Skólablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 21
Nokkur orð
um íslenzkukennslu
Mer hefur lengi leikið hugur á að vita,
hvernig á því stendur, að málfar á
greinarmerkjaverkefnum og stafsetningar-
æfingum er svo óeðlilegt, 1 marga staði
ljótt og 1 sumum tilvikum rangt sem
raun ber vitni. Er visvitandi verið að
reyna að slæva málsmekk fslenzkrar
æsku?
íslenzkukennarar eru sífellt að benda
á staði 1 æfingum þessum, þar sem mal-
fari er að einhverju leyti ábótavant, og
nota jafnvel sum dæmi til þess að sýna,
hvernig málfar á ekki að vera. M. ö. o.
kennslugögn eru viti til varnaðar hvað
malfar snertir.
Allir hljóta að sjá, hvílík hætta það er
að halda sliku að unglingum með óþrosk-
aðan málsmekk. Áður en þeir vita af,
eru þeir farnir að rita með svipuðum
stíl, t. d. með þvi að hrúga 10-12 auka-
setningum og einni aðalsetningu í eina
málsgrein. Þetta setur nemandi í rit-
gerð og fær stóra athugasemd og lækkun
a einkunn fyrir.
Sumir reyna að afsaka J>etta með þvi
að segja, að erfitt sé að utskýra sum
dæmin öðruvisu en með einhverjum því-
líkum hryllingi. En mér er spurn :
Ef slíkt getur ekki komið fyrir án þess,
að þar í felist rangt málfar, hvers vegna
er verið að kenna það ?
Þetta var um það, sem beinlíhis rangt
getur talizt. En hitt er öllu algengara,
þar sem um klúðurslegt, óeðlilegt og
þvingað mal er að ræða.
Ég hef orðið var við það hjá sumum
kennurum og mætum íslenzkumönnum, að
sum orð og orðatiltæki séu einkaeign
annað hvort hins ritaða máls eða talaða.
Þar er stefnt að því að hafa mikinn mun
á ritmáli og tálmáli. Það, sem svo er
kallað ritmál, er svo klúðurslegt, að
flestir fá klfgju við lestur þess. Þar ma
ekki nota alþýðleg orð eða nýmyndanir.
Slík |>róun er stórhættuleg. Talmálið
losnar ur tengslum við ritmálið og verð-
ur æ lágkúrulegra og opnara fyrir er-
lendum áhrifum. Menn geta ekki lengur
tjáð sig á máli, sem þeim er eiginlegt.
Einnig stuðlar slíkt að stórhættulegri
stéttaskiptingu milli lítt menntaðra og
há-.
Margir menntamenn eru þrúgaðir af
þessu málfari stafsetningarverkefnanna
og lögfræðiskjala. Þessir menn eru fjar-
lægir tungutaki þjóðarinnar og geta
aldrei náð til hennar. Hinir mest lesnu
rithöfundar okkar hafa alltaf gætt þess
að losna eigi úr tengslum við hið dag-
lega mál og hafa skrifað á alþýðlegan
hátt. Nægir þar að benda á Þorberg,
Kiljan og Guðberg.
Nei, kennsla, og þá sérstaklega móð-
urmálskennsla, verður að fara fram á
máli, sem er fólki eiginlegt. Þær kröf-
ur verður að gera til kennslubóka og
æfinga, að þær séu skrifaðar á skemmti-
legu máli. Þannig er bezt að innræta
mönnum góðan málsmekk. Auka verður
verklegar æfingar x meðferð malsing og
ritgerðasmíð. Það er ein forsmánin enn,
hve lítið er hugsað um ritgerðakennslu
hér í skóla. T. d. í minum bekk hefur ekki
verið skrifuð ein einasta ritgerð, og samt
er komið fram í apríl. Það lítur út fyrir,
að ráðandi menn telji það ekki mögulegt að
kenna samningu ritgerða. Svo standa menn
með stúdentspróf og geta ekki einu sinni
tjáð sig á viðunandi hátt.
Hægt væri að drepa á margt fleira í
sambandi við úslenzkukennslu, svo sem
kommufíflaskapinn ( sem ég hef þó reynt
að hagnýta mér í þessari grein ).
En mál er að linni. . .
Gestur Guðmundsson.