Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010
• Sýningar á
Steindanum
okkar, nýjum
þætti grínistans
Steinda jr. hefj-
ast á Stöð 2 þann
30. apríl. Beðið
hefur verið eftir þáttunum
með nokkurri eftirvæntingu,
en Steindi hlaut landsfrægð
eftir óborganlegan skets með
Sigga Stormi og Haffa Haff í
fyrra. Steindi er þekktur fyrir
nokkuð grófan húmor og segja
kunnugir, sem hafa séð atriði
úr þættinum, að eftir að hann
hefur farið í gegnum ritskoðun
hjá forsvarsmönnum Stöðvar
2 muni innan við 10 mínútur
af efni standa eftir. Spennandi
verður að sjá hvort Stöð 2 hleypi
öllum grófu atriðunum í gegn,
en mörg atriði úr þættinum
eru sögð vera alveg svívirðilega
fyndin.
• Hljómsveitin
Hjaltalín vinnur
nú að gerð
myndbands við
lagið Suitcase
Man og hefur
fengið Helga
Jóhannsson í verkið. Helgi er
ungur kvikmyndagerðarmaður
sem hefur til dæmis gert
myndbönd við lög Berndsen.
Nýjasta Berndsen-myndbandið,
sem Helgi gerði einmitt, fór
nýlega í spilun og hefur vakið
mikla athygli fyrir þær sakir að
í því leika 20 rauðhærð börn.
Ekki fylgdi sögunni hversu mörg
rauðhærð börn verða í Hjalta-
lín-myndbandinu.
• Verzlingar
og MS-ingar
mætast í úrslit-
um MORFÍS á
föstudagskvöld,
eins og lesa má
um á blaðsíðu
fjögur í þessu blaði. Af þessu
tilefni tóku nokkrir MS-ingar
sig til og sturtuðu hrúgu af
hrossaskít fyrir utan aðal-
inngang Verzlunarskólans.
Skólayfirvöld í MS voru allt
annað en sátt við uppátækið og
mætti skólameistarinn sjálfur
ásamt fylgdarliði til að moka
skítnum burt. Sökudólgarnir
munu í framhaldinu hafa
verið kallaðir á teppið og látnir
biðjast afsökunar á því að hafa
gefið skít í Verzlunarskólann.
Og já...
„Lífið leikur við mig þessa dagana,“ segir
Kristmundur Axel Kristmundsson, sem sigraði í
söngvakeppni framhaldsskólanna á Akureyri um
síðustu helgi. Kristmundur söng lagið Komdu til
baka, eins og frægt er orðið, en lagið fjallar um
föður hans sem hafði verið óvirkur alkóhólisti
í 11 ár þegar hann féll árið 2008. „Pabbi fór til
Svíþjóðar í meðferð fyrir fimm mánuðum. Þetta
gengur vel og vonandi nær hann sér á strik
karlinn og ég get byrjað að búa með honum
aftur,“ segir Kristmundur.
Þeir feðgar höfðu búið saman alla
grunnskólagöngu Kristmunds. „Ég ólst upp við
að hann væri edrú og hafði aldrei séð hann undir
áhrifum. Það var þvílíkt áfall þegar hann féll. Ég
hreinlega missti heimili mitt og einhvern veginn
allt líf mitt. Mér fannst bara eins og ég væri að
deyja á tímabili,“ segir Kristmundur, sem býr með
móður sinni og systur í dag og hefur það að eigin
sögn frábært.
Pabbi í skýjunum
Kristmundur hefur eðlilega vakið mikla athygli
fyrir lagið og hversu ófeiminn hann er við að
ræða um sjúkdóm föður síns og reynslu sína af
honum. Fjölmiðlar hafa keppst um að ná tali af
honum eftir keppnina og skólayfirvöld í Borgó
ákváðu að gefa honum tveggja daga frí til þess að
gefa honum tækifæri til að komast aftur niður á
jörðina og sinna öllum sem vildu ná athygli hans.
„Þetta er búið að vera alveg geðveikt. Bara það
að taka þátt í keppninni var þvílík upplifun og
hvað þá að vinna. Ég átti aldrei von á því,“ segir
Kristmundur hógvær.
„Það var tekið alveg rosalega vel á móti okkur
þegar við komum í skólann á mánudaginn.
En við höfum reynt að vera bara rólegir,“ segir
hann, en neitar því ekki að vinsældirnar kitli.
„Það er gaman að fá athygli fyrir einhvern svona
hæfileika. Eitthvað sem maður lagði sig virkilega
fram við,“ segir hann.
Kristmundur átti gott samtal við pabba sinn
daginn eftir keppnina og gamli var að vonum
að rifna úr stolti. „Hann sagðist hafa fagnað svo
mikið að hann datt í gólfið. Hann var alveg í
skýjunum,“ segir Kristmundur og hlær. „Það er
allt æðislegt að frétta af honum núna.“
Margir í sömu sporum
Kristmundur hefur verið að rappa undanfarin
fjögur ár og segist helst af öllu vilja starfa sem
tónlistarmaður í framtíðinni, eða að minnsta
kosti innan skemmtanaiðnaðarins. Honum finnst
einnig mikilvægt að nota reynslu sína til þess að
láta gott af sér leiða. „Á mínu versta tímabili leið
mér alveg ólýsanlega illa og ég er að heyra í svo
mörgum krökkum sem eiga við sömu vandamál
að stríða. Það hafa ótrúlega margir komið að máli
við mig og ég er alltaf tilbúinn að hjálpa ef ég
get,“ segir Kristmundur.
