Ísfirðingur - 15.12.1976, Síða 10
10
ISFIRÐINGUR
Kemur þá fyrst:
Skýrsla um jarðabætur árin 1928—1933.
Ch Nýrækt ha. Grjótnám m3 SkurSir m3 III jsæy •5 $o 3 s Matg. m2 Dagsverk alls
1928 1.00 115 540 1242 3509 1114.69
1929 1.90 300 954 2052 613 1203.10
1930 5.00 150 614 244 1560 1524.00
1931 2.78 200 410 1398 1155.00
1932 2.22 500 1037 2190 480 1482.00
1933 2.26 250 254 372 895.00
Alls 15.16 1515 3.809 7498 5682 480 7373.79
Þess skal getið, að skýrsla þessi er tekin upp úr
j arðabótaskýrslum Búnaðarfélags Eyrarhrepps árin
1928 til 1933.
Þá kemur skýrsla um heyskap, kúafjölda, meðal-
kýmyt, mjólkurmagn og mjólkurverð árin 1927 til
1933:
'rjH Heyskapur 100 kg. Kúafjöldi 31/12 Meðal- kýrnyt kg. Samanlagt mjólkurmagn í lítrum SL 3 *o 3 'O s
1927 80 19 15.700 55 aurar
1928 150 22 2424 49.700 50 aurar
1929 300 24 2618 55.890 50 aurar
1930 600 24 2900 62.813 50 aurar
1931 550 27 3003 74.000 50 aurar
1932 800 27 3250 82.000 45 frá i/4
1933 1000 29 3289 85.469 42 aurar
Hér skal þvi bætt við, að
frá 1/1 1934, var mjólkin
seld á 40 aura lítrinn.
Þá finnst mér rétt, að
geta þess, að auk bústofns-
ins, sem talinn er á skýrsl-
unni í árslok 1933, voru
á Selj alandsbúinu 9 kvigur
á ýmsiun aldri, 1 naut, 4
hestar og 160 hænsni.
Ég hefi ekki tök á að
greina frá búskapnum
1934 með sambærilegum
hætti. Fullyrða má þó að
bústofninn hafi verið likur
og árið 1933, og nokkuð
hafi verið haldið í horíinu
með j arðahætur og ræktun.
Af þessari skýrslu má
draga eftiríarandi álykt-
anir um þróunina árin
1927 til 1933:
Að heyskapur á Selja-
iandsbúinu hefur liðlega
tólffaldast og er þá aðeins
átt við kúafjöldann. Að
meðalársnyt kúnna hefur
vaxið úr 2424 kg árið 1928,
i 3289 kg árið 1933, eða um
685 kg.
Að mjólkurframleiðslan
hefur tvöfaldast miðað við
1928. Að Selj aiandsbúið
hefur frá því það tók til
starfa í júnílok 1927 og til
ársloka 1933, flutt á mark-
að á Isafirði alls 425.577
lítra af mjólk, eða að
meðaltali nálega 180 lítra
á dag.
Að lokmn má sjá, að
mjólk lækkar í verði á
ísafirði úr 60 aurum árið
1927, í 40 aura í árshyrj un
1934, eða um liðlega 33%.
Að lokum skal þess getið,
að samvinna min við bæj-
arstj órnarmeirihlutann á
Isafirði var ávallt með
miklum ágætum, og að ég
á margs góðs að minnast
frá þeim samskiptum.
Hér læt ég staöar numið
i frásögn minni mn Selja-
iandsbúið þau ár, sem ég
veitti þvi forstöðu. Land-
námsstörfin sem þar voru
framkvæmd, veittu mér
meiri lifsfyllingu, heldur
en flest annað sem ég hef
unnið við. Fátt er ánægju-
legra en að eiga hlut að
þvi að breyta fúamýrum
og grýttum melum í blóm-
leg tún og bylgj andi hafra-
akra. Að sá fræi eða höfr-
um í vel unnið moldarflag
í mildri og draumljúfri
vornæturkyrrð veitir sann-
arlega d j úpstæðan unað
og gleði. Vinnugleðin sem
ræktunarstörfunum eru
samfara, er traustur og
góður förunautur í endur-
minningunni.
Jens Hólmgeirsson
Jarðvinnsla á Tungutúni.
HOTELBYGG-
ING
Á ÍSAFIRÐI
Þann 29. október s.l. var
imdirritaður verksamningur
að fyrsta áfanga hótelbygg-
ingar á ísafirði. Aðilar að
samningi þessum eru bygg-
ingaverktakinn Kubbur h.f.,
ísafirði, og stjórn hlutafél-
agsins Hótel ísafjörður h.f.
Framkvæmdir við fyrsta
áfanga eru gerð undirstöðu og
botnplötu. Verkið er þegar
hafið og miðar vel áleiðis.
Arkitekt byggingarinnar er
Óli Jóhann Ásmundsson,
Reykjavík. Verkfræðistörf
annast Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen s.f., Rvik,
en rafteikningar eru gerðar
hjá Rafhönnun s.f.
Tiifboðsupphæð þessa áfanga
er 14,2 milljónir og gert ráð
fyrir að framkvæmdum ijúki
í janúar n.k.
Gert er ráð fyrir að greiða
fyrsta áfanga með hlutafjár-
framlögum, en hluthafar eru
fyrirtæki og einstaklingar á
ísafirði ásamt bæjarsjóði ísa-
fjarðar.
Byggingin verður redst í
miðbæ ísafjarðar, gegnt
Hafnarstræti og Aðalstræti.
Húsið verður fjórar hæðir. Á
tveimur efri hæðunum verða
gistiherbergi 32 að tölu. Á
gnmnhæð verður, auk gesta-
móttöku, verslunar- og sfcrif-
stafuhúsnæði, veitingasalur
með sjálfsafgreiðslu (cafe-
tería), saunabað o.fl. Á ann-
ari hæð verður aðal eldhús og
samkomusalur sem rúmar um
250 manns. í sæti.
Til áframhaldandi fram-
kvæmda verður leitað eftir
lánsfé frá Ferðamálasjóði og
öðrum lánasjóðum, ásamt því
að haidið verður áfram söfn-
un hlutafjár.
1 stjóm Hótel ísafjörður hf.
eru:
Ólafur B. Halldórss. Fylkir
Ágústsson, Jóhann T. Bjarna-
son, Gunnar Jónsson og Guð-
rún Vigfúsdóttár.
Gullbrúöhjón
Mánudaginn 22. nóvember s.l. áttu gullbrúð-
kaupsafmæli hjónin Rebekka Pálsdóttir og Jó-
hannes Einarsson, Bæjum á Snæfjallaströnd, N.-
Is. Sama dag átti frú Rebekka 75 ára afmæli.
Þau hjónin bjuggu á Dynjanda í Grunnavíkur-
hreppi til ársins 1948, en fluttu þá að Bæjum í
Snæfjallahreppi. Þar bjuggu þau myndarbúi í
mörg ár og hafa átt þar heima síðan. Þau eign-
uðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi. Öll hafa
börnin tekið að erfðum myndarskap og dugnað
foreldra sinna.
Þeim Rebekku og Jóhannesi er árnað allra
heilla í tilefni þessara merku tímamóta.
Úrval jólagjafa
Hljómflutningstæki:
□ Magnarar
□ Hátalarar
□ Plötuspilarar
□ Cassettusegulbönd
□ Heyrnartæki
□ Ferðaútvörp
m/cassettu
Hljómplötur og cassettur
í úrvali
VERSLUNIN
KJARTAN R.
GUÐMUNDSSON
ÍSAFIRÐI — SÍMI 3507