Morgunblaðið - 25.03.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.03.2010, Qupperneq 11
Heita tómatseyðið hans Bjarka Hilmarssonar rann ljúf- lega niður, en hann er yfirkokkur á Hótel Geysi. „Við búum þetta seyði til sjálf, fáum tómatana frá Knúti og Helenu á Friðheimum í Reykholti,“ segir Bjarki sem bauð einnig upp á hverasnittur. „Ég skelli reglulega í deig og set í mjólkurfernur og gref svo niður í heitan sandinn á hverasvæðinu á Geysi og þar bakast það á löngum tíma. Þá er ég kominn með úrvals hverabrauð,“ segir Bjarki og bætir við að áleggið á snittunum sæki hann í nærliggjandi umhverfi. „Reykta gæsin var skotin við bæinn Vatnsleysu hér í sveit en grafni laxinn kemur frá Vestmannaeyjum. Salatið kemur frá Hveratúni í Laugarási. Sjálfur vann ég hráefnið frá grunni, reykti gæsina og gróf laxinn.“ Bjarki býður líka upp á kryddjurtaskyr án sykurs, en jurtirnar í því koma frá Engi í Laugarási. „Ferskleikinn og gæðin verða meiri þegar hráefnið er sótt í nágrennið. Á sumrin erum við með heimagerða skyrið frá Efstadal. Það skiptir miklu máli að við vinnum öll saman að því að gera sem best fyrir það ferðafólk sem heimsækir sveitina okkar.“ Seyði Bjarki með tómatseyðið ljúffenga. Hráefnið úr nágrenninu laðimousse í heimi, eftir því sem Lonely Planet hefur fullyrt. Á Laug- arvatni má meðal annars finna báta- og kajakleigu, paintball og fleira. Þar er líka farfuglaheimilið Laug- arvatn Hostel og eru hvorki meira né minna en 140 rúm í boði, en far- fuglaheimilið hefur mikið verið not- að fyrir skákmót, kóræfingar, nám- skeið, ráðstefnur og ættarmót. Mikið var um dýrðir á kynning- unni og Bjarnabófarnir tóku meðal annars lagið og Böðvar á Búrfelli þandi nikkuna. Aðeins hefur verið nefndur hluti af því sem í boði er í uppsveitum Ár- nessýslu en nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.sveitir.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lipur Böðvar á Búrfelli spilaði listilega á nikkuna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Það er erfitt að slíta sig frá vefsíð- unni www.bakerella.com, sannkallað augnakonfekt þar á ferð. Bakerella bloggar um það sem hún bakar og kökuskreytingar, sem eru hennar helsta ástríða. Hún fór á kökuskreyt- ingarnámskeið og hefur ekki hætt síðan eins og sést á síðunni en það er ótrúlegt að sjá hvað hún getur gert með kökuskrauti og það eru engin höft á hugmyndafluginu. Hún býr til sannkallaðan köku-ævintýraheim. Á síðunni má finna auðveldar og skemmtilegar uppskriftir. Skreyting- arnar eru ívið flóknari en ekki óyf- irstíganlegar. Einkenni hennar eru fagurlega skreyttir kökupinnar (svip- aðir og sleikipinnar). Ekki skemma myndirnar af góð- gætinu fyrir en þær eru virkilega fal- legar og skrautlegar og færa mann til litalands. Vefsíðan: www.bakerella.com Ljósmynd/Bakerella Bakerella Hello Kitty kökupinnar Bakerellu eru skemmtilegir. Augnakonfekt Bakerellu Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið en einhverra hluta vegna tíðkast ekki hér á landi að al- menningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um fiskmarkað áhuga hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað til. Nú lítur út fyrir að hreyf- ing sé að komast á málið bæði í Reykjavík og víðar og að þess sé ekki langt að bíða að gestir og gangandi geti nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt. Þær Þóra Valsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Matís ohf., og Bryn- hildur Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhuga- verða samantekt um möguleika fisk- markaða á Íslandi á fundi félagsins Matur, saga, menning í dag, fimmtu- daginn 25. mars, kl. 17 í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar, Hring- braut 121, 4. hæð. Fundurinn er öll- um opinn og aðgangur ókeypis. Heimasíða samtakanna Matur, saga, menning er www.matar- setur.is. Fyrirlestur Morgunblaðið/ÞÖK Fiski landað Gaman væri að geta keypt fiskinn beint af höfninni. Fiskmarkaðir fyrir almenning vonandi opnaðir innan skamms Stoltur Sölvi með skyrið góða, kýrkjötið og hrossakjötið. „Mamma er heima að búa til meira skyr, ég stend vaktina fyrir hana hér á meðan,“ segir Sölvi sonur Bjargar Ingv- arsdóttur en þau búa á sveitabænum Efstadal. Þar er bændagisting og veitingasala og Björg býður að sjálf- sögðu gestum sínum upp á heimagerða skyrið sem hún á heiðurinn af. „Hún fór á námskeið í skyrgerð hjá Mjólk- ursamsölunni. Þetta krefst tíma og vandvirkni. Fyrst þarf að hita mjólkina upp í ákveðið hitastig og hún þarf að haldast í því í ákveðinn tíma til að gerilsneyðingin heppn- ist. Síðan er þetta kælt niður og hleypiefni sett út í. Svo þarf að skilja mysuna frá og eftir stendur skyrið. Við setj- um appelsínuþykkni út í mysuna og fáum þannig frábær- an drykk,“ segir Sölvi sem er með fleiri sýnishorn af mat- seðli þeirra, m.a grafið kýrkjöt og reykt og grafið hrossakjöt frá Kjötvinnslunni Afbragð sem er á næsta bæ, á Böðmsstöðum. Á vetrar-, haust- og vordagskrá þeirra í Efstadal má m.a finna hjónahelgar, gönguhelgar, stangveiðihelgar og gæsaveiðihelgar. Heimagert skyr Bónus Gildir 25.