Ísfirðingur - 14.12.1992, Blaðsíða 9
ISFIRÐINGUR
9
Þær eru ófáar þjóðsögurnar,
sem tengdar eru jólum. Man ég
frá æsku minni að skráðir voru
allir þeir gestir sem komu á jóla-
föstu og þeim skipt niður á heim-
ilisfólk. Einnig man ég að öllum
útistörfum varð að vera lokið
fyrir klukkan fimrn á aðfangadag.
Þá var farið að þvo sér og hafa
fataskipti. Þá var það svo sem
sjálfsagt, þegar allt fólkið hafði
borðað og fengið gjafir sínar, að
skjótast út í fjós og gefa kúnum
smátuggu. Þá man ég að ég valdi
gjarna grænustu tugguna sem ég
fann í heystálinu í hlöðunni.
Hafði ég séð hana út löngu fyrr og
tekið hana frá, nefndi hana gjama
jólatugguna.
En langt upp til sveita var
ekki hægt að fara til kirkju á
jólakvöld, eða aðfangadagskvöld
eins og það var nefnt. Vega-
lengdir og færð hindruðu það.
Þegar við bjuggum í Selsundi á
Rangárvöllum, var sóknarkirkja
okkar að Skarði í Landssveit. Því
var alger ógjörningur að komast
svo langt til kirkju. En að Skarði
gekk líka langferðabíllinn frá
Reykjavík. A þessum tíma var
Björn bróðir minn, seinna sagn-
fræðingur og prófessor, við nám
í Reykjavík og kom í nokkur ár,
alltaf með "rútunni” eins og það
var kallað, heim á aðfangadag.
Það er að segja að hann kom að
Skarði með bifreiðinni og þaðan
varð svo að sæta lagi með ferð..
Fá lánaðan hest, koma hesti til
hans eða ferðast gangandi. Vina-
fólk áttum við í bænum, sem sætti
lagi á þennan hátt um hver jól, að
senda okkur smáglaðning eða
jólagjafir. Hin sígildu kerti og spil
voru alltaf með, en einnig læddust
með ávextir eða bækur. Þannig
eignaðist ég fyrstu Nonnabæk-
umar, Jólakveðjurnar, norsku
Jólaklukkurnar og svo bækur
með teiknimyndasamstæðum.
Þetta voru mér stráknum í af-
dalnum heil ævintýri.
Meðal sagna sem ég komst í
kynni við úr slíkum bókmennt-
um, var sögnin um að kirkju-
klukkur væru yfirleitt í pörum,
tvær í hverri kirkju og mætti ekki
skilja þær að. Væri það gert,
kynni það ekki góðri lukku að
stýra. Þannig fór með klukkuna
sem taka átti úr kirkjunni í út-
landinu og bræða upp til að búa til
úr henni byssur. Hún varð svo
þung að ekki var nokkur leið að
hreyfa hana. Þegar lokst tókst að
safna nógu miklum mannfjölda
og koma henni á sleða, þurfti alla
hesta sem fyrirfundust í sveitinni
til að draga sleðann. Þá var á-
kveðið að stytta sér leið yfir vatn
eitt, sem allir töldu botnfrosið.
Þegar svo kom út á mitt vatn, var
allt í einu einhver þúst í snjónum
svo sleðinn hallaði og klukkan
rann út af honurn og mjög svo
léttilega. Isinn brast og klukkan
hvarf í vatnið, en ekkert annað
vöknaði einu sinni.
Svo mikil var sorg klukk-
unnar sem eftir sat í turninum, að
sprunga kom í hana. Fannst öllum
þeim sem í henni heyrðu eftir
þetta sem hljómur hennar segði:
Makinn minn liggur á vatnsbotn-
inum, ding dong. Ding dong.
En fleiri sögum um klukkur,
það er að segja kirkjuklukkur man
ég eftir frá þessum tíma. Þar á
meðal sögunni af kirkjuklukk-
unni, sem Ólafur Helgi Noregs-
konungur gaf í kirkjuna í Niðar-
ósi. Glaður minnir mig að nafn
hennar hafi verið og sagan sem ég
heyrði eða las var um það að hún
hafi hringt til bardaga fyrir
Magnús Ólafsson, son hans, er
honurn lá á að ráðast á réttri stund
sólarhringsins að ofurefli Vinda
hinna heiðnu suður í Danaveldi.
Norðmenn áttu erfitt með að
velja sér konung eftir Ólaf helga.
Svo fór þó, að jafnvel Kálfur
Arnason, sá er á að hafa veitt Ó-
lafi banasárið, féllst á að fara með
Einari þambaskelfi suður til
Rússlands og sækja drenginn
Magnús og taka hann til konungs.
Hann varð einnig síðar konungur
Dana, en þar voru hinir heiðnu
Vindar að reyna að eyða öllu því
er kristið mátti kallast. Kom nú
Magnús konungur móti þeim
með her Norðmanna og Dana. En
her Vinda var margalt fjölmenn-
ari, svo hér var úr vöndu að ráða.
Á Ljárskógaheiði í Slésvík hittust
herirnir og komu sér fyrir. Vindar
sáu fyrir glæstan sigur sinn og
uggðu ekki að sér. Magnús bað
um tákn frá himni. Hann bað
menn sína liggja alklædda og
með alvæpni um nóttina. Svo var
það skyndilega að allur danski og
norski herinn vaknaði við háværa
hringingu klukkunnar Glaðs úr
kirkjunni norður í Niðarósi.
Spruttu þeir þegar á fætur og
réðust til bardaga. Þarf ekki að
orðlengja það að þeir komu
Vindum svo í opna skjöldu, að
þeir gjörsigruðu þá. Spruttu
margar helgisögur frá þessum
bardaga.
En vrkjum nú sögunni aftur
heim í Selsund. í kirkjuklukkum
heyrðum við ekki fyrr en í út-
varpi, þegar það kom til sögunn-
ar. Svo var það einu sinni, að færð
var afar þung og erfið. Ekki varð
komist með hest í veg fyrir bróður
rninn og varð því að treysta á
göngugetu hans og góða granna
á leiðinni, að lána hest eða reiða
hann, spotta og spotta milli bæja.
Aðaláhyggjumar voru nú
samt að hann kæmist ekki yfir
Rangá. Dagurinn leið fram yfir
þann tíma er hans var von sam-
kvæmt venju. Þá hófst tími biðar
og óvissu um hvort hann yfirleitt
kæmist. Það var liðið fram yfir
mat og ég var búinn að gefa jóla-
tugguna. Nú sat ég raunar bara á
rúminu mínu, mændi á dökkt
glerið í glugganum og beið. Eg
man eins og gerst hefði í gær, að
ég sá andlit allt í einu á gluggan-
um, en það var víst bara ósk-
hyggja. Því andliti fylgdi að
minnsta kosti enginn líkami.
Loks heyrðist greinilegur
umgangur við bæjardyrnar. Það
kallast víst hendingskast, hraðinn
'sem ég fór á fram göngin. Jú,
þarna var Bjöm koniinn og með
kassann, þótt gangandi væri. Nú
rigndi spurningunum frá mér.
Þá var það að mamma kom
og tók af mér völdin. Fyrst varð
að hjálpa Birni úr kuldafötum og
gefa honum að borða. Þá mátti
hann hvflast um stund og svo
komu loks jólin að Selsundi.
Svona til að minna sjálfan mig á
hvað jólin væru, fékk ég Nýja
testamentið í jólagjöf, einmitt um
þessi jól.
Guðmundur Ingi Kristjánsson:
Snæfjallaströnd
i.
Bjart var yfir Strönd,
býlin átta,
fénaðar bú
og fískidrátta.
Frjóar voru fjörur,
fengsælt á Djúpi
og í verstöðvum
hjá Vébjarnamúpi.
II.
Fallvölt eru bú
og fiskimið,
breytilegt sjónarsvið.
Horfinn er nú Staður
með hjáleigum.
Gullhús eins og orð
úr ævintýri.
Auð er Sandeyri,
autt er Skarð,
Lónseyri, Lyngholt og Mýri.
Sumarið 1992
m.
Byggð er í Dal og Bæjum.
Ríða hér enn
rosknir menn.
Grasið liggur í legum,
löndin græn
eru umhverfisvæn.
En aldurinn færist yfir.
Óvissan fer í hönd.
Gott er að ganga til manna
gestur á Snæfjallaströnd.
IV.
Eyja rís undan landi,
æðardúnsjörð
vel af Guði gjörð.
Hvílir í handabandi
hún við Snæfjallastönd,
Djúpið á hægri hönd,
rómuð í sögu og samtíð
fyrir sitt fuglasafn.
Því skal í farsælli framtíð
meðal blómlegra býla
birtast Æðeyjar nafn.
Enn er bjart yfir Bæjum,
frjósöm eru tún,
fögur er hlíð
og fjallabrún.
Brosa ræktaðar breiður,
hagar á aðra hönd.
Á þá að yfirgefa
öll þessi grænu lönd?
Völt er búseta bænda.
Hvað bíður þín, Snæfjallaströnd?
VI.
Angar Unaðsdalur
eins og fyrr á tíð,
húsatún, fjara og hlíð,
kirkja og sveitarsalur
sumarveður blíð.
Hví er þá stundin stríð?
Er fullvirðisréttur falur
að flytja á annan stað?
Fámennið amar að.
Á þá að falla frá
fegursta bæjamafnið
sem Islandssagan á?
VH.
Á ströndinni bíða bæir,
bæir tveir.
Óvissir eru þeir.
Það er erfitt að yfirgefa
óðul og minningalönd.
En við örlögum tímans
reisir enginn rönd.
blaktir spurning í brjósti:
Hvað bíður þín, Snæfjallaströnd?
Óskum Vestfirðingum
og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Óskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum gleðilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarf og
viðskipti á líðandi ári.
til
BOKAVERSLUN
JÓNASAR TÓMASSONAR
Sími 3123, ísafirði