Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 15.04.2010, Qupperneq 10

Monitor - 15.04.2010, Qupperneq 10
sjónvarp 10 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 SJÓNVARP THE SIMPSONS Stöð 2 17:58 Þessir þættir eru fyrirlöngu orðnir klassískir. Í þessum þætti kemst hin rólynda og skilningsríka eiginkona Homers, Marge, í kast við lögin. THE OFFICE Skjár einn 20:10 Steve Carell er frábær íbandarísku útgáfunni af The Office sem gefur breska forvera sínum ekkert eftir. Ekki gott fyrir þá sem þola illa vandræðalegar aðstæður. FIMMTUDAGUR 15. APRÍL AUDDI OG SVEPPI Stöð 2 19:20 Auddi og Sveppi eigaóskaplega auðvelt með að gera skemmtilegt sjónvarpsefni. Í þessum þætti mætir nýstirnið Maggi Mix til leiks og gerir allt vitlaust. LANDSLEIKUR Í HANDBOLTA Sjónvarpið 20:10 Tvö afbestu handknattleiksliðum heims mætast þegar strákarnir okkar taka á móti heims-, Evrópu- og ólympíumeisturum Frakka í Laugardalshöllinni. MATCH POINT Stöð 2 00:00 Ein bestamyndin úr smiðju Woodys Allens að margra mati. Hlaut bæði Óskars- og Golden Globe-tilnefningar og skartar Scarlett Johannsson og Jonathan Rhys-Meyers í aðalhlutverkum. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL SATURDAY NIGHT LIVE Skjár einn 21:30 Einn allra vinsælastigrínþáttur sjónvarps- sögunnar. Í þessum þætti er ofurstjarn- an Jennifer Lopez gestaleikari. A BEAUTIFUL MIND Sjónvarpið 21:35 Frábærkvikmynd sem segir sögu stærðfræðingsins og snillingsins Johns Nash sem Russell Crowe túlkar á frábæran hátt. 300 Stöð 2 00:50 Myndsem hefur farið illa með sjálfstraust margra góðra manna enda skartar þessi frábæra mynd Gerard Butler í að- alhlutverki ásamt að minnsta kosti 300 öðrum óaðfinnanlegum karlmönnum. LAUGARDAGUR 17. APRÍL SUNNUDAGUR 18. APRÍL FORMÚLA 1 Stöð 2 sport 12:00 Beinútsending frá Formúlu 1- kappakstrinum í Kína. Búist er við gríðarlegri spennu og svo er alltaf áhugavert að sjá gamla refinn, Michael Schumacher, við stýrið. RÉTTUR Stöð 2 20:20 Rammíslensktlögfræðidrama. Magnús Jónsson hefur farið á kostum í hluverki lögfræðingsins Loga en nú er komið að lokaþættinum í þessari þáttaröð og því mörg mál sem verða til lykta leidd. SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ „Það hefur ekki verið mikið mál að fá fólk í þáttinn. Aðsóknin hefur verið ótrúlega mikil frá upphafi,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga, sem er annar þáttarstjórnandi Djúpu laugarinnar sem hefur verið á dagskrá Skjás eins í vetur. Þátturinn fór aftur á dagskrá í vetur eftir fimm ára hlé, eftir að hafa verið kosinn af almenningi sem sá þáttur sem fólk vildi helst fá aftur á skjáinn. „Þátturinn snýst náttúrlega um að para fólk saman. Við höfum heyrt af tveimur pörum sem hafa haldið aðeins áfram að hittast án þess að það hafi komið þættinum neitt við, en við vitum ekki til þess að það hafi orðið brúðkaup úr þessu, enn sem komið er,“ segir Ragga, sem stýrði áður lífsstílsþættinum Sirkus Reykjavík sem var á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sirkuss fyrir nokkrum árum. Sá þáttur var tekinn upp fyrirfram en Djúpa laugin er sýnd beint frá skemmtistaðnum 80‘s Club. „Þetta er tvennt ólíkt. Það er allt öðruvísi að taka þætti upp í beinni útsendingu þar sem allt getur gerst,“ segir Ragga. Opinská kynlífsfrásögn Margir gestir koma fram í hverjum þætti og segir Ragga að þar af leiðandi séu útsendingarnar mjög óútreiknanlegar. „Fólk segir oft mjög fyndna hluti og svörin geta verið svakalega skrautleg. Það er einmitt það sem gerir Djúpu laugina svona skemmtilega. Fólk er almennt mjög hrifið af þessu raunveruleikasjónvarps „elementi“ og það á sérstaklega við hér á Íslandi, þar sem allir þekkja alla,“ segir hún. Þegar Ragga er beðin að rifja upp eftirminnilegasta atvikið úr þáttaröðinni segir hún: „Það var mjög opinská frásögn frá saklausum leikskólakennara þar sem hún lýsti samskiptum sínum við bólfélaga. Ég hitti hana í heita pottinum um daginn og hún sagðist hafa fengið vægast sagt mjög mikil viðbrögð við þessari eftirminnilegu frásögn. Svo rappaði ein skvísa „Gin&Juice“ eftir Snoop Dog í beinni.