Morgunblaðið - 09.03.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.03.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Eftir Helga Bjarnason og Björn Jóhann Björnsson FORMAÐUR þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs vill að samningaviðræður haldi áfram við Breta og Hollendinga um Icesave- málið. Knýja verði á um að fá sem besta samninga. Hún telur mikilvægt að þverpólitísk samstaða haldi. Þeir þingmenn sem voru á móti Icesave- samkomulaginu á sínum tíma heita ekki fyrirfram samþykki við nýjum samningum. „Það komu allir flokkar að því að skipa þessa samninganefnd og ég veit ekki annað en allir beri traust til hennar. Það þarf að halda áfram samningaviðræðum. Þessi skýra nið- urstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni getur einungis hjálpað okkur. Þjóðin hefur talað og fer fram á betri niður- stöðu,“ segir Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, formaður þingflokks VG, um framhaldið í Icesave-málinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. Andstaðan ekki eins hörð Guðfríður, Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn VG, lýstu sig mótfallin því að fjármálaráð- herra og formaður VG skrifaði undir Icesave-samkomulagið auk þess sem Ásmundur Einar Daðason og Jón Bjarnason lýstu efasemdum og vitað var að Atli Gíslason sem þá var í fríi var svipaðrar skoðunar. Hann gerði það eigi að síður. Andstaða þessa hóps er ekki eins hörð og áður, vegna breyttra aðstæðna, en fyrirfram heita þingmennirnir ekki stuðningi við nýja samninga. „Andstaða okkar þá er veruleiki sem við þurfum öll að horfast í augu við og skýrir margt í þeirri óeiningu sem við höfum átt við að stríða á síð- ustu mánuðum. En ég er að vona að hún geti orðið að baki. Nú ríður á að við stöndum saman vaktina, bæði í okkar flokki, ríkisstjórn og helst Al- þingi allt þegar kemur að frágangi þessa ógæfumáls sem Icesave er,“ segir Ögmundur Jónasson. Spurð að því hvort afstaða hennar væri óbreytt segir Guðfríður að rík- isstjórnin og Icesave-samninganefnd- in hafi fullt umboð til að halda áfram sínu góða starfi en tekur fram að nið- urstöðuna þurfi að bera undir þing- menn og þingflokka og fyrr verði ekki hægt að leggja mat á samningana. Þarf betri samninga  Formaður þingflokks VG vill áfram þverpólitíska samstöðu um samninga  Þingmenn VG heita ekki fyrirfram samþykki við nýjum samningum » Forsætisráðherra sagðist á Alþingi vonast til að viðræðurnar færu áfram fram í pólitískri sátt » Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði að allir vildu samstöðu en ekki um hvað sem er „FUNDURINN gekk mjög vel,“ segir Guðný Gústafsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, sem fundaði ásamt fleiri fulltrúum félagsins með sex ráðherrum ríkisstjórnarinnar í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Guðný segir ýmislegt í pípum ríkisstjórnarinnar sem lofi góðu fyrir jafnrétti kynjanna. Full- trúarnir hrósuðu ríkisstjórninni og þingflokk- unum sem hana styðja fyrir þau störf sem þegar hafa verið unnin í þágu kvenna, s.s. þau að tryggja konum stöðu í stjórnum fyr- irtækja landsins. VEL FÓR Á MEÐ RÁÐHERRUM OG FEMÍNISTUM Morgunblaðið/Ernir Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á HÁLFUM mánuði hefur lögreglu verið tilkynnt um þjófnað á handfærarúllum í Kópavogi, Grundarfirði og Stykkishólmi. Eitt málið er upplýst, en í Grundarfirði var á ferð karlmaður af höfuðborgarsvæðinu sem ók burtu úr bænum með sex handfærarúllur úr tveimur bátum. Mað- urinn sem er á þrítugsaldri hefur játað brot sitt en rúll- urnar eru ófundnar. Um töluverð verðmæti er að ræða þar sem tölvustýrð handfærarúlla selst á 300-700 þúsund krónur í smásölu. Lögregla telur víst að allar verði rúllurnar seldar á svört- um markaði innanlands og vill vara tilvonandi kaupendur við, enda ólöglegt að kaupa þýfi. Kaupendur á öllum not- uðum vörum eru hvattir til að taka niður allar upplýs- ingar um seljendur og fá að sjá skilríki. Auk þess þykir ástæða til að vara smábátasjómenn við, enda greinilegt að eftirspurn er eftir handfærum. Hvort aukin eftirspurn tengist miklum áhuga á strandveiðum, sem hefjast 1. maí nk., er erfitt að staðhæfa, en alls ekki hægt að útiloka. Handfærarúllur eru ekki miklar um sig, algengd þyngd er 15-20 kg. Þjófarnir hafa lítið fyrir því að stela þeim, í flestum tilvikum er skorið á rafmagnskapla og þeim kippt úr bátunum með einu handtaki. Mun meira mál er hins vegar að taka þær úr bátunum til að sporna við þjófnaði. Dýrum handfærum stolið úr bátum um allt land Morgunblaðið/Þorkell Smábátahöfn Óprúttnir einstaklingar hafa verið á ferð við hafnir víða um land og stolið úr smábátunum. Mikill áhugi á strandveiðum kann að ýta undir eftirspurn Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir aðspurður það vel geta kom- ið til greina að fá samninganefndir Breta og Hol- lendinga til Ís- lands. Fundir þjóðanna til þessa hafa oftast farið fram í London en voru í upp- hafi haldnir í Haag í Hollandi. Eng- ar tímasetningar á nýjum samninga- fundum höfðu verið ákveðnar í gær en Steingrímur vonast til að funda- höld geti orðið seinna í vikunni. „Það stendur ekkert á okkur að vera gestgjafar á slíkum fundum en að sumu leyti er ágætt að hafa þetta í London þar sem samgöngur eru ágætar þangað úr báðum áttum, frá Hollandi og héðan,“ segir Stein- grímur og bendir á að Ísland hafi verið gestgjafar fundanna í London þar sem þeir hafa verið haldnir í sendiráðinu. „Hvort sami háttur verður hafður á þessu á bara eftir að koma í ljós,“ segir Steingrímur og bendir jafnframt á að Bandaríkja- maður eigi sæti í nefndinni, Lee Buchheit, sem þurfi að koma sér til funda frá Bandaríkjunum. Ekki skipti miklu máli í kostnaði hvort hann komi til Íslands eða London. bjb@mbl.is Getum vel verið gest- gjafar Steingrímur J. Sigfússon Samningafundir um Icesave ekki boðaðir NIÐURSTAÐA þjóðaratkvæða- greiðslunnar um Icesave-lögin mun ekki hafa nein áhrif á lánshæf- iseinkunn Íslands hjá matsfyrirtæk- inu Standard & Poor’s. Í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að Ísland muni áfram vera með einkunnirnar BBB- og A-3 í erlendri mynt og BBB+ og A-2 í íslenskum krónum. Horfur eru hins vegar enn sagðar neikvæðar. Fyrirtækið segir að nú sé beðið eftir því að fá frekari upplýsingar um aðgengi Íslands að lánsfé, m.a. frá Norðurlöndunum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Árangur í áframhaldandi viðræðum um Ice- save við Breta og Hollendinga ráði framhaldinu. Standard & Poor’s breyta ekki lánshæfismatinu Fylgstu með! SPILUM SAMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.