Morgunblaðið - 25.03.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 25.03.2010, Síða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 ✝ Lárus Örn Jör-undsson fæddist 1. apríl 1926 á Hellu í Steingrímsfirði. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. mars sl. For- eldrar hans voru Elín Sigríður Lár- usdóttir frá Álfta- gróf í Mýrdal, f. 5. janúar 1900, d. 26. febrúar 1983, og Jör- undur Gestsson, bóndi á Hellu í Stein- grímsfirði, f. 13. maí 1900, d. 29. september 1989. Syst- kini Lárusar eru Ingimundur Gunnar, f. 26. febrúar 1922, d. 16. október 1979, Ragnar Þór, f. 29. júlí 1924, d. 2. maí 2005, Guðfinna Erla, f. 21. desember 1927, Vígþór Hrafn, f. 9. mars 1932 og Guð- laugur Heiðar, f. 12. ágúst 1936. Hálfbróðir, samfeðra, Magnús Þau eiga tvö börn: Ragnhildi, f. 2. febrúar 1979, eiginmaður hennar er Edilon Hreinsson, f. 28. desem- ber 1978, og eiga þau tvö börn, Stefaníu Diljá, f. 29. apríl 2005, og Ísak Inga, f. 14. mars 2009. Einar, f. 21. desember 1981, sambýlis- kona hans er Valgerður Gréta Benediktsdóttir, f. 28. janúar 1984. Lárus ólst upp á Hellu í Stein- grímsfirði í stórum systkinahópi en fór snemma að vinna eins og siður var á þeim árum. Hann vann við bú foreldra sinna ásamt því að stunda sjómennsku frá Drangsnesi og Hólmavík. Hann flutti til Reykjavíkur í byrjun sjötta ára- tugarins og stundaði þar ýmis störf, uns hann hóf nám í rafvirkj- un en að því loknu starfaði hann lengst af sem rafvirki og rafverk- taki. Lárus og Ragnhildur hófu búskap í Reykjavík árið 1956 en þau bjuggu lengst af í Dverga- bakka 30 í Reykjavík. Lárus verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 25. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Gunnar, f. 3. október 1918, d. 3. ágúst 1997, og fóstursystir, Elenóra Jónsdóttir, f. 10. september 1930, d. 11. janúar 2005. Lárus kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni Ragnhildi Ísaks- dóttur, f. 24. júlí 1935, þann 12. júlí 1956. Foreldrar hennar voru Hildur Vigfúsdóttir, f. 28. desember 1892, d. 23. júlí 1990, og Ísak Petter Zakrisson, f. 18. febrúar 1887, d. 2. ágúst 1968. Ísak og Hildur bjuggu lengst af á Drangs- nesi (í Klettakoti) við Steingríms- fjörð en síðast í Hafnarfirði. Lárus og Ragnhildur eignuðust einn son, Ísak Pétur, f. 20. júní 1957. Eig- inkona hans er Ingunn Ein- arsdóttir, f. 20. nóvember 1960. Elsku afi. Ljóðlínan „Ég hef aldrei lifað ann- an meiri óhappadag“ hljómar nú í hugum okkar, ekki vegna þess að dagarnir með þér væru óhappadag- ar heldur þvert á móti miklir gleði- dagar. Þú söngst kvæðið fyrir okkur í æsku af mikilli innlifun og það var í miklu uppáhaldi hjá þér. Þegar við rifjum upp kvæðið verður okkur hugsað til allra góðu minninganna. Þær voru ófáar ferðirnar og gisti- næturnar í Dvergabakkanum, þar sem vel var tekið á móti okkur með söng, gleði og ýmsu góðgæti og eru niðurskornu flatkökurnar með smjöri eftirminnilegar. Þar var margt bardúsað, farið í feluleiki, „Tækið“ smíðað, gerð naglasúpa og margt fleira skemmtilegt. Ekki að undra að 4 ára gutti hafi strokið að heiman til þess að vera hjá afa sínum og ömmu. Þú varst alltaf svo góður við okkur og gaman var að endur- upplifa það þegar Stefanía Diljá og Ísak Ingi komu í heiminn, það skein alltaf af þér gleðin þegar þú hittir litlu krílin, enda varstu alltaf ein- staklega barngóður. Á sumrin fóruð þið amma með okkur í ferðalög og þá oftast að Hellu. Við munum svo vel allar sög- urnar sem þú sagðir okkur, sögur af fólki úr sveitinni, Gráasteini sem var þér svo kær, sögur af draugum og huldufólkinu á Hellu. Eftirminnileg er sagan af hundinum