Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það leið ekkivika frá þvíað breið- fylking ráðherra kynnti loka- hnykkinn í að- gerðum til bjarg- ar heimilunum þar til einhugur varð í efnahags- og skattanefnd um að aðgerð- irnar væru ófullnægjandi. Ekkert vantaði upp á sýn- inguna þegar ráðherrarnir fimm kölluðu fjölmiðla á vett- vang í liðinni viku til að segja frá aðgerðunum, sem sagðar voru ná utan um skuldavanda heimilanna. Þrátt fyrir þessa miklu um- gjörð þóttust menn sjá að að- gerðirnar væru lítið annað en það; umgjörð. Því miður virt- ist örvænting hafa ráðið tíma- setningu fundarins en ekki það að ríkisstjórnin hefði raun- verulega náð utan um vand- ann. Augljóst virtist að fátt nýtt var í aðgerðunum og enn færra sem útfært hefði verið eða hugsað til hlítar. Fund- urinn virtist aðallega haldinn til að vinda ofan af furðulegum hugmyndum sem félagsmála- ráðherra hafði nýlega sett fram um bílalán og höfðu þann tilgang helstan að lækka skuldir þeirra sem keyptu sér dýra jeppa með miklum lánum skömmu fyrir hrun. Sú nýja afstaða sem meiri- hluti og minnihluti efnahags- og skattanefndar hafa náð samkomulagi um staðfestir allar þessar efasemdir og sýn- ir raunar að und- irbúningur blaða- mannafundar ráðherranna fimm var enn rýrari en útlit hafði verið fyrir. Fulltrúar allra flokka hafa sameinast um að kalla eftir frekari upplýs- ingum um möguleika til lækk- unar skulda heimilanna. Má furðu sæta að ríkisstjórnin skyldi kynna lokalausn sína áður en slíkar upplýsingar lágu fyrir. Nú er sú staða komin upp að þingnefnd hefur tekið fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn- inni og í raun lýst því yfir að þær aðgerðir sem ríkis- stjórnin hefur verið reiðubúin að grípa til vegna vanda heim- ilanna séu alls ófullnægjandi. Augljóst er að ríkisstjórnin er búin að missa öll tök á því verkefni sem henni hefur verið falið. Sú þverpólitíska við- urkenning á að aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna séu ófullnægjandi kemur beint í kjölfarið á yfirlýsingum um að ekki sé lengur samstaða um stöðugleikasáttmálann svo- kallaða. Ríkisstjórn getur tæpast haft minni tök á viðfangs- efnum sínum. Þegar jafnvel hörðustu stuðningsmenn hennar á þingi lýsa yfir van- trausti í verki er ljóst að hún er í raun fallin. Eftir slík áföll snýst áframhaldandi stjórn- arseta aðeins um að halda í ráðherrastólana. Hörðustu stuðnings- menn ríkisstjórn- arinnar lýsa yfir van- trausti í verki } Samstaða gegn ríkisstjórninni Stundum ergert lítið úr hlutverki stjórn- arandstöðu og hún sökuð um að vera neikvæð, með sífelldar athugasemdir og úrtölur. Slík gagnrýni hef- ur lengi þekkst. En í rauninni er hún á misskilningi byggð. Í grónum lýðræðisríkjum er betri skilningur á hlutverki stjórnarandstöðunnar. Þar er hugsunin sú að mjög þýðingarmikið sé að hinn al- menni borgari heyri aðra hlið á þeim málum sem ráðandi meirihluti færir fram. Ella séu kostir hans til að taka málefnalega afstöðu til ákvarðana mjög þrengdir. En þrátt fyrir að „and- staðan“ sé þannig mikilvæg og ekki megi gera hana tor- tryggilega þarf það ekki að útiloka að stjórn- arandstaða birtist einnig á hinni já- kvæðu hlið. Þeir flokkar og hreyf- ing sem skipa nú- verandi stjórnarandstöðu hafa iðulega sýnt myndarleg tilþrif í þessa átt. Þannig hef- ur stjórnmálaumræðan styrkst og verið gefandi, sem veitir ekki af. Nýjar tillögur Framsóknarflokksins eru at- hyglisverðar og sjálfsagt að aðrir taki þær til jákvæðrar skoðunar. Sá tónn sem þar er sleginn í átt til víðtæks sam- starfs er góður. Vissulega eru áherslur flokksins í sumum efnum umdeilanlegar og ýmsa