigjafi allra
þeirra sem hana umgengust, innan
heimilis og utan, enda ljósmóðir 700
barna á sínum farsæla ferli í því
starfi. Að eiga stund með Ástu yfir
kaffibolla og hlusta á hana segja frá
var oft eftirminnilegt, svo vel sagði
hún frá því sem fyrir augu og eyru
bar er hún og Sverrir voru að koma
úr ferðalagi um landið eftir vel
heppnað sumarleyfi. Þar fékk hið
smæsta stóran sess svo eftirminni-
legt var, það var hennar háttur.
Ásta mín gat verið hnyttin og
gamansöm í tilsvörum ef tilefni
gafst og er mér minnisstætt þegar
faðir minn spurði hvernig væri með
þennan nýja sið, sem þá var að
verða til, að feður væru viðstaddir
fæðingu barna sinna. Tíu tækifæri
hafði hann fengið til að upplifa
slíkt, en það einfaldlega tíðkaðist
ekki þegar móðir mín var að koma
okkur systkinunum í heiminn. Svar-
aði þá Ásta eitthvað á þessa leið:
„Þeir eru ekki fyrir mér, blessaðir
mennirnir. Ég vinn mín störf eins
og ég er vön. En ég held að ég
brjóti engan trúnað þó að ég segi
að það megi ætla að þeim finnist
Hafnarmúlinn fallegur.“
Þig kveðja og þakka, ástvinirnir allir,
umhyggja þín, hún var svo dásamleg.
Nú er þín leið um himins dýrðar hallir,
hjartkærir synir fara um sama veg.
(Guðmundína Sigurrós Guðmundsdóttir.)
Ég og fjölskylda mín vottum
börnum Ástu, fjölskyldum þeirra,
sem og öðrum ástvinum, einlæga
samúð. Og megi minning um ein-
staka manneskju vera ljós á lífsins
vegi.
Hjörleifur.
Ég stend við stofugluggann í
Hliðskjálf, horfi á konu ganga inn
götuna. Hún er smávaxin, gengur
hratt, klædd kápu, í háhæluðum
skóm, ber brúna leðurtösku. Þetta
mun vera nýja ljósmóðirin. Hún er
á leið inn á Björg til Aðalheiðar
frænku sinnar þar sem hún er til
húsa. Sverrir bróðir minn kom líka
auga á þessa léttstígu konu, hún
varð eiginkona hans.
Þeirra fyrsta heimili var í risíbúð
í Merkisteini. Þar fæddist fyrsta
barn þeirra, Guðmundur Lúther.
Ásta Sigríður
Gísladóttir
✝ Ásta SigríðurGísladóttir fædd-
ist í Skáleyjum á
Breiðafirði 17. des-
ember 1935. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á Pat-
reksfirði 22. desem-
ber sl. Útför Ástu fór
fram frá Patreks-
fjarðarkirkju 9. jan-
úar sl.
Taugatrekktir verð-
andi feður sem áttu
erindi við ljósmóður-
ina hentu smásteinum
í svefnherbergis-
gluggann til að vekja,
ljósmóðirin hafði ekki
síma, það þurfti ekki
þá.
Sumarið 1963
gengu þau í hjóna-
band útí Skáleyjum, á
æskustöðvum Ástu.
Það var glaðasólskin,
ekki skýhnoðri á
himni. Gömul speki
segir að hjónaband verði í samræmi
við veður á brúðkaupsdag, það
gekk eftir hjá þeim Ástu og Sverri.
Ári seinna fluttu þau að Stekkum 9,
keyptu þar neðri hæð. Það var hag-
anleg, snotur íbúð. Sverrir smíðaði
og málaði og Ásta saumaði gard-
ínur, saman gerðu þau fallegt heim-
ili. Staðsetningin var sérlega hent-
ug fyrir þá sem þurftu að ræsa
ljósmóðurina. Þeir gátu einfaldlega
staðið við svefnherbergisgluggann
og kallað „Ásta, getur þú komið,
hún er orðin veik!“ Hún var ekki
svifasein ljósmóðirin, klæddist í
snatri, greip brúnu leðurtöskuna,
smástíg, en gekk mjög hratt, það
var hennar einkenni. Þær höfðu orð
á því stúlkurnar á sjúkrahúsinu að
það færi ekkert á milli mála hve-
nær Ásta væri komin í hús, það var
ekki hávaði og fyrirferð heldur
göngulagið hennar, þær þekktu það
allar. Á Stekkum 9 fæddust svo
Sigurborg, Eyjólfur Breiðfjörð og
Heiður Þórunn. Húsnæðið var
sprungið utan af fjölskyldunni, það
varð að stækka. Hafist var handa
við byggingu einbýlishúss að
Brunnum 25. Þar fæddist yngsta
barnið, Gísli Einar. Húsið byggði
Sverrir að langmestu leyti einn með
fullri vinnu. Hann var atorkusamur,
hann bróðir minn, og aldrei neitt
hangs við þau verkefni sem biðu. Í
nýja húsið fluttu þau svo, það varð
heimili þeirra hjóna til æviloka.