Molotov, sem sjálfur valdi sér nafn sovéska utan- ríkisráðherrans með gelti þegar nafnið var nefnt í útvarpinu. Við gleymum aldrei draugagangs-kvöld- inu, þegar við vorum ein í bænum og þið amma uppi í húsi hjá Ragga. Þegar þið komuð til baka vorum við grátbólgin af hræðslu en þú hlóst nú bara að okkur og huggaðir okkur með því að ef draugar væru í Hellu- húsinu, væru þeir bara góðir. Kvöldum á Hellu var síðan oftast varið í spilamennsku þar sem við fylgdum ekki alltaf ýtrustu reglum. Spilakvöldunum fylgdi mikil gleði og hlátrasköll. Áður en farið var að sofa last þú bænirnar fyrir okkur og kveðjum við þig, elsku afi okkar, með bæninni sem þú kenndir okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ragnhildur og Einar. Elsku bróðir. Ég sakna þess að sjá þig ekki lengur - í sálu hefur myndast sorgartóm. En ég sé myndir, dagfarsprúði dreng- ur í dögun bernsku – gráta vorsins blóm í Bæjarhól, hvar bunulækjarstrengur blítt í eyra kveður glöðum róm. Ég opna helga bók – í henni stendur að hver sem deyi öðlist eilíft svið. Að vors Drottins kærleiks helgu hendur honum opni réttlætisins hlið, svo hann gangi um bjartar lífsins lendur og ljúfur Jesús leið́ann sér við hlið. Vígþór og Sjöfn. Það var á björtum júnídegi um aldamótin síðustu, löngu fyrir fóta- ferðatíma hinna Hellinganna, sem við Lalli frændi áttum eina af okkar morgunstundum í eldhúskróknum á Hellu. Hann að sýsla við kaffið. Ég bara að taka daginn snemma og ein- göngu með þær fyrirætlanir að fá að njóta hans einstöku og uppbyggj- andi nærveru. Sólin að koma upp og Steingrímsfjörðurinn spegilsléttur. Já, nánast rjómalogn. Mikið lifandis ósköp var þetta notalegt. Og kaffið hans Lalla bragðaðist sérlega vel enda borið fram og bragðbætt með sögum af horfnum tíma þegar hann var lítill strákur og vappaði um bæj- arhólinn og fór í langferðir alla leið upp að Gráa steini. Slíkar eðalstund- ir eru fágætar gersemar. Og þeir sem þeirra njóta verða betri menn eftir. Já, hann Lalli var, eins og þeim Hellusystkinum var í blóð borið, hreinskiptinn og heiðarlegur mann- vinur sem mátti ekkert aumt sjá. Hann var traustur og duglegur, út- sjónarsamur og laginn. Og hann hafði þennan fágaða húmor sem allt- af skein í gegn sama hvað það var sem hann tók sér fyrir hendur. Mér fannst hann alltaf sérlega ljúfur enda eru fáir sem ég veit um sem voru eins miklar barnagælur og hann. Hann gat alltaf komið manni í gott skap. Jafnvel á sex ára afmæl- inu mínu á Hagamelnum forðum þegar þeir frændur mínir, Ísak og Björgúlfur, voru að mínu mati alls ekki þeir skemmtilegustu afmælis- gestir sem völ var á, enda tveimur árum eldri en ég og þar að auki strákar. Jafnvel þá gat Lalli lagað ástandið og laðað fram bros. Og það voru ekki bara við, barna- börnin frá Hellu eins og við köllum okkur, sem fengum að kynnast væntumþykju hans. Hann tók líka börnunum okkar eins og þau væru afabörnin hans. Hann fylgdist með þeim af áhuga. Áhuga sem birtist í stuðningi við það sem þau voru að gera, hvort sem það var leiklistar- spuni eða söngur á erlendri grundu. Hann var t.d. sérlega áhugasamur um sönginn hans Vígþórs Sjafnars sem hann fylgdist með til síðasta dags, enda mikill áhugamaður um tenórsöng. Á stundum sem þessari, þegar hann Lalli frændi er kvaddur, er það fyrst og fremst einlægt þakklæti sem fyllir hug okkar sem eftir lifum, þrátt fyrir söknuðinn. Þakklæti fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að eiga hann að og fá að alast upp við þá manngæsku sem hann einatt gaf af sér. Það er með einlægum hlýhug sem við Onni og börnin okkar, sendum Ragnhildi, Ísak, Ingu, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um