Morgunblaðið - 02.02.2010, Síða 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Á SUÐURNESJUM búa um
21.500 þúsund manns. Þá er fjöldi
íbúa á háskólasvæðinu Ásbrú ekki
tekinn með en þar búa um 1500
manns sem flestir eiga lögheimili
annars staðar. Hér er einnig al-
þjóðaflugvöllur og miðað við þann
fjölda sem fer um flugvöllinn og af-
skipti lækna af ferðamönnum í viku
hverri, má ætla að heilt hverfi íbúa
bætist við mannfjöldann á Suð-
urnesjum. Suðurnesin skiptast í
fimm sveitarfélög og er Reykjanes-
bær stærsta sveitarfélagið. Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er
staðsett í Reykjanesbæ. Vegna
mikils samdráttar undanfarin tvö ár
hefur stofnunin þurft að loka
heilsugæsluseljum í Sandgerði,
Garði og Vogum.
Undanfarin ár hafa stjórnendur
HSS bent ítrekað á þann mismun
sem er í úthlutun fjármagns til
sambærilegra stofnana í landinu.
Ekki þarf flókna stærðfræðikunn-
áttu til að sjá þennan mismun þeg-
ar heildarfjárhæð til hverrar stofn-
unar eru borin saman við t.d
íbúafjölda hvers svæðis, sjá töflu 1.
Á síðastliðnu ári var farið í miklar
aðgerðir til hagræðingar á HSS.
Vegna þessa tók starfsfólk á sig
miklar launalækkanir auk þess sem
nokkrir misstu vinnu sína. Á þenn-
an hátt var hægt að viðhalda nær
óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir
niðurskurð. Ávallt hefur verið haft
að leiðarljósi að vernda þjónustu
við þá sem standa höllum fæti svo
sem aldraða og langveika, auk þess
sem reynt hefur verið af fremsta
megni að vernda störf, sérstaklega
þeirra lægst launuðu. Nú er hins
vegar komið að þolmörkum fyrir
stofnunina sem hefur mátt búa við
fjársvelti í fjölda ára. Það er morg-
unljóst að meiri sparnaður næst
ekki nema með því að leggja af
þjónustu og segja upp fólki. Í flest-
um tilfellum er ekki hægt að bjóða
því fólki sem sagt verður upp önnur
störf. Á Suðurnesjum er mesta at-
vinnuleysi á landinu og það fagfólk
sem er í hættu á að missa vinnu
sína á HSS er flest íbúar á svæð-
inu. Frekari niðurskurður mun
einnig óhjákvæmilega skerða þjón-
ustu við íbúa. Við blas-
ir að loka verður
skurðstofum stofn-
unarinnar og vísa sjúk-
lingum til Reykjavík-
ur. Fæðingaþjónusta
starfar í nánu sam-
neyti við skurðstofur
og því mun lokun
skurðstofa leiða til
fækkunar fæðinga á
svæðinu en sem stend-
ur fæða hátt í 300 kon-
ur börn sín á HSS ár-
lega. Þeim konum sem
ekki fæða á HSS verð-
ur vísað til Reykjavíkur. Lokað
verður á göngudeildarþjónustu við
sykursjúka og sálfélagslegri þjón-
ustu við börn og fjölskyldur þeirra
verður hætt. Þessu fólki verður vís-
að til Reykjavíkur. HSS fékk ný-
lega að gjöf sneiðmyndatæki sem
ætlað var að sinna þörfum fólks á
svæðinu. Sneiðmyndatæki eru til
staðar á öllum stærri heilbrigð-
isstofnunum á landinu og eru sjálf-
sagður þáttur í nútíma læknisfræði.
Þeirri þjónustu verður hætt og fólki
vísað í myndatöku í Reykjavík.
