Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,-.
*/*,.
))0,01
*.,+0+
*),2)-
)+,3)2
)*/,.-
),3))-
)1+,.0
)++,)*
456
4 ), 7585 */)/
)*+,0.
*/*,+1
))1,*3
*.,0-+
*),2+1
)+,32+
)*/,21
),3)-2
)1+,2+
)++,2*
*.*,300+
%
9: )*0,).
*/.,*0
))1,-1
*.,1*+
*),+3.
)+,-)0
)*),/.
),3)1+
)10,-2
)+0,)*
Heitast 1 °C | Kaldast 7 °C
Austlæg átt, stöku él
við A- ströndina, en
birtir sums staðar til
fyrir norðan. Frost 1
til 7 stig. » 10
Teiknimyndin Skýj-
að með kjötbollum á
köflum, er mikið og
litskrúðugt sjónar-
spil að mati gagn-
rýnanda. »33
KVIKMYNDIR»
Kjarngóðar
kjötbollur
TÓNLIST»
Arfleifð Teddy Pender-
grass. »31
Hljómsveitin Coma
Cluster vann plötu
með aðstoð tölvu-
pósts og hefur að-
eins tvisvar sinnum
komið saman. »28
TÓNLIST»
Samstarf
landa á milli
SJÓNVARP»
Vaktirnar eru á leið til
Finnlands. »28
TÓNLIST»
Deilt um Evróvisjónlag
Heru. »29
Menning
VEÐUR»
1. Steingrímur Hermannsson látinn
2. Lést í slysinu á Langjökli
3. Atvinnuleysi meðal Í́slendinga...
4. Bogi meðal farþega í einkaþotu
Íslenska krónan stóð í stað
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Tónlistarkonan
Lay Low gefur
plötu sína, Fare-
well Good Night’s
Sleep, út sjálf í
Bandaríkjunum.
Að sögn umboðs-
manns hennar,
Kára Sturlusonar, var samningi við
útgáfuna Nettwerk rift og þess í
stað gengið til samstarfs við ýmsa
aðila sem hafa með kynningar- og
dreifingarmál að gera. Platan kemur
út í byrjun mars og framundan er
tónleika- og viðtalaferð til New York
og seinna á árinu verður farið í
hljómleikaferð um Bandaríkin og
Evrópu. | 28
TÓNLIST
Lay Low gefur sjálf út plöt-
una sína í Bandaríkjunum
Það var í nóvem-
ber síðastliðnum
sem verk eftir þá
Sverri Guðjóns-
son og japanska
slagverksleikarann
heimskunna Stomu
Yamash’ta var
flutt, og þá á japanskri menningar-
hátíð í París. Verkið kallast Tómið
eða The Void og í því steypa þeir fé-
lagar saman fornum íslenskum
sönglögum og kvæðum, japanskri
nútímatónlist, zen-búddistasöng og
slagverki. Sverrir ræddi við Árna
Matthíasson um verkið. | 27
TÓNLIST
Sverrir Guðjónsson vann
með japönskum listamanni
Engilbert Jen-
sen, sem er líklega
þekktari meðal
þjóðarinnar fyrir
dægurflugur en
veiðiflugur, kynnir
fluguhnýtingar í
handverkskaffi í
Gerðubergi á morgun milli kl. 20 og
22. Engilbert, sem hefur sungið sig
inn í hugi og hjörtu Íslendinga með
hljómsveitinni Hljómum, er nefni-
lega ástríðufullur áhugamaður um
fluguhnýtingar og mun sýna til-
búnar flugur en jafnframt hafa efni-
við og verkfæri til hnýtinga til sýnis
á staðnum. Aðgangur er ókeypis.
FLUGUHNÝTINGAR
Engilbert Jensen kynnir
veiðiflugur í Gerðubergi
ÁLAG á leik-
menn, þjálfara
og aðstoðarfólk
íslenska lands-
liðsins vegna
þátttöku á Evr-
ópumóti er
meira en til
dæmis í kring-
um Ólympíu-
leika, að sögn
Guðmundar
Þórðar Guðmundssonar, lands-
liðsþjálfara í handknattleik
karla.
