Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 14

Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 14
Hvort er meira kúl, 80’s eða 90’s? L Ég á erfitt með að gera upp á milli þannig að ég ætla að bara að svara spurningunni eins og árið sé 1995 og ég hafi verið að labba út af Kids í Regnboganum og ég sé að spá í hvort fólk sem hlustar á Oasis eigi eitthvað bágt. Með það í huga þá hljómar svarið einhvern veginn svona: „Auðvitað 90´s, maður, ertu eitthvað vangefinn?“ Hver er besta power-ballaða allra tíma? L Nothing Else Matters með Metallica er eina power-ballaðan í lífi mínu. Það er eflaust hægt að finna margt athugavert við unitardana í Metallica en ég stend fast á þessu. Hvað er það ógeðslegasta sem þú hefur séð á netinu? L Ég gekk vissulega í gegnum Rotten.com-tímabil en ekkert þar inni náði að toppa sítrónuklúbbinn eða rúllettuna sem ég mæli ekki með fyrir þá sem eiga erfitt með að viðhalda trú á mannkyninu. Hver myndi vinna Survivor: FM Belfast og af hverju? L Ok, þetta er besta spurning sem ég hef verið spurð að fyrir utan spurninguna: „Viltu byrja með mér?“ Sko, þar sem Árni Vil og Örvar eru alltaf að hreyfa sig þá held ég að þeir myndu sigra í líkamlegu þrautunum. Ég myndi vera með sálrænan skæruhernað og undirferli en fengi að lokum samviskubit og myndi koma upp um plottið mitt, Árni Rúnar væri búinn að finna upp eitthvert pottþétt kerfi og myndi á endanum sigra með því að leysa allar skrýtnu þrautirnar og svo myndi fólk enda með því að kjósa hann af því að hann er bara svo góður gæi. Ég veit samt ekki með öflun matar, ekkert okkar gæti það. Kannski myndum við bara öll deyja úr hungri og sólbrúnir og skorpnir líkamar okkar myndu smám saman eyðast og verða að fíngerðum sandi. Hver yrði kosinn fyrstur af eyjunni? L Árni Vil því hann er svo stríðinn. Hvern myndir þú éta úr FM Belfast (til að bjarga þér frá hungur- dauða) og hvaða líkamshluta? L Ætli ég myndi ekki bara enda með því að borða upphandlegginn á sjálfri mér. Strákarnir eru allir orðnir svo horaðir eða búnir að hlaupa sig seiga og óæta. Hvort myndirðu kela við Michael Moore eða Roger Moore? L Roger Moore ef ég mætti setja á hann hárkollu og sminka yfir lifrarblettina á honum. Æi, þetta var nú ekki fallega sagt. Hvort er meira kúl, 80’s eða 90’s? Á Ég veit það ekki, ég er mest fyrir framtíð´s. Hver er besta powerballaða allra tíma? Á Baker Street með Gerry Rafferty. Hvað er skemmtilegra en að gera „lúft saxófón“ þegar maður dansar? Hvað er það ógeðslegasta sem þú hefur séð á internetinu? Á Einu sinni bauð vinkona mín mér að horfa á „ótrúlega fyndið“ myndband. Ég settist við tölvuna og eftir nokkrar sekúndur var ég að horfa á prest gera eitthvað sem maður myndi aldrei sjá nokkurn mann gera við nunnu. Ég er með sár á sálinni eftir þennan atburð. Hver myndi vinna Survivor: FM Belfast og af hverju? Á Örvar myndi vinna Survivor af því að hann er manískastur af okkur og með besta keppnisskapið, á mjög góðan hátt samt. Sálfræðihernaðurinn hans væri að planta inn samviskubiti hjá okkur daglega þar til við myndum bugast sálfræðilega. Hann væri hæfastur í þrautum þar sem hann er í líkamlega besta forminu og svo sé ég fyrir mér að hann væri skuggalega góður í að veiða fisk þar sem hann er mikil fiskæta. Einnig myndi hann vita hvar ætti að finna bestu berin. Hver yrði kosinn fyrstur af eyjunni? Á Árni Rúnar yrði kosinn fyrstur af eyjunni þar sem að allir væru hræddastir við hann. Ekki af því að hann er ógnandi heldur af því að hann yrði fyrstur til þess að byggja besta kofann. Svo væri hann sennilega líka útsjónasamastur og tæknilegastur. Hann myndi á skömmum tíma búa sér til vélmenni sem aðstoðarmann. Við myndum þó ekki kjósa hann burt fyrr en hann væri búinn að byggja kofann. Hvern myndir þú éta úr FM Belfast (til að bjarga þér frá hungurdauða) og hvaða líkamshluta? Á Það væri ekki hægt að borða Árna Rúnar þar sem að það er ekkert kjöt á utan á honum. Ég myndi að sjálfsögðu borða sætu handleggina á Lóu. Þeir eru örugglega mjög meyrir og yndislegir á bragðið. Ég þyrfti enga marineringu - aðeins salt og pipar og bara litla steikingu. Eða innra lærið á Lóu. Namm, léttsteikt Lóulæri með salti og pipar. Ég þyrfti ekki einu sinni sósu! Hvort myndirðu kela við Michael Moore eða Roger Moore? Er Roger Moore ekki dáinn? Nei, ég myndi að sjálfsögðu vilja kela við Michael Keaton en hann yrði þá að vera í Batman- búningn- um. Árni og Lóa um allt sem skiptir máli 14 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.