Morgunblaðið - 02.02.2010, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
KRISTEN Bell og Dax Shepard
eru trúlofuð. Parið hefur verið
saman í um tvö ár og ætlar nú að
ganga saman að altarinu eftir að
Shepard bað Bell í jólafríinu.
Hin 29 ára leikkona sýndi trú-
lofunarhringinn þegar hún kynnti
verðlaun á Grammy-verðlaunahá-
tíðinni á sunnudagskvöldið.
Bell, sem kynntist Shepard
þegar þau unnu saman að róm-
antísku gamanmyndinni When in
Rome, sagði nýlega að hún tæki
ástarlífið fram yfir starfsfram-
ann.
„Mér finnst persónulega að
hinn helmingurinn ætti að vera
mikilvægari en vinnan. Ég elska
að vinna en ég get ekki sagt að
ég sé vinnualki því ég elska líka
að slaka á,“ sagði Bell og bætti
við góðum ráðum til að halda
sambandinu gangandi.
„Ég hef lært að það er mjög
mikilvægt að tala saman um hinn
dýpsta og myrkasta ótta og til-
finningar. Maki þinn ætti að
heyra yfir hverju þú ert óörugg
því um leið og þú segir það upp-
hátt hefur þú skapað öryggi.“
Reuters
Ástfangin Kristen Bell.
Reuters
Ástfanginn Dax Shepard.
Trúlofaðar turtildúfur
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fös 5/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Fös 26/2 kl. 19:00
Lau 6/2 kl. 19:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Ný sýn Lau 27/2 kl. 19:00
Lau 6/2 kl. 22:00 Aukas Fös 19/2 kl. 19:00
Fös 12/2 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00
Ósóttar pantanir seldar daglega
Leiklestraröð - Einleikir (Samkomuhúsið)
Mið 3/2 kl. 21:00
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Besta leiksýning ársins“
Mbl., GB
Mbl., IÞ
Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Faust (Stóra svið)
Fös 5/2 kl. 20:00 7.K Lau 20/2 kl. 20:00 10.K Lau 13/3 kl. 20:00 Aukas
Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas Sun 14/3 kl. 20:00
Fim 11/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00
Fös 12/2 kl. 20:00 8.K Fös 5/3 kl. 20:00
Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 6/3 kl. 20:00 Aukas
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00
Lau 13/2 kl. 19:00 Fim 4/3 kl. 19:00
Fim 18/2 kl. 19:00 aukas Fös 12/3 kl. 19:00
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt.
Góðir íslendingar (Nýja svið)
Fös 5/2 kl. 20:00 5.kort Fös 12/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00
Lau 6/2 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00
Undir yfirborðinu býr sannarlega þjóð sem á sér ýmis leyndarmál.
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 6/2 kl. 14:00 frums Lau 13/2 kl. 14:00 3.K Sun 21/2 kl. 14:00 5.K
Sun 7/2 kl. 12:00 Sun 14/2 kl. 12:00 Lau 27/2 kl. 12:00
Sun 7/2 kl. 14:00 2.K Sun 14/2 kl. 14:00 4.K
Lau 13/2 kl. 12:00 Sun 21/2 kl. 12:00
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Lau 6/2 kl. 14:00 aukas Sun 7/2 kl. 14:00 síðasta
sýning
Vinsælasti söngleikur ársins - síðasta sýning 7. feb!
Djúpið (Nýja svið)
Fim 11/2 kl. 20:00 síðasta
sýn
Allra síðustu sýningar. Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé.
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00
Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00
Lau 6/2 kl. 22:00 Lau 13/2 kl. 22:00 Fös 26/2 kl. 19:00
Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 19:00
Bláa gullið (Litla svið)
Mán 8/2 kl. 9:30 Mið 10/2 kl. 11:00 Mán 15/2 kl. 11:00
Mán 8/2 kl. 11:00 Fim 11/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 9:30
Þri 9/2 kl. 9:30 Fös 12/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 11:00
Þri 9/2 kl. 11:00 Fös 12/2 kl. 11:00
Mið 10/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 9:30
Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið.
FaustHHHH IÞ, Mbl
VLADIMIR Ashkenazy hljómsveit-
arstjóri og Evgeny Kissin fengu
Grammy-verðlaun í gærkvöldi fyrir
bestu frammistöðu einleikara og
hljómsveitar. Verðlaunin fengu þeir
fyrir flutning á píanókonsertum Ser-
gei Prokofievs númer 2 og 3.
Ashkenazy, sem er 72 ára, fæddist
í Rússlandi, er íslenskur ríkisborg-
ari en býr nú í Sviss. Hann hefur áð-
ur fengið sex Grammy-verðlaun fyr-
ir píanóleik og hljómsveitarstjórn.
