Morgunblaðið - 02.02.2010, Page 33

Morgunblaðið - 02.02.2010, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 nánari upplýsingar ásamt sýnishornum úr stykkjunum má www.metoperafamily.org CARMEN ÖNNUR AUKASÝNING MIÐVIKUDAGINN 3. FEBRÚAR KL. 18 KRINGLUNNI 0G AKUREYRI BJARNFREÐARSON YFIR 60.000 GESTIRHHHHMEINFYNDIN...– FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN SIGURÐSSON HHHHÞAÐ VAR LAGIÐ!– DV/DÓRI DNA Byggð á einni ástsælustu sögu okkar tíma HHHH „JONZE HEFUR KVIKMYNDAÐ ÆVINTÝRI EINS OG ÞAÐ SÉ ALGERLEGA RAUNVERULEGT, SEM LEYFIR OKKUR AÐ SJÁ HEIMINN MEÐ AUGUM MAX, FULLAN AF FEGURÐ OG HÆTTU.“ - ROLLING STONE, PETER TRAVERS HHHH -ROGER EBERT “SANNKALLAÐ MEISTARAVERK” - FOX-TV “FÁRÁNLEGA FRÁBÆR” - ELLE MAGAZINE 7 Frábær mynd fráleikstjóranum SPIKE JONZE SÝND Í ÁLFABAKKA STÓRKOSTLEG MYND SEM SLEGIÐ HEFUR RÆKILEGA Í GEGN GEORGE CLOONEY, VERA FARMIGA OG ANNA KENDRICK FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND HHHH „REITMAN HEFUR TEKIST Í ÞRIÐJA SINN AÐ GERA EINA BESTU, SKEMMTILEGUSTU OG FERSKUSTU MYND ÁR- SINS. ÉG HVET ALLA SEM HAFA ÁNÆGJU AF BÍÓFERÐUM AÐ SETJA UP IN THE AIR EFST Á ÓSKALISTANN.“ - S.V.,MBL HHHH „HITTIR Á ALLAR RÉTTU NÓTURNAR... HÚN ER FYNDIN, SNJÖLL, HRÍF- ANDI, ÓFYRIRSJÁANLEG OG BLESSUNARLEGA KLISJULAUS.” - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIDI.IS Robert Downey Jr. og Jude Law eru stórkostlegir í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson HHHH „IT’S PROBABLY THE MOST PURELY FUN FILM EXPERIENCE I’VE HAD ALL YEAR. SEE IT AS SOON AS YOU CAN“ - WWW.JOBLO.COM HHH „BÍÓMYND SEM UNDIR- RITAÐUR GETUR MÆLT MEÐ...“ „SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“ - KVIKMYNDIR.IS – T.V. HHHH -NEW YORK DAILY NEWS HHH „FYNDIN OG VEL LEIKIN“ - S.V. – MBL. Besti leikarinn, Robert Downey Jr. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI 600 kr. 600 kr. 600 kr. / KEFLAVÍK THE BOOK OF ELI kl. 5:30 - 8 -10:30 16 PLANET 51 kl. 6 L WHIP IT kl. 8 10 SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12 THE BOOK OF ELI kl. 8 - 10 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 6 L BJARNFREÐARSON kl. 5:40 L UP IN THE AIR kl. 8 L SHERLOCK HOLMES kl. 10:10 12 THE BOOK OF ELI kl. 8 - 10:30 16 PLANET 51 kl. 6 L SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12 WHIP IT kl. 8 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR m. ísl. tali kl. 6 L / SELFOSSI/ AKUREYRI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR 30.01.2010 17 24 25 30 34 0 6 4 3 2 1 2 1 4 2 37 27.01.2010 13 15 17 26 29 39 4135 486KVIKMYNDIN Avatar situr enn á toppi Bíó- listans, eftir sína sjöundu viku í sýningu. Myndin virðist vera að slá öll met og hafa nú rúmlega 102.000 manns séð hana hér á landi. Book of Eli var frumsýnd á föstudaginn og kemur hún næst á eftir Avatar. Sæbjörn Valdi- marsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, gaf Bo- ok of Eli þrjár stjörnur í dómi í blaðinu í gær. Hann sagði ánægjulegt að sjá Denzel Wash- ington, sem fer með hlutverk Eli, skítugan, íklæddan lörfum og höggvandi mann og annan í myndinni. Önnur ný mynd, It́s Complicated, nær að vera þriðja tekjuhæsta myndin eftir helgina. Um er að ræða rómantíska gamanmynd með Meryl Streep, Steve Martin og Alec Baldwin í aðalhlutverkum. Streep leikur konu sem á upp- komin börn og stendur í farsælum veitinga- rekstri. Samskipti hennar við fyrrverandi eiginmann hafa verið til fyrirmyndar í þau tíu ár sem liðin eru frá skilnaðinum en þegar kemur að útskrift sonar þeirra þurfa þau að verja tíma saman og þá kemur margt óvænt upp á. