Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 3
Rokkhundurinn og trommarinn Egill Örn Rafnsson stendur á tímamótum í lífinu. Hann eignaðist sitt fyrsta barn daginn sem gosið hófst með Ölmu, konu sinni, og nýverið hætti hann í rokksveitinni Sign eftir margra ára samstarf við bróður sinn, Ragnar Sólberg, og aðra félaga í sveitinni. Hann segist þó hvergi nærri vera búinn að leggja kjuðana á hilluna. „Þetta voru mál í Sign sem voru þannig að það var ekki hægt að leysa þau nema með því að ann- ar okkar myndi hætta,“ segir Egill um endalok sín í hljómsveitinni en Ragnar bróðir hans hyggst starfa áfram undir merkjum Sign. „Þetta var mjög mikill ágreiningur. Hann var bæði tónlistarlegs og viðskiptalegs eðlis. Það er mjög erfitt að útskýra það en það að ég hætti var eina leiðin til að leysa þessa mál,“ segir Egill en deilurnar voru ekki eina ástæðan fyrir því að hann hætti í sveitinni. „Svo var fjölskyldufílingurinn líka dottinn úr þessu. Ég sá mig ekki lengur sem hluta af fjölskyldu eins og við höfðum alltaf verið. Það var alltaf ákveðið bræðralag á milli okkar en svo voru menn einhvern veginn byrjaðir að hugsa meira um sjálfa sig en heildina og þá fannst mér sjarminn vera farinn af þessu,“ segir Egill sem er kominn í ennþá stærra hlutverk núna. Vona að hann verði bara lögfræðingur „Föðurhlutverkið er ansi ólíkt rokkarahlutverkinu en engu að síður mjög skemmtilegt og spennandi og talsvert meira krefjandi,“ segir Egill sem hefur þó sofið eins og engill síðan strákurinn kom í heiminn. „Hann er mjög góður og vaknar lítið á nóttunni. Svo á ég góða konu sem passar að ég fái að sofa svo ég geti unnið,“ en Egill hefur starfað sem leiðsögumaður hjá Eskimos auk þess að spila sem hljóðverstrommari, meðal annars inn á plötu með Bjartmari Guðlaugssyni. En skyldi nýr trommusnillingur vera á leiðinni? „Ég vona ekki hans vegna,“ segir Egill og hlær. „Það er ekkert grín að vera tónlistarmaður á Íslandi. Ég vona að hann verði bara lögfræðingur eða viðskiptafræð- ingur eða eitthvað,“ segir Egill en þvertekur fyrir það að rokkarinn í honum sé í bráðri lífshættu með föðurhlutverkinu. „Rokkarinn innra með mér fer með mér í gröfina. Það hefur alltaf legið fyrir mér að tromma og ekkert annað. Það er ekkert sem hverfur með einni hljómsveit,“ segir Egill og bætir við: „Það verður líklega erfitt að flétta föðurhlutverkið saman við rokkið en engu að síður mjög skemmtilegt.“ 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Allan Sigurðsson (allan@monitor.is), Haukur Harðarson (haukur@monitor.is) Forsíðumynd: Kjartan Þorbjörnsson (Golli) Myndvinnsla: Hallmar Freyr Þorvaldsson Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Vala Grand omg er ekki buin að fara a facebook í 3 daga strax 66 friendrequest hvað á maður að fara að gera með alla þessa vini sem mar á wow AM I THIS MUCH LOVED OHHH LOVE U ALL 6. apríl 2010 kl. 06:21 Margret Kara Sturludottir er bikarastelpa:) 10. apríl 2010 kl. 19:02 Sigmar Gudmunds- son auglýsir eftir góðum status. Má vera verulega súr. 11. apríl 2010 kl. 21:36 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Monitor Mynd/Golli Monitor mælir með Chatroulette er það heitasta á netinu í dag. Það eina sem þarf er vefmyndavél og maður er samstundis kominn í samband við ókunnuga manneskju einhvers staðar í heiminum. Farið samt varlega því Chatroulette er gróðarstía furðu- fugla. Ritstjórn Monitor er til dæmis búin að sjá óþarflega mörg typpi á stuttum ferli sínum á Chatroulette. Breaking Bad er frá- bær sjónvarpsþáttur um efnafræði- kennara sem greinist með krabbamein