SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 15
Fyrsta sýning Láru Jóhönnu og félaga hennar í Nemendaleikhúsinu var Eftirlitsmaðurinn. Þ að er dragtarklædd Lára Jóhanna sem tekur á móti mér í anddyri Borgarleikhúss þennan fimmtudag. Stífpressuð skyrta og þröngt hnésítt pils eru þó ekki hversdagsklæði hinnar ungu leikkonu heldur er hún rétt nýsloppin út af æfingu á fars- anum Nei, ráðherra! þar sem hún fer með hlutverk Geir- þrúðar Friðþjófsdóttur, ritara Sigmundar Davíðs, for- manns Framsóknarflokksins, og hjákonu ráðherra. „Andrúmsloftið er mjög létt á æfingunum, en maður þarf líka að vera alvarlegur. Ray Cooney sem skrifaði þetta sagði að gamanleikir fjölluðu gjarnan um skrýtið fólk í venjulegum aðstæðum en farsar um venjulegt fólk í skrýtnum eða hræðilegum aðstæðum. Farsann þarf því að leika eins og tragedíu – maður þarf að upplifa hlutverkið jafn- sterkt og venjulega því um leið og maður gerir lítið úr alvöru málsins og fer bara að grínast fellur sýningin.“ Lára Jóhanna fæddist 18. desember 1983 í Reykjavík, og ólst upp í Breiðholtinu þar sem hún gekk í Seljaskóla, með tveggja ára hléi þó þegar fjölskylda hennar bjó í London. Foreldrar hennar eru kenn- ararnir Sigríður Einarsdóttir og Jón Barðason og á hún tvo eldri bræður og eina eldri systur. „Það er nú ekki mikið um leikara í fjöl- skyldunni,“ segir hún innt eftir því hvað- an leiklistaráhuginn komi. „Reyndar á ég eina frænku sem er leikkona og fór svo í kvikmyndagerð en það var enginn áhrifavaldur. Við frænkurnar byrjuðum ekki að tala saman um leiklist fyrr en ég fór í Leiklist- arskólann.“ Leiklistin hefur engu að síður kitlað Láru allt frá því hún man eftir sér. „Það voru alltaf haldnar sumarhátíðir í blokkinni okkar þar sem börnin í blokkinni tróðu upp í alls konar leikritum. Ég byrjaði því að leika þegar ég var þriggja ára og fannst það alltaf mjög gaman en ég ætlaði aldrei að verða leikkona. Ég tók þátt í skólaleikritum í grunnskóla eins og gengur og fannst alltaf gaman að fara í leikhús en það stóð ekki til að vera á sviðinu sjálf. Ég var mikill bókaormur sem krakki og sá alltaf fyrir mér að gera „eitthvert gagn“ á fullorðinsárunum.“ Með samviskubit yfir leiklistinni Lára segist ekki hafa þorað að fara í leiklistina eftir að hún byrjaði í Menntaskólanum við Sund fyrr en á þriðja ári. „Ég var svo heppin að fá svolítið hlutverk og það var svakalega gaman,“ segir hún en var enn staðráðin í að ein- beita sér að landsins gagni og nauðsynjum eftir stúdent. Hún innritaði sig því í Háskóla Íslands og sá fyrir sér fram- tíð í stjórnsýslu eða heilbrigðisgeiranum áður en hún sótti um í Leiklistarskólanum 2006. „Mér fannst ótrúlega gam- an að komast þar inn en það var eitthvað sem nagaði – mér fannst að ég ætti að gera eitthvert gagn. Ég var því fyrst um sinn með svolítið samviskubit yfir því að velja það sem mér fannst skemmtilegast, leiklistina.“ Það hefur þó breyst. „Það er svo mikil óreiða og upp- lausn í þjóðfélaginu og þótt margir vilji vel, t.d. í stjórn- málum, þá týnist þessi velvild í einhverjum formsatriðum og persónulegum metnaði, reiði og rugli. Þá verður skýr- ara hversu mikilvægt er að rækta andann og listirnar. Vonandi leiðir það til aukinnar víðsýni, nýrra hugsana, betra jafnvægis eða gleði sem hlýtur að vera forsenda þess að velvild þessa fólks komist til skila. Núna er ég mjög sátt við að vera í leiklistinni í stað þess að velja eitthvað prakt- ískt.