Skólablaðið - 01.04.1968, Side 13
Tvær kindur komu jarmandi niður hlíðina.
Moðir. Lamb. Klesst ull. Aukin birta. Þokan
grisjóttari ; Fætt en ólifað. - Ég. Hugsanir ráf-
andi liðna slóð :
Þa nótt hafði líkami hennar enn einu sinni
gefið sig. Ást mín. - Nakin. Elskaði eg hana enn?
Lamið hana. Sjúklegt. Afbrýði. IMetnaður -.......
Æ, 6, ekki gera þetta. Ekki vera svona vondur við
litlu stelpuna þína. Henni þykir svo vænt um strák-
inn sinn : Barnsleg rödd hennar. Aðeins í minning-
unni ; Hugsanir. - Og nú. Aftur einn. Ég elska
þig .... Nei, nei ; Mánudagsmorgun.
- Hvers ve^na hangirðu svona. Yar eg ekki
að segja þór, að þu hefðir raðað staurunum vitlaust.
Af hverju byrjarðu ekki að bera þá aftur til baka,
fiflið þitt.
- Mer var ekki sagt hvernig ætti að raða
þeim, eg hólt.....óg hef aldrei . . .
- Þu ert bara helvítis fífl. Reyndað drulla
þór af stað asninn þinn. Þu byrjar á þvá að bera aft-
ur staurana, sem þú raðaðir vitlaust. Ég tek mer
pasu a meðan.
Sjálfselska. Vorkunnarleysi. Eigingirni. - Sljótt blóð hans.
Fátækur. Ómenntaður. Fyllti heiminn af fávizku og elskaði. Hvaða rótt
hafði hann. Aðeins likamlegan. Stynjandi af losta. Tveir klossaðir lúkamar ;
Veltast 1 tilfinningaofsa án tilfinninga. Daunkennd lykt ; Bræddur ostur...........
Nei, nei.
Þokan að hverfa af efstu brúnunum. Handan fjarðarins ; Reykjarslæður
á leið upp 1 blámann, Sveitabæir. Fjöllin ; Syndandi í lygnunni.
Skyndilega titruðu hendur hans. Skalf. - Ógæfulegur. Hallaðist fram a
viðarbunkann. Kökkur. Örvænting.
Ég fókk aldrei að fara í neinn skóla - aldrei að læra neitt - þó, þó -
mig langaði ...... Þau voru mjög fátæk. Bara vinna vinna. Mig langaði samt
alltaf að menntast, læra og menntast .... Ég get ekkert að þessu gert...................
- það hefur allt verið lagt upp í hendurnar á ykkur, skólar og kennarar.
Þið, þið skiljið ekki......
Hann titraði. Kipptist til. Skalf. Augun, duldu ekkert. Voru á flögri -
Eldri.
Gola af hafinu. Sjávarlykt.
Drambsamur. Skilningslaus. Hjákátlegur : Ég. Ég tok upp einn staur-
inn og lagði af stað upp hlíðina.
Hrafn Gunnlaugsson.