Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 ✝ Hólmgeir Guð-mundsson fæddist 18. nóvember 1920 að Höfða á Völlum. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi í Garði 16. mars síðast- liðinn. Foreldrar Hólm- geirs voru Guð- mundur Ólason, fædd- ur 27.9. 1886, dáinn 23.6. 1964 og Ingi- björg Árnadóttir, fædd 22.9. 1887, dáin 20.5. 1969. Hólmgeir var sjötti í röð ellefu systkina. Systk- ini Hólmgeirs eru: Óli, fæddur 28.6. 1914, dáinn 27.9. 1995. Herborg, fædd 21.12. 1915. Ásta Ragnheiður, fædd 22.2 1917, dáin 20.10. 1999. Þóra, fædd 12.7. 1918, dáin 15.4. 1956. Árni, fæddur 11.9. 1919, dáinn 28.1. 1992. Þuríður, fædd 9.8. 1922. Gunnar, fæddur 11.7. 1925, dáinn 12.11. 1990. Sigþrúður, fædd 1927, Fjölskylda Hólmgeirs flutti til Loðmundarfjarðar og síðar til Seyð- isfjarðar þar sem Hólmgeir ólst upp. Hólmgeir hélt til Danmerkur 18 ára gamall og nam þar garðyrkju. Eftir heimkomu starfaði Hólmgeir meðal annars hjá Kaupfélagi Suðurnesja og rak um skeið byggingavöruversl- unina Hálaleiti. Lengst af starfaði hann hjá Rafveitu Keflavíkur, síðar Hitaveitu Suðurnesja, eða þar til hann fór á eftirlaun. Einnig starfaði hann hjá Brunavörnum Suðurnesja í mörg ár. Hólmgeir sinnti ýmsum málum tengdum íþróttum, m.a. inn- an Ungmennafélags Keflavíkur og Golfklúbbs Suðurnesja. Hann var gerður að heiðursfélaga Golfklúbbs Suðurnesja á 30 ára afmæli klúbbs- ins. Hann var aðalhvatamaður að gerð og uppbyggingu púttvallarins við Mánagötu í Keflavík. Útför Hólmgeirs verður gerð frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 25. mars 2010 og hefst athöfnin klukkan 14. dáin 1927. Elín Björg, fædd 15.5. 1929. Hörð- ur, fæddur 21.7. 1931, dáinn 13.2. 2008. Hólm- geir kvæntist Svövu Hólmkelsdóttur frá Siglufirði, fædd 25.3.1920, dáin 29.9.1996. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár í Keflavík, lengst af á Brekkubraut 15. Saman eignuðust þau 6 börn. Þau eru: Guðmundur Björn, í sambúð með Pálínu Guðnadóttur, Hólmgeir, kvæntur Ásthildi Eiríks- dóttur, Jósef, í sambúð með Hrönn Stefánsdóttur, Þórhallur, kvæntur Kristrúnu Guðmundsdóttur, Þórleif gift Paul Davis og Hrafnhildur, í sam- búð með Benedikt Blöndal. Fyrir átti Hólmgeir dótturina Elínborgu Rósu, gift Halldóri Jónassyni. Barnabörn Hólmgeirs eru 19, langafabörnin eru 20 og langalangafabörn eru 3. Þær eru margar minningarnar þegar við systur setjumst niður og hugsum til þeirra góðu stunda sem við áttum með pabba okkar, bæði sem börn og fullorðnar. Þegar við vorum stelpur og mamma var að vinna fór- um við með honum í Leiruna þar sem við lékum okkur allan daginn í góða veðrinu og ferska loftinu. Hann kenndi okkur vísur og sagði okkur sögur. Pabbi dansaði við okkur undir dægurlögum útvarpsins á laug- ardagskvöldum í ganginum heima. Hann var mikið fyrir tónlist og söng. Söng og raulaði vísurnar og lögin. Og hann gleymdi þeim ekki þótt hann elt- ist. Pabbi spilaði við okkur á spil og þegar strákarnir okkar Sveinn, Daní- el og Stefán gátu haldið á spilum, þá spilaði hann við þá. Þeim fannst alltaf gaman að koma til afa og auðvitað var spilastokkurinn tekinn fram. Þeir héldu stundum að afi hlyti að hafa svindlað því hann vann nánast alltaf. Pabbi var frábær í golfi og síðar í púttinu. Við litum upp til hans og strákarnir okkar líka. Þeir höfðu ekkert í afa sinn. Og þótt hann væri farinn að sjá illa lét hann það ekki