Monitor - 15.04.2010, Page 16

Monitor - 15.04.2010, Page 16
kvikmyndir Hæð: 183 sentimetrar. Besta hlutverk: Charlie Kaufman / Donald Kaufman í Adaptation. Þessi mynd er einfaldlega frábær. Skrýtin staðreynd: Skírnarnafn Cage er Nicolas Kim Coppola, en faðir hans var bróðir óskarsver ðlaunaleikstjórans Francis Ford Coppola, sem gerði Godfather- myndirnar. Eitruð tilvitnun: „Til að vera góður leikari þarftu að vera eins og glæpamaður. Vera tilbúinn að brjóta reglurnar og sækjast eftir einhverju nýju.“ 1964Fæðist 7. janúará Long Beach í Kaliforníu. 1980Þreytir frumraunsína sem statisti í kvikmyndinni Brubaker með Robert Redford í aðalhlutverki. 1990 Leikur í kvikmyndun- um Raising Arizona og Moonstruck, sem báðar njóta mikilla vinsælda. Kemur sér á kortið fyrir alvöru. 1995Kvænist fyrstueiginkonu sinni, leikkonunni Patriciu Arquette, en skilur við hana árið 2001. 1996Hlýtur Óskarsverð-laun sem besti leikari fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Leaving Las Vegas. 2002Kvænist annarrieiginkonu sinni, Lisu Marie Presley sem er dóttir Elvis Presleys, en Cage hefur alla tíð verið mikill aðdáandi rokkkóngsins. Hjónaband þeirra entist í 108 daga. 2002Leikur íkvikmyndinni Adaptation og hlýtur sína aðra óskarstilnefningu, en tapar fyrir Adrien Brody úr Pianist. 2004 Kvænist þriðju eiginkonu sinni, tvítugri gengilbeinu að nafni Alice Kim. Þau eru ennþá saman. 2005Eignast sitt fyrstaog eina barn, son sem skírður er Kal-El eftir fæðingarnafni Superman. Nicolas Cage FERILLINN 16 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Frumsýningar helgarinnar Kick-Ass Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: Aaron Johnson, Nicolas Cage, Lyndsy Fonse- ca, Mark Strong, Christopher Mintz-Plasse og Chloe Moretz. Lengd: 117 mínútur. Dómar: IMDB: 8,3 / Metacritic: 8,1 / Rotten Tomatoes: 78% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Selfossi og Akureyri. Hasargamanmynd sem er að gera allt vitlaust vestanhafs. Dave Lizewski (Johnson) er framhaldsskólanemi og áhugamaður um myndasögur. Líf hans er ekki mjög flókið og vandamálin fá. Einn daginn áhveður Dave hins vegar að hann ætlar að verða ofurhetja, jafnvel þótt hann hafi hvorki ofurkrafta né þjálfun í dæmið. Afleiðingarnar af þeirri ákvörðun eru kostulegar. The Spy Next Door Leikstjóri: Brian Levant Aðalhlutverk: Jackie Chan, Magnús Scheving, Amber Valletta og Billy Ray Cyrus. Lengd: 94 mínútur. Dómar: IMDB: 5,3 / Metacritic: 2,7 / Rotten Tomatoes: 12% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó. Bob Ho (Chan) leikur kínverskan CIA-njósnara sem reynir að hafa hendur í hári hins stór- hættulega glæpamanns Poldark, sem er leik- inn af engum öðrum en Magnúsi Scheving. Ho kynnist hinni fögru Gillian (Valletta) og þremur börnum hennar og kemst fljótt að raun um að njósnir eru lítið mál við hliðina á því að þurfa að sjá um þrjá ólátabelgi. JACKIE CHAN LEITAR AÐ RIKKA BRÓÐUR SÍNUM UNNUSTAN 23 ÁRUM ELDRI Það er 19 ára enskur leikari að nafni Aaron Johnson sem fer með titilhlutverkið í Kick-Ass. Johnson þykir einn af efnilegri leikurum Bretlands í dag og fer hann til dæmis með hlutverk Johns Lennons í myndinni Nowhere Boy, sem sýnd er á Bíódögum Græna ljóssins. Leikstjóri Nowhere Boy er kona að nafni Sam Taylor- Wood, sem er 42 ára, og byrjuðu þau saman við tökur á myndinni. Í dag eru þau trúlofuð og eiga von á barni og er 23 ára aldursmunurinn ekkert að vefjast fyrir þeim. ÞÚSUND NÖRDASTIG AF ÞÚSUND MÖGULEGUM VILTU VINNA MIÐA? Monitor ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum miða á Kick-Ass. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Facebook-síðu Monitors og gera LIKE á kvikmyndaþráð vikunnar. Á mánudag drögum við svo út nokkra sigurvegara. Þú finnur okkur með því að slá inn „Tímaritið Monitor“ í leitarstrenginn. The Crazies Leikstjóri: Breck Eisner. Aðalhlutverk: Timothy Olyp- hant, Radha Mitchell, Joe Ander- son og Danielle Panabaker. Lengd: 101 mínúta. Dómar: IMDB: 7,1 / Metacritic: 5,5 / Rotten Tomatoes: 71% Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Laugarásbíó, Smárabíó. Í hamingjusömum smábæ þar sem allir eru vinir byrjar fólk skyndilega að missa vitið. Eitthvað ískyggilegt er í vatninu og yfirvöld setja bæinn í sóttkví, sem þýðir að enginn kemst hvorki inn né út. Hjón nokkur lenda í hringiðunni á öllu saman og berjast við að halda sér á lífi mitt í allri vitfirringunni. THE CRAZIES ER ENDURGERÐ SAMNEFNDRAR MYNDAR GEORGE A. ROMERO FRÁ 1973

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.