ein- stakt ljúfmenni lina þraut ykkar í sorginni. Sif Vígþórsdóttir. Vinur minn til margra tuga ára, Lárus Örn Jörundsson, er látinn 83 ára að aldri. Okkar kynni hófust á Drangsnesi við Steingrímsfjörð, en þar átti ég heima í tvö ár 1948-50. Fósturfor- eldrar mínir fluttu norður frá Reykjavík til að taka við barnaskól- anum þar. Það var mikil upplifun að flytja norður, allt var svo nýtt og framandi. Við fluttum búslóðina með skipi en ekkert vegasamband var þar þá. Þarna kynntist ég ýmsu nýju eins og t.d. fiskverkun og síldarsölt- un. Lárus var þá sjómaður á mót- orbátnum Ásdísi sem gerði út frá Drangsnesi. Unga fólkið á staðnum þurfti að sjálfsögðu sína dansleiki og voru böllin haldin í gamla skólahúsinu við harmonikkuspil. Það sem ég kann í gömlu dönsunum kenndi Lárus mér. Þar kynntist ég líka Ragnhildi Ís- aksdóttur og tengdumst við strax sterkum vináttuböndum, svo ekki fór hjá því að mennirnir okkar yrðu góðvinir, sameiginlegur skákáhugi tengdi þá saman. Ég á margar ljúfar minningar um Lárus, bæði meðan allt lék í lyndi hjá okkur báðum og líka þegar ég átti í erfiðleikum en þá studdu þau hjón bæði þétt við bakið á mér. Lárus var vel hagmæltur og liggur eftir hann þó nokkurt vísna- safn og hefur nokkuð af því birst á prenti. Það var oft gaman hjá okkur í heimboðunum í gamla daga, Lárus tók í „nikkuna“ og þegar hann náði sér á flug runnu upp úr honum alls- kyns vísur, ljóð og gamanmál. Lífið verður sannarlega fátæklegra nú þegar Lárus er horfinn á braut. Af vissu tilefni var ég á ferð um Strandir í sumar sem leið, ásamt fjölskyldu minni og vini og auðvitað Ragnhildi og Lárusi. Við gistum í góðu yfirlæti á gistiheimilinu Mal- arhorni á Drangsnesi. Á leiðinni til okkar heima áttum við öll heimboð að ættaróðalinu Hellu. Þetta var síðasta ferð Lárusar á æskustöðvarnar og að leiðarlokum vil ég kveðja hann í huganum á þeim stað og þakka honum allt sem hann var mér. Þegar ég lít til baka sé ég að Lárus var gæfumaður, hann var heilsuhraustur alveg undir það síð- asta og átti góða og samhenta fjöl- skyldu. Elsku Ragnhildur mín, við höldum áfram að eiga hvor aðra að í blíðu og stríðu. Ég og börnin mín sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Guðrún Elíasdóttir. Fyrir allmörgum árum nutum við hjónin þeirrar ánægju að dveljast með þeim hjónum Ragnhildi og Lár- usi í nokkurn tíma norður að Hellu í Steingrímsfirði, sem var æskuheim- ili húsbóndans. Okkur er enn í fersku minni sú fölskvalausa gleði og ánægja sem geislaði af honum, þeg- ar hann rifjaði upp uppvaxtarárin á æskuslóðum sínum. Þá sýndi hann okkur fjölmarga staði sem voru hon- um sérstaklega kærir og sagði okkur margar sögur, sem rifjuðust upp af því tilefni. Fyrir fjölmörgum árum, úti á Kanaríeyjum, tókum við upp á því að fara að spila „bridge“ saman og þró- aðist það þannig að við höfum alltaf spilað hálfsmánaðarlega yfir vetur- inn síðan. Þetta hefur veitt okkur mikla gleði og ánægju. Lárus hafði góða nærveru, var glettinn og hlýr persónuleiki og naut sín vel á heimavelli við hlið eigin- konu sinnar, Ragnhildar, á þeirra fallega heimili. Innilegar samúðarkveðjur til Ragnhildar og fjölskyldu. Friðgerður og Ragnar. Lárus Örn Jörundsson Mín fyrsta minning er þegar ég er á hand- legg mömmu fyrir framan eldavélina og hún að hræra í hafragrautnum fyrir heimilisfólkið. Þegar ég kom heim úr skólanum og þurfti að segja henni svo margt þá var hún alltaf við ofninn í eldhúsinu og hlustaði. Og þegar Anna frænka var í heimsókn og þær sátu í rökkrinu í stofunni, töluðu lágt saman og ég, stelpuskottið, kom að trufla þá var ég beðin