Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 27

Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 ✝ Marías Þ. Guð-mundsson fæddist í Hnífsdal 13. apríl 1922, hann lést á heimili sínu 17. mars 2010. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Stefáns Guðmunds- sonar og Jónu Sal- ómonsdóttur. Systk- ini Maríasar: Þorgeir, f. 4.7. 1904, d. 12.12. 1924, Ingibjörg, f. 27.10. 1912, d. 7.8. 2009, Guðmundur, f. 11.4. 1916. Barn Maríasar og Ingibjargar Ólafsdóttur: Hildur, f. 25.9. 1944, maki Þórður Oddsson og barn þeirra Linda Bára. Þann 8.5. 1954 kvæntist Marías eftirlifandi eig- inkonu sinni, Málfríði Finnsdóttur, f. 22.11. 1923, hjúkrunarfræðingi frá Hvilft í Önundarfirði. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Stefán, f. 3.10. 1954, giftur Kristínu Jóns- dóttur, börn þeirra a) Íris María, maki Hrafnkell Markússon, dóttir þeirra Katla Kristín, b) Sara Jóna, maki Garðar Örn Hinriksson. 2) Áslaug, f. 11.4. 1956, gift Skúla Lýðssyni, börn þeirra, a) Fríða Björk, b) Brynhildur, maki Halldór Vestfirðinga. Árið 1981 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og starfaði Marías hjá Fiskifélagi Íslands allt fram til 1992. Meðal annarra starfa má nefna setu í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins, varastjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og stjórn Fiskifélags Íslands, þá var hann einn af stofnendum útgerðar- félagsins Hrannar. Marías starfaði alla tíð að félagsstörfum og valdist þar oft til forystu. Þ.á m. sat hann í bæjarstjórn Ísafjarðar, var forseti SUJ, formaður Þjóðhátíðarnefndar Vestfjarða 1974, sat í miðstjórn og flokksstjórn Alþýðuflokksins og starfaði fyrir R-listann og Samfylk- inguna. Marías var í stjórn Alþýðu- sambands Vestfjarða, var stjórnar- formaður Kaupfélags Ísfirðinga, formaður Sjómannadagsráðs og er heiðursfélagi Sjómannafélags Ísa- fjarðar. Mörg hlutverk lék hann hjá Leikfélagi Ísafjarðar. Skáti var hann mikill, í stjórn skátafélagsins Einherja í 20 ár og síðar St. Georgsgildi eldri skáta í Reykja- vík. Marías var í Frímúrararegl- unni frá 1956. Eftir að Marías lét af störfum gegndi hann trúnaðaremb- ættum fyrir eldri borgara bæði í Reykjavík og á landsvísu sem og fyrir lífeyrisdeildir SFR. Allt fram á síðasta dag var sóst eftir kröftum hans við fundarstjórn á aðal- fundum og landsþingum hinna ýmsu félaga. Útför Maríasar fer fram frá Nes- kirkju í dag, 25. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Örn Halldórsson, syn- ir þeirra Viktor Ívan og Tristan Ágúst, c) Marías Þór, unnusta Erla Dröfn Kristjáns- dóttir. 3) Bryndís, f. 3.5. 1960, gift Krist- jáni Einarssyni, börn þeirra a) Arndís, maki Baldur Sig- urgeirsson, sonur þeirra Kristján, b) Ármann, c) Rut. 4) Árni, f. 1.12. 1969, kvæntur Guðrúnu Oddsdóttur, börn þeirra a) Sunna, b) Oddur Mar, c) Katrín Lilja. Marías fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar og síðan Samvinnuskólaprófi 1943. Á yngri árum stundaði Marías sjómennsku. Starfsmaður Kaupfélags Ísfirðinga 1941-1947 og síðan gjaldkeri og bókari hjá Olíusamlagi útvegs- manna á Ísafirði til 1964. Stunda- kennari við Gagnfræðaskóla Ísa- fjarðar 1949-1970. Marías tók við starfi framkvæmdastjóra Íshús- félags Ísfirðinga 1964 og gegndi því til ársins 1974 er hann varð framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Elsku tengdapabbi minn, hann Marías, er fallinn frá. Marías var kominn á eftirlaun þegar við kynnt- umst en var svo önnum kafinn við að sinna félagsmálum að það nálg- aðist fullt starf, þannig var Marías, virkur þátttakandi í lífinu til síðustu stundar. Það var alltaf gott að hitta hann og flest heimsins mál voru rædd, enda var Marías ern fram á síðustu stundu, eldklár og stálminn- ugur. Marías var einstaklega hlýr maður og hann umgekkst fólk af ástúð og virðingu. Sérstaklega var hann þó blíður afi, en í hvert sinn þegar við komum í heimsókn á hið