og fer í kjölfarið að framleiða og selja fíkniefni. Bryan Cranston, sem lék pabbann í Malcolm in the Middle, er magn- aður í aðalhlutverkinu. Þátturinn er ekki enn kominn í sýningar hér á landi, en það mun væntanlega ekki líða á löngu þar til einhver sjónvarpsstöð stekkur á þennan mikla fjársjóð. Farðu í bíó Á Bíódögum Græna ljóss- ins er fullt af góðum mynd- um og þá er verið að frumsýna Kick-Ass sem margir segja að sé næsta Superbad, nema bara betri. Monitor er einmitt að gefa miða á Kick-Ass á Facebook. Vikan á... Feitast í blaðinu Verzló og MS mætast í úrslitum MORFÍS. Ítarleg úttekt á keppninni. 4 Tobba úr Djúpu lauginni um allt sem fólk þarf að vita fyrir stefnumót. 8 Kristmundur Axel sigraði í söngvakeppninni og er á toppi tilverunnar. 10 Bíóhúsin iða af lífi um helgina. Bíódagar hefjast og Kick-Ass er frumsýnd. 16 FM Belfast er eitt heitasta bandið í dag, þrátt fyrir hömlulaust sprell. 12 Á NETINU Í SJÓNVARPI Annar okkar varð að fara UM HELGINA Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, er orðinn stórstjarna á Íslandi á örfáum vikum. Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart, enda eru snillingar eins og Maggi Mix ekki á hverju strái. Monitor er búið að kortleggja feril Magga Mix síðustu fjórar vikur og leið hans á toppinn. 17. mars 2010 Maggi Mix stofnar Facebook- aðdáendasíðu og hleður inn lögum á borð við Minningar af ballinu, Taktu elskan pilluna og Það er bannað að vera vondur við kvenfólk. 24. mars 2010 Maggi Mix hleður inn fyrsta matreiðslumyndbandinu, þar sem hann kennir fólki að gera hollar franskar. 31. mars 2010 Klukkan 16:46 eru aðdáendur Magga Mix orðnir 640. 4. apríl 2010 Maggi Mix hleður inn mat- reiðslumyndbandinu þar sem hann kennir fólki að gera pinnamat í partí. Hinn ódauðlegi frasi: „Pinnamatur í partí, eitthvað til að nart’í“ heyrist í fyrsta skipti. 5. apríl 2010 Klukkan 14:45 eru aðdáendur Magga Mix orðnir 1.255 og þar af er fólk frá Argentínu, Indlandi, Nýja-Sjálandi og Taílandi. 8. apríl 2010 Aðdáendafjöldi Magga Mix er yfir 5.000 manns. Maggi Mix kemur fram í bæði Kastljósinu og Íslandi í dag. 13. apríl 2010 Aðdáendafjöldi Magga Mix er yfir 16.000 manns. Framtíðarspá Monitor 30. júní 2012 Maggi Mix kjörinn forseti Íslands. Jóhanna Vala Jónsdóttir það er ALLT að gerast heima núna.. ohhhh er á algjörum bömmer! :( 13. apríl 2010 kl. 13:08 Efst í huga Monitor Magnaður Maggi Mix Ívar Guð- mundsson Mér finnst að eldgos ættu alltaf að hefjast á daginn, voðalegt vesen að þetta sé að byrja um hánótt hehe ;) 14. apríl 2010 kl. 09:54 Egill Örn Rafnsson er hættur í Sign og er orðinn pabbi. Egill Örn Rafnsson Fyrstu sex: 29.03.82. Helstu áhrifavaldar í tónlist: Trent Reznor og Grafík. Uppáhaldskvikmynd: The Anchorman. Uppáhaldstrommari: Ringo Starr. Lið í enska: Mér gæti mögulega ekki verið meira sama um enska boltann. EGILL ÁSAMT SPÚSU SINNI ÖLMU OG NÝFÆDDUM SYNI Vinsældir Magga Mix á Facebook Svona stendur Maggi Mix í aðdáendafjölda á Facebook samanborið við nokkra af stærstu póstum þjóðarinnar. Þessar tölur eru teknar saman klukkan 13 miðvikudaginn 14. apríl. Monitor spáir því að aðdáendur Magga Mix verði komnir yfir 20 þúsund áður en helgin er liðin. Fjöldi aðdáenda á Facebook Maggi Mix 16.455 Fangavaktin 15.908 Jón Gnarr 15.144 Dikta 15.048 Páll Óskar 13.308 Laddi 12.141 Logi Geirsson 11.118 FM957 9.613 Fóstbræður 8.638 Næturvaktin 8.160 Ólafur Stefánsson 7.787 Sálin 7.592 Dagvaktin 7.322 Eiður Smári 7.196 Hjaltalín 6.235 Veðurguðirnir 3.930 Hemmi Gunn 2.440

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.