Heilsugæsluþjónustu sem verið hef-
ur of lítil verður að skerða enn
frekar og þjónusta á vöktum verður
minnkuð. Þessu fólki verður einnig
vísað á þjónustu í Reykjavík. Það
kreppir að í þjóðfélaginu og nauð-
synlegt er að spara og hagræða
sem mest. Þetta vitum við öll. Mað-
ur verður hins vegar að spyrja sig
hvaða hagræðing felist í aðgerðum
af þessu tagi, sérstaklega þegar í
raun er bara verið að flytja þjón-
ustuna til og bæta atvinnuástandið
á höfuðborgarsvæðinu á kostnað
íbúa á Suðurnesjum. Í desember
2009 kom út skýrsla starfshóps á
vegum heilbrigðisráðuneytis sem
fjallar um endurskipulagningu á
sjúkrahúsþjónustu á suðvest-
urhorninu. Í þeirri skýrslu er raun-
ar nokkuð af rangfærslum og
reiknivillum sem ekki verða gerð
nánari skil hér en stærsta spurn-
ingamerkið sem setja má við nið-
urstöðurnar er hvernig tekið er á
því óhagræði að ekki sé talað um
kostnað sem hlýst af flutningi þjón-
ustunnar fyrir íbúa. Þetta verður
enn áleitnari spurning þegar haft
er í huga að þjónusta HSS við inni-
liggjandi sjúklinga og fæðandi kon-
ur er í raun mjög hagkvæm í sam-
anburði við aðra sambærilega aðila,
sjá töflu 2. Það er því miður
hryggðarmynd sem blasir við.
Flutningur þjónustu til Reykjavík-
ur. Eyðilegging fyrirmyndarþjón-
ustu sem í sumum tilvikum hefur
tekið áratugi að byggja upp. Aukið
atvinnuleysi. Reglulegar áætl-
unarleiðir sjúkrabíla á Reykjanes-
brautinni. Er þetta það sem við eig-
um að stefna að?
Þreföld Reykjanesbraut –
ein akrein fyrir sjúkrabíla?
Eftir Sigurð Þór Sigurðsson og
Þórunni Benediktsdóttur
»Hvaða hagræðing
felist í aðgerðum af
þessu tagi, sérstaklega
þegar í raun er bara ver-
ið að flytja þjónustuna
til og bæta atvinnu-
ástandið á höfuðborg-
arsvæðinu á kostnað
íbúa á Suðurnesjum.
Sigurður Þór
Sigurðsson
Höfundar eru framkvæmdastjórar
hjúkrunar og lækninga við Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
Þórunn
Benediktsdóttir
Heildarfjárlög 2008
Íbúafjöldi
2008/2009
Upphæð
í m/kr. Pr. íbúa
Blönduós/Sauðárkr. 6.253 1.411.800 225.780
Ísafjörður 4.930 1.106.300 224.402
Austurland 11.391 2.112.600 185.462
Vestm.eyjar 4.090 702.500 171.760
Akranes 7.271 1.614.500 145.831
Suðurland 20.086 2.128.700 105.979
Suðurnes 21.564 1.824.400 84.604
Tafla 1 ‐ Fjárveitingar til nokkurra
heilbrigðisstofnana 2008m.t.t. íbúafjölda.
Alls fjöldi legudaga
Kvensjd., handl., lyfl.
Fjárveiting á
sjúkrahús
2008 í m kr.
Kostnaður/
metinn
legudag
HSS 11.300 929.300 74.000
HSU 7.390 811.800 99.000
SHA 9.117 1.137.600 109.000
Tafla 2: Upplýsingar úr skýrslu: "Endurskipulagning
sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu"
EFTIR því sem
maður heyrir í þjóð-
félaginu, hjá stjórn-
málamönnum og síðast
en ekki síst ferðaþjón-
ustuaðilum, lítur út fyr-
ir að ferðaþjónustan sé
og verði bjartasta vonin
í svartnættinu sem
herjað hefur á okkur
landsmenn undanfarið.
