Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 13

Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 13
Það er erfitt að taka hnitmiðað viðtal við hljómsveitina FM Belfast. Liðsmenn sveitarinnar gefa af sér góðan þokka, að utan jafnt sem innan, og aðeins örfáum mínútum eftir að diktafónninn var farinn í gang leið blaðamanni eins og hann væri að spjalla við gamla félaga frá fyrstu tíð, og blaðraði jafnmikið ef ekki meira en sjálfir viðmælendurnir. Sveitin sendi frá sér plötuna How to Make Friends árið 2008 og þótti skífan sú hreint afbragð. FM Belfast hefur getið sér gott orð fyrir að vera sérlega lífleg og frískandi tónleikasveit og mun hún eyða sumrinu að mestu leyti á faraldsfæti, en þau leggja af stað í langa tónleikaferð í lok apríl. Það er söngtvíeykið Lóa Hjálmtýsdóttir og Árni Vilhjálmsson sem situr fyrir svörum. Hvert eruð þið að fara og af hverju eruð þið alltaf að spila í útlöndum? Á Við erum svo heppin að fá góða bókara. Byrjum á að fara til Kanada, og því næst til Evrópu, til Þýskalands og Englands. Eyðum líklega mestum hluta sumarsins á túr og allskonar hátíðum. L Við vorum að reyna að fá að gista á gervi-trópikal strönd rétt fyrir utan Berlín, þar sem eru pálmatré, vatnsrennibraut og hægt að fara í loftbelg. En það var bara sjúklega dýrt. Á Frakkland, Danmörk… síðast vorum við aðallega í Frakklandi L Hey, ég er með egg á hökunni. Sko, Frakkland er bara eins og í teiknimyndunum. Á Ég kom til Frakklands í fyrsta skipti fyrir ári. Maður var búinn að heyra allar klisjurnar, eins og með baguette og alpahúfur og crepes... L Og síðir frakkar. Á Og röndóttar peysur. Og bara strax á lestarstöðinni í París fékk maður að upplifa allar klisjurnar. Eitthvert par í sleik, maður með alpahúfu og baguette í röndóttri peysu. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Skyndilega fer Lóa að hlæja óstjórnlega. L Bjössi Kristjáns (Borko) fór með okkur til Rennes í Frakklandi og hann rann á crepes á götunni eins og bananahýði. Á Rennes er höfuðborg crepes-ins, það var fundið upp þar. Það fyndna var að hann var nýbúinn að snúa á sér ökklann og haltraði um. Svo allt í einu byrjaði hann að renna og þá hafði hann stigið í crepes. L Ég trúði því ekki og ég held að hann hafi ekki trúað því sjálfur þegar hann lyfti upp löppinni og sá einhverja pönnukökulufsu undir skónum sínum. Þið talið um Bjössa Kristjáns, nú virðist sem FM Belfast-klanið sé síbreytilegt að stærð. Hverjir eru eiginlega í þessari hljómsveit? Á Don’t go there. L Sko, það erum við þrjú (Árni Vil, Lóa og Árni Plúseinn) og Örvar. Á Við tölum um það sem eiginlegan kjarna hljómsveitarinnar. Það eru rosa margir sem spila með okkur þegar þeir geta. Við verðum að halda áfram, en það er ótrúlega skemmtilegt þegar við hittum fólk úti sem er á sama stað og við og er til í að spila með okkur. Hefst nú löng upptalning á öllu heimsins fólki sem hefur komið fram með Belfast. Mér að kenna samt, ég spurði. Geta hressir krakkar sem lesa þetta jafnvel sótt um? Á Hressir krakkar með hausinn í lagi. L Þegar allt fyllist af fólki uppi á sviði þá er það yfirleitt bara út af stemningunni. Það er ekki eitthvað sem er fyrirfram skipulagt, það bara gerist stundum. Á Við höfum oft verið smeyk um að þetta gæti farið úr böndunum. Hömlulaust sprell veit oft ekki á gott. Á Nei, áfengi og fíkniefni eru í lagi, en hömlulaust sprell... Talandi um það, þið eruð nú ekki beint mestu sukkararnir í bransanum er það? L Það er ekkert rosalega auðvelt að vera uppi á sviði að dansa og þykjast vera hress ef maður er ógeðslega þunnur. Á Sem dæmi þá skokkuðum við Örvar meira en hundrað kílómetra í síðasta túr. Vöknuðum alltaf á morgnana og skokkuðum í hverri borg, meira og minna. Síðan vorum við að sjálfsögðu líka í eróbikk-æfingum á sviðinu. Það er ekkert hægt að stunda svona líferni ef maður ætlar að vera þunnur alla