Þegar Kristmundur er ekki að rokka mækinn
eða hanga með félögum sínum spilar hann
fótbolta með Fjölni. „Ég fótbrotnaði reyndar
síðasta sumar og er búinn að vera að jafna mig
á því. Um leið og ég er orðinn góður tek ég fram
skóna að nýju,“ segir hann.
Í sumar stefnir hann á að vera í boltanum
og spila á sem flestum tónleikum, en hann á
enn eftir að fá vinnu fyrir sumarið. „Ég vonast
til að fá vinnu hjá ÍTR í sumarstarfinu þar,“
segir Kristmundur og verður að teljast líklegt að
þessi hrikalega efnilegi strákur muni ekki eiga í
vandræðum með að fá starf þar á bæ.
„Ég kynntist þessu fyrst þegar ég sá
myndina Yamakazi eftir Luc Besson,“ segir
Sindri Viborg, frumkvöðull í parkour-íþróttinni
á Íslandi. Í hugum viðvaninga er parkour
lítið annað en hopp milli veggja og fram af
húsþökum, en Sindri kann fagmannlegri
útskýringu á tilgangi íþróttarinnar: „Parkour
er tæknin við að komast frá punkti A til
punkts B eins líkamlega hratt og hægt er,
sama hvað á vegi manns verður.“
Lærði af YouTube og bíómyndum
Sindri segist að mestu vera sjálflærður í
greininni, en aðeins nokkur ár eru síðan
menn fóru að stunda parkour hér á landi.
„Það var erfitt að fá almennilegar upplýsingar,
en fyrir nokkrum árum tóku Bretar við sér og
fengu mikinn áhuga á parkour. Þá opnaðist
flóðgátt af upplýsingum og maður gat farið
að æfa af einhverju viti. Ég í rauninni lærði
þetta sjálfur eftir upplýsingum sem ég fann
á netinu. Skoðaði myndbönd á YouTube og
leitaði uppi bíómyndir þar sem var að finna
parkour-atriði,“ segir Sindri.
Spurður um kosti parkour nefnir Sindri
fyrst og fremst mikla vellíðan sem fylgi því
að stunda greinina. „Jafnvægisskynið verður
alveg æðislegt og maður öðlast betri fótafimi,
nákvæmni og kemst hraðar yfir hvað sem er.
Svo verður fólk skuggalega líkamshraust af
þessu. Það er alveg klikkun hvað maður kemst
í gott form,“ segir hann og ítrekar að allir geti
byrjað að stunda parkour. „Hvort sem menn
eru háir og langir eða litlir og feitir. Það eru
allir hæfir til að stunda þessa íþrótt.“
Úr 80 í 300 á fjórum mánuðum
Sindri rekur fyrirtækið ATS, en það er
skammstöfun einkunnarorðanna „aðlögun
til sigurs“ sem er þekkt hugtak úr parkour-
heiminum. Hann segir vinsældir greinarinnar
hafa aukist mikið að undanförnu. „Um
áramótin var ég með 80 nemendur en í dag
eru þeir orðnir rúmlega 300,“ segir Sindri.
Sindri og ATS standa fyrir heljarinnar
æfingabúðum í Gerplu um helgina. Þar koma
saman nokkur af stærstu nöfnum parkour-
heimsins, þeir Philip Doyle, Blue og Jan
Barcikowski. „Þetta er fullkominn staður til
þess að kynnast parkour og það geta allir
mætt. Ef fólk er að koma í fyrsta skipti þá er
það bara geggjað,“ segir Sindri og tekur fram
að það skipti engu máli hvort fólk er í góðu
líkamlegu formi eða ekki.
Klikkun hvað maður kemst í gott form
Sindri Viborg er frumkvöðull í parkour á Íslandi
og stendur fyrir æfingabúðum um helgina.
Lífið
leikur
við mig
Mynd/Ernir
Kristmundur Axel er
á toppi tilverunnar.
Pabbi hans er í meðferð
og er á batavegi.
Kristmundur Axel
Fyrstu sex: 26.10.93.
Hlustar á: Ég hlusta aðallega á RNB og svona FM-
tónlist. Ég er svolítill hnakki í mér. Ég fíla líka svona
„acoustic“ gaura eins og John Mayer og fleiri. En ég
hlusta nánast ekkert á rapp.
Horfir á: Ég fíla Family Guy mjög mikið, en annars
horfi ég lítið á sjónvarp, allavega um þessar
mundir á meðan það er svona mikið að gera.
Uppáhaldsbíómyndin mín heitir Goal, það er svona
fótboltabíómynd.
Les: Ég les nú aðallega bara skólabækurnar og ekki
mikið meira en það. Síðasta bók sem ég las var
Myrká eftir Arnald Indriðason, hún var geðveik. Ég
datt alveg inn í hana.
Áhugamál: Fyrst og fremst tónlist. Svo er það
fótboltinn, fjölskyldan og vinirnir. Bara að hafa
gaman af lífinu.
SINDRI VARÐ VEIKUR FYRIR PARKOUR
EFTIR AÐ HANN SÁ YAMAKAZI
Parkour-æfingabúðirnar
verða haldnar á laugardag
og sunnudag. Skipt verður
í þrjá aldursflokka (8-12 ára,
13-17 ára og 18 ára og eldri)
og kostar 7.500 krónur
inn. Áhugasamir geta sent
Sindra póst á netfangið
sindri@purehealth.is.
MENN LABBA EKKI Á VEGGJUM NEMA
ÞEIR SÉU Í GÓÐU FORMI
Myndir/Ernir
KRISTMUNDUR AXEL OG JÚLÍ HEIÐAR
SIGRUÐU Í SÖNGVAKEPPNINNI
LAGIÐ KOMDU TIL BAKA HEFUR
HREYFT VIÐ ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI