Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Svandís Svavarsdóttir umhverfis-ráðherra ákvað í gær að synja
skipulagsbreytingum, sem snúa að
virkjunum í neðri Þjórsá, staðfest-
ingar. Þar með hafa þær fram-
kvæmdir verið stöðvaðar um
óákveðinn tíma og sama má segja
um þann orkufreka iðnað sem
treysti á þessar framkvæmdir.
Í gær birti Morg-unblaðið grein
eftir Björgvin G.
Sigurðsson, for-
mann þingflokks
Samfylkingarinnar,
sem einkennist af
algerri óskhyggju.
Yfirskrift greinar
Björgvins er „Á
fulla ferð í atvinnu-
málum“ og fjallar
hún um þá ákvörð-
un umhverfis-
ráðherra að Suð-
vesturlína skuli ekki
fara í sameiginlegt
umhverfismat.
Björgvin segir þá
ákvörðun marka „þáttaskil við upp-
byggingu atvinnutækifæra á Suð-
urnesjum og orkunýtingu á svæð-
inu“.
Fróðlegt verður að lesa næstugrein Björgvins þar sem hann
fjallar um þau þáttaskil sem nýjasta
ákvörðun umhverfisráðherra
markar við uppbyggingu atvinnu-
tækifæra á Suðurnesjum.
Umhverfisráðherra hefur þvímiður staðfest að áhyggjur
þeirra, sem óttast hafa að ríkis-
stjórnin sé á móti uppbyggingu at-
vinnulífsins, eru á rökum reistar.
Ríkisstjórnin beitir ekki aðeins
háum sköttum og langvarandi
gjaldeyrishöftum til að halda aftur
af atvinnulífinu. Hún stöðvar einnig
orkuöflun sem er forsenda fram-
kvæmda.
Engu breytir þótt einstaka þing-menn reyni að afvegaleiða al-
menning. Verkin tala skýru máli.
Björgvin G.
Sigurðsson
„Á fulla ferð í atvinnumálum“
Svandís
Svavarsdóttir
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 2 skýjað Lúxemborg -1 snjóél Algarve 15 léttskýjað
Bolungarvík -1 skýjað Brussel 2 skýjað Madríd 10 heiðskírt
Akureyri -2 alskýjað Dublin 6 skýjað Barcelona 10 léttskýjað
Egilsstaðir -4 skýjað Glasgow 4 skúrir Mallorca 11 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 alskýjað London 4 léttskýjað Róm 7 léttskýjað
Nuuk 0 slydda París 5 skýjað Aþena 14 léttskýjað
Þórshöfn 1 skýjað Amsterdam 2 léttskýjað Winnipeg -27 alskýjað
Ósló -17 heiðskírt Hamborg 1 snjókoma Montreal -13 heiðskírt
Kaupmannahöfn -3 alskýjað Berlín 1 skýjað New York -2 heiðskírt
Stokkhólmur -2 skýjað Vín 1 skýjað Chicago -4 alskýjað
Helsinki -5 snjókoma Moskva -1 alskýjað Orlando 16 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
2. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2.19 -0,0 8.29 4,4 14.47 0,0 20.56 4,1 10:05 17:19
ÍSAFJÖRÐUR 4.24 0,1 10.25 2,5 16.55 0,0 22.57 2,2 10:26 17:08
SIGLUFJÖRÐUR 0.49 1,3 6.33 0,1 12.54 1,4 19.07 -0,1 10:10 16:50
DJÚPIVOGUR 5.41 2,3 11.52 0,2 17.55 2,2 9:39 16:44
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag og fimmtudag
Austan og norðaustan 3-8 m/s,
en 8-13 við S-ströndina. Dálítil
él, en yfirleitt léttskýjað V-
lands. Frost 1 til 8 stig, en frost-
laust við SV-ströndina.
Á föstudag
Austlæg átt. Snjókoma eða
slydda S- og V-lands og hiti 0 til
5 stig, en annars úrkomulítið og
vægt frost.
Á laugardag, sunnudag
og mánudag
Austanátt með vætu af og til S-
og SA-lands, en annars víða
bjart. Svipaður hiti.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austlæg átt, 10-13 m/s við S-
og SV-ströndina, en annars
hægari vindur. Stöku él við A-
ströndina, en birtir sums stað-
ar til fyrir norðan. Frost 1 til 7
stig, en hiti yfir frostmarki við
S- og V-ströndina.
Reykjanesbær | Þau settu sannarlega svip sinn á annars dökkklædda sam-
komuna litskrúðugu fiðrildin sem leikskólabörn í Reykjanesbæ gerðu fyrir
UNIFEM og voru notuð til að skreyta Kaffitár fyrir kynningarfund félags-
ins sl. laugardag. Fiðrildin vísa í þau áhrif sem UNIFEM vill hafa um heim
allan, hvernig vængjablak fiðrildis á einum stað getur orsakað hvirfilbyl
hinum megin á hnettinum.
Auk þess að kynna starfsemi UNIFEM á heimsvísu fengu gestir m.a. að
hlýða á reynslusögu Sylvianne Kithole flóttakonu frá Kenía, sem flúði til
Íslands til að hefja nýtt líf.
Fjölmargar konur gengu í Systralagið og greiða ákveðna peninga-
upphæð mánaðarlega í þágu kvenna heimsins og fjölskyldna þeirra.
Morgunblaðið/Svanhildur Eirík
Systralag í Reykjanesbæ
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA
um að skipa rannsóknarnefnd þing-
manna til að fara yfir aðdraganda að
ákvörðun Íslands um þátttöku í
Íraksstríðinu verður lögð fram í dag.
Að henni standa Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, og Ögmundur Jónasson, þing-
maður Vinstri grænna.
Nefndinni verður samkvæmt til-
lögunni gert að fara yfir hvernig
ákvörðunin var tekin, af hverjum,
hvers vegna og með hvaða hætti. Hún
á að fara yfir öll gögn sem til eru varð-
andi málið auk þess að kalla til sín ein-
staklinga til skýrslutöku. Flutnings-
menn telja að það sé mjög mikilvægt
að þetta fari fram í heyranda hljóði.
Steinunn Valdís telur tillöguna ekki
koma of seint fram, en tæp sjö ár eru
liðin frá því að ákvörðunin var tekin.
„Við sjáum hvað er að gerast í Bret-
landi og Hollandi nú, menn eru að
rekja sig í gegnum þessi mál og færa
upp á yfirborðið hvernig ákvarðanir
voru teknar.“ andri@mbl.is
Tillaga flutt um rannsókn
á stuðningi við Íraksstríð