þætti vantar þar sár- lega. En samt er ástæða til að fagna þessu frumkvæði og vönduð umræða ætti að geta fylgt í kjölfarið. Virk stjórnarand- staða styrkir stjórn- málaumræðuna} Athyglisverðar tillögur Þ að er sjálfsagt að íslenska þjóðin geri þá kröfu að allir hennar bestu menn leggi saman til að hífa land- ið upp úr forarpolli niðurlægingar og eymdar. En einmitt þegar svo mikið liggur við blasir sú staðreynd við að hin- ir bestu menn finnast hvergi. Hins vegar er allt fullt af litlum köllum sem láta eins og þeir séu stórir. Nú hefur íslenska þjóðin beðið mánuðum saman – og allt bendir til að hún muni þurfi að bíða árum saman – eftir því að stjórn- málamönnunum detti eitthvað sæmilega snjallt í hug til að rétta við land og þjóð í bágri stöðu. En ekkert gerist. Hrunið, og allur eftirleikur þess, hefur opn- að augu almennings fyrir því hversu óburðug- ir íslenskir stjórnmálamenn eru. Þingmenn eru upp til hópa ráðlausir og dáðlausir. Þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera og velja því auðveldustu leiðina: þeir gerast hjarðsálir, leita skjóls í flokkslínunni og tala formúlukennt og lengi, án nokkurs innihalds. Þannig telja framsóknarmenn sig gera mest gagn með því að æpa og skrækja sem mest úr ræðustól Alþingis. Frá þeim kemur aldrei vitræn hugmynd, einungis há- vaði. Einstaka sinnum halda þeir svo blaðamannafund til að minna enn frekar á tilvist sína. Sjálfstæðismenn keppast við að telja þjóðinni trú um að þeir vilji komast til valda en flestir vita að þeir mega einmitt ekki til þess hugsa að taka á sig ábyrgð. Það myndi rúlla þeim niður vinsældalistann á ör- fáum mánuðum og fallið yrði svo mikið og sárt að þeir væru stórlaskaðir í langan tíma á eftir. Svo illa vill til að annar ríkisstjórnarflokk- anna er flokkur sem þolir ekki þá ábyrgð að sitja í ríkisstjórn. Vinstri grænir skilja ekki atvinnulífið og gangverk efnahagslífsins. Nýt- ing auðlinda er í þeirra augun misþyrming á náttúrunni og allt sem viðkemur fjármagni sjá þeir sem viðurstyggilega gróðastarfsemi. Samfylkingin ætti að fyrirverða sig fyrir að hafa breitt út faðminn og lagt til samstarfs við mestu afturhaldsöflin í íslenskri pólitík. Um Samfylkinguna er ekki margt að segja. Hún er að verða forystulaust rekald. Jóhanna Sigurðardóttir er mætur stjórn- málamaður en mun ekki sitja lengi enn. Þá tekur við einn af hinum málglöðu framagosum flokksins. Sá maður verður sennilega haldinn ofstopafullu hatri á Sjálfstæðisflokknum og mun reyna að teyma flokkinn út í eyðimörk vinstristefnu og forsjárhyggju. Sjálfstæð- ismenn hafa til nokkurs að hlakka því um leið og þetta gerist mun Sjálfstæðisflokkurinn fitna og dafna og ná þungavigt að nýju. Kjósendur geta vonað og beðið að stjórnmálamenn- irnir taki stökkbreytingu og taki upp á því að gera eitt- hvað sem skiptir þjóðina máli. En þetta verður endalaus bið því stjórnmálamennirnir hafa ekkert lært af hruninu, þótt þjóðin sé reynslunni ríkari. kolbrun@mbl.is Kolbrún Berg- þórsdóttir Pistill Biðin endalausa STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is S amþykkt var á ríkisstjórn- arfundi sl. þriðjudag að leggja fram tillögu til þingsályktunar um full- gildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn sem sam- þykkt var af allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna árið 2000. Hátt í tvö ár eru síðan Alþingi samþykkti að heim- ila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd Palermó-samninginn gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpa- starfsemi. Sem liður í því hefur verið komið á aðgerðaráætlun gegn man- sali auk þess sem gerðar voru nauð- synlegar breytingar á almennum hegningarlögum í desember sl. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á hegningarlögum hafði raunar verið lagt fram þrjú síðustu löggjafarþing þar áður án þess að hljóta afgreiðslu. Hjá Urði Gunnarsdóttur, fjöl- miðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, fengust þær upplýsingar að í reynd uppfyllti Ísland nú þegar Palermó-- samninginn en gengið yrði frá form- legum fullgildingarskjölum vegna þessa á allra næstu dögum. Spurð hvers vegna ákveðið hafi verið að skilja að annars vegar Palermó- samninginn og hins vegar Palermó- bókunina segir hún það hafa verið gert þar sem ekki hafi skýrst fyrr en nýverið að búið væri að gera allar nauðsynlegar lagabreytingar hér- lendis til þess að Ísland geti fullgilt hvort tveggja en í millitíðinni hafi menn ekki viljað tefja fullgildingu Palermó-samningsins. Í samtali við Björgvin G. Sigurðs- son, þingflokksformann Samfylking- arinnar, segist hann fastlega reikna með því að fyrrgreind þingsályktun um mansalsbókun Palermó-samn- ingsins fáist samþykkt á Alþingi nú á vormánuðum og því sé þess ekki langt að bíða að Ísland fullgildi form- lega bæði samninginn og bókunina. Leiðrétta hlut kvenna Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrver- andi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, fagnar því að Ísland skuli loks formlega vera að fullgilda Pal- ermó-samninginn og meðfylgjandi bókun. Frá árinu 2003 mælti hún reglulega fyrir lagafrumvarpi á Al- þingi um fórnarlamba- og vitnavernd til handa fórnarlömbum mansals sem í grunninn byggðist á ákvæðum man- salsbókunar Palermó-samningsins án þess að það hlyti hljómgrunn. „Það er alveg greinilegt að hug- myndafræði kvenfrelsis og fem- ínisma, sem hefur átt góða fótfestu í báðum stjórnarflokkunum, skiptir sköpum þegar kemur að breytingum á þessu sviði. Enda er það stefna þessara flokka að leiðrétta hlut kvenna vítt og breitt í samfélaginu og hluti af þeirri leiðréttingu er að koma þessum málum öllum í lag,“ segir Kolbrún. Segist hún skynja ákveðna hugarfarsbreytingu í íslensku sam- félagi og tengir það m.a. við þau sterku viðbrögð sem urðu við klám- ráðstefnunni á sínum tíma. „Þá var eins og fólk áttaði sig allt í einu á tengslunum milli klámiðnaðarins, vændis, nektardansstaða og man- sals,“ segir Kolbrún. Söluvara? Í húsnæði Stígamóta gefur að líta plaköt sem varpa upp þeirri spurningu hvort eðlilegt geti talist að kaupa aðgang að líkömum kvenna. Fullgilding rétt handan við hornið Gengið verður frá því á næstu dögum að Ísland fullgildi form- lega Palermó-samninginn rúmum níu árum eftir að hann var und- irritaður. Nú á vorþinginu verður lögð fram þingsályktun um full- gildingu mansalsbókunar Pal- ermó-samningsins. Hvenær og hvar var Palermó- samningur SÞ samþykktur? Á allsherjarþingi SÞ í New York 15. nóvember 2000. En Palermó-bókunin? Hún var samþykkt sama dag. Hvenær öðlaðist Palermó-bókunin gildi? 25. desember 2003. Hvenær var samningurinn ásamt bókuninni undirritaður fyrir Íslands hönd? 13. desember 2000. Hversu mörg ríki hafa gerst aðilar að henni? Alls eru þau 137. Hvert er markmiðið með bókuninni? Markmið bókunarinnar eru að berjast gegn mansali, einkum verslun með konur og börn, að aðstoða og vernda fórnarlömb mansals og stuðla að samstarfi aðilarríkjanna til að ná fyrr- greindum markmiðum. Í þessu skyni skilgreinir bókunin hugtakið mansal, leggur til leiðir til að efla löggæslu og landamæraeftirlit, styrkir dómskerfið, eykur við vernd og stuðning við fórnarlömb og vitni og kemur á forvarn- arstefnu. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.