„Leikirnir eru fleiri og á
skemmri tíma en á Ólympíu-
leikum. Þá eru leikirnir erfiðari
þar sem allir andstæðingar á
Evrópumótinu eru erfiðir. Það er
alltaf einn frídagur á milli leikja
á Ólympíuleikum en á EM er á
tíðum leikið dag eftir dag.
Þannig að ég tel Evrópumótið
vera erfiðasta stórmótið upp á
álag og þess háttar að gera,“
segir Guðmundur Þórður sem
var vel fagnað við komuna heim
frá Evrópumeistaramótinu í gær.
„Síðan er alltaf að dragast
saman í getu milli landsliða. Á
Evrópumóti er aldrei hægt að
bóka neinn sigur fyrirfram,“ seg-
ir Guðmundur Þórður ennfremur
í ítarlegu viðtali í íþróttablaði
Morgunblaðsins.
EM erfiðara en
Ólympíuleikar
Guðmundur Þórð-
ur Guðmundsson
STARFSMENN Bláfjalla, þær Hrefna Silja
Sigurgeirsdóttir og Hrefna Eronsdóttir, virða
hér fyrir sér snjólitlar brekkur Bláfjalla. Líkt og
íbúar höfuðborgarsvæðisins eru þær orðnar
óþreyjufullar eftir að hægt verði að opna skíða-
svæðið þennan veturinn. | 11
BEÐIÐ EFTIR SNJÓNUM Í BLÁFJÖLLUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÚ þegar bensínverð er orðið svo
hátt sem raun ber vitni, er ein leið
Frónbúa til að spara aurinn í fjár-
útlátum heimilisins, að nota einka-
bílinn minna en fara þess í stað um á
reiðhjóli. Það er bæði heilsusamlegt
og hressandi að hjóla á milli staða og
ekki þarf að kaupa bensín á hjólafák-
inn. En vönduð dekk geta verið dýr
og því er margt reiðhjólafólkið orðið
langþreytt á hvössum steinflísum
sem eru í sandi þeim sem borinn er á
hjólreiða- og göngustíga vegna
hálku. Þessar flísar bora sér leið inn
í dekkin og sprengja þau. Hjólreiða-
fólk tók fyrst eftir þessum stein-
flísum fyrir um þremur árum.
Mætti sópa fyrr á vorin
Albert Jakobsson, formaður Hjól-
reiðafélags Reykjavíkur, hefur feng-
ið þau svör hjá Reykjavíkurborg að
sjávarsandur sé borinn á stígana, en
honum finnst einkennilegt að hvass-
ar steinflísar finnist í sjávarsandi.
Albert segir að borgin mætti einn-
ig standa sig betur í að sópa sand af
hjóla- og göngustígum fyrr á vorin,
svo sprungin dekk á reiðhjólum
borgarbúa verði ekki svo algeng sem
raun ber vitni.
Svokölluð tubular-dekk á reiðhjól
kosta 10.000 kr. stykkið, en í þeim er
slangan saumuð við dekkið og því er
ekki hægt að gera við þau ef þau
springa.
Gunnlaugur Kristjánsson, for-
stjóri Björgunar, segir að sandurinn
sem Reykjavíkurborg kaupir sé
sigtaður þannig að ekkert sandkorn
sé stærra en 8 mm. Sandurinn sé
ekki unninn að öðru leyti og sé ekki
aukaafurð vegna steinbrots. | 15
Hvassar steinflísar
sprengja hjóladekk
Sandur á hjóla- og
göngustígum ergir
hjólreiðafólk
Morgunblaðið/RAX
Sprungið Það er verulega pirrandi þegar dekk springur á hjóli en það þýðir
ekki að deyja ráðalaus. Þessi höfðingi fer létt með að bera hjólið sitt.