-28. mar verð nú áður mælie. verð Ks frosið lambalæri ............................. 998 1.139 998 kr. kg Ks frosið lambafillet ............................. 2.698 2.998 2.698 kr. kg My heimilisbrauð, 375 g ...................... 129 147 344 kr. kg Bónus smyrill, 300 g ........................... 111 139 370 kr. kg NV ferskt nautahakk ............................ 898 998 898 kr. kg Kf léttreyktur lambahryggur .................. 1.398 1.798 1.398 kr. kg Kf kofareyktur hangiframp. úrb. ............ 1.498 1.798 1.498 kr. kg KF ferskt lambalæri, einiberjakr. ........... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Bónus snakk, 160 g ............................ 198 229 1.237 kr. kg Bónus ferskir kjúklingabitar .................. 398 449 398 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 25.-27. mar verð nú áður mælie. verð Svínalundir (kjötborð).......................... 1.498 2.198 1.498 kr. kg Svínabógur (kjötborð).......................... 498 698 498 kr. kg Lambafillet (kjötborð) .......................... 2998 3498 2.998 kr. kg Lambaprime (kjötborð)........................ 1.998 2.398 1.998 kr. kg N-T-Bone (kjötborð)............................. 2.498 2.998 2.498 kr. kg Eðalfiskur, reykt laxaflök....................... 2.396 2.995 2.396 kr. kg Eðalfiskur, grafin laxaflök ..................... 2.556 3.195 2.556 kr. kg Hamborgarar, 80 g, 4 stk. .................... 456 548 114 kr. stk. Grillaður kjúklingur .............................. 790 970 790 kr. stk. Móa 1/1 frosinn kjúklingur................... 498 695 498 kr. stk. Hagkaup Gildir 25.-28. mar verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut prime ............................... 2.517 3.595 2.517 kr. kg Íslandsnaut ribeye............................... 2517 3.595 2.517 kr. kg Íslandsnaut entrecote.......................... 2.517 3.595 2.517 kr. kg Íslandslamb file m/fitu ........................ 3.149 4.498 3.149 kr. kg Ferskar kjúklingabringur ....................... 1.817 2.595 1.817 kr. kg SS rifsberja lambalæri ......................... 1.665 2.378 1.665 kr. kg Myllu hvítlaukshringur.......................... 259 509 259 kr. stk. Myllu kanillengja ................................. 369 538 369 kr. stk. Nóa konfekt í lausu, 1 kg ..................... 2.399 2.995 2.399 kr. kg Myllu risabrauð, 1 kg ........................... 199 249 199 kr. stk. Krónan Gildir 25.-7. apr verð nú áður mælie. verð Krónu hamborgarhryggur ..................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Dönsk herragarðsönd, 2,6 kg ............... 2.498 3.998 2.498 kr. stk. Grísakótilettur, lúxus, beinlausar........... 998 1.998 998 kr. kg Grísalundir, erlendar ............................ 1.559 2.598 1.559 kr. kg Grísahnakki, úrb. sneiðar ..................... 998 1.698 998 kr. kg Grísakótilettur ..................................... 998 1.498 998 kr. kg Grísahryggur með pöru ........................ 899 1.198 899 kr. kg Grillborgarar með brauði, 4 stk. ............ 584 649 584 kr. pk. Lambafillet með fiturönd...................... 2.798 3.498 2.798 kr. kg SS rifsberja lambal. án rófub................ 1.902 2.378 1.902 kr. kg Nóatún Gildir 25.-28. mar verð nú áður mælie. verð Lamba rib eye ..................................... 3.298 3.998 3.298 kr. kg Ungnautalund, erlend.......................... 2.998 3.998 2.998 kr. kg Lamba framhryggjarsneiðar.................. 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambakótelettur.................................. 1.758 2.198 1.758 kr. kg Lambalærissneiðar.............................. 1.598 1.998 1.598 kr. kg Ungnautaborgari, 90 g ........................ 119 169 119 kr. stk. Ungnautaborgari, 120 g ...................... 198 259 198 kr. stk. Ungnautahakk .................................... 998 1.398 998 kr. kg Kálfagúllas ......................................... 1.499 2.498 1.499 kr. kg Kálfasnitsel ........................................ 1.499 2.498 1.499 kr. kg Þín verslun Gildir 25.-31. mar verð nú áður mælie. verð Svínarifjasteik úr kjötborði.................... 598 749 598 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði .................. 998 1.698 998 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði ...................... 998 1.698 998 kr. kg Svínalundir úr kjötborði........................ 1.695 2.398 1.695 kr. kg Ísfugls kjúklingabringur úrb. ................. 2.094 2.992 2.094 kr. kg Merrild Senseo kaffip. medroast ........... 398 525 3.184 kr. kg Caj P grillolía original, 250 ml .............. 249 329 996 kr. ltr Philadelphia rjómaostur, 200 g ............ 439 525 2.195 kr. kg Ultje saltaðar hnetur, 200 g ................. 198 279 990 kr. kg Maryland kexkökur, 150 g .................... 115 135 767 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Jim Smart Gómsætar Kótilettur hafa löngum þótt góðar á grillið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.