Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 15.04.2010, Qupperneq 22

Monitor - 15.04.2010, Qupperneq 22
22 fílófaxið Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 sunnudagur „Ætli það sé ekki vegna þess að maður er svo einfaldur sjálfur. Börn eru svo saklaus og sönn og það er ég líka,“ segir grínistinn Sveppi spurður út í ástæður þeirra gríðarlegu vinsælda sem hann virðist ná hjá yngstu kynslóðinni. Leikferill Sveppa, sem hófst í ógeðsdrykkjum og áskorunum í 70 mínútum, hefur á undanförnum árum þróast æ meira í verk fyrir börn. Hann segir mikinn mun á því að skemmta börnum og fullorðnum. „Það eru margir sem tala um að það sé svolítið erfitt að skemmta börnum. Maður þarf að vera aðeins meira á tánum þegar maður er að skemmta þeim. Börn hafa oft ekki lært sömu lexíu og fullorðnir og eru gjörn á að gjamma fram í og tala hátt og þess háttar. Og ef þeim leiðist þá standa þau bara upp og fara,“ segir Sveppi sem hefur þó náð að aðskilja barnaskemmtikraftinn frá föðurhlutverkinu en hann á tvö börn. „Þau átta sig á því að ég er bara að skemmta börnum í vinnunni og svo er ég bara pabbi heima. Auðvitað leik ég við börnin mín og sprella í þeim en maður reynir að vera ábyrgur faðir þess á milli. Ég er ekkert að kalla í þau þegar ég þarf að prumpa til dæmis,“ sem hefur þó ekki alveg jafn mikla trú á Audda vini sínum í barnahlutverkunum. „Hann er ekki jafn huggulegur og ég. Hann er með alltof þykka skeggrót og of loðinn á öxlunum. Börnin yrðu bara hrædd við hann,“ segir Sveppi og hlær. Kalla ekki á börnin þegar ég prumpa ALGJÖR SVEPPI – DAGUR Í LÍFI STRÁKS Íslenska óperan 13:00 SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI Borgarleikhúsið, litli salur 12:00 og 14:00 Tilvalin sýning tilað fara á með krakka enda hafa Skoppa og Skrítla verið eftirlæti ungra leikhús- og bíógesta undanfarin ár. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 13:00 og 15:00 Fíasól í Hosiló ersprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á hinum geysivinsælu og margverðlaunuðu bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur en sýningunni er leikstýrt af Vigdísi Jakobsdóttur. ÓLÍVER! Þjóðleikhúsið 15:00 og 19:00 Eftir tuttugu árahlé gefst Íslendingum aftur færi á að slást í för með götustráknum Ólíver Twist sem lendir í ýmsum ævintýrum og hindrunum í lífsbaráttu sinni. Ólíver! sem byggður er á ódauðlegri sögu Charles Dickens er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Leikstjórn er í höndum Selmu Björnsdóttur. VORSÝNING DANCECENTER Salurinn 17:00 Nemendur dansskólansDanceCenter Reykjavik sýna vorsýningu sína sem þeir hafa æft af miklum krafti fyrir. SÖNGLIST Borgarleikhúsið, litli salur 17:30 og 20:30 Sönglist er söng- ogleiklistarskóli sem starf- ræktur hefur verið síðan 1998 fyrir ungt fólk. Kennd eru undirstöðuatriði í söng og leiklist. ÚTSKRIFTARSÝNING NEMENDALEIKHÚSSINS Smiðjan 20:00 Nemendaleikhúsið sýnirlokaverkefni sitt, leikritið “Stræti”, eftir Jim Cartwright, einn af þekktari samtímahöfundum Breta. FAUST Borgarleikhúsið 20:00 Það eru liðin fjörutíu ár síðanFaust fór síðast á leiksvið á Íslandi en nú gefst áhugasömum tækifæri til að berja sýninguna augum í Borgarleik- húsinu. Í þetta skipti er leikstjórn í höndum Gísla Arnar Garðarssonar en það er enginn annar en Nick Cave sem sér um tónlistina í sýningunni ásamt Warren Ellis. MARGRÉT EIR Í SÖNGLEIKJASTUÐI Leikhúsið, Akureyri 20:00 Söngkonan Margrét Eir ferí ferð í kringum landið og syngur lög úr söngleikjum á borð við Cabaret, Les Misarables og Jesus Christ Superstar. Með Margréti verða þeir Matti Kallio sem spilar á píanó og harmónikku og Ágúst Ólafsson barítónsöngvari. BLÚSKVÖLD Kaffi Duus, Reykjanesbæ 21:00 Blúsfélag Suðurnesja stendurfyrir blústónleikum þar sem hljómsveitin BlúsAkademían með Tryggva Hubner í broddi fylkingar spilar fyrir gesti sem geta snætt þriggja rétta máltíð á meðan. 18 apríl             100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN SVEPPI VIRÐIST KUNNA LAGIÐ Á BÖRNUNUM

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.