Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 11

Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 11
Í nýju ævintýri um Maxímús Músíkús trítlar hann í tónlistarskólann og kynnist þar börnum sem leika á alls kyns hljóðfæri. Á tónleikunum koma fram ungir einleikarar og hópar barna sem leika með hljómsveitinni en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem hljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr leikari og hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Tónleikarnir verða haldnir laugar- daginn 17. apríl kl. 14:00 og 17:00. Miðaverð er aðeins 1.700 kr. Tryggið ykkur miða í tíma á þessa stórskemmtilegu tónleika. Fyrsta bókin um Maxímús Músíkús var gríðarlega vinsæl og þessi saga gefur þeirri fyrri ekkert eftir. Bókin og diskurinn koma út hjá Máli og menningu. Moggaklúbbstilboð Moggaklúbburinn ætlar að bjóða 30 heppnum áskrifendum Morgun- blaðsins á tónleikana ásamt eintaki af nýju bókinni og geisladisknum um Maxímús Músíkús. Dregið verður á föstudaginn 16. apríl. Skráning fer fram á www.mbl.is/mm/ askrift/maximus Miðasala » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is » Miðasalan í Háskólabíói er opin alla virka daga frá kl. 9-17 og fram að tónleikum á tónleikadegi

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.