SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 23
20. febrúar 2011 23 bannið úr gildi. Svisslendingar sátu einir eftir og Líbýumenn fögnuðu. Ekki varð fögnuður þeirra minni þegar bandarísk stjórnvöld báðust afsökunar á því að tals- maður bandaríska utanríkisráðuneytisins hafði farið háðulegum orðum um Gad- dafi. Í báðum tilvikum hótuðu Líb- ýumenn að rifta samningum við banda- rísk og evrópsk fyrirtæki. Hvað varð um olíupeningana? Olían hefur fært Líbýu miklar tekjur, en þær hafa ekki skilað miklu. Innviðir landsins eru lélegir og sums staðar í mol- um, vegir holóttir og hús í niðurníðslu. Miðað við höfðatölu – talið er að um 6,3 milljónir manna búi í Líbýu – er fram- leiðslan og olíulindirnar næstum jafn miklar og í Sádi-Arabíu. Með þessum peningum hefði mátt bæta lífskjörin mun meira en raun ber vitni og meira að segja Gaddafi hefur spurt hvað orðið hafi um olíupeningana. Um þessar mundir eiga sér hins vegar miklar framkvæmdir stað í Líbýu og byggingakranar eru víða. Í Bad Trablous suður af Trípolí er verið að reisa gríð- arlega verslunarsamsteypu fyrir 600 milljarða evra. Arkitektarnir eru frá Kali- forníu, verkfræðingarnir frá Tyrklandi og verkamennirnir frá Víetnam, Egyptalandi og Túnis. Enginn Líbýumaður kemur að verkinu. Engin opinber umræða er um arftaka Gaddafis, en þrír elstu synir hans, Mo- hammed, Seif el-Islam og Al-Saadi, hafa verið áberandi. Gaddafi kippir síðan í taumana þegar honum finnst þeir ganga of langt. Það gerðist til dæmis árið 2000 þegar þriðji sonurinn, Al-Saadi, sem þá var leikmaður Al Ahli, knattspyrnuliðs í Trípolí, þótti nota áhrif sín á dómara þannig að þeir dæmdu hans liði í hag. Þegar helstu keppinautarnir í Benghazi teymdu asna í treyju númer 10 – sem einnig var númer Al-Saadis – um göt- urnar lét hann jafna leikvang þeirra við jörðu. Spyrja má hvort þessar breytingar marki endalok eyðimerkursósíalisma Gaddafis, en kannski er nær að spyrja hvort atburðarásin muni gera að engu þær áætlanir sem hann hefur í huga. Líb- ýumenn gera sér grein fyrir því að í valdatíð Gaddafis hafa mörg tækifæri glatast og nú sjá þeir fram á að olíu- lindirnar verði uppurnar eftir 30 ár miðað við núverandi framleiðslu. Það er sá tími sem komandi kynslóð hefur til að nýta olíuauðinn til að byggja upp landið. leiðtogum grannríkjanna, Hosni Mubarak fyrrverandi forseta Egyptalands, og Zine Ben Ali, fyrrverandi leiðtoga Túnis. Gaddafi með bandaríska þotu í líbýskum hrammi í baksýn. AP ’ Á tímum fjöldans er valdið í höndum fólksins sjálfs og leið- togarnir hverfa að eilífu.“ Úr Grænu bókinni, sem geymir hug- myndafræði Moammars Gaddafis.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.