daga. Samt erum við ekkert að rembast við að vera „hressa, edrú hljómsveitin“ endilega. Passið þið upp á mataræðið jafnvel? Á Það fer mikil orka í að vera á svona ferðalagi og miklu betra að vera svona í heilbrigðari kantinum. L Það er samt dálítið erfitt. Ég tók til dæmis þá ákvörðun að éta ekki nammi. Ég verð bara geðsjúk í nammibransanum. Ef maður stoppar kannski á fjórum bensínstöðvum yfir daginn og situr síðan bara í rútunni með skán á tönnunum ógeðslega eirðarlaus. Það er samt mjög erfitt að finna eitthvað sem er ekki ógeð á bensínstöðvum. Á Við borðum reyndar mjög mikið af hnetum. L Oj, ég er ekki búinn að borða eina einustu hnetu síðan eftir síðasta túr, ég fæ bara klígju. Á En já, við erum ekkert að rembast við að vera heilbrigða, ábyrga hljómsveitin. Við erum öll á þrítugsaldrinum og ég held að við eigum frekar erfitt með að passa í þá ímynd. L Já, ég var búin að vinna við það að myndskreyta barnabækur og hljómsveitin byrjaði eiginlega sem hálfgert grín. Við vorum að spá í einhverja búninga sem við gætum verið í og eitthvert rugl. Svo allt í einu vorum við farin að spila á Airwaves og ég fór í hárgreiðslu og tók þessu allt í einu voða alvarlega. Á Við strákarnir settum upp slaufur. Vorum í skyrtum með slaufur. L Eins og við værum að frumsýna í Þjóðleikhúsinu. Má jafnvel segja að hljómsveitabransinn sé vettvangur fyrir útrás misþroska fólks um þrítugt? Á Ég veit ekki hvort ég lít út fyrir að vera þrítugur, en innra með mér líður mér miklu meira eins og ég sé fjögurra ára. Við erum auðvitað líka mjög mikið innan um Retro Stefson. Þau eru reyndar ekki 15 ára, en svona á aldrinum 18 til 20 og við tengjum bara nokkuð vel við þau félagslega. Ég reyni oft að þykjast vera eitthvað að ráðleggja þeim, eins og ég sé fullorðinn, en oftar en ekki snýst það bara við. L Já, maður er stundum bara að tala út úr rassinum á sér, að þykjast vera geðveikt ábyrgðarfullur, en fattar síðan að maður veit ekki neitt um hvað maður er að tala. Árni tekur af sér gleraugun og umturnast samstundis í annan mann. Upphefst fjörug umræða um gleraugu. Á Ég hef notað gleraugu frá því ég var tólf ára. Ég ætlaði að fá mér John Lennon- gleraugu en svo sá ég mynd af mér nýlega og fattaði þá að þetta voru Harry Potter- gleraugu. L Ég þarf að nota gleraugu. Ég er skáp- aglámur. Vinkandi fólki sem ég þekki ekki. Ég tími ekki að kaupa mér einhver gleraugu sem ég átta mig á eftir tvö ár að eru ógeðslega hallærisleg og fóru mér aldrei vel. Ég hef einu sinni gert það og mun aldrei gera það aftur. Að lokum, klisjuspurningin. Er langt í næstu plötu? Á Við erum allavega byrjuð að vinna í henni. Það er ekki komið almennilega í ljós hvenær hún verður tilbúin, en við ætlum að reyna að nota mánuðinn mjög vel, þar til við förum út. Þetta skýrist allt í lok sumars. FM Belfast spilar með Retro Stefson á NASA föstudagskvöldið 16. apríl klukkan 23:30. Á laugardagskvöld verða þau svo á Græna hattinum á Akureyri klukkan 22:00. FM Belfast lofar hömlulausu sprelli. Eftir Hauk Viðar Alfreðsson haukurv@monitor.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is FM Belfast er ein allra heitasta hljómsveit Íslands, en sveitin er á leiðinni í langa tónleikaferð í lok apríl. Árni Vilhjálmsson og Lóa Hjálmtýsdóttir sitja fyrir svörum. rín FM Belfast Stofnuð: 2005 Meðlimir: Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Örvar Þóreyjarson Útgáfur: How To Make Friends (2008) Lög til að tékka á: Frequency, Optical, Synthia, Par Avion Heimasíða: www.fmbelfast.is Ég hef notað gleraugu frá því ég var tólf ára. Ég ætlaði að fá mér John Lennon-gleraugu en svo sá ég mynd af mér nýlega og fattaði þá að þetta voru Harry Pott- er-gleraugu. 13FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Monitor FRÁ VINSTRI: ÁRNI RÚNAR, ÁRNI VILHJÁLMS, LÓA OG ÖRVAR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.