SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 28
28 20. febrúar 2011 rétti, eins og heyrist núna í umræðunni. Núna er keyrt á því að Hæstiréttur sé pólitískur og þannig reynt að grafa undan trausti hans og trúverð- ugleika, meðan það eina sem dómararnir gera er að dæma eftir lögum og þeim réttarheimildum sem tiltækar eru hverju sinni. Ég hef áhyggjur af viðbrögðum fjölmiðla- manna, sem hafa mikið vald. Ég hef gagnrýnt þá fyrir það hvernig þeir tóku þessari ákvörðun Hæstaréttar um stjórnlagaþingið. Þeir fóru í þann farveg að reyna að tengja dómarana við spillingu, jafnvel tengja niðurstöðuna skyldleika eins þeirra við útgerðarmann. Þetta er ekki málefnaleg gagn- rýni á niðurstöðu réttarins. Auðvitað geta menn verið ósammála niðurstöðunni, talið hana ranga og verið ósammála Hæstarétti um að gallarnir á framkvæmd kosninganna eigi að leiða til ógild- ingar hennar. Menn geta svo rökstutt þá skoðun sína með ýmsum hætti en ég er ekki sáttur við þá gagnrýni að niðurstaða Hæstaréttar stafi af póli- það ekki endilega á afsögn. Umhverfisráðherrann brást hins vegar við dómi Hæstaréttar með því að segja: Ég er í pólitík og vil láta náttúruna njóta vafans og vísaði til almannahagsmuna. En málið snýst ekki um það, málið snýst um að fara að lög- um. Margir hafa sagt: Gott hjá umhverfisráðherr- anum að standa við sína pólitísku sannfæringu. En hann er ekki bara pólitískur ráðherra, hann er líka embættismaður sem hefur úrskurðarvald og getur því ekki farið eftir pólitískum línum eða því pólitíska réttlæti sem hann býr sér til, ekki frekar en dómarar Hæstaréttar í málum sem þar eru til úrlausnar. Ég er ekki viss um að dómarar Hæsta- réttar hafi alltaf verið sáttir við lögin sem dæma á eftir, en þeir eru bundnir af þeim lögum hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ Má segja stjórnmálamennirnir spili dálítið með þeim sem gera lítið úr dómstólum landsins? „Þeir stjórna þessari þróun að hluta til ásamt sumum fjölmiðlamönnum. Ég hef áhyggjur af því að verið sé að afvegaleiða almenning í pólitískum tilgangi enda auðvelt við svona aðstæður sem nú eru uppi. Ef þessi hugmyndafræði, sem ég hef lýst, verður ofan á hrynur hið vestræna réttarríki sem við stærum okkur af þegar hentar. Manni finnst stundum eins og verið sé að boða pólitískt alræði og sjálfstæðir dómstólar þvælast fyrir.“ Umræða á lágu plani Nú hefur verið áberandi gagnrýni á Hæstarétt eftir að hann ógilti kosningu til stjórnlagaþings og jafnvel er gefið er í skyn að hann sé hand- bendi ákveðinna afla í samfélaginu sem er viss armur í Sjálfstæðisflokknum. Hvað segirðu við þessari gagnrýni? „Þetta er náttúrlega bara eins og hver önnur þvæla og sýnir á hvað lágu plani umræðan er. Ef við skoðum dóma Hæstaréttar í málum sem hafa haft pólitíska vigt, eins og öryrkjamálið og kvóta- málin, þá voru þáverandi valdhafar síður en svo ánægðir með þá dóma. Þá heyrðist ekki sagt að Hæstiréttur væri handbendi pólitískra andstæð- inga og ekki var talað um siðferðisskort í Hæsta- B rynjar Níelsson, formaður Lögmanna- félagsins, hefur verið nokkuð áberandi í þjóðfélagsumræðunni á síðustu miss- erum og skrifað greinar og pistla þar sem hann minnir ítrekað á reglur réttarríkisins. Brynjar er fyrst spurður hvort hann hafi ekki ver- ið ragur við að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni sem er oft mjög hörð og óvægin. „Jú, ég var mjög ragur í byrjun eins og flestir eru,“ segir Brynjar. „Hrunið gerði menn raga, ég tala nú ekki um þegar menn fylgdu ekki straumnum að öllu leyti. En mér fannst umræðan orðin svo yfirþyrmandi og galin að mér fannst ég verða að spyrna aðeins við fótum.“ Hvað finnst þér verst í umræðunni? „Það versta við umræðuna er að menn eru farnir að setja pólitíska hugmyndafræði og eigið réttlæti ofar lögum landsins. Mönnum finnst í lagi að hneppa alla grunaða menn í gæsluvarðhald og vilja gera minni sönnunarkröfur í sakamálum og krefjast þyngri refsinga, allt í nafni einhvers kon- ar réttlætis. Ég veit að skoðun fólks yrði nokkuð öðruvísi ef það þekkti viðkomandi mál eða þyrfti sjálft að taka ákvarðanir um að svipta menn frelsi. Pólitískir hópar eru að gera kröfur um að dóm- stólar dæmi eftir alls kyns sjónarmiðum sem ríkjandi eru núna í stað þess að dæma eftir lögum. Er þá gjarnan vísað til réttlætis og sanngirni. Við sem viljum fara eftir lögunum erum lagatæknar og lagahyggjumenn. Þesssar kröfur lýsa hættulegri hugsun að mínu viti og eru þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis, sem komst að því að stór þáttur í því hversu illa fór í hruninu var vegna þess að menn fóru ekki eftir lögum og reglum, heldur eftir því sem þeir sjálfir töldu eðlilegt og rétt á sínum tíma. Mér líst ekki vel á Nýja Ísland ef þetta verða ráð- andi sjónarmið. Nýlegt dæmi er umræðan kringum umhverf- isráðherra. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það eða óalgengt að dómstólar komist að ann- arri niðurstöðu í lagalegum álitamálum en emb- ættismaðurinn ráðherrann. Í mínum huga kallar Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Verið að afvegaleiða almenning Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, seg- ir að menn séu farnir að setja pólitíska hugmynda- fræði og eigið réttlæti ofar lögum landsins. Hann seg- ir brýnt að dómarar landsins standi í lappirnar og láti ekki dægurþras og þrýsting bera sig af leið. Brynjar Níelsson: „Ég hef áhyggj- ur af því að verið sé að afvega- leiða almenning í pólitískum til- gangi enda auðvelt við svona aðstæður sem nú eru uppi.“ ’ Við rannsókn brota tengdra hruninu hefur sérstakur saksóknari úthlutað ansi mörgum réttarstöðu sakbornings og stundum nánast öllum þeim sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um þau at- vik sem til rannsóknar eru. Svo sitja menn kannski sem sakborningar árum saman án þess að verða nokkurn tíma ákærðir. Það get- ur haft þær afleiðingar að menn missa lífsvið- urværi sitt auk þess að vera fjölskyldunni þungbært. Mikil ábyrgð hvílir á rannsak- endum og þeir eiga að fara eins mildum hönd- um um grunaða menn og hægt er og ekki gera þeim rannsóknina erfiðari en þörf er, eins og lög gera ráð fyrir.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.