stoppa sig. Alltaf sama eljan. Það verður skrítið fyrir okkur systur að koma í heimsókn til Keflavíkur og hitta hann ekki þar. Við söknum hans. En minningarn- ar geymum við í hjörtum okkar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þórleif og Hrafnhildur. Góður vinur minn tók utan um mig og huggaði þegar ljóst var að þú varst farinn. Hann spurði hvað þú hefðir verið orðinn gamall og þegar ég sagði að þú hefðir orðið 90 ára á þessu ári sagði hann með góðlátlegt bros á vör: „Hann hefur sem sagt átt gott mót.“ Þetta var hárrétt hjá þessum vini mínum, þú hefur svo sannarlega átt gott mót elsku besti afi minn. Ég kveð ekki bara minn kæra afa, sem tók þátt í að ala mig upp og móta sem mann, ég kveð ekki bara stoð mína og styttu, ég kveð ekki bara einn mesta og besta áhrifavald lífs míns, heldur kveð ég einn minn besta vin og félaga. Það er bara svo ákaflega erfitt að kveðja þig og ég mun sakna þín meir en orð fá lýst. En ég hugsa glaður til allra góðu stundanna sem ég var svo heppinn að eiga með þér, óteljandi góðar stundir í Leirunni, á púttvell- inum og heimsóknirnar á Brekku- brautina til ykkar ömmu. Ég mun aldrei gleyma ykkur tveim. Vertu blessaður elsku afi minn og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér. Hvíldu í friði og knúsaðu ömmu frá mér. Hólmgeir Hólmgeirsson. Elsku hjartans afi. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur. Það er mjög sárt að þurfa að kveðja þig þó svo að við vissum í hvað stefndi síðustu dag- ana. Ég skrifa þessi orð með miklum söknuði í hjarta mínu en þó með svo miklu þakklæti til þín fyrir það hvað við náðum vel saman og áttum saman yndislega tíma. Þú varst alltaf svo iðjusamur og duglegur að það var erf- itt fyrir þig að finna það að líkaminn hafði ekki sömu orku og áður. Það eru margar góðar minningar sem streyma um hugann á svona stundu. Minning um uppvaxtarárin og heim- sóknir til ykkar ömmu á Brekku- brautina. Ferðir með þér og pabba í Leiruna og fleira skemmtilegt. Eftir að amma féll frá árið 1996 léstu ekki deiga síga, heldur hélst ótrauður áfram. Eftir að við fluttum heim frá Skotlandi, þá bjuggum við hjá þér í risinu í nokkra mánuði, og var það ómetanlegur tími fyrir okkur öll. Þér fannst ekkert betra en að fá færeyskt slátur í matinn. Það fannst þér best. Ómetanlegt var að hlusta á þig segja okkur allar sögurnar úr æsku þinni. Frá Loðmundafirði, Seyðisfirði, allar sögurnar frá Danmörku, um upp- bygginguna í Leirunni og svo mætti lengi telja. Svo var oft tekið í spil. Sonur okkar leit mjög upp til þín og elskaði þig af öllu hjarta og þessi tími hans með þér er ómetanlegur fyrir hann. Þú varst líka mjög stoltur af honum, fylgdist vel með hvernig hon- um vegnaði í skólanum, fótboltanum, körfunni og í gítarnáminu. Ein skond- nasta stundin var þegar þú vildir endilega koma með í Reykjaneshöll- ina að horfa á Árna Geir á fótboltaæf- ingu í fyrravetur. Ég leiddi þig áfram á staðinn þar sem hans hópur var og áður en ég vissi varst þú kominn í markið og vildir endilega sjá hvað væri í drenginn spunnið með því að fá hann til að skjóta á markið með þig sem markvörð. Vakti uppátækið mikla lukku. Eftir að við fluttum í húsið okkar komst þú oft á skutlunni þinni í heim- sókn. Svo var mikið grillað í fyrra- sumar – þú sóttur snemma og sátum við úti á palli með rauðvínsglas og átt- um góðar stundir. Þér fannst