Ísfirðingur - 14.12.1992, Page 6
6
ISFIRÐINGUR
SKOÐANIR JÓNS SIGURÐSSONAR Á
SKÓLAMÁLUM FYRIR 150 ÁRUM
Jón Sigurðsson.
Naumast þarf að kynna Jón
Sigurðsson forseta fyrir vest-
firskuni lesendum. Hér skulu
þó fyrst rifjuð upp nokkur
helstu æviatriði hans.
Jón fæddist að prestsetrinu
Rafnseyri (svo var bærinn
venjulega nefndur þá) við
Arnarfjörð hinn 17. júní 1811.
Foreldrar hans voru séra Sig-
urður Jónsson og kona hans
Þórdís Jónsdóttir. Hón var af
vestfirskum ættum, dóttir séra
Jóns Asgeirssonar í Holti, og er
venjulega talið að Jón hafi
verulega líkst móðurfólki sínu.
Jón átti tvö systkini, Jens, síðar
rektor Lærða skólans í
Reykjavík, og Margréti, sem
var húsfreyja í Arnarfirði;
bæði eignuðust þau marga af-
komendur.
Séra Sigurður kenndi syni
sínum undir skóla, og hann var
síðan brautskráður sem stúd-
ent af séra Gunnlaugi Oddssyni
dómkirkjupresti í Reykjavík
vorið 1829. Árin 1830-33 var
Jón skrifari hjá Steingrími
biskupi Jónssyni. Haustið 1833
hélt Jón til Kaupmannahafnar
til háskólanáms. Árið eftir lauk
hann aðfararnámi í heimspeki-
legum forspjallsvísindum, en
hóf síðan málfræðinám hið
meira í latínu, grísku og sögu
með stærðfræði og heimspeki
sem aukagreinar. Þessu námi
lauk hann aldrei. Árið 1835 hóf
hann störf við Árnasafn í
Kaupmannahöfn, og upp úr
þessu fór hann að sinna rit-
störfum. Hann stofnaði 1841
tímaritið Ný félagsrit og birti
þar fjölda ritgerða. Fljótlega
bar mjög á stjórnmálaáhuga
hans, hann var þingmaður Is-
firðinga (Isafjarðarsýslu) frá
stofnun hins nýja Alþingis í
Reykjavík 1845 allt til dauða-
dags og sat síðast á þingi 1877.
Hér er ekki rúm til að rekja hin
geysiþýðingarmiklu störf Jóns
að íslenskum þjóðfrelsismál-
um. Heimili hans var öll þessi
ár í Kaupmannahöfn, en þar
bjó hann ásamt konu sinni
Ingibjörgu Einarsdóttur; þau
voru barnlaus. Jón andaðist
eftir talsverðan sjúkleika liinn
7. desember 1879.
Frá árinu 1851 og allt til
dauðadags var Jón forseti
Kaupmannáhafnardeildar
Hins íslenska bókmenntafélags,
og það var vegna þeirrar veg-
semdar sem hann gekk einatt
undir viðurnefninu „forseti“.
Reyndar var hann einnig lang-
tímum saman forseti Alþingis.
Um skóla á íslandi.
Þegar Jón Sigurðsson gaf út
Ný félagsrit í annað sinn, árið
1842, fyrir réttum 150 árum,
skrifaði hann í tímaritið, bls. 67-
167, mjög merkilega og langa
ritgerð sem nefnist „Um skóla á
íslandi.“ Jón var ekki nema 31 árs
gamall og vafalaust mjög opinn
fyrir nýjungum þegar hann birti
ritgerðina. Það verður að telja
mjög forvitnilegt að athuga við-
horf hans til þessa þýðingarmikla
málaflokks.
Fyrsti hluti ritgerðarinnar
nefnist „Almennt yfirlit. Augna-
mið skóla.“ Fyrst segir, að mestu
varði fyrir íslendinga að þrjú efni
verði útkljáð, alþingismálið,
skólamálið og verslunarmálið.
