Morgunblaðið - 02.02.2010, Síða 19
Umræðan 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
AF UMRÆÐU fjölmiðla und-
anfarið um vistunarmat í hjúkr-
unarrými á höfuðborgarsvæðinu
mætti ætla að flestum umsóknum
væri hafnað. Reyndin er að 68%
umsókna voru samþykkt árið 2009.
Margvísleg atriði eru höfð til hlið-
sjónar við afgreiðslu umsókna sem
varpað geta ljósi á ástæður að
baki synjunum.
Viðmið við ákvörðun
um vistunarmat
Til að stuðla að jafnræði eru
höfð til hliðsjónar viðmið byggð á
rannsóknum. Dæmi um viðmið
fyrir hjúkrunarrými eru heilabilun
á síðari stigum, verulega skert
hreyfigeta eða sjúkdómur á loka-
stigi, svo sem útbreitt krabba-
mein. Einstaklingar með væga vit-
ræna skerðingu og/eða þeir sem
eru í þörf fyrir aðstoð við að klæð-
ast og baða sig eiga að geta fengið
þá þjónustu á eigin heimili eða í
þjónustu- eða öryggisíbúðum. Ein-
staklingar sem stríða við kvíð-
aröskun, andlega vanlíðan og/eða
félagslega einangrun, en hafa góða
færni, geta haft þörf fyrir þjón-
ustu utan eigin heimilis þó að þeir
þurfi ekki vistun í hjúkrunarrými.
Aldur og vistunarmat
Aldur er afstæður þegar vistun
á hjúkrunarheimili er annars veg-
ar. Enginn er of ungur eða nógu
gamall til að vistun þar sé réttlæt-
anleg. Veikindi og færnitap ráða.
Háaldrað fólk getur verið með
góða færni og í fullu fjöri, en mörg
dæmi eru um aldraða einstaklinga,
án teljandi veikinda eða færn-
iskerðingar, sem búa við óheppi-
legar aðstæður. Má þar nefna ein-
staklinga með væga vitræna
skerðingu eða þá sem eru einangr-
aðir og einmana, eins og á við um
marga ekkla og ekkjur. Vanlíðan
getur gert það að verkum að þeim
er nauðsyn að flytja sig um set, yf-
ir í þjónustu- eða öryggisíbúðir.
Rannsóknir sýna að hætta er á að
einstaklingi, sem vistast á stað
sem veitir honum meiri þjónustu
en hann hefur þörf fyrir, hraki.
Meiri líkur eru hins vegar á að
einstaklingur, sem dvelur á stað
þar sem þjónustan mætir þörfum
hans, vakni til lífsins og njóti þess.
Það getur verið bjarnargreiði eða
umhyggja byggð á misskilningi að
skerða sjálfsbjargarviðleitni og
sjálfræði einstaklings með því að
vista hann í hjúkrunarrými ef
hann gæti nýtt sér opnari þjón-
ustu þar sem hann hefði meiri
stjórn á eigin lífi.
Mikilvægi greiningarvinnu
Til eru þeir sem telja að háum
aldri fylgi yfirleitt andleg og lík-
amleg hrörnun og að vistun á
hjúkrunardeild sé eina lausnin til
að tryggja fólkinu farsælt og
öruggt líf. Staðreyndin er að ým-
islegt má gera til að bæta heilsu
og færni háaldraðra. Dæmi eru
um að vitræn skerðing stafi af
B12-skorti, vanstarfsemi skjald-
kirtils eða hægfæra blæðingu und-
ir heilahimnu. Þá getur óheppileg
lyfjagjöf eða vítamínskortur leitt
til vanheilsu. Líkamsrækt og
markviss þjálfun skilar árangri
fram á efstu ár. Með þetta í huga
er mikilvægt að hver einstaklingur
fari ekki á mis við þau tækifæri
sem felast í víðtæku öldrunarmati.