yndislega heimili Málfríðar og Marí- asar í Efstaleiti beið hann við lyft- una og börnin hlupu í fangið á hon- um og hann faðmaði þau fast og lengi, hló og sagði þeim umbúða- laust hvað honum þætti vænt um þau og gott að sjá þau. Hans verður mikið saknað. Ég þakka Maríasi samfylgdina, hvíl þú í friði. Guðrún Oddsdóttir. Afi Marías var mjög góður afi, hann var aldrei dónalegur, vondur eða strangur. Hann hafði mjög fal- leg heyrnartól og hann var alltaf í stuði miðað við aldur. Hann fór mjög varlega við að keyra bíl. Afa fannst Leiðarljós mjög skemmtilegt og ef við vorum í heim- sókn tók hann það upp. Alltaf þegar við heilsuðum honum og kvöddum þá knúsaði hann okkur svo innilega. Hann afi verður alltaf í hjörtum okkar og við vitum að honum líður vel í himnaríki. Oddur Mar og Katrín Lilja Árnabörn. Það er með söknuði og virðingu sem við, félagar Maríasar Þ. Guð- mundssonar í Samfylkingunni, kveðjum hann í dag. Marías tók þátt í hreyfingu ís- lenskra jafnaðarmanna frá unga aldri og allt til hins síðasta. Hann var kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðar, var forseti Sambands ungra jafnaðarmanna, sat í mið- stjórn og flokksstjórn Alþýðuflokks- ins, svo fátt eitt sé talið, en ekki síst var hann okkur dýrmætur sem einn þessara traustu, almennu fé- lagsmanna sem ávallt var hægt að reiða sig á. Slíkir virkir félagsmenn eru hornsteinar hvers stjórnmála- flokks. Þeir vinna þau verk sem til falla, taka þátt í mótun stefnu, eru til staðar þegar taka þarf mikilvæg- ar ákvarðanir og ekki síst veita þeir okkar kjörnu fulltrúum stuðning og aðhald í erli dagsins. Þannig var Marías. Við gátum treyst á hann. Marías var frá Ísafirði eins og mikill fjöldi jafnaðarmanna sem hafa sett svip á hreyfingu okkar. Hann fylgdi Alþýðuflokknum inn í Samfylkinguna og var vakinn og sofinn yfir þeirri vegferð að sam- eina loks íslenska jafnaðarmenn í einum flokki. Fyrir allt þetta viljum við þakka Maríasi Þ. Guðmundssyni um leið og við sendum eiginkonu hans, Mál- fríði Finnsdóttur, og afkomendum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir. Eftir afkastamikla ævi hefur öð- lingurinn Marías Þ. Guðmundsson kvatt. Leiðir okkar lágu fyrst saman sumarið 1951. Þá var ég strákur í sveit hjá afa og ömmu á Hvilft í Ön- undarfirði. Einn sunnudaginn var farið yfir til Ísafjarðar í heimsókn til Málfríðar, föðursystur minnar, Fríðu frænku, sem þá var orðin yf- irhjúkrunarkona fjóðungssjúkra- hússins þar og sem síðar giftist Maríasi. Þetta var fallegur sumar- dagur og Marías bar að og bauð í bílferð í endurbyggðum Willys-her- jeppa sínum. Hann sveiflaði mér mjúklega í sætið við hlið sér og gangsetti farartækið með því að ýta á hnapp með gormi, sem var í gólf- inu við hlið bensíngjafararinnar. Gangsetningu á þennan máta hafði ég aldrei séð áður og vakti hún mikla athygli mína enda festist þessi atburður mér í minni. Árin liðu og ég sá Marías sjaldan því fjarlægðir skildu. En fundirnir, þótt fáir væru, eru mér eftirminn- anlegir því Marías var mikill hæfi- leikamaður og stórbrotinn persónu- leiki. Hann var traustvekjandi og bjó yfir miklum forystuhæfileikum. Rödd hans var einkar hljómfögur og svo var hann gæddur þeim persónu- töfrum að þegar hann talaði við þig þá hafðir þú á tilfinningunni að það skipti hann máli að fá álit þitt á því sem verið var að ræða um. Slíkir menn eru fágætir og því eðlilegt að hann veldist fljótt til trúnaðarstarfa í atvinnulífinu sem á félagssviðinu og í stjórnmálum en þar kom svo vel fram að hugur hans og hjarta var hjá þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Álit mitt á Maríasi varð samt mest á seinustu árum hans. Hann átti þá lengi við erfiðan hjartasjúk- dóm að stríða en neitaði að láta yf- irbugast og láta sjúkdóminn stjórna lífi sínu. Hann fór ótrauður í ferða- lög innanlands sem til fjarlægra landa og var óþreytandi í að kynna sér ný viðhorf og menningu. Þar kom