einmitt svo gaman að fá að taka þátt í okkar daglega lífi – og fyrir það erum við svo þakklát. Dóttir okkar fæddist í fyrra- haust og erum við þakklát fyrir að þú fékkst að kynnast henni í þennan stutta tíma. Hún mun fá að heyra all- ar skemmtilegu sögurnar af langafa sínum síðar. Ein af skemmtilegustu stundunum okkar saman áttum við í fyrrahaust þegar við fórum til Reykjavíkur að kaupa rúm og skápa. Farið var á Jóm- frúna þar sem vel var tekið til matar og drykkjar, ekta danskt smörrebröd, öl og snafs. Þegar við vorum á staðn- um minntist þú með brosi á vör á gamla tímann í Danmörku. Nokkra daga fyrir andlát þitt dreymdi mig draum: við vorum með veislu og þú þurftir að fá að fara inn í herbergi og leggja þig af því að þú varst svo þreyttur. Þegar þú komst fram, tókstu um axlirnar á mér og sagðir mér að þú værir á leið í leiðangur. Elsku afi, ég veit að amma tekur vel á móti þér. Gangi þér vel í leið- angrinum. Takk fyrir allt. Elska þig. Þín Aðalheiður (Heiða) Svava. Ég kveð þig, elsku afi, í síðasta sinn og hugga mig við það hvað þú áttir langt og gott líf. Ég hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman í Leirunni og á Brekkubrautinni með ömmu. Við höfum ekki átt svo margar stundir saman síðustu 12 árin eftir að ég flutti út, en það gleður hjarta mitt að við Lene og Leonora gátum verið með þér um áramótin síðustu, þínum síðustu áramótum. Friður sé með þér, afi minn. Albert Hólmgeirsson. Hólmgeir Guðmundsson, faðir tengdaföður míns Hólmgeirs, afi konu minnar Aðalheiðar Svövu og langafi barna minna Árna Geirs og Eydísar Áslu, hefur lokið lífsgöngu sinni á nítugasta aldursári. Á tíma- Páll Ketilsson. Guðmundsson ✝ Jónas S. Þorleifs-son fæddist í Reykjavík 10. júlí 1956. Hann lést hinn 5. mars 2010. Foreldrar Jónasar eru hjónin Ragnheiður S. Jón- asdóttir, húsmóðir, ættuð frá Grundarfirði og Þorleifur Þor- steinsson, járnsmiður, ættaður frá Súðavík. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Systkini Jónasar eru: 1) Ólöf Björk, f. 1953. Hún á börnin Val Þór og Berglindi með fyrrverandi manni sínum, Gunnari Svavarssyni. 2) Þorsteinn Garðar, f. 1954. Hann lést af slysförum 1980. 3) Brynjar Súðar, f. 1958. 4) Vilhjálmur, f. 1960. Synir hans og Ragnheiðar Sigurð- ardóttur eru Hlynur Már og Einar. 5) Eva Hrönn Þorleifsdóttir, f. 1964. Hennar mað- ur hennar er Guð- mundur B. Kjart- ansson. Þau eiga börnin Þorstein, Mar- íu Sif og Gísla Snæ. 6) Leifur Heiðar, f. 1960. Hans kona er Hlíf B. Óskarsdóttir. Þeirra synir eru Þorleifur Óskar og Arnar Gabríel. Leifur á einn- ig soninn Aron Þór með Lilju Ólöfu Þórhallsdóttur. 7) Gróa Kristín, f. 1966. Hún á dótt- urina Svandísi Björk með Eiði Gunn- laugssyni. Útför Jónasar fór fram frá Digra- neskirkju 17. mars 2010. Mig langar að minnast nýlátins frænda míns, Jónasar Sigurþórs Þorleifssonar, en þær minningar fléttast minningum um heimsóknir til ömmu og afa á Álfhólsveginn. Þannig hagaði til að afi og amma bjuggu á neðri hæðinni meðan ald- ur og heilsa entist til, en á efri hæðinni bjó móðurbróðir minn Þorleifur Þorsteinsson og Ragn- heiður Jónasdóttir kona hans ásamt sínum börnum. Jonni frændi var þriðji í röð átta barna þeirra hjóna. Í þessum heimsóknum hitt- ist stór hluti af barnabörnum afa og ömmu og skiptist þá oft upp eft- ir aldri. Við Jonni vorum jafnaldr- ar, við byggðum oft spilaborgir stórar og miklar sem