Orðrétt segir Jón um eðli
menntunar: „Öll framför mann-
kynsins er byggð á því, að halda
við því sem einusinni er numið,
og láta það gánga frá einum
knérunni til annars; með því að
ein kynslóð býr þannig undir
fyrir aðra, verður því komið til
leiðar að mannkyninu fer alltaf
fram þegar á allt er litið, þó opt
hafi verið farið afvega, og stund-
um sýnizt heldur reka en gánga.
Aðal-meðalið til að halda því við
sem numið er, er að kenna það
sem flestum, og meðalið til að
kenna það er málið, síðan ritið og
seinast prentið.“ (bls.70).
Af þessum orðum sést vel við-
horf Jóns til framfaranna, sem
svo mjög tengjast á hverjum tíma
þekkingunni og öflun hennar.
Litlu aftar ræðir hann svo um
tvær hliðar athafna og vísinda:
„En eptir því sem mönnum fer
meira fram í þekkíngunni, eptir
því sjá menn ljósar, hversu
greinir mentunarinnar verða
margbrotnar og miklar í sér hver
um sig; það leiðir til þess, á ann-
ann bóginn að hverr fer að taka
sína grein, bæði í lærdómi og
líkamligri athöfn, en á hinn bóg-
inn að greinirnar eru flokkaðar
saman þær sem skyldastar eru, og
nákvæmliga athugað hverjar
greinir heyri hverri athöfn; og
þareð hver grein athafna og vís-
inda hefir tvær hliðar, aðra innri,
sem er þekkíngar og lærdóms, og
aðra ytri, sem er kunnáttu og
verknaðar, þá taka menn að sér
sinn hvorja þessara hliða, svo að
sumir stunda meir hið vísindaliga
en sumir meir verknaðinn.“ (bls.
71).
Almenn menntun er
nauðsynleg.
Eftir að Jón hefur þannig í
stórum dráttum flokkað grein-
arnar í tvennt, sem við nú gætum
kallað bóklega hlið og verklega,
kemur hann að nauðsyn á al-
mennri menntun, sem allir þurfi
að hafa. Hann segir:
„En hversu má nokkurr fram-
kvæma vel, nema hann viti einnig
skyn á mörgum hlutum og sé
mentaður sem bezt að l'æri er á?
í hverri atvinnugrein má sjá mun
á aðferð þess, sem hefir vit og
kunnáttu og hins, sem vantar
hvorttveggja, og sjaldan mun
heppnin leika svo við hinn
heimska að hinn verði ekki
heilladrjúgari... Það er því nauð-
synligt hverjum einum, í hvaða
stétt sem hann ætlar að komast,
að læra fyrst það, sem nauðsyn-
ligt er fyrir alla að vita, og sérílagi
það, sem nauðsyn er á í þeirri stétt
sem hann ætlar að ráðast í.“
(bls.71-72).
Koma þarf upp
borgarastétt.
Jón víkur næst að því að fólk
eigi að læra á meðan það er ungt
og námshæfileikar þess eru mest-
ir. Hann segir að skólar verði að
vera með ýmsu móti í landinu,
eins og fólk sé margvíslegt. Síðan
telur hann í þessu sambandi upp
þrjá meginflokka manna, þ.e. þá
sem aðaliega sinni líkamlegri
vinni, þá sem fáist við handiðnir,
listir og kaupmennsku, ogloks þá
sem séu eiginlegir vísindamenn.