Kissin, sem er 38 ára, fæddist í
Rússlandi en býr í Bretlandi. Hann
fékk áður Grammy-verðlaun árið
2006. Ashkenazy stjórnaði Fílharm-
óníuhljómsveit Lundúna, sem lék
undir hjá Kissin í píanókonsert-
unum.
Ashkenazy fékk Grammy-verðlaun
Morgunblaðið/Jim Smart
Vinningshafi „Nei, sjáðu til, þetta voru sjöundu verðlaunin semsagt...“
MATT Damon segir að næsta mynd í Bourne-röðinni (The
Bourne Identity o.s.frv.) muni líklega eiga sér stað áður
en hinar myndirnar byrjuðu, verði semsagt forsaga.
Myndin verður sú fjórða í röðinni. Útsendarar kvik-
myndaritsins Empire króuðu Damon af á einhverjum
rauðum dregli fyrir stuttu og hann hafði þetta um málið
að segja:
„Það verður líklega gerð forsaga með öðrum leikara en
mér og öðrum leikstjóra áður en við leggjum í aðra. Það
eru líkast til fimm ár í þá mynd, okkur vantar enn hand-
rit.“
Greiningardeild Empire fer síðan hamförum í bolla-
leggingum um næstu skref. Damon hefur sagt að hann
muni aðeins vinna með Paul Greengrass að Bourne-mynd,
en hann leikstýrði tveimur síðustu. Empire-liðar núa því
saman höndum yfir hliðarmynd sem myndi sýna yngri
Bourne og illan, ekki minnislausa manninn með sam-
visku, og svo gætu áhorfendur séð eldri og vitrari Damon
eftir fimm ár koma inn í Bourne-hringekjuna á nýjan leik.
Næsta Bourne-mynd?
Feigur? Matt Damon í síðustu Bourne mynd, The
Bourne Ultimatum.
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
UNDANFARNA daga hefur borið á
umræðu á netinu og víðar um að eitt
laganna sem komið er í úrslit
Söngvakeppni Sjónvarpsins sé
óþægilega líkt gömlu lagi með söng-
konunni Kate Ryan. Íslenska lagið
er „Je Ne Sais Quoi“ eftir þau Örlyg
Smára og Heru Björk sem bera þol-
inmóð af sér orðróminn.
„Nei, þetta er ekki stolið,“ segir
Örlygur Smári. „Þetta kemur upp á
hverju einasta ári. Fólk fer að reyna
að finna lög sem svipar til þess lags
sem er líklegast til sigurs. Þetta eru
bara lög úr sömu fjölskyldunni,
þetta er bara danspopp. Mér finnst
þetta ekkert svipað, nema hvað
þetta er sami hljóðheimur.“
Barið á líklegum sigurvegurum
Lag Ryan, „Who Do You Love“,
er ekki eina lagið sem lag Örlygs og
Heru hefur verið borið saman við og
hefur því jafnvel verið haldið fram
að lagið „This Is My Life,“ framlag
Íslendinga til Eurovision 2008 og
höfundarverk Örlygs Smára sjálfs,
sé ískyggilega líkt nýja laginu. „Þess
vegna finnst mér nú bara ástæða til
að hlæja að þessu. Ég veit að það eru
jafnmörg atkvæði í burðarlínunni í
viðlaginu en það er það eina. Það er
eins með þetta erlenda lag sem verið
er að líkja okkar lagi við. Og það er
eflaust hægt að tína til fleiri lög þar
sem þetta er að finna.“
Það er Hera Björk sjálf sem flytur
„Je Ne Sais Quoi“ og segist hún hafa
heyrt af umtalinu í síðustu viku. Hún
er búin að hlusta á „Who Do You
Love“ en segir lögin alls ekki vera
eins. „Við erum báðar kvenkyns og
erum í sömu tóntegund. Við rekum
upp þarna eitt gól sem er svipað,
sömu nóturnar. Annars er hljóma-
gangurinn annar.“
Hera tekur undir með Örlygi
Smára og segir svona ásakanir heyr-
ast á hverju ári. Hún segir uppá-
komuna leiðinlega en ber sig vel og
hlakkar til úrslitanna um helgina.
„Þetta er alls ekki þægilegt en við
vitum alveg að við erum sigur-
strangleg og þá áttum við alveg von
á því að á okkur yrði barið. Þannig
hefur þetta verið undanfarin ár.
Maður gerir bara eins og strákarnir
okkar og stendur styrkur í vörn-
inni,“ segir Hera og hlær, „það er
það eina í stöðunni.“
Er lagið stolið?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Söngvakeppni Hera Björk er sallaróleg og hlakkar til keppninnar.
Hera Björk og Örlygur þjófkennd vegna „Je Ne Sais
Quoi“ Blása á allt slíkt tal og svara keik fyrir sig