“ Lára varð þannig ekki fyrir vonbrigðum með Leiklist- arskólann. „Þetta var æðislegur tími,“ segir hún með áherslu. „Ég var svo heppin að ég lenti í frábærum bekk með sex öðrum krökkum sem höfðu öll mikinn metnað. Við vorum mjög upptekin af samvinnu enda urðum við miklir vinir. Nándin var líka mikil – við vorum saman allan daginn í skólanum og mikið utan skóla líka. Auðvitað var brjálæðislega mikið að gera en við nutum þess í botn.“ Um það bil sem Lára var hálfnuð í náminu dundi bankahrunið yfir, en hún segist í raun ekki hafa kippt sér mikið upp við það persónulega. „Ég varð ekki hrædd um framtíðina eða eitthvað slíkt því ég vissi að ég var hvort eð er að fara út í eitthvað sem væri alls óvíst hvort ég fengi nokkru sinni borgað fyrir að gera. Það kom því ekkert hik á mig heldur þvert á móti hugsaði ég að nú væri frábært að rækta bara andann. Það varð eig- inlega ennþá meira kikk að vera í leiklistinni.“ Kyssa skóna hans Sigga Sigurjóns Lára útskrifaðist svo síðastliðið vor og skrifaði þá strax undir tveggja ára samning við Borgarleikhúsið þar sem hún hefur þegar fengið að spreyta sig á nokkrum bitastæð- um hlutverkum. Fyrsta sýning hennar í atvinnuleikhúsi var í ádeiluverkinu Enron, þar sem hún fór með nokkur lítil hlutverk. „Þetta var mikil samvinnusýning því leik- hópurinn var í mörgum samhæfðum hópsenum þar sem þurfti að æfa hvert smáatriði í þaula. Það varð því mikil eining í hópnum og við héldum vel hvert utan um annað á sviðinu.“ Eftir æfingar og frumsýningu á Enron hljóp Lára inn í sýningar á Gauragangi í litlu hlutverki í svolítinn tíma áður en hún tók til við næsta verkefni, sem var hlutverk Mir- öndu, dóttur hins útlæga hertoga Prosperos í Ofviðrinu eftir Shakespeare, en leikstjóri þeirrar uppfærslu var Litháinn Oskaras Korsunovas. „Það var mjög ólíkt og svo- lítið erfitt ferli, því við gátum ekki átt í beinum samræðum við leikstjórann, heldur fóru þær allar fram í gegn um túlk. Maður var bara í djúpu lauginni og það var ekki fyrr en á allra síðustu metrunum sem mér leið eins og ég væri komin með réttu sundtökin.“ Ábyrgðin var enda mikil. „Þetta var stórt hlutverk og þarna var þessi mikli leikstjóri frá Litháen, svakalegir lista- menn í öllum rúmum og verk eftir Shakespeare svo þetta var svolítið yfirþyrmandi. Ég hélt ég myndi ekki geta þetta, alveg þar til í síðustu vikunni en þá tók ég mig sam- an og hugsaði að það myndu koma áhorfendur í þennan sal innan skamms. Og við þá tilhugsun fann ég fyrir ein- hverjum fítonskrafti. Er það ekki þannig í öllum störfum að einhver lokafrestur eða „deadline“ gefur manni kraft? Mér finnst alla vega gaman að vinna þannig – ég er svona tarnatýpa og finnst fínt að vera að drukkna í verkefnum.“ Þá gerir maður sitt besta Á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að hún útskrifaðist frá Leik- listarskóla Íslands hefur Lára Jóhanna Jónsdóttir verið fastagestur á stóra sviði Borgarleikhússins og hlutverkin fara stækkandi. Þannig verður hún í aðalkvenhlutverkinu í farsanum Nei, ráðherra! sem frum- sýndur verður í næstu viku og enn frekari ævintýri bíða hennar í haust. Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ljósmynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Lára í tveimur hlutverkum í Stræti sem var lokasýningin í Nemendaleikhúsinu. Sem sjónvarpsfréttakona í Enron. ’ Ég tók þátt í skóla- leikritum í grunn- skóla eins og gengur og fannst alltaf gaman að fara í leikhús en það stóð ekki til að vera á sviðinu sjálf. Ég var mikill bóka- ormur sem krakki og sá alltaf fyrir mér að gera „eitthvert gagn“ á fullorð- insárunum. Í Ofviðrinu fór Lára Jóhanna með hlutverk Miröndu, dóttur hins útlæga hertoga Prosperos.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.