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum bíóhúsum                                    ! ! "  #$ % & '   ( )     $ * + , # - . / 0 $1                       It́s Complicated Meryl Streep og Alec Baldwin fara með aðalhlutverkin. Engin mynd veltir Avatar úr sessi Teiknimyndadeild Sony ætlarekkert að gefa eftir í sam-keppninni við risann WaltDisney og snillingana í Pix- ar sem heyra undir þann gamla risa. Cloudy with a Chance of Meatballs, eða Skýjað með kjötbollum á köflum, er byggð á vinsælli, samnefndri barnabók Judi og Ron Barrett og það verður að teljast snjall leikur hjá Sony-mönnum að fara þessa leið, gera teiknimynd upp úr vinsælli barnabók. Með því taka menn minni áhættu hvað varðar vinsældir, ef sag- an er þegar vinsæl ætti teiknimynd eftir henni að virka, ekki satt? Í myndinni segir af ungum vísinda- manni sem þráir viðurkenningu föður síns. Hann býr til vél sem er þeirri merkilegu náttúru gædd að geta búið til mat úr vatni en verður fyrir því óhappi að skjóta vélinni upp til skýja og í kjölfarið fer að rigna hamborg- urum yfir bæjarbúa sem áður þurftu að lifa á sardínum. Bæjarstjórinn, vondi karlinn í sögunni, sér þarna leik á borði og skjótfenginn gróða. Vís- indamaðurinn getur enn forritað matarvélina af jörðu niðri og fær bæj- arstjórinn hann til þess að láta alls konar mat rigna yfir bæinn og það oft á dag. En vélin þolir illa álagið og maturinn stækkar og stækkar og á endanum fer allt úr böndunum, þegar hinn fé- og matgráðugi bæjarstjóri sendir vélinni skipun um að láta heilu hlaðborði af risavöxnum mat rigna yf- ir bæjarbúa sem kenna vísindamann- inum unga auðvitað um allt saman. Hann breytist því úr hetju í skúrk en fær tækifæri til að bjarga bænum og ganga í augun á stúlkunni sem hann elskar og föður sínum. Sjónarspilið er tilkomumikið í þessari teiknimynd og þá sérstaklega þegar matnum gríðarstóra fer að rigna yfir bæjarbúa. Ádeilan í sög- unni er býsna augljós fullorðnum áhorfendum, hér er deilt á banda- ríska (eða vestræna) matarmenn- ingu, alltof stóra matarskammta, óhóf og offitu. Í raun er sagan mar- tröð þó svo börnin sjái sjálfsagt lítið annað en litskrúðugt ævintýri. Hinn gráðugi bæjarstjóri er holdgervingur græðginnar, maður sem kann sér ekki hóf í neinu og hikar aldrei við að maka krókinn. ,,Stórt er fallegt“ segir hann við vísindamanninn og skipar honum að senda risastóran mat af himnum ofan, þó hann sé sjálfur orð- inn farlama af fitu. Þennan kunnug- lega frasa má svo heimfæra upp á myndina sjálfa, hún gengur út á of- gnótt og vilji menn ganga enn lengra má auðvitað heimfæra þetta allt upp á Hollywood, þar sem ofhlæði vill nú gjarnan vera boðorð dagsins. Það vantar heldur ekki klisjurnar; stirt samband sonar við föður, hetjudýrk- un, uppreisn nördsins og farsælan, sykurhúðaðan endi. Í hinni upphaflegu barnasögu segir afi nokkur barnabörnum sínum sög- una af bænum Matarkistu, þar sem mat og drykk rignir alla daga og end- ar sá draumur með því að bæjarbúar þurfa að flýja og nema land annars staðar. Lexían er auðvitað sú að menn verða að kunna sér hóf. Það má draga í efa nauðsyn þess að bæta við upphaflegu söguna vísindalegri skýr- ingu á þessu undarlega veðri en bókin ein er svo stutt að sagan dugar ekki í 90 mín. teiknimynd. En hér eru auð- vitað á ferðinni vangaveltur gagnrýn- anda og föður sem eiga eflaust lítið skylt við upplifun barnsins. Í það minnsta gaf 12 ára strákur myndinni einkunnina „geðveikt skemmtileg“ og skemmtileg er hún og jafnframt besta teiknimynd Sony til þessa. Að lokum skal nefnt að undirrit- aður sá myndina í hefðbundinni út- gáfu, ekki þrívídd, en þrívíddin ku vera „geðveikt flott“. helgisnaer@mbl.is Stórt er fallegt Skýjað með kjötbollum á köflum „Sjónarspilið er tilkomumikið í þessari mynd og þá sérstaklega þegar matnum gríðarstóra fer að rigna yfir bæjarbúa,“ segir Helgi Snær m.a. um nýjasta útspil teiknimyndadeildar Sony. Regnboginn, Háskólabíó, Smárabíó, Laugarásbíó Skýjað með kjötbollum á köflum bbbmn Leikstjórn: Phil Lord & Chris Miller. 90 mín. Bandaríkin 2009. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.