Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
einfalt & ódýrt!
Goða kjöt-
og bacon-
búðingur og
medisterpy
lsa298kr.stk.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ kemur okkur á óvart, þegar við
fylgjumst með þessu, hvernig Bretar
og Hollendingar haga sér. Það sem
þeir eru að reyna að ná fram er ekk-
ert annað en þjóðvegarán, með öllum
þeim þrýstingi sem þeir beita Ísland.
Þetta er einstaklega ósanngjarnt.
Það er enginn lagalegur grundvöllur
fyrir því sem þeir eru að reyna að ná
fram,“ segir Alex Jurshevski, for-
stjóri kanadíska ráðgjafafyrirtækis-
ins Recovery Partners, um Icesave.
„Við gjaldþrotaskipti eins og þessi
er fyrst gengið að eignum þess sem
er gjaldþrota […]. Eigendur hluta-
bréfa og sparifjár í þessum bönkum
eiga aðeins kröfu í eignir bankans.“
Jurshevski,
sem á í viðræðum
við íslensk stjórn-
völd um aðkomu
að málinu, telur
það án fordæmis.
Endurspeglar
stjórnmálin
„Þetta er for-
dæmalaust og
endurspeglar stjórnmálin sem flétt-
ast í málið. Við vitum að bresk og
hollensk stjórnvöld ákváðu að bæta
sparifjáreigendum í löndum sínum
tjónið með fé úr eigin sjóðum.
Síðan er sagt að Íslandi beri að
bæta tjónið þar sem fjármálaeftirlit
landsins hafi brugðist, bankarnir ver-
ið íslenskir og tryggingasjóður inni-
stæðueigenda ekki dugað til.
Íslensk stjórnvöld verða í kjölfarið
að greiða Bretum og Hollendingum
fullar bætur. Þetta er án nokkurs for-
dæmis. Þetta er fráleitt lagalega séð
og er óskynsamlegt efnahagslega
fyrir alla nema stjórnvöld í Bretlandi
og Hollandi.“
Jurshevski, sem hefur komið að
skuldaaðlögun fyrir nýsjálenska rík-
ið, rifjar upp gjaldþrot Lehman Brot-
hers.
„Fall Lehman Brothers olli hluta-
fjáreigendum miklu tjóni. Við sjáum
hins vegar ekki Breta, hvort sem það
eru almennir borgarar eða fyrirtæki,
fara til bandaríska fjármálaráðuneyt-
isins með kröfu um fulla endur-
greiðslu,“ segir Jurshevski sem býðst
til að veita ókeypis ráðgjöf.
Fordæmalaus greiðslukrafa
Fyrrverandi ráðgjafi stjórnvalda á Nýja-Sjálandi telur Íslendinga ekki geta unað við Icesave-málið
Telur kröfur Breta og Hollendinga án fordæmis Býður íslenskum stjórnvöldum ókeypis ráðgjöf
Alex Jurshevski
KRAKKARNIR á leikskólanum Sunnuborg voru
í hátíðarskapi í allan gærdag enda mörgu að
fagna, bæði bronsverðlaunum íslenska hand-
boltalandsliðsins sem þau hafa fylgst rækilega
með en fyrst og fremst 40 ára afmæli leikskólans
þeirra. Sunnuborg var opnuð 1. febrúar 1970 og
þar hafa því margir Reykvíkingar slitið barns-
skónum síðustu fjóra áratugi. Krakkarnir héldu
í skrúðgöngu strax um morguninn og héldu
pylsupartí í hádeginu en svo var opið hús fyrir
foreldra sem fengu að kynnast leikskólastarfinu
í máli og myndum og hlýða á söng barnanna. Að
sögn Hrefnu Sigurðardóttur, leikskólastjóra
Sunnuborgar, var þetta mikill hátíðisdagur fyrir
bæði börn, starfsfólk og foreldra.
SUNNUBORG FAGNAR FJÓRUM TUGUM
Morgunblaðið/Heiddi
„VIÐ VITUM öll hvernig staðan er
en hér ætlum við að hefja störf á því
að ræða um mál sem skipta máli;
handtöku og afhendingu manna milli
Norðurlanda, náttúruverndaráætlun
– sem þeir sem flytja hafa gert lítið
úr meðal annars – og síðan eru nokk-
ur mál um vestnorræn samskipti.
