Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 28
158
hann áfram aö standa og brosa, vitandi
að einn af hverjum tuttuguogfimm er líkn-
samur á böllum. Yeturinn er hans helvíti
og allt sumarið kvíðir hann fyrir vetrinum.
í>a er þorpið mannfatt og þungt og kuldinn
stigur næstum sporið til fulls að drepa
hann. Þa fær hann að bua 1 kaldri vöru-
skemmu og stundum er svo að honum
þrengt að hann verður að falast eftir upp-
skipunarvinnu Joegar hún gefst. Annars er
einsog þorpsbuar sjái um að hann drepist
aldrei alveg, en stundum lata þeir muna
mj óu.
IM
Hún vinnur 1 Gulusjoppunni og heitir
Bergljót. Hún mun vera þráðasti kven-
maður þessa þorps. Það er einsog allt
hafi lagst á eina sveif að gera þessa stúlku
að konu einsog þær gerast fegurstar. Hún
er með sitt har svart og slegið, og brjóst
og læri einsog bezt verður kosið. Hún er
fö^ur og engin veit það betur en hún.
Hun er mátulega vitlaus og þóttafull. Hún
gefur öllu sem talizt getur karlmaður und-
ir fotinn, í dansi andsvari orði hreyfingu
spori tilliti-1 einhverju af þessu og
stundum öllu gefur hún til kynna að sumt
se ekki ómögulegt og næstum alltaf lætur
fornardyrið ginnast, ungur maður og gam-
all, drukkinn sjómaður eða afgreiðslu-
maður 1 kaupfelaginu. Samt státar enginn
af þvx að hafa náð ástum hennar, enginn
hefur komizt yfir hana, örfáir hafa kysst
hana. Og hún er bara átján ára og Guð
veit afhverju henni hefur verið plantað
niður á þessum stað--1 þessari jjulu
sjoppu. í sjoppunni vinnur hún og 1 sjopp-
unni býr hún ásamt drykkfelldum föður og
sjuskaðri móður. Þegar hún er ekki að
vinna er hún að sýna sig 1 þorpinu. Ann-
ars er þorpið ekki af hennar heimi. Henn-
ar heimur er í myndablöðum, dægurlögum
og kvikmyndum. Að undanskilinni aðdaun
karlpenings er ekkert í þessu þorpi sem
kemur til móts við hennar þrár. Nema
böllin. Það eru stórkostlegustu sýningar
sem hún þekkir. Þar eru allra augu a
henni, drukkin augu, öfundsjúk augu, sljó
augu, lostafull augu, augu sem þrá og
jafnvel augu favitans fylgja henni eftir þar-
sem hún dansar 1 margskræpóttum kjól.
Og hvernig hun dansar. Hver einasti karl-
maður sem freistar að stúga við hana dans
--og þeir eru margir---hver einasti
verður að viðundri, þvú hún dansar ekki
við neinn serstakan og stendur ekki and-
spænis neinum einum, hún dansar við
hvern einasta karlmann á þessari marg-
þreyttu jörð svo fremi að hann standi upp-
rettur og það sem hún vill fá að launum er
sjukt augnarað, falmandi hönd og varir til
að vikja ser undan. Slikur kvenmaður
hlytur að eiga öfundarmenn jafnt sem að-
dáendur og á hverju einasta balli má heyra
hropað eða hvislað : hún fær fullnægingu
fyrir framan spegil helvúzk. Bergljót
þessi ku ætla til Bandaríkjanna að láta
taka af sór kvikmyndir.
emil
í dag er sautjándijúnú. Hátúðahöldin
munu einkum fara framm i kvosinni hjá
utilauginni og a bölunum Jpar 1 kring. Það
er solskinsdagur með gjolu. Skömmu eft-
ir hádegi er fólk farið að túnast útá hátíða-
svæðið. Það er spariklætt og dregur á eft-
ir ser misjafnlega storar kippur af börn-
um sem halda á fanum og sprengja blöðr-
ur. Á pallinum fyrir ofan laugina leikur
lúðrasveitin. Sífellt fleira folk streymir
inná þetta afgirta svæði og randar um eða
fær ser sæti á grasbölunum og rabbar
saman. Börnin halda sig einkum við sölu-
tjaldið og selja gler fyrir gott. Sum eru
búin að sprengja blöðrurnar sínar og ann-
aðhvort grenja eða sprengja blöðrur fyrir
hinum. Stundum dettur einhver krakkinn í
laugina. Fávitanum þykir allt mjög skrít-
ið og væflast um og hlær eða starir orð-
laus. Klæðskerinn er þarna lika og stend-
ur umkringdur strákum sem hafa hann að
spotti eða mana hann 1 skilmingar. Eftir
mikið bardús við hátalarana og 1-2-3 er
hátíðin sett. Svo á verkalýðsfulltrúinn að
tala. Hann talar um stríðið í Víetnam.
FÓlk fussar sona hvað við annað og heldur
að honum væri nær að hætta að lemja kon-