SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 40
40 20. febrúar 2011
Lífsstíll
Æ
tli ég sé ekki bara algjört borgarbarn
þótt ég reyni stundum að telja mér trú
um annað. Mér finnst samt ótrúlega gott
að komast stundum út úr skarkalanum
og flýja höfuðborgina. Þetta hefur víst eitthvað með
það að gera í hvaða stjörnumerki ég er fædd. Svo ku
nefnilega vera að krabbar sæki í
náttúruna, sjálfsagt til að hlaða
batterí krabbasjálfsins sem stundum
vill bogna og krumpast. Við erum
svo viðkvæm sko, vatnsmerkin. En
hvað um það. Ég er svo heppin að
hafa aðgang að athvarfi úti í sveit.
Það er reyndar strangt til tekið ekk-
ert í sveit en mér finnst það samt.
Komandi úr borginni er þar nefni-
lega ótrúlegur friður og ró. Hvergi
nokkurs staðar sef ég betur og
dreymir jafnmikið og oftast vel. Svo er ekki til neinn
betri staður til að sökkva sér ofan í lærdóminn. Enda
er varla nokkur umferð um götuna og því mikil ró og
spekt allt um kring. Ekki skemmir fyrir að amma og
afi eru í næsta nágrenni svo það er stutt að skreppa í
mat til þeirra og gott að fá sér frískandi göngutúr í
leiðinni. Ég var einmitt að hugsa um þetta allt þegar
ég keyrði heim á dögunum í fínasta vetrarveðri. End-
urnærð og afslöppuð og hefði alveg verið til í að
staldra lengur við en vinnan kallaði. Einhver þarf jú
að skrifa þetta sem þú ert hér að lesa kæri lesandi.
Mér finnst alltaf orðið dálítið erfitt að fara heim. Það
kemur yfir mig hálfgerður tregi og óráð. Bara ef ég
gæti nú verið dálítið lengur. Eins og þegar ég var lítil
og vildi ekki fara heim frá ömmu og afa. Mig minnir
að í eitt skiptið hafi mér verið mút-
að með Barbiedúkku til að ég myndi
hætta að orga og setjast inn í bílinn.
Nú er Barbiedúkkan hætt að virka
en þess í stað hugsa ég um það sem
er jú í borginni. Restin af familí-
unni, vinirnir, kaffihúsin og já
sushi. Það er það eina matarkyns
sem ég sakna í sveitinni. Kem oft
heim með alvarlega sushiþörf og get
gúffað í mig helling af því í kjölfar
heimkomu. Þannig að best er eig-
inlega að skipta þessu niður. Eyða dágóðum tíma í
sveitinni, sérstaklega þegar próf og ritgerðir eru
framundan, en hins vegar í borginni þegar mikið er
um að vera þar. Svo er ég strax farin að hlakka til að
njóta sumarhelga í sveitinni. Enda er þar afar góð
sólbaðsaðstaða og hægt að fara í pottinn. Eftir að hafa
steikt sig um daginn má svo steikja hammara á grill-
inu og sitja úti á palli fram eftir kvöldi. Já sveitin er
sannarlega góð, jafnt að vetri sem sumri.
Sveitaró
og friður
Gott er að komast öðru hvoru úr
skarkala borgarinnar og hlaða
batteríin. Enda mikilvægt að
hvíla sig vel inn á milli anna.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Börnin hafa gaman af því að fara í heimsókn í sveitina, upplifa nýtt umhverfi og skoða dýrin.