Ekki ætlum við félagar
í Svifvængjasetri Norð-
urlands að láta okkar eftir liggja. Í
upphafi sáum við okkur ekki taka þátt
í ferðaþjónustu, heldur sinna íþrótt á
Norðurlandi eystra (Akureyri), halda
þar námskeið áhugasamra um að
læra svifvængjaflug, og datt okkur
ekki til hugar að við myndum enda í
ferðaþjónustu. Því miður hafði svif-
vængjaflug hér á svæðinu dottið niður
en það var í ágætum blóma um tíma.
Við leituðum á náðir Atvinnu-
þróunarfélags Eyjafjarðar, Vaxta-
samnings, og fengum styrk hjá þeim
til að koma inn í Sprotasetur með allri
þeirri þjónustu sem fagmenn þar
bjóða. Markaðsstofa Norðurlands
hefur einnig komið að þessu verkefni
ásamt fleira góðu fólki.
Í Sprotasetrinu fæddist svo hug-
myndin sem við vinnum nú með, að
sækjast eftir áhugaflugmönnum í
svifvængjaflugi (e. paragliding). Sér-
staklega leituðum við eftir áhugasöm-
um í þeim löndum sem liggja að flug-
leið Iceland Express sem hefur flug
til Akureyrar í sumar. Viðtökur er-
lendis eru spennandi og á þessu ári
ráðgerum við að flytja hingað, í þessa
sérsniðnu flugpakka, um 80 manns.
Ekki skemmir það fyrir að þetta er
mannaflsfrek þjónusta, bæði leið-
sögumenn, flugleiðsögumenn og
ferðaskrifstofufólk, svo
ekki sé talað um hlið-
aráhrif í afþreyingu,
gistingu, veitingum o.fl.
þess háttar. Auðveld-
lega er hægt að sjá fyrir
sér að þessari tegund
ferðaþjónustu muni
fljótlega vaxa fiskur um
hrygg og vinda upp á
sig.
Við höfum sett okkur
í samband við fjölda að-
ila og í dag er staðan sú
að við áætlum að hefjast
handa strax í lok júní eftir að nám-
skeiðunum lýkur, en þau eru vel sótt.
Þó svo að flugið verði uppistaðan
mun íslensk náttúra spila aðalhlut-
verkið. Gestir okkar njóta þess mikla
úrvals afþreyingar, menningar og
annarra þátta sem hlýtur að prýða
svona ferðir, þegar þær eru gerðar
með metnað í huga, enda á köflum af-
ar metnaðarfullt fólk í ferðaþjónustu
víða á Íslandi. Við hjá Svifvængja-
setri Norðurlands höfum „kortlagt“
fjöldann allan af spennandi flug-
stöðum, reynt þessa staði, vitum í
hvaða áttum er best að fljúga, við
hvaða skilyrði o.s.frv.
Það er ósk okkar að áframhaldandi
gott samstarf haldist við þá aðila sem
sýnt hafa þessari nýbreytni í íslenskri
ferðaþjónustu áhuga. Enda skiptir
hver ferðamaður okkur hér á Norð-
urlandi máli.
Nýjung í ferðaþjón-
ustu á Norðurlandi
Eftir Gísla Steinar
Jóhannesson
Gísli Steinar
Jóhannesson
»Auðveldlega er hægt
að sjá fyrir sér að
þessari tegund ferða-
þjónustu muni fljótlega
vaxa fiskur um hrygg …
Höfundur er svifvængjaflugmaður.
–– Meira fyrir lesendur
Ert þú í tísku?
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 15. FEBRÚAR
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16 mánudaginn 15. febrúar.
Best er að panta sem fyrst til að
tryggja sér góðan stað í blaðinu!
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað, LIFUN,
sem fjallar um Tísku og
förðun, föstudaginn
19.febrúar.
Í blaðinu verður fjallað um
tískuna vorið 2010
í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihluti auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
R
48
90
9
1/
10
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur
Förðun
Húðin, krem og meðferð
Snyrting
Kventíska
Herratíska
Fylgihlutir
Skartgripir
Árshátíðatískan
Vortískan
Og fullt af
öðru spennandi efni