Ég var sjálfskipuð barnapía hjá
þeim, átti rúmið mitt hjá þeim því
eins og gefur að skilja þá vinnur
ljósmóðir ekki frá 9 til 5. Fyrir utan
það að hafa eignast þessa ljómandi
mágkonu þá var það ómældur kost-
ur að hún var svo fótsmá að ég
passaði í alla hælaháu skóna henn-
ar, þeir voru mikið mátaðir og
spásserað í þeim um alla íbúð í
mömmu- og dúkkuleik þar sem
meðal annars var notast við dúkku-
húsgögn sem Ásta átti frá því að
hún var barn. Þetta voru húsgögn
sem bræður hennar bjuggu til m. a.
úr eldspýtnastokkum og smástokk-
um, klædd með litskrúðugum papp-
ír. Þetta voru mublur.
Frásagnarhæfileiki Ástu var ein-
stakur. Hún gat sett upp heilu leik-
þættina í frásögnum sínum og allir
viðstaddir velst um af hlátri. Gott
geðslag hafði hún, kom sér vel þeg-
ar eldfjallið bróðir minn gaus á
stundum. Hún var miklum mann-
kostum búin, hún Ásta. Ef mann-
kostir mældust í hæð þá hefði hún
verið mjög hávaxin.
Börnum Ástu og Sverris og fjöl-
skyldum þeirra votta ég innilega
samúð.
Sigríður Guðmundsdóttir
(Siddý).
Ásta Gísla frænka mín er látin,
líkaminn orðinn lasburða og megn-
aði ekki lengur að vera til. Við vor-
um systkinadætur en kynntumst
ekki að ráði fyrr en í ljósmæðra-
námi fyrir 50 árum. Þá deildum við
saman herbergi í heimavistinni og
betri herbergisfélaga hefði ég ekki
getað fengið.
Ásta var skynsöm, glaðvær,
skemmtileg og þægileg í allri um-
gengni. Einnig mjög umburðarlynd.
Hún var fáeinum árum eldri en ég
og þroskaðri. Margoft fjasaði ég um
eitt og annað – yfirleitt ekki af
neinni rökvísi. Ásta tók stundum
undir í þessu fjasi mínu en það kom
líka fyrir að hún fékk nóg af þessari
málóðu frænku sinni og lallaði yfir
til annarra skólasystra. Þetta voru
mjög skýr skilaboð sem ég hafði
lúmskt gaman af þó ég hafi ekki
bætt mig hót.
Þegar Ásta var á 17. ári var hún
viðstödd fæðingu systurdóttur sinn-
ar og þetta var henni slík opinber-
un á lífsundri að hún ákvað að
verða ljósmóðir. Þá kynntist hún
líka þeirri natni sem sængurkona
þarfnast og fellur vel að þeirri góðu
nærveru sem Ástu var svo eiginleg.
Um þessa hugsjón hennar vissi ég
ekki fyrr en löngu síðar, hún var
ekki að flíka mörgu úr sínu hug-
skoti og ég svo sjálfmiðuð að ég var
ekkert að grennslast um sjónarmið
annarra.
Ásta var ljósmóðir af lífi og sál.
Sjálf hafði hún fæst orð um það, en
orðsporið sagði sitt. Hún bar með
sér traust, æðruleysi og umhyggju
fyrir sínum skjólstæðingum. Lækn-
um, öðru samstarfsfólki og fjöl-
skyldum í Patreksfjarðarumdæmi
var þetta ljóst.
Það var æðruleysið sem hjálpaði
Ástu gegnum áföll, því hún slapp
ekki við þau á lífsleiðinni. Sonur
hennar lézt í bílslysi rúmlega tví-
tugur að aldri og eiginmann sinn
missti hún langt um aldur fram eft-
ir hörð veikindi. Sjálfsagt hefur
þessi hlýja tilfinninganæma kona
átt bágt, en hún bugaðist ekki.
Áfram hélt hún sínu lífsstarfi við að
hlúa að öðrum. Sjálfri sér sinnti
hún ekki af þeirri kostgæfni.
Eitt sem mörgum er minnisstætt
við Ástu var hennar frásagnar-
færni. Hún hafði gott vald á máli
eins og sú fjölskylda sem hún ólst
upp í og fór á kostum þegar hún
sagði frá. Þarna hjálpaðist að góð-
viljað skopskyn, góð eftirtekt á um-
hverfi og mannlega hegðun. Það
var hrein unun að hlusta á hana
segja frá. Blæbrigðin í röddinni
gerðu sitt. Stundum hljómuðu eins
atkvæðis orð eins og heil setning.