skýrt fram aðdáunarverður kjarkur hans og dugnaður. En í öllu því sem hann kom í framkvæmd naut hann stuðnings og aðstoðar hinnar ljúfu og hörkuduglegu konu sinnar, Málfríðar. Án hennar hefði hann ekki afrekað það sem hann gerði enda var hún traust hans og skjól. Mörg eru þau góðverk, sem hún jafnframt vann í kyrrþey. Unun var að koma á fallegt heimili þeirra, móttökur alltaf afar hlýjar og gest- risninni við brugðið. Á þessari kveðjustund vottum við Kristín Fríðu og börnunum og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð okk- ar og þökkum fyrir góðan mann, sem við kveðjum með trega. Blessuð sé minning Maríasar. Gunnar Finnsson. Ég kynntist Maríasi og konu hans Málfríði fyrst innan hreyfingar eldri skáta, þ.e.a.s. í St. Georgsgildinu í Reykjavík. Þar var hann um langt skeið gildismeistari. Marías var góður drengur og mætur maður bæði í leik og starfi. Hann fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp. Gagn- fræðaprófi lauk hann á Ísafirði og síðar prófi frá Samvinnuskólanum. Marías gerðist snemma skáti og var mikilvirkur innan hreyfingar- innar allt fram á dauðadag. Hann trúði staðfastlega á þau gildi sem einkenna starf og lífsmáta skátans og tamdi sér þau alla tíð. Jafnframt því að vera mikill athafnamaður í ís- lenskum atvinnurekstri, sérstaklega fiskiðnaði og öllu því sem honum tengdist, lét hann sig félagsmál miklu skipta. Hann sat m.a. í bæj- arstjórn Ísafjarðarbæjar og mið- stjórn Alþýðubandalagsins. Á síðari æviárum starfaði hann innan Félags eldri borgara þar sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Okkur skátafélögum hans er hann minnisstæðastur fyrir störf hans innan Reykjavíkurgildisins. Hann var traustur, úrræðagóður og snjall stjórnandi, kátur og gáska- fullur á góðri stundu og ávallt reiðubúinn að taka til hendi ef með þurfti. Hann var fróður um allt, er varðaði skátahreyfinguna og var því oft gott að leita ráða hjá honum. Með fráfalli þessa mæta skáta er stórt skarð höggvið í skjaldborg eldri skáta og verður hans sárt saknað af okkur félögum hans öll- um. Við gildisfélagar færum Mál- fríði og afkomendum þeirra öllum innilegar samúðarkveðjur og biðjum þess að ferð Maríasar um hin grænu engi í fylgd Föðurins verði honum ljúf. Með skátakveðju. Einar Tjörvi Elíasson, gildismeistari. Marías Þ. Guðmundsson ✝ Þórunn ÓskHelgadóttir fædd- ist 9. janúar 1934 á Brekkukoti í Hofs- staðasókn í Skaga- fjarðarsýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. mars sl. For- eldrar hennar voru Helgi Jóhannesson, f. 12. nóvember 1905, d. 9. júlí 1992, og Ingi- björg Halldóra Tóm- asdóttir, f. 28. októ- ber 1911, d. 9. september 1999. Syst- ir Þórunnar var Guðrún Helgadótt- ir, f. 2. nóvember 1939, d. 7. júlí 1997, og bróðir henn- ar er Jóhannes Helga- son, f. 17. desember 1942. Eiginmaður Þór- unnar var Adolf Gíslason, f. 27. nóv- ember 1919, d. 2. júlí 1995. Börn þeirra eru Haukur Þór, f. 29. ágúst 1953, Guðrún Ingibjörg, f. 7. júní 1957, Helga, f. 9. ágúst 1962, og Sig- urlaug Anna, f. 14. mars 1966. Útför Þórunnar hefur farið fram í kyrrþey. „Ég og þú amma, já ég og þú Ísak. Þinn einlægur, Ísak Svavarsson.“ Elsku mamma mín. Ekki þarf að hafa fleiri orð um samskipti og ást ykkar hvort á öðru og ég veit að ég skrifa þessi orð beint frá hjarta son- ar míns sem þú sagðir alltaf að væri þinn og ekki að ástæðulausu því þú hefur ætíð átt í honum hvert bein. Það var svo sannarlega mjög fallegt og sérstakt samband ykkar á milli. Það kom mér ekki á óvart hversu æðrulaus þú varst þegar þú fékkst þær fréttir að þú værir með krabba- mein. Það gladdi mig mjög að þú skyldir taka þá ákvörðun að fara í lyfjagjöf og það var gott að geta staðið með þér í þeim bardaga þar sem þú varst svo sannarlega sigur- vegari. Það kom mér hins vegar á óvart hvað þú tókst því með fádæma yfirvegun þegar krabbameinið tók sig upp aftur með miklum hraða og þú varst alveg rúmföst en það sýndi bara betur hvað þú varst hörð af þér. Í mínum huga ertu samt sigurveg- arinn. Það sem yljar mér um hjartaræt- urnar í sorginni er sú gleði og vissa að nú sért þú án nokkurs efa orðin verkjalaus og það sé „fri bane“ hjá þér og þú strunsir þína gönguferð sem aldrei fyrr og setjist svo niður með prjónana og gerir hvert lista- verkið af öðru eins og þér einni er lagið. Elsku mamma mín, takk fyrir all- ar góðu stundirnar og alla hjálpina í gegnum tíðina. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín Sigurlaug Anna Adólfsdóttir. Elsku amma mín. Ég er búin að hugsa lengi hvað ég ætti að skrifa í minningargreinina þína, ekki vegna þess að ég viti ekki hvað ég eigi að skrifa heldur vegna þess að ég get ekki valið á milli allra góðu stundanna sem við höfum átt saman. ekki bætti það úr skák þegar ég fór heim til þín fyrir nokkrum dögum til að gá hvort ekki væri allt í lagi og minningarnar helltust yfir mig; þegar þú varst að föndra gúrku- bíla með okkur systkinunum, gafst okkur appelsínur með sykurmola í miðjunni, hljópst uppi vonda strák- inn í blokkinni sem stal snjóþotunni okkar, bakaðir handa okkur og þeg- ar við horfðum saman á þættina um hana Ástríði og hlógum okkur alveg máttlausar. Þegar þetta rifjaðist allt upp fyrir mér áttaði ég mig á því að ég gæti aldrei komið öllum okkar góðu stundum á blað, einfaldlega af því að þær eru svo margar. En af því ég nefndi sjónvarps- kvöldin okkar þegar við horfðum á Ástríði saman þá langar mig að svara spurningu sem þú spurðir mig eitt sinn og ég gaf þér ekkert al- mennilegt svar við, kannski af því ég var ekki búin að átta mig á svarinu fyrr en núna, en þú spurðir mig hvurslags ungmenni það væru nú sem kæmu reglulega í heimsókn til ömmu sinnar og hvað þá að horfa á sjónvarpið með henni. Mér fannst það í rauninni sjálfsagt en í fyrradag hugsaði ég um þetta og fann svarið. Amma … það eru ungmenni sem eiga svona æðislega ömmu! Það hef- ur svo sannarlega vantað mikið í til- veruna eftir að þú fórst, þó ég viti að þú ert alltaf hérna hjá okkur. Stund- um vantar bara einhvern til að segja manni að maður geti gert hlutina, stappa í mann stálinu, knúsa mann og klappa manni á kollinn eins og þú varst vön að gera. Mig hefur vantað orð til að lýsa þeim tilfinningum sem ég hef fundið fyrir eftir að þú fórst en að sjálf- sögðu fann ég þau, eins og flest önn- ur svör, heima hjá þér, en þegar ég fór heim í húsið þitt um daginn þá sá ég samúðarkort frá Rönnu og Villa og þar stóð: „Þín er sárt saknað.“ En það voru akkúrat orðin sem mig hafði vantað. Amma, þín er sárt saknað. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir allar prjónapeysurnar, snúð- ana, sögurnar og góðu stundirnar sem þú hefur gefið okkur öllum og þá sérstaklega Ísaki, því þú hefur verið honum allt alveg síðan hann fæddist og ég veit hann saknar þín mikið. En hann veit að þú ert á betri stað núna og að þú ert loksins hætt að finna til. Um daginn vorum við tvö, ég og Ísak, að spila Alias Junior og hann sagði við mig: „Sara, þetta er svona eins og amma,“ og ég giskaði á konu og þá hristi hann hausinn og sagði: „Nei, Sara … það er með vængi.“ Ég brosti og svaraði: „Engill?“ Og hann svaraði mér á móti: „Auðvitað er þetta engill, Sara!“ Hvað annað gat það verið, amma? Auðvitað var það engill! Þú ert eng- illinn okkar og verður alltaf. Ég vil bara að þú vitir að ég elska þig, amma mín, og vona að þú sért hamingjusöm hlaupandi um allar trissur, tínandi bláber og prjónandi ullarpeysur á alla englana sem þú ert umkringd. Þín ömmustelpa, Sara Svavarsdóttir. Þórunn Ósk Helgadóttir ✝ Hjartkær frænka okkar, HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR, Litlu-Háeyri, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 27. mars kl. 14.00. Brynjólfur G. Brynjólfsson, Bára Brynjólfsdóttir, Auðbjörg Ögmundsdóttir, Valgerður K. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.