Morgunblaðið - 09.03.2010, Side 11

Morgunblaðið - 09.03.2010, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RAGNAR Ingólfsson flugvirki og rafeindavirki var ásamt Unnþóri Torfasyni vélstjóra í Concepcion í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar í tengslum við smíði varð- skipsins Þórs þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir á laug- ardagsmorgninum. Hann segir þá aldrei hafa verið í neinni hættu þótt óeirðir hafi verið í borginni fyrst eftir hamfarirnar. En Ragnar, sem bjó uppi á níundu hæð í hótelblokk, segir það hafa verið hrikalegt að vakna við skjálftann. „Allar myndir hrundu af veggjunum, spegillinn og annað, klósettkassinn brotnaði. Mér skilst að fyrsti skjálftinn hafi ekki staðið yfir í nema 17 sekúndur en þetta virtist vera lengri tími,“ segir Ragnar. „Verst var að húsið sveiflaðist í lokin á skjálftanum til um marga metra, það fannst mér að minnsta kosti. En tímaskynið ruglast og erfitt að lýsa þessu með orðum. Það hrundu engar blokkir, ein datt að vísu á hliðina en hinar stóðu þetta af sér. En innandyra var auðvitað allt á tjá og tundri og milliveggir hrundu.“ Hafðist við utandyra fyrstu nóttina Hann klæddi sig í snatri og kom sér út eins og aðrir íbúar í húsinu en fékk að fara inn seinna um morguninn til að sækja það sem hann átti í íbúðinni. Um nóttina hafðist hann eins og fleiri við utandyra við hótelið en fékk strax á sunnudeginum að leigja íbúð í húsi handan við götuna. „Hún var uppi á fimmtu hæð og líklega fékk ég hana þess vegna en þetta var miklu skárra en að vera á níundu hæð,“ segir Ragnar hlæjandi. Rafmagn fór af í borginni og símalínur rofnuðu, einnig féllu margar endurvarpsstöðvar fyrir farsímakerfið auk þess sem reikisamningar farsímakerfanna virtust ekki virka. Hann segir að verst hafi verið að geta ekki látið vita strax af sér heima á Íslandi en það tókst honum loks fyrir tilviljun í nokkrar mínútur á laugardagskvöldinu. Hægt var þá að ná sambandi um hríð á litlu svæði í Con- cepcion og svo vildi til að Ragnar var staddur á því svæði. Ragnar var búinn að vera í Chile í um þrjár vikur og vann við að koma alls kyns eftirlitstækjum fyrir í brúnni á skipinu. Unnþór var hins vegar átta mánuði í Chile, hann verður vélstjóri á nýja Þór. Ragnar segir að- spurður að samfélagið í Chile virðist vera vel skipulagt og margt myndarlegt þar en sums staðar séu þó stór fá- tækrahverfi og misskiptingin sé mikil. Hann er spurður um viðbrögð almennings og segir að fólk hafi almennt tekið hlutunum af æðruleysi fyrst í stað. Það hafi komið sér vel að veðrið hafi verið gott, kannski 25 stiga hiti yfir hádaginn og farið niður í 15 á nóttunni, ekkert hafi rignt fyrstu dagana. „En það breyttist auðvitað allt þegar fólk fór að skorta mat og drykkjarvatn. Margir höfðu líka misst húsnæði sitt og voru bara á götunni. Maður horfði á fólk fara inn í verslanir og ná sér í mat, þetta byrjar með því að einn brýtur rúðu og svo fer næsti bara inn og eftir smá-tíma tíma er þetta orðinn straumur. En fólkið átti ekki kost á öðru, þarna var neyð. Þetta var bæði gamalt fólk og krakkar. Svo er þetta eins og alltaf að til er annars konar fólk, það komu menn á stórum bílum og hreinlega tæmdu heilu verslanirnar.“ –Var lögreglan á götunum? „Hún var ekki áberandi, maður sá lögreglumenn fyrsta daginn, þeir stóðu fyrir utan búðirnar en á sunnu- dagsmorgninum voru þeir farnir. Herinn kom ekki fyrr en seinnipart dags á sunnudeginum og eftir það voru hermenn alls staðar, útgöngubann var frá sjö á kvöldin til 12 á hádegi. Á mánudeginum tók herinn í rauninni völdin í miðborginni og rak fullt af fólki út úr henni, þeir vildu ekki að fólk væri á götunum.“ Fólkið reiðubúið að verja heimili sín –Var beitt vopnum þarna? „Það var eiginlega bara herinn sem var með vopn, það er ekki mikið um skotvopnaeign hjá almenningi þarna og þess vegna fannst manni aldrei að maður væri í mikilli hættu. Þeir sem áttu vopn létu aldrei sjá sig með þau vegna þess að herinn hefði strax skotið þá. Unnþór var hjá vinafólki í borginni, hann var búinn að vera þarna svo lengi og þekkir fullt af fólki. Fólk reyndi að safnast sem mest saman og hafa sem flesta karlmenn á staðnum ef eitthvað kæmi upp á. Ég var í eina nótt í íbúð eins Danans frá verk- fræðistofunni sem hefur eftirlit með smíði Þórs, fór þangað á mánudeginum af því mér fannst ég ekki geta verið lengur niðri í bæ. Maður vissi aldrei hvernig þetta myndi þróast. Við vorum ekki sjálfir með nein skotvopn en eitthvað af fólkinu í hverfinu, sem vildi verja heimili sín, var reiðubúið.“ Morgunblaðið/Golli Heima Starfsmenn Gæslunnar, Unnþór Torfason (t.v.) og Ragnar Ingólfsson, komu loks frá Chile á sunnudag. Langar 17 sekúndur á níundu hæð í Chile  Ragnar Ingólfsson flugvirki segir hrikalegt að upplifa jarðskjálfta upp á 8,8 stig og finna hvernig húsið sveiflast til Þeir félagar voru orðnir óþolinmóðir eftir að komast til höfuðborgarinnar Santiago til að geta haldið flugleiðis heim til Íslands. Tókst þeim að komast með rútu á þriðjudeginum en leiðin er um 500 km og voru þeir um 14 stundir á leiðinni. Síðan tók við löng flugferð á föstudag með millilendingum og voru þeir ekki komir heim fyrr en á sunnudag. „Það var mikið tjón á umferðarmannvirkjum og víða voru vegbrýr hrundar. Þess vegna varð rútan að fara langar krókaleiðir. Sveitavegir voru helst í lagi en steyptar hraðbrautir voru víða illa nothæfar. En við sáum að víða var byrjað að gera við brautirnar. Við komumst til Santiago á miðvikudagsmorgni. Þetta er mjög flott borg, þar voru líka talsverðar skemmdir en samt miklu minna en í Concepcion. Þegar við komum var flugstöðin enn lokuð, við bjuggum á hóteli þar til flug hófst aftur.“ Hraðbrautirnar illa farnar Reuters Hamfarir Íbúar í borginni Talcahuano í Chile ná sér í drykkjarvatn eftir skjálftann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.