Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Qupperneq 13

Ísfirðingur - 15.12.1976, Qupperneq 13
ÍSFIRÐINGUR 13 Eysfeinn G. Gíslason: Einn þumlungur Skuggsýnt var í Skutulsfirði skammir dagar, veður kalt. Hjá söfnuði og sálnahirði samlyndið á ýmsu valt. Heima á Eyri klæddur kjóli klerkur þjáður var á róli, varðist friðlaus fjandaliði feðganna á Kirkjubóli. Margri var hann möru troðinn myrkum vetrarnóttum á. Ymist frystur eða soðinn undir djöfla slögum lá. Eins og kraminn ormur jarðar engdist þar við píslir harðar guðsnáð svipt, og gnísti tönnum geistleg hetjan Skutulsfjarðar. En þó að kvöl og þjáning rifi Þumlungs benjar, fast og jafnt, sínu bæna klaki og klifi klerkur aldrei gleymdi samt. Móti svörtum satans þjónum sendi hann á efstu tónum feiknum kryddað kreddustaglið sem Kirkjubóls var ætlað Jónum. Næsta augljós Þumlung þótti þrjóta tveggja galdrasök. Þar sem ríkir eymd og ótti aldrei skortir nothæf rök fyrir grannans grimmd og bræði. Geðró sviptur, frið og næði, glímdi sjúkur Þumlungs þanki við þeirra feðga djöfulæði. Undir byrðum böls og kviða beygður klerkur hélt á flakk. Yfirvöld til skarar skríða skyldu láta, og svoddan pakk í nafni Guðs á báli brenna, breyska láta á valdi kenna. Undir sígna agans þekju áttu valdsmenn stoð að renna. Ærið reyndust ójöfn verða átök skömm í leiknum þeim. Getsaka var gott að herða Gleipnis net að bændum tveim. Bornir voru á bál af hrísi, biki, kolum, timbri og lýsi. Fékk þar steikta kampakátur kölski sína aligrísi. Leystist þó ei Þumlungs vandi, Þura fékk að ganga laus. Steyptist hún sem illur andi yfir klerksins rugluhaus, sem ekkert skildi illsku slíka, enda kvað hann nauðsyn ríka tafarlaust á björtu báli að brenna stelpuvarginn líka. En þverlynd var og þrá í skapi þessi auma galdrakind. Sat því föst í syndakrapi á sína eigin glæpi blind. Lét sig hvergi frjálsa fanga, flýði yfir heiði stranga, og með nöprum nornarhuga neitaði hún á bál að ganga. Stirðum huga, stórmóðgaður strangur þá á jaxlinn beit, pennan greip, og píndur maður píslarsögu fræga reit. Fletti onaf fólsku landans gegn frægðarmönnum sannleiksandans, gróf í sorpi gróusagna galdralýð og vini fjandans. Löngum þykir Þumlungs siður þjóðráð, fyrir stuttan mann: Að stimpla, rægja, rakka niður, reyna að brenna náungann, og með blindri sefasýki sýna hann í púkans líki. — Af þeim verkum virðast sjálfur vammlaus þegn í ljóssins ríki. Eysteinn G. Gíslason GleSileg jól! Farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er aS líða. AKUREYRI Sími: (96)21400 Óskum starfsfólki voru og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. ftliðursuðuverksm. og hraðfrystihús 0. Hl. Olscn fSAFIRÐI Óskum starfsfólki voru á sjó og landí og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.