Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 9

Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Neysluvatnshitarar Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar. Við erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði, Sími 565 3265 • Fax 565 3260 rafhitun@rafhitun.is • www.rifhitun.is Rafhitun MÖGNUÐ ÚTSALA NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsala Str. 38-56 40-70% afsláttur www.rita.is Nú er hver að verða síðastur að gera góð kaup á ÚTSÖLUNNI Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TALIÐ er að hvítabjörninn, sem gekk á land í Þistilfirði í liðinni viku, sé ríflega fjögurra ára birna, en ald- ur dýrsins verður ákvarðaður út frá fjölda árhringja í tannrótum. Björninn var felldur skammt frá Óslandi í Þistilfirði 27. janúar sl. og samkvæmt beiðni Náttúrufræði- stofnunar Íslands krufði Karl Skírn- isson, dýrafræðingur á Tilrauna- stöðinni á Keldum, björninn ásamt þeim Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, meinafræðingi á Keldum, og Þor- valdi Björnssyni, hamskera á Nátt- úrufræðistofnun. Karl segir að rannsóknir á dýrinu séu að hluta til gerðar í samvinnu við Dani, sem unnið hafa um árabil að athugunum á hvítabjörnum á Græn- landi. Hauskúpa dýrsins og bein verða hreinsuð og varðveitt á Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Sjálfstæð og heilbrigð birna Áður en feldurinn var tekinn af dýrinu á Sauðárkróki var það vigtað og reyndist þá vera 138 kg. Birnan var 172 cm löng og sé stærðin borin saman við mælingar á dýrum úr Austur-Grænlandsstofni hvíta- bjarna segir Karl ljóst að birnan hafi verið sjálfstæð enda lúti húnar ekki forsjár móður nema fyrstu 27 mán- uði ævinnar. Karl telur að dýrið hafi borist suður á bóginn með Austur- Grænlandshafsstraumnum og þaðan inn í Golfstraumsstunguna sem liggi norður fyrir Ísland, en þar hafi síðan bráðnað undan birnunni. Rannsókn leiddi í ljós að nokkur fita var undir húðinni, einkum á lend, kviði og innanverðum lærum, en nær engin fita var í kviðarholi. Ekkert óeðlilegt kom fram við krufningu og benti hún til þess að birnan hefði verið heilbrigð þegar hún var felld. Fram kemur hjá Karli að dýrið hafði ekki étið daginn áður en það var fellt því engar fæðuleifar hafi verið til staðar í meltingarvegi. Birn- an hafi þó svalað þorstanum því litlir krabbar, sem lifa í ferskvatni, hafi fundist í iðrum hennar ásamt nokkr- um sinustráum og blöðum af kræki- lyngi. Fyrstu niðurstöður bendi til þess að birnan hafi ekki verið smituð af tríkínum en fyrirhugað sé að rannsaka það nánar á Tilraunastöð- inni á Keldum auk þess sem leitað verði að öðrum sníkjudýrum. Um fjögurra ára birna  Aldurinn ákvarðaður út frá fjölda árhringja í tannrótum  Hvítabjörninn var 138 kg og 172 cm langur  Ekkert óeðlilegt kom fram við krufningu á birnunni Kort/Ingibjörg Jónsdóttir. Straumakort frá Unnsteini Stefánssyni Hafísinn Dökka línan sýnir hafísjaðarinn 10.1. 2010. Dökkblái hlutinn sýnir hafísþekjuna 27.1. og sá ljósblái samanlagða útbreiðslu hafíss í janúar. Breidd örva vísar til styrks yfirborðsstrauma í hafinu. Karl Skírnisson telur að hvíta- björninn, sem var felldur í Þistil- firði á dögunum, hafi eingöngu lifað á sel, hafi væntanlega ekki áður haft fast land undir fótum og slík dýr séu óútreiknanleg. EKKI er sjálfgefið að hvítabjörn sé felldur, þegar vart verður við hann hérlendis, en yfirvöld á viðkomandi stað meta aðstæður og taka ákvörðun um framhaldið í kjölfarið. Í skýrslu starfshóps, sem falið var í júní 2008 að gera tillögur um viðbrögð vegna hugsanlegrar land- töku hvítabjarna á Íslandi, kemur fram að skyn- samlegast sé að fella birnina vegna öryggissjón- armiða, stofnstærðarsjónarmiða og kostnaðar við björgunaraðgerðir. Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Umhverfis- stofnun og formaður nefndarinnar, áréttar að nefndin hafi ekki hafnað björgun, en í ljósi aðstæðna í sam- bandi við björninn, sem gekk á land í Þistilfirði í lið- inni viku, hafi Umhverfisstofnun tekið undir það mat lögreglu að fella bæri björninn. Hins vegar hafi lög- reglan í raun ekki þurft álit stofnunarinnar. „Ákvörð- unin er alltaf yfirvalda á staðnum,“ segir hann. Í skýrslunni kemur fram að lögregluyfirvöld ásamt umhverfisyfirvöldum á vettvangi meti aðstæður. Sé talið að aðstæður séu til björgunar þá fari hún fram í samráði við lögreglu, Umhverfisstofnun og umhverfis- ráðuneyti. Þegar tilkynnt var um björninn gekk á með hríðar- byljum og stutt var í myrkur. Hjalti minnir á að að- stæður hafi verið allt aðrar á Hrauni á Skaga í júní 2008. Þá hafi verið bjart allan sólarhringinn, veður til- tölulega stillt og dýrið rólegt, en björninn í Þistilfirði hafi verið á mikilli hreyfingu auk þess sem hann hafi ekki verið nema um 100 til 200 m frá Svalbarðsskóla. Ekki sjálfgefið að hvítabjörn sé felldur en yfirvöld taka af skarið Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands, telur að birnan hafi verið á hafísnum sem nálgast hafi landið 10. janúar sl. og síðan borist á stökum jökum austur með Norðurlandi áður en hún synti í land. Á korti sem Ingibjörg hefur gert um hafísútbreiðslu og haf- strauma í janúar og byggir á bestu fáanlegu gervitungla- myndum og ískortum Jarðvís- indastofnun sem og yfirborðs- straumakorti frá prófessor Unnsteini Stefánssyni haffræð- ingi, má sjá væntanlega leið birnunnar. Hún bendir á að gervitunglamyndirnar sýni í raun allt nema staka jaka, en þeir sjáist heldur ekki endilega úr flugvél, þó að ískönnunar- flug Landhelgisgæslunnar sé mjög mikilvægt og best sé að nýta flug og myndir saman. „Gervitunglamyndir hafa það fram yfir flugið að þær ná yfir miklu stærra svæði,“ segir hún. Á stökum jökum austur með landi Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NÝLIÐINN janúar var hlýr og hægviðrasamur lengst af og hiti var ofan meðallags á öllu landinu. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hlýjast var að tiltölu um landið vestan- og norðvestanvert þar sem hiti var meir en 3 stig ofan meðal- lags. Kaldast að tiltölu var á Suð- austurlandi þar sem hiti var um eitt stig ofan meðallags. Í öðrum landshlutum var meðalhitinn 2 til 3 stig ofan meðallagsins. Um norðanvert landið var úr- koma óvenjulítil og snjólétt var þótt nokkrar snjófyrningar hafi verið norðanlands fram eftir mán- uðinum, en þar var víða óvenju- snjóþungt í desember. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig og er það 3 stigum ofan með- allags. Þetta er níundi hlýjasti janúar frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík. Á Akureyri var meðalhitinn 0,1 stig sem er 2,2 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 1,1 stig, einu stigi ofan meðallags. Á Hveravöllum mældist meðalhitinn -2,9 stig, eða heilum 3,7 stigum of- an meðallags. Úrkoman í Reykjavík mældist 90,6 millimetrar eða um 20% um- fram meðallag. Á Akureyri mæld- ist úrkoman aðeins 0,8 mm og hef- ur aldrei mælst jafnlítil þar í janúar frá því að samfelldar úr- komumælingar hófust 1927. Þurr- asti janúar til þessa á Akureyri var 1963, en þá mældist úrkoman 4,3 mm. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 143 mm og er það um 10% umfram meðallag. Í Reykjavík mældust 36 sól- skinsstundir, 9 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskins- stundirnar 13, eða 6 stundir um- fram meðallag. Úrkoma var óvenjulítil um land- ið norðanvert, allt frá norðan- verðum Vestfjörðum, austur um til Vopnafjarðar. Fyrir utan Akureyri voru sett þurrkmet á fjölmörgum stöðvum sem athugað hafa veður í 10 til 30 ár. Met voru einnig sett á stöðvum sem mælt hafa í 40 til 50 ár eða meira. Í þeim flokki má nefna Hraun á Skaga, en þar hef- ur verið mælt frá 1956, Mýri í Bárðardal (frá 1957) og Mánár- bakka/Máná (frá 1957). Líklega var einnig sett met á Gríms- stöðum á Fjöllum þar sem úrkoma hefur verið mæld frá 1925, segir í yfirliti Trausta. Hiti í janúar ofan meðallags á öllu landinu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Akureyri Þurrasti janúar síðan mælingar hófust árið 1927. Frost mældist ekki í Reykjavík á tímabilinu 8. janúar til 28. jan- úar sl. eða í 21 dag samfellt. Þetta er mjög óvenjulegt um miðjan vetur og hefur ekki gerst í janúar á þeim tíma sem sam- felldar lágmarksmælingar hafa staðið í Reykjavík, frá 1920. Á þessu 90 ára tímabili hefur hláka 10 sinnum staðið í meira en 10 daga. Lengstu janúar- hlákurnar fram til þessa voru 17 daga langar, enduðu 6. janúar 1938 og 14. janúar 1972. Þriðja lengsta hlákan til þessa var í fyrra (2009) eða 15 dagar. Lengsta febrúarhlákan á tíma- bilinu var 22 daga löng, endaði 29. febrúar 1964. Óvenjulegur kafli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.