Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 4

Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 4
Úr- slita- viðureign mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskól- anna, MORFÍS, verður háð í Háskóla- bíói föstudagskvöldið 15. apríl. Þar mætast Verzlingar og MS-ingar og ræða um umræðuefnið „fáfræði er sæla“. Verzló, sem hefur unnið keppnina 10 sinnum og oftast allra, mælir á móti. MS, sem sigraði í fyrsta og eina skiptið árið 1989, mælir með. Hafa allt að vinna „Það er mikill hugur í liðinu. MS hefur ekki komist í úrslit MORFÍS í 21 ár þannig að stemningin í skólanum er mjög góð,“ segir Þórdís Jensdóttir, meðmælandi MS-inga. „Það hefur verið lítill metnaður fyrir þessu í MS undanfarin ár. Fólk vissi varla hvað MORFÍS er, en það hefur orðið mikil breyting. Í ár fengum við til okkar góða þjálfara og settum markið hátt,“ segir hún. Þórdís, sem gegndi embætti formanns skólafélags MS í vetur, var sjálf í Verzló í tvö ár. „Ég skipti yfir í MS því ég fílaði mig ekki alveg í Verzló,“ segir hún, en neitar því að henni sé sérstaklega í nöp við andstæðing- ana. „Margir af vinum mínum eru í Verzló. Árni (frummælandi) var með mér í bekk og eiginlega besti vinur minn. Eva Fanney var með mér í leikfimi, þannig að þetta er eiginlega bara vinaleg keppni. En maður reynir kannski að búa til smá hatur fyrir keppnina sjálfa,“ segir Þórdís og hlær. Hún er hvergi bangin þótt hún sé að mæta ríkjandi MORFÍS-meisturum og sigursælasta skóla keppninnar frá upphafi. „Þau eru tvö í Verzló-liðinu sem sigruðu í fyrra, en við erum komin í úrslit í fyrsta skipti síðan ‘89, þannig að það er miklu meiri pressa á þeim. Við höfum allt að vinna og engu að tapa.“ Áskorun að tala frammi fyrir mannfjölda Eva Fanney Ólafsdóttir er stuðnings- maður Verzlinga. Hún fagnaði sigri í keppn- inni í fyrra á sínu fyrsta ári í liðinu og hefur því titil að verja. „Ég hugsaði með mér eftir úrslitin í fyrra að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur,“ segir Eva Fanney og hlær, en hún segir mikla vinnu liggja að baki hverri keppni. „Þetta er í rauninni vinna í sjö sólahringa samfleytt. Við byrjum á því að semja um umræðuefni og það er undantekning ef það tekst á einum degi,“ segir hún. Þótt álagið fyrir hverja keppni sé mikið segir Eva Fanney að erfiðið sé allt þess virði þegar yfir lýkur. „Það er mjög skemmtilegt og þroskandi að tak- ast á við þetta. Það er gaman að vera búin að undirbúa sig í viku og flytja svo ræðurnar fyrir framan mörg hundruð manns. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir ef við stöndum uppi sem sigurvegarar,“ segir hún. Það hefur löngum verið talað um að helsti ótti margra sé að tala frammi fyrir mannfjölda og Eva Fanney segir þátttökuna í MORFÍS óneitanlega hafa verið krefjandi verkefni að takast á við. „Það var mikil áskorun fyrir mig að gera þetta, því ég er smá feimin. Áður en ég byrjaði í ræðuliðinu gat ég ekki hugsað mér að standa fyrir framan svona margt fólk og tala. En þetta verður auðveldara með hverri keppni,“ segir Eva Fanney. Þekktir MORFÍS- keppendur • Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var frummælandi í sigurliði MR-inga árið 1986 þegar þeir mæltu með geimferðum. Annar alþingismaður, Helgi Hjörvar úr MH, var hins vegar valinn ræðumaður Íslands. • Sigmar Guðmundsson úr Kastljós- inu sigraði í keppninni með FG árið 1987, en þá var þingmaðurinn Illugi Gunnarsson valinn ræðumaður Íslands. • Sigmar keppti svo aftur til úrslita ári síðar og var valinn ræðumaður Íslands, en þá tapaði FG fyrir MR-ingum sem höfðu þingmanninn Birgi Ármannsson innan sinna raða. Sigmar bætti svo um betur og sigraði í Morfís og var valinn ræðumaður Íslands árið 1990. • Árið 1989 voru Sverrir og Ármann Jakobssynir, bræður Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, í sigurliði MS. Ræðumaður Íslands var hins vegar Stefán Eiríksson úr MH, sem er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í dag. • Verzló sigraði í MORFÍS þrjú ár í röð, frá 1991-1993. Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason voru báðir tvívegis í sigurliðinu og hlutu sinn ræðumannstitilinn hvor. Sigurður Kári Kristjánsson vann sömuleiðis tvo MORFÍS- titla sem liðstjóri Verzló. • Árið 1994 var Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona fyrsta stelpan til að vera valin ræðumaður Íslands, en hún tapaði með FG fyrir MH, sem hafði Oddnýju Sturludóttur borgarfulltrúa innanborðs. • Árið 1998 tapaði Eyrún Magnúsdóttir sjónvarpskona fyrir Verzló. Eyrún var í Kvennó og mælti á móti egóisma í úrslitunum. • Bergur Ebbi Benediktsson, meðlimur grínhópsins Mið-Íslands og fyrrverandi meðlimur Sprengjuhallarinnar, keppti tvívegis til úrslita með MH, árin 1999 og 2000, en tapaði í bæði skiptin. Seinna árið var hann valinn ræðumaður Íslands. • Atli Bollason og Georg Kári Hilmarsson úr Sprengjuhöllinni sigruðu í MORFÍS með MH 2002. • Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, sigraði þrisvar með Verzló á árunum 2003- 2005. Seinni tvö árin var hann valinn ræðumaður Íslands en árið 2003 hlaut Jóhann Alfreð Kristinsson, meðlimur Mið- Íslands, þann titil. 4 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Anton Birkir Sigfússon Liðstjóri Fyrstu sex: 28.12.90 Í sumar: Bæjarvinnan bíður mín að liðnum vetri og svo heldur kærustuleitin bara áfram. Í framtíðinni: Eitthvað sem tengist tísku held ég. Hún veitir mér skemmtilegan innblástur. Lilja Björk Stefánsdóttir Frummælandi Fyrstu sex: 22.04.90 Í sumar: Vinna á leikskóla og njóta þess að vera tvítugur nýstúdent á góðum stað í lífinu. Í framtíðinni: Ég ætla til Noregs í snjóbretta- skóla og síðan stefni ég í íþróttafræði á Laugarvatni. Svo langar mig í hamstur. Þórdís Jensdóttir Meðmælandi Fyrstu sex: 08.06.90 Í sumar: Ég er í hestamennsku og mig langar mikið að vinna við að þjálfa og keppa. Í framtíðinni: Í haust langar mig að fara á Hóla í Hjaltadal, sem er svona hestaháskóli. Svo fer ég líklega í háskólann í framhaldinu. Atli Hjaltested Stuðningsmaður Fyrstu sex: 22.10.90 Í sumar: Reyna að komast af þessu skeri hérna og upplifa eitthvað nýtt og ferskt. Helst að komast í smá golf og vinna í lottóinu. Í framtíðinni: Ég tel líklegt að ég fari í lögfræði. Sigurvegarar MORFÍS frá upphafi 1985 MR 1986 MR 1987 FG 1988 MR 1989 MS 1990 FG 1991 Verzló 1992 Verzló 1993 Verzló 1994 MH 1995 MH 1996 FB 1997 Verzló 1998 Verzló 1999 MA 2000 Verzló 2001 MA 2002 MH 2003 Verzló 2004 Verzló 2005 Verzló 2006 MR 2007 MH 2008 MR 2009 Verzló MSVERSLÓ Árni Grétar Finnsson Liðstjóri Fyrstu sex: 14.05.90 Í sumar: Við Árni ætlum að flytja til Dan- merkur í sumar og reyna að fá vinnu þar. Í framtíðinni: Ég ætla í lögfræði í HÍ. Árni Kristjánsson Frummælandi Fyrstu sex: 18.10.89 Í sumar: Fyrst er það útskriftarferð. Svo er stefnan að fara til Danmerkur að vinna og vonandi kemst ég á Hróarskelduna. Í framtíðinni: Ég ætla að fara í verkfræði í HR í haust. Stefán Óli Jónsson Meðmælandi Fyrstu sex: 01.03.91 Í sumar: Farandsölumennska. Í framtíðinni: Markaðssálfræði. Eva Fanney Ólafsdóttir Stuðningsmaður Fyrstu sex: 24.06.90 Í sumar: Ég er enn í vinnuleit fyrir sumarið. Annars ætla ég að ferðast og fara á salsa- námskeið. Í framtíðinni: Ég ætla að taka ársfrí frá skóla og gera eitthvað gáfulegt og skemmtilegt. Stefni svo á nám í HÍ á heilbrigðisvísinda- sviði. Me nn ta sk óli nn vi ð S un d v s. Ve rz lu na rs kó li Ísl an ds staður: Háskólabíó stund: föstudagur 16. apríl 2010 UMRÆÐUEFNI FÁFRÆÐI ER SÆLA Vingjarnleg úrslita- viðureign MORFÍS Mynd/Ernir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.