Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 17

Monitor - 15.04.2010, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Monitor Crazy Heart Leikstjóri: Scott Cooper Byggð á samnefndri bók frá árinu 1987 um kántrítón- listarmanninn Bad Blake, sem reynir að umturna lífi sínu eftir að hann byrjar með ungri fjölmiðlakonu. Jeff Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína sem Bad Blake. Un Prophéte Leikstjóri: Jacques Audiard Ungur arabi er sendur í franskt fangelsi þar sem hann kemst fljótt til mikilla valda. Var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Das Weisse Band Leikstjóri: Michael Haneke Undarlegir atburðir eiga sér stað í smáþorpi í Norður- Þýskalandi á árunum fyrir fyrri heimsstyrj- öldina og líta út fyrir að vera einhvers konar trúarbragðahegningar. Illa farin og bæld börnin í þorpinu virðast vera lykilinn að lausn ráðgátunnar. Black Dynamite Leikstjóri: Scott Sanders Bráðfyndin mynd sem gerir grín að gömlu blaxploitation- myndunum, en er ekkert annað en einmitt svoleiðis mynd. The Last Station Leikstjóri: Michael Hoffman Fjallar um Leo Tolstoy og baráttu hans við að finna jafnvægið milli frægðar og ríkidæmis annars vegar og andúðar hans á efnisgæðum hins vegar. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna. Í aðahlutverkum eru Christopher Plummer, Helen Mirren og Paul Giamatti. The Messenger Leikstjóri: Oren Moverman Kröftug mynd um hermenn- ina sem hafa það hlutverk að færa ættingjum fallinna hermanna slæmu fréttirnar. Woody Harrelson var tilnefndur til Óskarsverðlauna og vann Golden Globe fyrir frammistöðu sína. Myndin hlaut einnig óskarstilnefningu fyrir besta frumsamda handrit. Moon Leikstjóri: Duncan Jones Sam Bell (Sam Rockwell) hefur verið einn og yfirgefinn í geimstöð nokkurri í hátt í þrjú ár. Einu samskiptin sem hann á í eru við GERTY (Kevin Spacey). Sam er farinn að sjá ofsjónir og eftir að hann lendir í slysi fer hann að efast um GERTY og allt sem því tengist. Nowhere Boy Leikstjóri: Sam Taylor-Wood Bresk mynd sem fjallar um æsku Johns Lennons og var tilnefnd til fernra BAFTA- verðlauna. Með hlutverk Lennons fer hinn bráðefnilegi Aaron Johnson og Kristin Scott Thomas fer með hlutverk Mimi frænku hans. Triage Leikstjóri: Danis Tanovic Eiginkona stríðs- fréttaljósmyndara reynir að komast að því af hverju eiginmaður hennar sneri heim frá síðasta verkefni án kollega síns. The Young Victoria Leikstjóri: Jean-Marc Valiée Kvikmynd um fyrstu árin í drottningartíð Victoriu, en hún var aðeins 18 ára er hún var krýnd. Í aðahlutverkum eru Emily Blunt, Paul Bettany, Miranda Richardson, Jim Broadbent og Rupert Friend. Videocracy Leikstjóri: Erik Gandini Sláandi heimildarmynd um Silvio Berlusconi, fjölmiðlaveldi hans og áhrif á ítalska menningu. Lágmenningin tröllríður öllu og það er stærsti draumur ítalskra kvenna að komast að í sjónvarpinu sem fáklædd- ar hjálparhellur, því þá geta þær kannski gifst knattspyrnumanni. Burma VJ Leikstjóri: Anders Østergaard Margverðlaunuð heim- ildarmynd um ógnarstjórnina í Búrma. Myndin veitir einstaka innsýn í hættulegustu tegund blaðamennsku sem fyrirfinnst auk þess að skrásetja í þaula þá örlagaríku daga í september 2007 þegar munkarnir í Búrma hófu mótmæli sín. Rudo Y Cursi Leikstjóri: Carlos Cuarón Teymið á bak við Y tu mamá tambien sameinast í mynd um bræður sem berjast á knatt- spyrnuvellinum. Carols Cuaroón bæði leikstýrir og skrifar handritið og í aðalhlutverkum eru Gael García Bernal og Diego Luna. The End of the Line Leikstjóri: Rupert Murray Sláandi heimildarmynd um áhrif ofveiði samtímans á höf heimsins. Hér er sýnt fram á að á næstu 50 árum gætu fiskistofnarnir þurrkast út. Myndin var tekin á tveimur árum víða um veröld og á mikið erindi við Íslendinga. Fantastic Mr. Fox Leikstjóri: Wes Anderson Brúðumynd sem tilnefnd var til tvennra Óskarsverðlauna. George Clooney talar fyrir Mr. Fox og á meðal annarra sem talsetja eru stórleikararnir Meryl Streep, Bill Murray og Willem Dafoe. The Imaginarium of Doctor Parnassus Leikstjóri: Terry Gilliam Ferðaleikhús gefur áhorfendum sínum mun meira en þeir áttu von á. Þetta er síðasta kvikmyndin sem Heath Ledger lék í en í öðrum aðahlutverk- um eru Johnny Depp, Colin Farrell, Jude Law og Christopher Plummer. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, fyrir búninga og leikmynd. Hachiko: A Dog’s Story Leikstjóri: Lasse Hallström Hjartnæm mynd byggð á sannri sögu um vináttu háskóla- prófessors og hunds sem hann tekur að sér. Richard Gere fer með aðalhlutverkið. Ondine Leikstjóri: Neil Jordan Colin Farrell leikur írskan sjómann sem bjargar konu á reki í sjónum. Hún kallar sig Ondine og virðist minnislaus. Ástir takast með þeim en dóttur sjómannsins fer að gruna að hér sé á ferðinni lauslát hafmeyja. Dialog Leikstjóri: Cezary Iber Heimildarmynd um tvo unga vini frá Póllandi, Fiann og Önnu, sem ferðast um Ísland, heimsækja leikskóla, taka myndir og leita að draumi. The Cove Leikstjóri: Louie Psihoios Afbragðs góð heimildarmynd um dráp á höfrungum í Japan. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin í ár sem besta heimildarmynd. The Living Matrix Leikstjóri: Greg Becker Hér eru afhjúpaðar nýstár- legar hugmyndir um þann flókna vef ólíkra þátta sem ákvarða heilsu okkar. Rætt er við fjölda sérfræðinga úr ýmsum áttum sem hafa rannsakað málið og komist að því að orku- og upplýsingasvið ráða heilsu og velferð manna. Food, Inc. Leikstjóri: Robert Kenner Sláandi heim- ildarmynd um matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Eftir að hafa séð þessa mynd mun fólk aldrei líta matinn sömu augum. Trash Humpers Leikstjóri: Harmony Korine Vel súr mynd um gamalt fólk sem riðlast á ruslagámum. Myndin er tekin upp og unnin á VHS sem er eingöngu til þess að auka á það hversu steikt hún er. Until The Light Takes Us Leikstjórar: Aaron Aites og Audrey Ewell Heimildarmynd um hug- myndafræði og ansi sjokkerandi sögu svartþunga- rokksins (black metal) í Noregi þar sem keppinautar drepa hvorn annan. 7,5 8,1 8,1 7,5 7,3 7,5 8,0 7,3 6,8 7,1 6,5 8,0 6,9 6,9 8,1 7,3 8,1 7,8 8,6 7,4 7,9 5,9 7,4 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Námsstyrkir fyrir félaga í Námsvild Árlega veitir Íslandsbanki tíu félögum í Námsvild námsstyrk 2 styrkir til framhaldsskólanáms kr. 100.000 hver 4 styrkir til háskólanáms (BA/ BS/ B.Ed) kr. 300.000 hver 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi kr. 500.000 hver Umsóknarfrestur er til 1. maí 2010. Sótt er um á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is. Ókeypis debetkort 150 fríar debetkortafærslur á ári Styrkir til náms og bókakaupa Stúdentakort hlaðið fríðindum Framfærslulán í erlendri mynt ... og margt fleira Helstu kostir Námsvildar Græna ljósið stendur fyrir þriggja vikna kvikmyndaveislu í Regnbog- anum, sem hefst föstudagskvöldið 16. apríl. „Við tökum alveg gjörsam- lega yfir Regnbogann og verðum með eitthvað í gangi í öllum sölun- um. Við sýnum flestar myndirnar nokkuð mörgum sinnum þannig að fólk hefur gott tækifæri til þess að sjá þær,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins. Sýndar verða 24 kvikmyndir á hátíðinni og eru þar á meðal nokkrar sem lofa virkilega góðu. „Við erum með alveg sérstaklega sterkar myndir í ár. Við höfum reynt að passa okkur vel að hleypa engu inn sem ekki er mikið varið í,“ segir Ísleifur og heldur áfram: „Við gerum þetta með Senu og Myndformi. Setjumst yfir hvað við eigum og erum duglegir að horfa á og meta. Við fylgjumst líka vel með því sem er áhugavert úti í heimi og kippum til okkar því sem okkur líst áberandi vel á. Við sóttum sérstak- lega nokkrar myndir fyrir hátíðina, eins og til dæmis Cove, End of the Line og The Living Matrix,“ segir Ísleifur. Nokkrar draga vagninn Ísleifur segir aðsókn á Bíódaga hafa verið nokkuð breytilega eftir árum, en í fyrra var aðsóknin fremur dræm. „Þetta fer mikið eftir úrvalinu. Það eru alltaf einhverjar myndir sem slá í gegn og draga svolítið vagninn. Það er svo alltaf spurning hversu stórar þær verða,“ segir Ísleifur. Hann kveðst sjálfur vera búinn að sjá flestar myndirnar á hátíðinni, en segir erfitt að nefna nokkrar sem standi upp úr. „Crazy Heart, Prophet og Weisse Band eru allar frábærar. Black Dynamite er mjög skemmtileg og heimildarmyndirnar finnst mér líka mjög áhugaverðar. En þetta eru allt alveg hörkumyndir,“ segir Ísleifur. 24 flottar myndir á Bíódögum sem hefjast í Regnboganum um helgina. Sérstaklega sterkar myndir í ár Mynd/Ernir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.