Of sjúkur til þess að fara í
hjúkrunarrými
Í fyrstu virðist þessi setning
þversagnarkennd. Nefndin hefur
fengið til umfjöllunar umsóknir
um hjúkrunarrými frá ein-
staklingum sem eru bráðveikir og
í lífshættu en gætu náð sér að
fullu með viðeigandi meðferð. Í
slíkri stöðu er mælt með lækn-
isskoðun og/eða innlögn á sjúkra-
hús. Þegar bráðaveikindi eru um
garð gengin er eðlilegt að að-
stæður einstaklingsins séu end-
urmetnar. Mikilvægt er að tíma-
bundin veikindi leiði ekki til
varanlegrar vistunar um árabil.
Vannýtt stuðningsúrræði
Makar, börn og aðrir vanda-
menn annast oft sína nánustu af
kostgæfni, jafnvel til lengri tíma.
Endurhæfing, skammtímainn-
lagnir og dagvistanir sem létta
álagi af þessum aðilum geta í
mörgum tilvikum lengt möguleika
á dvöl heima. Mikilvægt er að upp-
lýsingar um slíka þjónustu séu að-
gengilegar og að aðstandendur fái
liðsinni til að nálgast hana. Þegar
slík þjónusta er fullreynd getur
verið tímabært að sækja um vist-
unarmat í hjúkrunarrými eða eftir
atvikum annað þjónustustig.
Heilabilun
Tæplega 80% þeirra sem vist-
aðir eru í hjúkrunarrými eru með
vitræna skerðingu á einhverju
stigi. Alzheimers-sjúkdómur í
hreinni eða blandaðri mynd er sá
sjúkdómur sem oftast leiðir til
vistunar í hjúkrunarrými og hrjáir
hann um 40% þeirra sem vistaðir
eru þar. Flestir þjást lengur en
fimm ár og sumir á annan tug ára.
Meðaldvöl þeirra sem vistast í
hjúkrunarrými á Íslandi er um
þrjú ár. Í því ljósi er mikilvægt að
leitað sé allra leiða til að mæta
þörfum þessara einstaklinga eins
lengi og unnt er utan stofnana.
Ófullkomnar upplýsingar
Vistunarmatsnefndin byggir á
upplýsingum um heilsufar, fé-
lagslegar aðstæður og færni um-
sækjanda frá læknum, hjúkr-
unarfræðingum og félags-
ráðgjöfum. Takmarkaðar upp-
lýsingar geta leitt til synjunar á
umsókn. Í tilvikum þar sem niður-
staða nefndarinnar kemur veru-
lega á óvart er mikilvægt að skoða
hvort upplýsingar vanti. Einnig er
mikilvægt að koma upplýsingum á
framfæri ef aðstæður umsækj-
anda hafa breyst á umsóknartíma.
Einstaklingi sem er synjað um
vistunarmat er leiðbeint um
möguleg úrræði sem hann á að
mati nefndarinnar. Margvísleg
tækifæri eru til þess að þróa og
bæta gæði opinnar samfélagsþjón-
ustu við langveika sem í senn geta
aukið lífsgæði einstaklinga og
stuðlað að þjóðfélagslegri hag-
kvæmni.
Staðreyndir um vistunarmat
í hjúkrunarrými
Eftir Pálma V. Jónsson,
Ingu V. Kristinsdóttur og
Unni V. Ingólfsdóttur
» Veigamiklar ástæður
geta legið að baki
synjun umsóknar. Þeim
sem fá synjun er leið-
beint um möguleg úr-
ræði sem þeir eiga, að
mati nefndarinnar.
Pálmi V. Jónsson
Höfundar eru í nefnd um framkvæmd
vistunarmats fyrir hjúkrunarrými á
höfuðborgarsvæðinu.
Inga V. Kristinsdóttir Unnur V. Ingólfsdóttir
ÁKVÖRÐUN heil-
brigðisyfirvalda, heil-
brigðisráðherra og
ríkisstjórnar um al-
varlega skerðingu á
starfsemi HSS á Suð-
urnesjum er enn ein
arfavitlausa ákvörð-
unin í stjórnun mik-
ilvægra málaflokka í
landinu í dag. Ætlunin
er að segja upp 20
starfsmönnum og loka
báðum glæsilega búnum skurð-
stofum HSS og stórskerða þjón-
ustuna. Þetta er slík blóðtaka fyrir
HSS og fólkið í byggðum Suð-
urnesja að glórulaust er. Þetta er
þeim mun verra vegna þess að á
borðinu liggja tillögur og verkáætl-
un bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ
um að hefja starfsemi HSS á nýtt
plan og tryggja hvort tveggja í
senn, aukna þjónustu sjúkrahússins
og heilsugæslustofnunarinnar í
heild og störf þess fólks sem starfað
hefur við þessa þjónustu um árabil.