Og svo fylgdi stuttur, hlýr og glað-
ur hlátur með öðru hverju.
Mikið lifandis ósköp er ég þakk-
lát fyrir það sem Ásta fænka mín
gaf mér með tilveru sinni. Útgeisl-
andi notaleg nærveru hennar færði
mér vellíðan. Minningarnar skjótast
oft upp úr hugskotinu – stundum
þegar minnst varir – ylja mér alltaf
og gjarnan fylgir ómur af þessum
stutta hlýja hlátri. Þetta er fjár-
sjóður í mínum „Minninganna
akri“.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum Ástu, barnabörnum, barna-
barnabörnum og öllum nákomnum
ættingjum hennar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum þeim allrar
blessunar um ókomin ár.
María Björnsdóttir.
Mig langar í fáum orðum að
minnast merkrar konu sem borin er
til hinstu hvílu í dag, Ástu Sigríðar
Gísladóttur.
Ljósmóðir, fallegra starfsheiti er
ekki til í okkar tungu og þá nafnbót
bar Ásta með sóma.
Það var bjarta júnínótt vestur á
Patreksfirði sem ég kom í heiminn,
sú sem tók á móti mér var Ásta.
Hún var ósérhlífin dugnaðarkona
en jafnframt svo nærgætin og ljúf.
Leiðir okkar Ástu áttu eftir að
liggja samhliða fram á fullorðinsár
mín.
Ásta var starfandi ljósmóðir á
Patreksfirði í liðlega 44 ár og tók á
móti um 700 börnum á sínum far-
sæla ferli og eiga því margir Ástu
að þakka hennar óeigingjarna starf.
Ásta var gift Sverri B. Guð-
mundssyni vélgæslumanni og eign-
uðust þau fimm börn. Heimili
þeirra Sverris fyrstu árin var á
Stekkum 9 en ég og fjölskylda mín
bjuggum í næsta húsi, Stekkum 7.
Samgangur var mikill á milli fjöl-
skyldnanna og við krakkarnir lék-
um okkur mikið saman. Eyjólfur
Breiðfjörð var sonur þeirra, tveim-
ur árum yngri en ég, með okkur
Eyja tókst mikil vinátta og vorum
við heimagangar hvor hjá öðrum.
Sú vinátta hélst allt þar til Eyjólfur
lést í bílslysi aðeins 21 árs gamall
árið 1989.
Margs er að minnast og það var
alltaf notalegt heima hjá Ástu og
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
HAUKUR BJARMI ÓSKARSSON
rafvirki,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring-
braut mánudaginn 11. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Sigurðardóttir,
Óskar Baldvin Hauksson, Inga Jóna Friðgeirsdóttir,
Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir,
Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 23. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3. hæðar
hjúkrunarheimilinu Skjóli, fyrir hlýju og góða umönnun.
Sæmundur Árnason,
Guðríður Árnadóttir,
Elísabet Árnadóttir,
Svava Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
LÁRUS ÞÓRARINSSON
fyrrv. flugumferðarstjóri,
Hverafold 19,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 9. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
15. janúar kl. 15.00.
Kristín Lárusdóttir,
Ásthildur Lárusdóttir,
Erna Lárusdóttir,
Einar Þór Lárusson,
Álfheiður K. Lárusdóttir,
Kristín Rúna Lárusdóttir,
tengdabörn, afabörn,
langafabörn og langalangafabarn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
KRISTINN FREYR ARASON,
Stekkjarhvammi 12,
Hafnarfirði,
lést af slysförum fimmtudaginn 7. janúar.
Ari Óskar Jóhannesson, Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir,
Steinunn Aradóttir, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÚRSÚLA HERMANNSSON,
andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn
27. desember.
Laugardaginn 9. janúar var sálumessa sungin í
Kristskirkju, Landakoti og samdægurs var hún jarð-
sett á Hvammi í Norðurárdal, Borgarfirði, við hliðina
á eiginmanni sínum Svavari Hermannssyni, efnaverkfræðingi.
Að ósk hinnar látnu fór útförin fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug.
Ennfremur þökkum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir einstaka
umönnun.
Þeim sem vilja minnast Úrsúlu er bent á Minningarsjóð Droplaugarstaða
í síma 414 9500.
Sólveig. A. Svavarsdóttir,
Bernhard Svavarsson, Ólöf Unnur Sigurðardóttir,
Friðrik Elí Bernhardsson,
Tómas Karl Bernhardsson.