Morgunblaðið - 25.03.2010, Qupperneq 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
REPÚBLIKANAR sleikja nú sárin eftir
að þeim mistókst að stöðva heilbrigðistil-
lögur Baracks Obama forseta. Þeir sýndu
mikla samstöðu í baráttunni en hún dugði
ekki til. Liðsmenn hinnar svonefndu Te-
boðs-hreyfingar, sem barðist hart gegn
lögunum, fögnuðu afstöðu Repúblikana-
flokksins en hófsamir úr röðum hinna síð-
arnefndu eru nú sagðir reyna að banda te-
boðsfólkinu frá sér. Ástæðan er m.a. æstir
teboðsmenn hafa orðið berir að rasískri
framkomu í garð svartra þingmanna.
En repúblikanar ætla að trufla sigur-
vímu demókrata og leggja fram fjölda
breytingartillagna þegar lögin koma á ný
fyrir öldungadeildina. Markmiðið er að
Er þá stefnt að því að þvinga demókrata
til að halda fyrir nefið og greiða atkvæði
gegn máli sem nær allir kjósendur þeirra
myndu styðja. Demókratar verði hins veg-
ar að ganga gegn sannfæringu sinni til að
hindra að lögin fari aftur í fulltrúadeilidna.
En munu nýju lögin auka útgjöld eða
minnka þau eins og fjárlagaskrifstofa
þingsins fullyrðir? Pistlahöfundurinn Dav-
id Brooks hjá The New York Times segir
þau munu aukast. Stærstu vandamál
Bandaríkjamanna séu annars vegar gríð-
arlegur fjárlagahalli og hins vegar að út-
gjöld til heilbrigðismála fari hratt vaxandi.
„Þetta land er eins statt og eyðslusöm
fjölskylda sem er á hraðri ferð í gjaldþrot
en ákveður á síðustu stundu að gefa gríð-
arlega fjárhæð til góðgerða,“ segir Bro-
oks.
gera svo miklar breytingar á lögunum að
senda verði þau á ný til fulltrúadeild-
arinnar en þar var sigur demókrata afar
naumur.
Repúblikanar ætla m.a. að leggja til að
dæmdir kynferðisglæpamenn geti ekki
fengið stinningarlyf í gegnum tryggingar!
Kynferðisafbrotamenn
fái ekki stinningarlyf
Repúblikanar leggja fram breytingartillögur sem erfitt verður að hafna
»Brooks, sem er fyrrverandidemókrati, segir það andstætt
eðli demókrata að skera niður fé
til velferðarmála og því muni það
ekki gerast með nýju lögunum.
Hann bendir á að nú þegar verji
Bandaríkjamenn um 17% af lands-
framleiðslu í heilbrigðismál,
meira en nokkur önnur þjóð.
Verður
undirritað
í Prag?
ALLT bendir nú til þess að vænt-
anlegur samningur Bandaríkja-
manna og Rússa um takmörkun
kjarnorkuvígbún-
aðar verði und-
irritaður í Prag
en áður hafði
verið nefnt að til
greina kæmi að
atburðurinn yrði
í Höfða í Reykja-
vík.
Tékkneskir
embættismenn
sögðu í gær að
Bandaríkjamenn hefðu farið fram á
að fundur Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta og Dmítrís Medvedevs,
forseta Rússlands, yrði í Prag.
Ekki hefði þó enn verið nefnd
tímasetning í því sambandi. Tals-
maður Medvedevs, Natalía Tíma-
kova, neitaði í gær að tjá sig um
málið, að sögn AFP-fréttastof-
unnar.
Umræddur samningur, sem
kveður á um þak á fjölda kjarna-
odda, mun taka við af svonefndum
START-samningi sem gerður var
1991 í tíð Sovétríkjanna gömlu.
kjon@mbl.is
Prag Fundurinn
verður í Prag.
Nýr kjarnavopna-
sáttmáli á lokastigi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
SKULDAVANDI Grikkja ætlar að
reynast afdrifaríkur, engin góð
lausn er í sjónmáli og enn lækkaði
gengi evrunnar í gær vegna ótta
fjárfesta við þróun mála. Leiðtogar
evruríkjanna koma saman í dag og
freista þess að finna lausn. En ekk-
ert bendir til annars en að grískir
skattgreiðendur verði að sætta sig
við þær harkalegu aðgerðir sem
svindl og óráðsía forvera vinstri-
mannsins Georgs Papandreou for-
sætisráðherra gerir óhjákvæmi-
legar.
Horfurnar eru ekki góðar og fé-
lagar Grikkja í Evrópusambandinu
saka þá um ábyrgðarleysi og frekju
þegar þeir vilja fá fjárhagsaðstoð.
Skilaboðin eru að þeir eigi einfald-
lega að herða mittisólina.
Efnahags- og samvinnustofnunin,
OECD, sendi frá sér yfirlýsingu í
gær og sagði Grikki verða að bregð-
ast skjótt við auknu atvinnuleysi
unga fólksins, þ. e. fólks á aldrinum
15-29 ára. Atvinnuleysi ungra í land-
inu hefði þegar fyrir kreppuna verið
hærra en í flestum aðildarríkjum
OECD. En nú er búist við að hlut-
fallið fari í 28% fyrir árslok. Stofn-
unin vill að fólki verði kennt að finna
sér vinnu og vill að sett verði þak á
greiðslur til þeirra sem hafa verið
mjög lengi án vinnu.
