Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 41

Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 PPNIR Í ÁSTUM AÐRIR EKKI! MANTÍSK MYND BJARNFREÐARSON - Kvikmynd ársins - Leikari ársins í aðalhlutverki - Handrit ársins - Kvikmyndataka ársins - Búningar ársins - Leikstjóri ársins - Meðleikari ársins HLAUT 7 EDDUVERÐLAUN „BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM“ TEKJUHÆSTA MYND SÖNDRU BULLOCK FYRR OG SÍÐAR „Ein af 10 BESTU MYNDUM Þessa árs“ Maria Salas TheCW „fyndin og hrífandi“ Phil Boatwright – Preview Online „Besta Frammistaða Söndru Bullock til þessa“ Pete Hammond - Box Office Magazine MYNDIN SEM GERÐI ALLT VITLAUST Í USA! SÝND Í ÁLFABAKKA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI SANDRA BULLOCK TILNEFND SEM BESTA MYND ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI “...fullkomin...” LEONARD MALTIN, ENTERTAINMENT TONIGHT “Meistaraverk“ PETE HAMMOND - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH “…frábær þrívíddar upplifun…” JEFF CRAIG, SIXTY SECOND PREVIEW „Besta mynd Tim Burton‘s í áraraðir“ DAN JEWEL - LIFE & STYLE WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI Gæti valdið óhug ungra barna STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! / KEFLAVÍK GREEN ZONE kl. 8 - 10:20 12 THE REBOUND kl. 8 L SHUTTER ISLAND kl. 10:10 16 LEGION kl. 8 16 SHUTTER ISLAND kl. 10:20 16 BROTHERS kl. 8 12 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 10:20 14 / SELFOSSI ALICEINWONDERLAND kl. 83D L AVATAR - 3D kl. 10:203D 10 THE BLIND SIDE Síðustu sýningar kl. 8 10 INVICTUS Síðustu sýningar kl. 10:20 L / AKUREYRI HIÐ sívinsæla menn- ingargraf menning- ardeildar hefur snúið aftur úr óvæntu viku- fríi og að þessu sinni skal sjónum beint að Fésbókinni góðu sem annar hver Íslend- ingur, ef ekki hver ein- asti, hangir á þegar hann hefur eitthvað miklu betra að gera. Menningardeild saknar ýmissa hópa á snjáld- urskinnunni og sló því saman nokkuð skot- heldum lista yfir hópa sem hún telur að birt- ast muni fljótlega á Fésbókinni eða ættu í það minnsta að birtast á næstunni. Hinn mjög svo grínaktugi grafík- meistari Morgunblaðs- ins lagði hönd á plóg og snaraði fram sér- staklega skýrri skýr- ingarmynd, s.k. menn- ingargrafi, þessu til undirstrikunar. Hópar sem munu fljótlega birtast á facebook eða ættu allavega að gera það Við viljum loðnari karlmenn! Kristín Heiða blaðakona og áhugamaður um kafloðna karla bauð þér Staðfesta Hunsa Alskeggs-apríl Sammi í Jagúar bauð þér Staðfesta Hunsa Verndum íslensku „skinkuna“ Þórður Gunnarsson skinkuáhugamaður bauð þér Staðfesta Hunsa Fleiri álver = fleiri álfelgur!!! ;o) <3 Samtök Subaru Impreza-eigenda bauð þér Staðfesta Hunsa Steingrím af þingi og inn í fjárhús! Bjarni Benediktsson bauð þér Staðfesta Hunsa McDonalds aftur til Íslands! Obese Anonymous bauð þér Staðfesta Hunsa NEI! Ekki flýta klukkunni á sumrin! Samtök B-fólks bauð þér Staðfesta Hunsa Björgum snjónum - hættum að nota bíla (nema til að fara í Bláfjöll) Skíðasvæði ÍTR bauð þér Staðfesta Hunsa Joaquin Phoenix Leikarinn vígalegi veit að alskegg er málið og þá sérstaklega í apríl. Steingrím í fjárhúsið og Alskeggs-apríl MENNINGARGRAFIл Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „HEIMURINN breytist hratt og það er allt annað að vera unglingur í dag eða á 9. eða 10. áratug síðustu aldar.“ Þannig ávarpaði hinn 16 ára gamli Kjartan Orri Þórsson borgarstjórn og jafnaldra sína í Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Einu sinni á ári er í Ráðhúsi Reykjavíkur haldinn sameiginlegur fundur borgarstjórnar og fulltrúa ungmennaráða borgarinnar. Á þriðjudaginn fluttu unglingarnir ýmsar tillögur sem sneru að kjörum ungs fólks í borginni. Kjartan Orri mælti t.a.m. fyrir því að forvarnarfræðsla yrði aukin í grunnskólum og nefndi sérstaklega kynþáttafordóma í því samhengi og benti á að ungt fólk í dag lifi á tímum alþjóðavæðingar og henni fylgi því miður gjarnan fordómar. Katrín Júníana Lárusdóttir mælti fyrir tillögu um fjármálakennslu í grunnskólum. Hún vísaði í nið- urstöður könnunar sem lögð var fyrir nemendur í 9. og 10. bekk Hagaskóla og leiddi m.a. í ljós að helmingur þeirra vissi ekki hvað vextir eru og enginn þekkti FIT-kostnað. Katrín lýsti því hvernig bankarnir bíða ungmenna „handan við hornið með opið ginið eins og hvalur í bið eft- ir fisktorfu, bjóðandi alls kyns gylli- boð sem oftar en ekki eru misvísandi“. Skólanum bæri því skylda til að und- irbúa þau undir framtíðina. Sköpunarstöð fyrir ástríðuna Fyrir borgarstjórn voru auk þess lagðar tillögur um aukið samræmi í námskrá grunnskóla, bættar almenn- ingssamgöngur og atvinnu ungmenna yfir sumartímann. Sú tillaga sem hvað mesta athygli vakti kom hins vegar frá Einari Karli Gunnarssyni frá ungmennaráði mið- borgar og Hlíða, sem lagði til að end- urbyggð yrði sköpunarstöð eins og Austurbæjarbíó var fyrir fólk á aldr- inum 16-20 ára. Karl skýrði frá því að miðstöðin myndi þjóna forvarnarlegum tilgangi en yrði einnig hvatning fyrir ung- menni með markmið til að geta komið og unnið að sinni sköpun. „Við getum þetta ekki án ykkar stuðnings. Þannig að við, ungt fólk, einlæg og auðmjúk, biðjum ykkur að koma til móts við okkur og gefið okk- ur færi á því að leysa þennan frum- kvæðisvilja, þessa ástríðu sem býr innra með okkur,“ sagði Karl. Í sköpunarmiðstöðinni gæti ungt fólk skapað saman hvort sem er í myndlist, leiklist, kvikmyndagerð o.s.frv. „Því ungmenni munu einfald- lega aldrei, aldrei hætta að hafa metnað fyrir sinni ástríðu, sama hvar hún liggur.“ Hætta aldrei að hafa metnað fyrir sinni ástríðu  Unglingar funduðu með borgarstjórn um sín hugðarefni  Miðstöð fyrir listsköpun, fjármálakennsla og fordóma- fræðsla er meðal þess sem ungmennin vilja sjá í verki Morgunblaðið/Árni Sæberg Tillögur Ungmennin mættu vel undirbúin til fundar við borgarstjórn og voru skelegg í pontu. Áhugavert Áhorfendapallarnir í fundarsal borgarstjórnar voru þétt setnir fólki á öllum aldri sem fylgdist með tillögum ungmennaráðsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.