Morgunblaðið/Golli
’
Mig minnir að í
eitt skiptið hafi
mér verið mútað
með Barbiedúkku til að
ég myndi hætta að
orga og setjast inn í
bílinn. Eftir að hafa prófað að dvelja í einhvern tíma í sveitheld ég svei mér þá að ég sé orðin meiri dýravinur fyrir
vikið. Misskiljið mig ekki, ég hef ekkert á móti dýrum
en hef lítið verið í kringum þau. Nú meina ég í alvöru-
sveit sem ég prófaði ekki fyrr en á gamalsaldri. Þar
voru á bænum hundur og tveir kettir, já og fullt af roll-
um. Annar kötturinn var ekki sérlega mannblendinn en
hinn tók mér vel og saman horfðum við á náttúrulífs-
þátt í sjónvarpinu. Hann átti erfitt með sig þegar hrúga
af fuglum birtist á skjánum, stökk af stað og reisti sig
upp við sjónvarpið, hélt sjálfsagt að hann kæmist þar
inn.
Örsaga af ketti
Kisi vildi inn í sjónvarpið til að hitta fuglana.
Morgunblaðið/Ómar
Á öldum áður má segja
að borgarastéttin hafi að
vissu leyti óttast sveita-
fólkið. Það er að segja
það óttaðist óhreinindi
þess og hið frjálslega líf
sem hlyti að tíðkast í
sveitum. Það væri jú allt
svo náttúrulegt og óbeisl-
að í sveitinni. Það er að
segja, sveitafólkið fjölg-
aði sér eins og dýrin,
kunni ekki að þrífa sig né
umhverfi sitt og mataðist
fremur ópent. Borg-
arastéttin naut engu að
síður sveitasælunnar og sótti þangað til að fara í laut-
arferð með glæsilegt nesti. Sat pent á grænum bala og
skemmti sér á réttan hátt. Öllu verra var ef í kringum
það var sveitafólk sem söng og hló og var með hin örg-
ustu læti. Að þeim fannst. Ýmislegt forvitnilegt af
þessu tagi má lesa í bókinni Culture Builders: A Hi-
storical Anthropology of Middle Class Life eftir þá Jo-
nas Frykman og Orvar Löfgren. Þar segir frá myndun
borgarastéttarinnar í Svíþjóð og hennar helstu hugðar-
efnum eins og sveitinni, uppeldi barna, hreinlæti og
fleira álíka.
Hið óhreina sveitafólk
Góð lesning fyrir þjóð-
fræðinga sem og annað
áhugafólk.
Það er afar mismunandi hvort hentar
fólki betur að búa í sveit eða borg. Í
dag á þó ef til vill betur við að segja í
litlum bæ eða borg. Ný hverfi sem
sprottið hafa upp gefa líka möguleika á
því að búa eiginlega í sveit í borg. Það
er að segja stutt er að fara í borgina ef
eitthvað þarf að sækja þangað en nátt-
úran og rólegheitin eru rétt við þrösk-
uldinn.
Af eða á
Ef þig langar að breyta til en ert ekki
viss hvort rólegaheitalíf í minni bæ eða
sveit hentar þér getur verið gott að
gera fyrst smá prufu. Kannski þekkir
þú einhvern sem býr á staðnum sem
þig langar að prófa að búa á. Þá getur
verið sniðugt að fá að dvelja þar í
nokkra daga og kanna aðstæður. Það
getur líka vel verið að viðkomandi vilji
prófa að skipta á húsnæði við þig í ein-
hvern tíma. Þannig geta báðir aðilar
prófað nýtt umhverfi. Svo er ágætt að
skrifa niður kosti og galla staðanna
tveggja. Hafa í huga samgöngur, tóm-
stundir og skóla barnanna, lífsgildin og
hvernig flutningur myndi almennt hafa
áhrif á hið daglega líf. Oftast segir fólk
að það sé meiri ró og friður í afskekkt-
ari hverfum eða minni bæjum. Það er
kannski eitthvað sem þú vilt hafa í
huga ef erillinn í dagsins önn er að
verða of mikill. Dýravinir eiga líka oft
auðveldara með að búa þar sem frjáls-
ræði dýranna er meira. Slíkt getur oft
haft áhrif á ákvörðun um búsetu.
Val um sveit
eða borg
Dýrin una sér oftast best þar sem þau geta verið frjáls ferða sinna.
Morgunblaðið/Ómar