Þessar tillögur byggjast á hug-
myndum og áætlununum reynslu-
mikils starfsfólks HSS, en heil-
brigðisyfirvöld bönnuðu
heimamönnum í raun að leita nýrra
leiða m.a. til þess að afla nýrra
tekna vegna reksturs skurðstof-
anna. Fremur vilja stjórnvöld
landsins láta loka skurðstofunum
fullbúnum. Hvað er að þessu fólki, á
að drepa allt í dróma, hræðast
endalaust að taka ákvörðun, hundsa
allt verkvit og reynslu og þora ekki
að taka ákvarðanir?
Nú eru tímamót og heilbrigðisyf-
irvöld hafa gefist upp og þau hafa
verið móð og másandi um árabil af
aðgerðarleysi. En Suðurnesjamenn
eru baráttuglaðir og tilbúnir að
leggja í slaginn með styrkingu
HSS. Verkáætlun bæjaryfirvalda í
Reykjanesbæ er tilbúin og búið er
að tryggja fjölmarga mikilvæga
þætti til þess að ná árangri og við-
snúningi í starfi HSS. Við sem verj-
um hagsmuni fólksins á Suð-
urnesjum munum aldrei ljá máls á
því að menn gefist upp fyrirfram og
hundsi nýja möguleika
og áherslur til þess að
styrkja þessa þjónustu
verulega. Sama á við
gagnvart Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi
og Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja. Við mun-
um berjast hatramm-
lega gegn þessum
sorglegu innslátt-
arvillum stjórnmála-
manna sem geta ekki
betur í mikilvægi og
metnaði fyrir styrkingu starfa og
öflugri heilbrigðisþjónustu. Heima-
menn hafa leitað leiða bæði skammt
og langt og hafa í hendi stórkost-
lega möguleika sem ekki hafa hlotið
náð fyrir eyrum stjórnvalda vegna
þess að þar eru afturhaldssamir og
hræddir menn við völd. Hvaða ár-
angurs má vænta af hræddum
manni? Þess vegna þarf ríkisvaldið
að gefa heimamönnum færi á að
taka við þessum rekstri, öllum eða
hluta hans, með samningum þar að
lútandi og rík ástæða er til þess að
hvetja sveitarfélögin sem koma að
rekstri heilbrigðisþjónustu HSS og
metnaði og skyldum til að tryggja
þjónustuna á Suðurnesjum að
standa órofa saman í því verkefni
að starfsemi HSS miði áfram en
ekki aftur á bak eins og stjórnvöld
heilbrigðismála hafa nú ákveðið.
Þetta eru Grindavík, Vogar,
Reykjanesbær, Garður og Sand-
gerði. Til þessa að svo verði þurfa
stjórnvöld landsins að treysta Suð-
urnesjamönnum fyrir þessu verk-
efni sem þeir hafa fært rök fyrir að
er á borði en ekki aðeins í orði. Við
afturför verður ekki unað þegar
borðliggjandi möguleikar eru til að
sækja fram.
Til sóknar fyrir
HSS á Suðurnesjum
Eftir Árna Johnsen
Árni Johnsen
» Við afturför
verður ekki unað
þegar borðliggjandi
möguleikar eru
til að sækja fram.
Höfundur er alþingismaður.
www.noatun.is
ÓDÝRT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.
998
ÍM
KJÚKLINGABRINGUR
KR./KG
1698
AF HÖFRUM
FULLT
MAGGI
KARTÖFLUMÚS
158
KR./PK.
BRAVO, 250 ML
MULTIVITAMIN
ÁVAXTASAFI
69
KR./STK.
WEETOS
MORGUNKORN
598
KR./PK.
26%
afsláttur
2298