Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
10
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is
einfaldlega betri kosturSTRIMLAR
Í GLUGGANN
Curtian. Strimlagardínur.
100x250 cm. Verð 4.995,-
150x250 cm. Verð 5.995,-
200x250 cm. Verð 7.995,-
250x250 cm. Verð 8.995,-
300x250 cm. Verð 9.995,-
Hægt að stytta bæði hæð
og breidd.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
ENDURSKOÐA þarf samstarf Íslands og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins í ljósi breyttra aðstæðna
frá því að upphaflegur samningur var gerður við
sjóðinn. Þetta segir forysta Framsóknarflokks
sem í gær kynnti tillögur að aðgerðum til end-
urreisnar efnahagslífsins í samvinnu við stjórn-
málaflokkana.
„Þetta eru brýn atriði sem við teljum að allir
flokkar geti náð saman um. Að undanförnu hefur
verið rætt um að Framsóknarflokkurinn komi inn
í ríkisstjórn, en til að vinna þessum tillögum
brautargengi er slíkt ekkert skilyrði af okkar
hálfu. Best væri auðvitað ef hér yrði mynduð þjóð-
stjórn. Samvinna í þinginu í Icesave-málinu skil-
aði okkur miklum árangri og við fáum hagkvæm-
ari samning en ella. Auk þess hefur
skuldatryggingaálag ríkisins lækkað,“ sagði Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður flokksins, á blaða-
mannafundi í gær.
Tillögur Framsóknarflokks-
ins eru í tíu liðum. Lagt er til
að skuldir heimilanna verði
leiðréttar, rétt eins og fram-
sóknarmenn vildu fyrir síðustu
kosningar. Þörf á vaxtalækkun
er undirstrikuð, enda standi
hvorki heimili né fyrirtæki
undir þeim háu vöxtum sem nú
eru. Lagt er til að Alþingi hlutist til um breyt-
ingar á stefnu og vöxtum Seðlabankans. Fram-
sóknarmenn vilja einnig verklegar framkvæmdir,
skipta áhættu milli lánveitenda og lántaka og að
gjaldþrotalögum verði breytt svo ekki sé hægt að
halda viðhalda kröfum á fólk til eilífðarnóns.
Einnig vilja framsóknarmenn að tryggt verði,
að fjármálastofnanir sem fara með eignarhluti í
fyrirtækjum, skekki ekki samkeppnistöðuna.
Stöðugleiki í stjórnsýslu og langtímaáætlun í
ríkisútgjöldum eru einnig meðal tillagana. Segir
að mikilvægt sé að skoða hvort niðurskurður til
ákveðinna verkefna, t.d. kvikmyndagerðar, skili
sparnaði til lengri tíma litið. Um endurskoðun
samstarfsins við AGS segja framsóknarmenn
nauðsyn að leita nýrra leiða út úr kreppunni. Dýrt
sé að halda gengi krónunnar uppi með lánsfé.
Skuldaleiðrétting er forgangsmál
„Skuldaleiðrétting er forgangsmál,“ sagði
Eygló Harðardóttir þingmaður. Hún telur mik-
ilvægt að allir flokkar komi að málum er varða
skuldir heimilanna en hvorki hún né Sigmundur
Davíð vildu þó segja til um hve mikill afslátturinn
ætti að vera. Fyrir kosningar á sl. ári vildu fram-
sóknarmenn 20% afslátt og segir formaðurinn að
við frekari athugun á málinu hafi komið í ljós að sú
tala hafi verið síst of há.
Þjóðstjórn besti kosturinn
Framsókn kynnir tíu tillögur Vill endurskoða AGS Verklegar framkvæmd-
ir og gjaldþrotalögum verði breytt Ekki skilyrði að komast í ríkisstjórn
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
ÞAÐ vantar ekki kraftinn í borholuna í Vítismó við
Kröflu, sem var hin fyrsta í svokölluðu djúpborunarverk-
efni. Bora átti niður í um 4.500 metra, en borunin fékk
snöggan endi í lok júní í fyrra er hraunkvika kom upp af
um 2.100 metra dýpi og borinn stóð fastur.
Hópur sérfræðinga í borunum og nýtingu jarðhitans
var á borstaðnum í vikunni og kannaði aðstæður. Verið
er að blástursprófa holuna og rannsaka vökvann sem
kemur upp. Fyrstu vísbendingar eru um að holan sé
mjög öflug og hitinn mikill. Of snemmt er að segja hvort
holan verður virkjuð og hve mikið hún myndi gefa, en
góðar holur á Kröflusvæðinu gefa um 10 megawött inn á
raforkukerfið.