„Allt verður að gera til að tryggja
að ungir Grikkir hafi áfram tengsl við
vinnumarkaðinn til þess að koma í
veg fyrir að heil kynslóð verði fyrir
varanlegu tjóni,“ sagði Angel Gurria,
framkvæmdastjóri OECD.
Útlendingahatur vex
Stéttarfélög segja að örvænting
vegna atvinnuleysis hafi að hluta til
verið skýringin á þeim ofbeldisfullu
mótmælum sem skóku nokkrar
grískar borgir í desember 2008 eftir
að lögreglumaður skaut ungling.
Fleira þjakar grískt samfélag sem
var lengst af mjög einsleitt í þjóðern-
islegu tilliti. En það er liðin tíð og
fjöldi hælisleitenda kemur til lands-
ins ár hvert frá Miðausturlöndum og
Afríku í von um betra líf í ESB-
ríkjum. Útlendingahatur hefur feng-
ið byr í seglin á seinni árum, að sögn
fréttamanns Los Angeles Times.
Sums staðar má sjá slagorð eins og
„Burt með útlendinga! sem máluð
hafa verið fyrirtæki þar sem erlent
verkafólk starfar. Samtökin Gullin
dögun og fleiri af sama toga munu
standa fyrir þeim aðgerðum.
Tzanepos Antypas, leiðtogi mann-
réttindahreyfingarinnar Praksis,
segir öryggisleysi vegna kreppunnar
vaxa hratt og margir leiti sökudólga.
„Og hverjum er auðvelt að kenna um
þetta allt? Útlendingunum.“
Sagt að herða mittisólina
Samúð með Grikkjum er víða lítil og þeim er tjáð að vandinn sé heimatilbúinn
En samtímis fer örvæntingin vegna atvinnuleysis vaxandi meðal ungs fólks
Reuters
Reiði Lögreglumenn handtaka
ungling í óeirðum í Aþenu.
Búist er við að atvinnuleysi meðal
ungra Grikkja fari í 28% í árslok
og margir eru orðnir örvænting-
arfullir. Sumir kenna nú erlendu
verkafólki um ástandið.
BRESKA lögreglan hefur varað
starfsmann Heathrow-flugvallar við
því að hann geti sætt ákæru fyrir
áreitni. Talið er að hann hafi tekið
mynd af kvenkyns starfsfélaga sín-
um er gekk í gegnum líkams-
skannahlið. Tækin eru notuð til að
reyna að hindra farþega í að smygla
vopnum og voru sett upp á Heat-
hrow og á velli í Manchester í febr-
úar, að sögn The Guardian.
Fyrirtækið BAA, sem rekur
Heathrow og fleiri flugvelli, segist
líta málið alvarlegum augum. Tekið
sé hart á misnotkun starfsmanna á
öryggisbúnaði og kvartanir af þessu
tagi ávallt rannsakaðar.
Atburðurinn mun að sögn blaðsins
verða til að auka enn áhyggjur fólks
af því að umræddir skannar, sem
sýna greinilega útlínur líkamans,
séu misnotaðir til að brjóta gegn lög-
um um persónuvernd. Hafa gagn-
rýnendur þeirra sagt að í reynd sé
um að ræða að fólk sé látið afklæðast
að fullu til að hægt sé að leita á því.
Í Bandaríkjunum geta farþegar
valið hvort þeir fara í gegnum
skanna af þessu tagi eða hefðbund-
inn málmleitarskanna en þá er að
vísu einnig gerð líkamsleit. Jafn-
réttis- og mannréttindaráð Bret-
lands sagði nýlega að stjórnvöld
yrðu að grípa til aðgerða sem
tryggðu að notkun skannanna yrði í
samræmi við landslög. kjon@mbl.is
Nektarmynd
með flugvall-
arskanna
ÞRÍR létu lífið og þrír að auki slösuðust í lestarslysi í
Ósló í gær. Vöruflutningavagnar losnuðu frá flutn-
ingalest, runnu stjórnlaust niður brekku.
Vitað er að 5-10 vagnar losnuðu á lestarstöð á Alnabru
og runnu á miklum hraða niður á hafnarsvæðið á
Sjursøya þar sem sumir lentu á vörugeymslu og aðrir
fóru í sjóinn. Einnig urðu menn og bílar fyrir vögn-
unum á leiðinni.
REUTERS
LESTARVAGNAR ÚT Í SJÓ
Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, er gamal-
reyndur stjórnmálamaður en samt laginn við að
koma sér í vanda. Einkum gengur honum illa að
hafa stjórn á tungunni.
Obama forseti staðfesti nýju heilbrigðislögin
með undirritun sinni í frægum sal í Hvíta húsinu. Bi-
den kynnti forsetann fyrir viðstöddum og hrósaði
leiðtogahæfileikum hans ákaft. „Herra forseti, þú
ert náunginn sem sigldi þessu í höfn,“ sagði Biden
áður en þeir föðmuðust og hvíslaði síðan ákafur í
eyra Obama, án þess að vara sig á því hvað hljóð-
nemar eru öflugir: „Þetta er andskoti mikill sátt-
máli!“ Þýða má blótsyrðið, eða áhersluorðið, þannig
en upprunalega var merkingin hins vegar gróft
klám.
Biden blótar í beinni