“ FÖSTUDAGUR KL. 21:00 DJÚPA LAUGIN Mynd/Golli KVIKMYNDAGERÐAKONAN RAGGA OG BLAÐAKONAN TOBBA Djúpa laugin hefur notið vinsælda á Skjá einum. Ragga og Tobba eru orðnir miklir stefnumótafræðingar. 5 frábær stefnumót ...í boði Tobbu! Ódýra stefnumótið „Það er hrikalega huggulegt að skella sér í fjallgöngu á fallegum degi og það besta er að það er ókeypis. Ég mæli með Helgafelli í Hafnarfirði. Það ætti ekki að taka nema einn og hálfan tíma að rölta þetta upp og niður í rólegheitunum. Það er eitthvað hrikalega kynþokkafullt við sveitta karlmenn sem klífa fjöll.“ Áreynslustefnumótið „Hér mæli ég með Hot Yoga í Sporthúsinu, en þar er hægt að kaupa stakan tíma. Þá getur fólk svitnað, teygt sig og beygt og svo slakað á saman. Ef jóga er ekki málið er skvass líka töff. Eftir á er tilvalið að kíkja í heita pottinn eða fá sér boost. Eftir þetta stefnumót veistu nákvæmlega í hvaða ástandi maðurinn er í.“ Ferska stefnumótið „Hér er tilvalið að panta tíma í sushi-kennslu. Margir kokkar bjóða upp á það, til dæmis kokkurinn.is. Það er hrikalega gaman að sötra gott hvítvín og læra að útbúa þennan unað undir handleiðslu fagmanns. Ef þú kannt þetta allt er tilvalið að nýta tækifærið og sýna réttu handtökin.“ Spennustefnumótið „Í Egilshöll er hægt að fá kennslu í að skjóta úr loft- skammbyssu og loftriffli hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Þetta er alveg sturlað stuð. Svo mæli ég líka með skylmingakennslu hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Þið eruð klædd í rétta gallann og stigatafla sett í gang. Game on!“ Fyndna stefnumótið „Bingó í Vinabæ. Það þarf ekki að útskýra þessa pælingu frekar. Það er eitthvað brjálæðislega fyndið við að fara á stefnumót og spila bingó. Svo er líka sígilt að bjóða heim og taka nokkra góða kleppara. Þarft ekkert nema spilastokk og eitthvað til að þurrka slefið þegar þú færð hláturskast.“ 1 2 3 4 5 Ekkert brúðkaup ennþá Björgunarsveitarmaðurinn „Þessi gaur þarf að vera í góðu formi og er ekki sjálfselskur fyrst hann vill vinna þessa ólaunuðu krefjandi vinnu í sínum frítíma. Þetta er ævintýraleg týpa sem elskar fjöll og áskoranir. Þeir kunna líka oft að elda.“ Hönnuðurinn „Listrænir karlmenn hugsa út fyrir kassann og eru duglegir að koma konum á óvart. Þeir hafa góða yfirsýn og geta rætt allt milli himins og jarðar. Vilja frekar drekka rauðvín heima en að hanga á Austur. Guð forði ykkur þó frá því að ná ykkur í auglýsingahönnuð. Þeir vinna allan sólahringinn og eru ansi frekir. Tölvuleikjahönnuðir eru nördalegri týpurnar af hönnuðum en eru oft á tíðum faldir gullmolar. Ég er enn ástfangin af einum sem hannaði Tomb Raider-leikinn. Jiii, sá var heitur. Hvað varð um hann?“ Kokkurinn „Maður sem hefur brennandi ástríðu fyrir mat. Kokkar eru oft mjög listrænir. Þeir vilja að hlutirnir líti vel út og eru oft rómantískir. Þeir elska útilegur og að grilla spilar þar stórt hlutverk. Vinnutíminn er reyndar alveg glataður. Ég hef deitað kokk. Hann var yndislegur en þeir eiga það til að vera dálítið drykkfelldir og með klámkjaft. Þá kom sér vel að eiga þykkt sápustykki.“ Löggan „Lögreglumenn eru agaðir og stundvísir upp til hópa. Þeir kunna að skemmta sér en eru ábyrgðarfullir og duglegir að rækta sál og líkama. Þetta er týpan sem þú ferð með í sund og út að hlaupa. Þeir vilja rútínu í lífið en geta svo verið „spontant“ inn á milli. Vinkonur mínar segja að þeir skari fram úr hvað varðar kynlífsfimi, enda vanir að skjóta.“ eftir starfsgrein Draumaprinsar ...að mati Tobbu! Stefnumóta- boðorðin ...Tobba eys úr viskubrunni sínum! Íslensk stefnumótamenning er ansi ung og ekki langt síðan við hættum að rúnta niður Laugaveginn og kalla það stefnumót. Íslenskir karlmenn eru líka ansi lagnir við að koma sér undan stefnumótum með því „að hittast á djamminu“. Hrikalega óspennandi pæling. Andfúlir ginkossar og klunnaleg samtöl. Látum það alveg vera, strákar mínir. En það er fleira sem er algerlega bannað. .

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.