Hann bendir á, aðmiðhópinn vanti
að mestu á Islandi. Þar á hann við
þá, semoftast hafa verið nefndir
borgarar. Jón álítur, að þörf sé áað
koma þessari stétt upp sem hrað-
ast. Jafnframt undirstrikarhann að
efla þurfi framför bændastéttar-
innar. Hann segir:
„Tilgángur skólans með tilliti
til stéttanna verður því sá: að út-
vega bændum vorum meiri
þekkíngu, einkum á því sem við-
víkur öllum framkvæmdum í at-
vinnuvegi þeirra, og skiptist aptur
sú kennsla í tvennt, eptir aðal-
þörfum þeirra, að því leiti sem
þeir ættu að verða sjáfarbændur
eða sveitabændur (því atvinnu-
vegir kljúfast því meir sem fram-
förin vex); að efla borgarastétt og
handiðnamenn og leitast við að
koma því við, að þeir geti fengið
alla undirbúníngs-kennslu á Is-
landi, og loksins að bæta þannig
enn lærða skóla, að hann gæti
gefið svo mikla og margbreytta
uppfræðíngu í vísindagreinum
þeim, sem embættismannaefni
þurfa á að halda, að þeir þyrfti að
eins að leita útúr landinu til að
frama sig og sjá háttu annara-
þjóða...“ (bls. 81-82).
Erlendar fyrirmyndir.
Þessi þrískipting Jóns er at-
hyglisverð. Um 1840 var þétt-
býlismyndun á Islandi nánast
engin, en hún var að koma annars
staðar og Jón sér að hennar er
mikil þörf. Spámannleg eru þau
orð Jóns að atvinnuvegir kljúflst
því meira sem framfarir vaxi;
þetta hefur greinilega sannast á
20. öldinni, þegar atvinnugrein-
um, einkum á þjónustusviði, hef-
ur fjölgað gífurlega með sívax-
andi sérhæfingu. Hér er ekki um
séríslenskt fyrirbæri að ræða,
enda þekkti Jón til annars staðar.
I nokkru máli lýsir hann í þessum
sama kafla skólahaldi í Prúss-
landi um 1840, en hann hefur
aflað sér vitneskju um það og
telur greinilega að nokkuð megi
af Þjóðverjunum læra. Honum er
greinilegas umhugað um að leit-
að sé fyrirmynda erlendis. I lok
fyrsta kafla ritgerðarinnar bendir
Jón sérstaklega á, að tilgangi
skólans verði að ná þó að það
kosti talsvert, „því engum
peníngum er varið heppiligar en
þeim, sem keypt er fyrir andlig
og líkamlig framför, sem mest að
verða má“, segir hann (bls.82).
Þetta eru vissulega sígild sann-
indi, sem þó þarf einatt að minna
á.
Lært af sögunni.
Annar hluti ritgerðarinnar er
ágrip af skólasögu á Islandi.
Þetta er lengsti hlutinn, og ekki
þykir ástæða til að endursegja
hann rækilega hér. Upp úr 1840
voru harla fáir skólar á Islandi.
Einn lærður skóli var á Bessa-
stöðum. Sérstakur prestaskóli
var enn ekki kominn, en árið
1841 hal'ði verið ákveðið að
stofna hann, og hann kom 1847.
Jafnframt var lærði skólinn flutt-
ur til Reykjavíkur. Tilraunir
höfðu frá 1791 verið gerðartil að
stofna barnaskóla, en ekki hafði
gengið vel með þær. í Reykjavík
var þó einkaskóli fyrir börnstarf-
ræktur 1830-48 (Saga ísl. IX, bls.
143).
Jón undirstrikar að nauðsyn-
legt sé að þjóðin styrki skólann,
enda hafi skólarnir verið nota-
bestir meðan þjóðin hafi borið
fyrir þeim umhyggju (bls. 146).
Hugmynd um fjöl-
brautaskóla.
Þriðji hluti ritgerðarinnar heit-
ir „Hversu tilgángi skólanna
megi framgengt verða á Is-
landi.“
Hér ræðir Jón fyrst um „al-
múgaskóla", þ.e. barnaskóla, og
telur að þá eigi að setja upp í
sjómannþorpum, t.d. í Vest-
mannaeyjum, sumstaðar í Gull-
bringusýslu, á Akranesi og í Rifi.
Ennfremur vill hann að í hverjum
fjórðungi konti skóli á einhverri
góðri jörð, og verði bændaefnum
kennl þar, bæði vísindi, íþróttir
og búskaparaðferð um 5-6 ára
tíma (bls. 148).
Þá segir Jón: „Skólar handa
kaupmannaefnum, stýrimanna-
efnum, og handa öllum þeim sem
læra ætla handiðnir eða aðra
borgara-athöfn, eru öldúngis
nauðsynligir, en á stofnun þeirra
eru meiri vandkvæði enn á al-
múgaskólum ætti að vera, fyrir
því að kaupstaðalíf á íslandi er
mjög lítið enn sem stendur. Bein-
astur vegur er sá, eins og nú er
ástatt, að sameina þennan skóla
latínuskólanum, og laga svo lat-
ínuskólann, að neðsti bekkur (eða
neðstu bekkir) geti verið handa
hvorutveggju, og geta menn þá
séð glöggvar enn nú, hverjum
kennanda er til embætta, og ráðið
úr fyrir hinum, sem ekki eru lag-
aðir til vísinda, heldur til starfa og
borgaraligrar athafnar, með betra
móti og til meiri nytsemdar bæði
landinu og þeim, enn með því að
reka þá úr skóla, og svipta þá með
því allri mentunarvon marga
hverja.“ (bls. 149).
Hér koma fram einkar athygl-
isverðar hugmyndir. Jón vill ber-
sýnilega að sem allra flestir ungl-
ingar fái notið einhverrar mennt-
unar, einnig þeir, sem ekki séu á-
hugasamir um eindregnar bók-
legar greinar. Hann talar þó
aðeins um pilta í þessu sambandi.
Hann áttar sig á því, að upphafs-
náinið geti verið sameiginlegt
fyrir alla. I raun og veru er þessi
hugmynd skyld fjölbrautaskóla-
hugmyndum okkar daga, og lík-
lega athyglisverðasta atriði rit-
gerðarinnar. Jón útfærir þetta
reyndar ekki rækilega, og ekki er
alveg Ijóst, hvort hann styðst í
þessu efni við einhverja erlenda
hugmynd, t.d. þýska. Það verður
þó ekki rætt nánar hér.
Nauðsyn mikillar
íslenskukennslu.
í síðasta hluta ritgerðar sinnar
ræðir Jón Sigurðsson um nauðsyn
þess að gera umbætur á lærða
skólanum. Hann vill m.a. að þar
verði kennt meira og fleira en
verið hafi. Af æskilegum nýjum
námsgreinum nefnir hann nátt-
úrufræði, bústjórnarfræði, ný
tungumál, einkum þýsku en
einnig frakknesku og ensku, og
svo söng og íþróttir. Hann liltekur
l'Ieiri greinar, sem hann segir
reyndar að helst séu kenndar á
háskólastigi, en nefnir svo sér-
staklega teikningu.
Síðan setur Jón upp hugmynd
að stundatöflu fyrir lærðan skóla,
sem standi í átta ár, frá tólfta til
tuttugasta aldurs árs nemenda
(bls. 155). Hann gerir ráð fyrir
veigamikilli íslenskukennslu,
sem verði 5-6 vikustundir þegar
líði að lokum skólans. Áður var
íslenska ekki sérstök námsgrein
við lærða skólann, og kemur í
þessari tillögu fram hve mikils
Jón mat móðurmálið. Eftir sem
áður vildi hann þó langmest láta
kenna latínu og næstmest grísku.
Eiginlegan reikning á aðeins að
kenna þrjú síðustu árin. Viku-
stundir segir Jón að megi vera 36.
Hann vill endilega að skólinn
verði í Reykjavík, enda verði
andlegir kraftar þjóðarinnar þá
sameinaðir á einum stað. Hann
undirstrikar hugmyndir sínar með
því að benda á gagnsemi þess að
„ekki allfáir af skynsömustu
mönnum á landinu“ geti hist dag-