Hvar eru heimilin og hvar eru fyr-
irtækin? Mér finnst að það þurfi að
koma þeim skilaboðum til forystu-
manna ríkisstjórnarinnar að hér
þurfi að forgangsraða upp á nýtt.“
Með þessum orðum hófst þingfundur
á Alþingi í gær og voru þau Gunnars
Braga Sveinssonar, þingmanns
Framsóknarflokks.
Gunnar Bragi tók til máls undir
liðnum fundarstjórn forseta og fleiri
fylgdu í kjölfarið. Þingmenn stjórn-
arandstöðunnar lýstu margir hverjir
vonbrigðum sínum með dagskrá
þingsins og það að utandagskrárum-
ræða um efnahagsmál var tekin af
dagskrá á síðustu stundu vegna anna
forsætisráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingar, steig m.a. í
ræðustól. Hún gerði ekki athuga-
semdir við dagskrána og sagði: „Það
er ekki þannig að eitthvert þingmál,
frumvörp eða þingsályktunartillögur
eða annað það sem rætt er og af-
greitt á hinu háa Alþingi, sé eitthvað
ómerkilegra en annað.“
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, þakkaði
hreinskilnina. „Hér er útskýrt fyrir
okkur að öll mál séu jafngild og þess
vegna ætli menn að ræða hér í dag
um árlegan vestnorrænan dag og
vestnorræn nemendaskipti […]. Hér
er óundirbúinn fyrirspurnartími,
þannig að menn fá tvær til fjórar
mínútur til að spyrja hæstvirtan
efnahagsráðherra og hafið það og
verið svo ekki að trufla hæstvirta rík-
isstjórn með þessu um heimilin og
fyrirtækin.“ andri@mbl.is
Lýstu vonbrigðum sínum
með dagskrá þingsins
Morgunblaðið/Kristinn
Þing Illugi Gunnarsson og Guð-
laugur Þór stinga saman nefjum.
Þingmenn stjórnar-
andstöðu ósáttir við
forgangsröðun
DAGUR B. Egg-
ertsson, varafor-
maður Samfylk-
ingarinnar, ræddi
um Icesave-málið
á fundi með for-
mönnum flokka
jafnaðarmanna á
Norðurlöndunum
sem haldinn var í
janúar. Hann
lagði áherslu á að
efnahagsáætlun AGS héldi áfram.
Fundurinn var haldinn fljótlega
eftir að forseti Íslands vísaði Ice-
save-málinu til þjóðaratkvæða-
greiðslu.
„Jafnaðarmenn á Norðurlöndum
undirstrikuðu þá forystu sem Norð-
urlöndin hafa gegnt varðandi lána-
fyrirgreiðslu til Íslands og að þau
myndu áfram verða þar í forystu-
hlutverki.“
Dagur sagðist hafa rætt Icesave-
málið og þá afstöðu ríkisstjórnar-
innar og allra stjórnmálaflokka á Ís-
landi að Ísland myndi standa við al-
þjóðlegar skuldbindingar sínar. „Ég
lagði áherslu á að efnahagsáætlun
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norð-
urlandanna færi ekki í frost. Öll
vinna stjórnvalda frá ákvörðun for-
setans hefur snúist um að koma í veg
fyrir það. Þessi fundur var liður í
því.“ egol@mbl.is
Icesave
stöðvi ekki
áætlun AGS
Dagur B.
Eggertsson
„Ef samningaviðræður fara út um
þúfur munum við að sjálfsögðu
rannsaka málið. Þetta er mjög um-
deilt mál og við tjáum okkur ekki
frekar um það í gegnum fjölmiðla
á meðan samningaviðræður
standa yfir,“ segir Per Sanderud,
forseti ESA, eftirlitsstofnunar
EFTA, um mögulega aðkomu
stofnunarinnar að rannsókn á
lagahliðum Icesave-deilunnar.
Aðspurður hvort rannsóknin
yrði ekki fljótafgreidd í ljósi þess
að ESA hefur fylgst grannt með
málinu segir Sanderud ekki við
hæfi að tjá sig
um málsmeð-
ferðina á þess-
ari stundu.
„Við fylgj-
umst grannt
með málinu og
hvernig það lít-
ur út frá sjón-
arhóli ESA. Við
munum aðeins
tjá okkur um það að rannsókn lok-
inni. Við myndum meta málið
gaumgæfilega eftir að hafa kynnt
okkur allar staðreyndir þess.“
Myndu að sjálfsögðu rannsaka málið
Per Sanderud