vart mátti anda á. Í ímynduðum heimi okkar voru þetta keisarans hallir eða við vorum að byggja yfir húsnæðis- lausa í órafjarlægð. Í útileikjum man ég eftir að við fundum oft skjól við góðan stein og notast var við það sem til féll í leikinn en allt- af fylgdu ábendingar frá afa um að fara varlega og athuga að álfarnir ættu sér bústað í steinunum. Ef eitthvað bar út af var gott að eiga það víst að amma tæki mann í fangið. Í minningunni sé ég Jonna fyrir mér sem myndarlegan tápmikinn jafnaldra í fallegri peysu, sífellt eitthvað að bjástra, smíða skip eða eitthvað úr nærtækum efnivið og afi átti alltaf nóg af nöglum, sem voru látnir með þeim varnaðarorð- um að gæta að sér. Er ég leit inn á efri hæðina mætti mér mikil og innileg hlýja. Fjölskyldan var stór og vinnusemi foreldranna mikil. Lögð var rík áhersla á að gera börnin sem best úr garði og húsið stækkað í takt við fjölskylduna um leið og kostur var. Í æsku minnist ég þess að Jonni var að fara til Grundarfjarðar að heimsækja móðurfjölskylduna og til sumardvalar í Reykhólasveitina. Síðar fór hann að vinna í Grund- arfirði. Á unglingsaldri fór van- heilsa að sækja að og held ég að segja megi að svo hafi verið æ síð- an. Hann átti því láni að fagna að eiga einstaka foreldra og fjölskyldu sem hann bjó með nánast alla tíð. Feðgarnir voru nánir og ferðuðust þeir víða og nutu þá oft leiðsagnar Ferðafélaganna. Heimilið var oft mannmargt í seinni tíð, en segja má að Svandís dóttir Gróu hafi ver- ið sólin á heimilinu meðan þær mæðgur bjuggu þar. Áður hafði fjölskyldan orðið fyrir því þunga áfalli að missa elsta soninn, Þor- stein Garðar, vel gerðan ungan mann sem féll frá í blóma lífsins. Í óvæntri heimsókn minni og Helgu dóttur minnar á Álfhólsveg- inn fyrir tveim árum mætti mér sama hlýjan og fyrr. Þarna sáum við að þó að heilsu hraki og aldur færist yfir er ótrúlegt hverju sam- hugur og samkennd fjölskyldu fær áorkað. Þarna sáumst við Jonni síðast, heilsuleysi hafði gengið nær honum en ég hugði. Jonni hefur nú lagt upp í sína hinstu för. Það er trú mín að ættmenni hans og okkar sem undan voru gengin hafi veitt þá hlýju og skjól er frændi minn þurfti með. Að leiðarlokum bið ég honum ljóss og friðar. Kæra fjölskylda, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, megi guð gefa ykkur styrk og frið. Jóna Ingibjörg Óskarsdóttir. Jónas S. Þorleifsson Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Elsku Gyða, nú þegar komið er að kveðjustund er margs að minnast og þakka. Ég kveð þig með trega og söknuði. Ég man og þakka mærin göfga bjarta, þá miklu hjálp, sem oft mér veittir þú, og ylinn, sem frá þínu hlýja hjarta að hug mér lagði, finn ég einnig nú. Gyða Björnsdóttir ✝ Gyða Björns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 4. nóv- ember 1914. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 18. febrúar sl. Gyða var jarð- sungin í kyrrþey 26. febrúar 2010. Nú bera harm í hljóði vinir góðir, og heitar kveðjur fylgja þér á leið, en sárin dýpstu, systkin, ástrík móðir er sviptan blóma litu hjartans meið. Þín ljúfa minning mun í hjörtum skína og minna’ oss á að lífsins hjól er valt. Ég hljóð þér sendi hinstu kveðju mína og hjartans þakkir líka fyrir allt. (Ingibjörg Sumarliðadóttir) Innilegar samúðarkveðjur til systkinanna og fjölskyldna þeirra. Ragnheiður Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.