um að hella upp á kaffið, setja þrjár skeiðar af kaffi og mylja svolítið Export úti. Ég bý að því að hún kenndi mér að prjóna á dönsku eins og við kölluðum það því ekki var mik- ið um íslenskar prjónauppskriftir þá. Ég man þegar hún var að þvo mér fyrir háttinn og ég orðin ódæl og þreytt, þá sagði hún mér söguna af honum Sveini stutta og ef það dugði ekki þá fékk ég líka að heyra söguna Guðlaug Ingvarsdóttir ✝ Guðlaug Ingv-arsdóttir fæddist á Ekru á Norðfirði 3. mars 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 8. mars 2010. Guðlaug var jarð- sungin frá Norðfjarð- arkirkju 15. mars 2010. af honum Sveini langa. Hún sagði ekki mikið þegar ég óhlýðnaðist henni á unglingsárun- um en ég skildi alveg þessa þögn og skamm- aðist mín. Ég man líka hvað henni fannst bítlamúsíkin sem ég spilaði daginn út og daginn inn á stóra grammófóninn í stof- unni þreytandi, en hún unni íslenskum ætt- jarðarlögum og söngl- aði oft með rás eitt eftir hádegið þeg- ar hún var að baka, stoppa í sokka eða jafnvel að prjóna skíðapeysu á Ingvar bróður sem var í Noregi við nám. Ég minnist oft fyrstu flugferðar minnar þegar við Anna systir fórum „aleinar“ með mömmu til Akureyrar að heimsækja Íu systur og hennar fjölskyldu sem bjó þá þar. Mamma varð svo flugveik, en ekki við skott- urnar sem vorum að deyja úr spenn- ingi. Ég man bréfaskriftir okkar á milli þegar ég dvaldi einn vetur í Danmörku og fannst henni mikið til koma því dönskuna kunni hún alveg upp á tíu enda voru „dönsku blöðin“ hennar uppáhald og réð hún allar krossgáturnar í blöðunum „med det samme“. Á unglingsárum mínum voru eldri systkinin farin að heiman og við Guðlaug enn eftir í föðurhús- um. Á þeim árum fóru allir í spariföt- in á sunnudögum og átti pabbi það til að bjóða okkur mæðgum „óforvaren- des“ í bíltúr og endaði bíltúrinn með göngu upp á Magnúsartind eða í Helgustaðanámur eða hvert sem honum datt í hug og við kvenfólkið í pilsum og á blankskóm ekki málið. Svo varð ég fullorðin og fór að heim- an og eignaðist mann, börn og bú. Þá var gott að koma í „sexkaffið“ á Bakka með fjölskylduna í spjall því alltaf var fjölmennt við eldhúsborðið á þeim tíma. Ég vil líka minnast heimsókna mömmu til mín norður á Húsavík eftir að pabbi féll frá. Þá var rúnturinn tekinn um sýsluna og land- ið skoðað og er ógleymanleg ein ferð okkar í Ásbyrgi þegar haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Og ekki voru síðri Akureyrarferðir okkar þegar við heimsóttum Ingu frænku, Maju vinkonu að ógleymdum verslunar- ferðunum í Tískuverslun Steinunnar og var mamma þá í essinu sínu hvort sem hún mátaði ullarpeysu eða spari- kjól og keypti það „bara“ þótt hana vantaði það ekki eins og hún sagði. Ég vil þakka mömmu fyrir mig og fara enn og aftur með bænina sem hún kenndi mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Jóhanna. ✝ Móðir mín, dóttir okkar og systir, INGILEIF THORLACIUS myndlistarmaður, er látin. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 30. mars kl. 15.00. Ásdís Thorlacius Óladóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Kristján Thorlacius, Áslaug, Sigrún, Solveig og Sigríður. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, BIRNA ÁRNADÓTTIR, Hamraborg 32, áður Kópavogsbraut 82, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 24. mars. Útför verður auglýst síðar. Árni Steingrímsson, Valborg Björgvinsdóttir, Jóhanna Steingrímsdóttir, Stefán Árni Arngrímsson, Birna Steingrímsdóttir, Hafþór Freyr Víðisson, Ásdís Steingrímsdóttir, Gunnar Carl Zebitz, Sigríður Steingrímsdóttir, Bjarki Þór Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.