„Vökvinn sem upp kemur er erfiður viðureignar, en
við erum að reyna að stilla af aðstæður á toppi holunnar
þannig að hægt sé að nýta þennan súra vökva,“ segir
Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power.
„Við höfum leyft holunni að hitna upp í rólegheitum og
tökum vökvann um 100 metra frá botni. Holan verður
látin blása í nokkra daga og síðan verður tekin ákvörðun
um framhaldið. Ef vel gengur verður væntanlega settur
fullkominn blástursbúnaður á holuna seint í sumar og
hún látin blása af fullum krafti. Ef vökvinn reynist nýt-
anlegur þá gætum við jafnvel tengt hana við virkjunina í
Kröflu næsta vetur,“ segir Bjarni.
Kostnaður vegna djúpborunar 1,5 milljarðar
Holan er enn hluti af djúpborunarverkefninu, en að
því koma margir aðilar, m.a. Landsvirkjun, HS Orka,
OR, Alcoa og Statoil. Bjarni segir aðspurður að heild-
arkostnaður við verkefnið sé nú um hálfur annar millj-
arður króna. Ekki verður haldið áfram djúpborunum
hérlendis á þessu ári eins og fyrirhugað var.
Mikill kraftur og hiti í
hraunholunni í Vítismó
Holan blástursprófuð og vökvinn efnagreindur
Góðar holur á Kröflusvæðinu gefa um 10 megawött
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Vetrarríki Þeir voru vígalegir og vel klæddir sérfræðingarnir sem mátu stöðuna við borholuna í vonskuveðri
í Vítismó á þriðjudaginn. Meðal annars komu þeir frá Háskóla Íslands, Landsvirkjun, HS Orku og Kemíu.
HALLDÓR Elías Guðmundsson
djákni, sem tapaði ferðatösku sinni
í jarðskjálftunum á Haítí í vetur,
endurheimti töskuna sína um
helgina. Hann var í anddyri kirkju í
Colorado þegar hann fékk töskuna,
en Halldór er við framhaldsnám í
Ohio.
„Síðast hafði ég séð töskuna þar
sem hún var undir borði hótelher-
bergis á fyrstu hæð á Hótel Florita í
Jacmel á Haítí. Ég hafði séð tveggja
hæða byggingu þar sem herbergið
var, leggjast fullkomlega saman yf-
ir töskuna. Ég var löngu búinn að
sætta mig við að ég hefði glatað
farangrinum. En núna, tveimur og
hálfum mánuði eftir skjálftann var
taskan í augsýn,“ segir Halldór í
tölvupósti til félaga á vettvangi
Þjóðkirkjunnar.
Halldór, sem ekki var á hótelinu
þegar skjálftinn reið yfir, fregnaði
að hótelstjórinn hefði krafist þess
að töskunni yrði haldið til haga
þegar rústir voru hreinsaðar. Sá
hafði svo samband við vini Halldórs
á Haítí sem komu töskunni til
starfsmanns Abiding Hope kirkj-
unnar.
„Ég velti fyrir mér, hvers vegna
allur þessi fjöldi fólks sem ég þekki
vel og veit að er að sinna frábæru
starfi, hefði notað dýrmætan tíma
sinn til að bjarga ferðatöskunni.
Það eru svo sannarlega mikilvæg-
ari verkefni sem bíða á Haítí,“ segir
Halldór sem er þessu fólki afar
þakklátur. sbs@mbl.is
Fékk ferða-
töskuna úr hótel-
rústunum á Haítí
Fékk töskuna í kirkju í Colorado
Mikilvægari verkefni biðu á Haítí
Rústir Svona var hótelherbergið
eftir skjálftann. Og taskan fannst.
„Uppleggið í
tillögum
Framsókn-
arflokksins
er gott. Að
fólk vinni
þvert á
flokka og
miðli til-
lögum er í
anda þess
vinnulags
sem ríkisstjórnin leggur áherslu
á,“ segir Björgvin G. Sigurð-
ursson, formaður þingflokks
Samfylkingar. „Við þurfum
meiri samstöðu í stjórnmálin.
Framsóknarmenn vilja lægri
vexti og allir geta tekið undir
það en ég minni á að Seðla-
bankinn er sjálfstæð stofnun og
stjórnvöld geta því ekki haft
bein afskipti af málum. Að öðru
leyti hef ég ekki kynnt mér til-
lögurnar efnislega.“
Uppleggið er gott
Björgvin G.
Sigurðsson