Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1968, Side 9

Skólablaðið - 01.04.1968, Side 9
blóðsugunnar, rétti úr sér og glotti kuldalega meðan bloðtaumarnir skriðu niður höku hans eins og rauðir snakar. Þetta var brúðarkoss Dracula, her eftir var hun vigð honum eilíflega, fékk vígtennur og djöfullegt innræti, en að sama skapi þreyttist Dra- cula a sifelldu kvabbi hennar um hlutdeild í ránsföngum hans. Oft slengdi hann henni út 1 horn, nagrönnum þeirra bar saman um, að þau hefðu oft rifizt hrottalega, hann hefði oft hrópað upp, að hann hefði afsannað þá kenningu að hið illa væri ekki til nema sem gott undir erfiðum kringumstæðum, ég hef náð fullkomnun illmennskunnar, helt hann fram, ég þarfnast ekki meðaumkvunar eða fyrirbæna, mer er nog að njota ei- lífs helvítis daglegs lífs. Á eiginkonu sína leit hann með helvizkan glampa 1 bloð - rauðum augunum, vér lifum bloðsugulífi \ blóðsu^uþjoðfelagi, æpti hann af heilagri reiði og tilhneigingu til ádeilu á meinsemdir 1 þjoðfelaginu, að svo mæltu fell hann saman og grét höfgum tárum, sem voru yfirnáttúruleg eins og allir likamsvessar bléðsugunnar, 1 þeim syntu laxaseiði af Norðurárstofninum, sem veiðimalastjori neitar gersamlega að skýra frá hvar séu, þrátt fyrir endurteknar fyrirspurnir 1 formi blaðagreina og kurteislegra aðdrottanna. Taugaskammhlaup Dracula 1 þetta skiptið var undanteknmg, þegar hann vildi það við hafa, gat hann verið mjög aðlaðandi, útbjé viðkunnanlegt matborð, hellti freyðandi víni 1 glösin og sagði gamansögur og slé gullhamra, sem hann hafði heyrt við ung- versku hirðina fyrir þrjú hundruð árum. Oft slé þó ut i fyrir honum, mig verður annað hvort að elska eða hata, sagði hann með stolti, flestir gera hið síðarnefnda, því margir finna meiri nautn 1 hatri heldur en ást. Hann hafði rétgrona anduð a reglubundnu ástalífi tvisvar \ viku, yfirleitt á miðvikudögum og laugardögum, með léttri máltíð fyrir og sígarettu á eftir. "Slíkt á ekki að vera konstrúerað, " sagði hann, "þar er það viðbragðsflýtirinn sem gildir. " Hann kvaðst vera það, sem Dan- ir kalla stemningsmenneske, aðalókostinn við eilífa blóðsugutilveru kvað hann vera þann, að hún meinaði honum að njéta heilbrigðs dauðahrolls eins og fæstvið að horfa á málverkið Dauðaeyjan, þar sem ferjumenn dauðans réa hljéðlaust fram úr sefinu, í bátnum rí"s hvítur vættur, épersénulegur og dularfullur, eins og Seif- ur, er hann kom a fund ástkonu sinnar \ liki svans, elskaði hana eins og hvitt dúnmjúkt ský eða mjélkurlaug ; hvítur faðmstór fugl. Kona Dracula varð brátt éð og uppvæg fyrir smámunum, hún gargaði vitstola á hann, hár hennar lúkt tægjum af rauðkáli, neglur hennar eins og gaddar, hun rak þær a kaf 1 öxl hans og braut þær 1 sárinu, augju hennar ultu ur augnatoftunum eins og lirfur úttútnaðar glerhlaupi. Dracula leit a hana með vingjarnlegu Billy Graham meykerlingarbrosi og sagði hljómfagurri barytonröddu : "f grúskri þjéðsögu segir, að mannshjartað sé gryfja full af bloði, á börmunum liggja dánir ástvinir og drekka bléðið til að öðlast aftur líf, og því" meir, sem maður ann þeim, þeim mun frekari eru þeir á bléðið. Þannig veikja minningarnar mátt vorn og gjöra oss halfdauða og édauða, verstu fantana 1 heimi þar sem stærsta syndin er lí’fleysið. Bloðsogið er sálarsjúkdémur, ésjálfstæði, sem kemur fram 1 sjúklegri þörf á minningum, hug- örvunarlyfjum, trúarbrögðum og heimspeki, öllu þvú, sem andstætt er lifi hins heil- brigða, anarkististúska og gelta svíns. Leitum þvi farvega syndarinnar, lifleysisins, andstæðu hins kveljandi sanngjarna veruleika. " Því* greip hann réttlát reiði, þegar reynt var að reka hann í gegn með tréstiku og Frh. á bls. 160.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.