SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 20
20 20. febrúar 2011
segir Sigurður. „Ég veit ekki hvort þeir
átta sig á því, að við tölum saman bændur.
En þeir klína á okkur vöxtum og kostnaði
við lánið í eitt ár, en hinir bændurnir þurfa
ekki að bera þann kostnað. Hvers vegna
skyldi það vera? Er það kannski af því að
við fengum okkur lögfræðing og stefndum
bankanum út af erlendu lánunum?“
Hann þagnar.
„Það hringdu allir gemsar á meðan gos-
ið stóð yfir: „Þið verðið að skrifa undir.“
Við sögðum erfitt að skrifa undir skuld-
bindingar á meðan óvissan væri algjör, en
þeir sögðu: „Skrifið undir og við skoðum
þetta seinna, bara skrifið undir.“
„Við þekkjum fullt af bændum fyrir ut-
an Markarfljót,“ segir Poula. „Við spurð-
um þá, hvort bankarnir lægju í þeim.
„Nei, þeir vilja ekkert við okkur tala,“
sögðu þeir. En þeir vildu að við skrifuðum
undir.“
Tilboðið til þeirra fól í sér að greiðslur
næstu þrjú árin miðuðust við hverju ná
mætti út úr rekstrinum, en önnur lán yrðu
sett í bið í þrjú ár og þá yrði staðan metin
að nýju. „En hvað ætti svo sem að breytast
á þessum þremur árum?“ spyr Sigurður.
„Við höfum enga tryggingu fyrir því, ef
við berjumst í þessu næstu þrjú árin, að
það verði hlustað á okkur þá!“
Stjórnvöld stóðu ekki með fólkinu
Og þau eru ekki ánægð með úrræðaleysi
stjórnvalda. „Síðasta sumar féll dómur í
Hæstarétti um að tenging við erlenda
gjaldmiðla væri ólögleg,“ segir Sigurður.
„Og nú féll annar dómur í vikunni, sem
tók undir það. Bankarnir vissu vel að lánin
væru ólögleg þegar við tókum erlent lán
árið 2007 en á sama tíma voru þeir að
vinna að því á annarri hæð í húsinu að fella
gengi krónunnar – að vinna gegn þeim
kjörum sem okkur var lánað á. Það finnst
mér vera stóri glæpurinn.“
Og Poula tekur undir með honum. „Þá
átti ríkisstjórnin að stíga fram og segja að
dómur Hæstaréttar stæði, hann ætti við
um öll lán. En hvað gera þau? Þau siga
Seðlabankanum á okkur og um leið urðu
lánin okkar óhagstæð aftur. Bankarnir
voru verðlaunaðir. Hvað hefði gerst ef ég
hefði gert þetta, svikið einhvern svona
eins og þeir hafa svikið okkur. Get ég vé-
fengt hæstaréttardóma, bara venjulegur
Jón Jónsson?“
Sigurður fær ekki orða bundist.
„Það er gríðarleg óvirðing að gera lítið
úr hæstaréttardómum þegar þessu fólki
hentar. Nú hafa þessir prelátar gert lítið úr
þremur hæstaréttardómum. Svo hugsa
þeir bara um stjórnlagaþing! Í stað þess að
taka pólitíska ákvörðun byggða á hæsta-
réttardómunum, var snúið út úr þeim og
gert lítið úr fólkinu sem þar vinnur.“
Það er dagatal í glugganum á eldhúsinu
með myndum af sólblómum og heil-
ræðum: „Haltu þig við vinnuna þó illa
gangi. Þegar þú átt sem erfiðast máttu
ekki gefast upp.“
Á veggnum hangir margföldunartaflan
sem ein af fjórum dætrum hefur skrifað
með bláum og rauðum lit. Þar eru tvisvar
tveir fjórir, en svo reyndist ekki vera í
raunheimum. „Þetta er svona heim-
ilismargföldun, ekki banka,“ segir Sig-
urður. „Það koma að minnsta kosti réttar
tölur út.“
„Okkur líður vel þegar það eru góðir
dagar,“ segir Poula.
„Rigning og bylur, það eru góðir dag-
ar,“ segir hann og hlær. „Þetta er fjór-
tánda árið okkar, uppbyggingin hefur
verið markviss, engin galgopastökk. Við
keyrum ekki um á dýrum bílum eða
kaupum flatskjá. Allt hefur ferið í upp-
bygginguna og við berjumst áfram. En ef
erlenda lánið fellur, þá erum við farin á
hausinn, af því að það stökkbreyttist við
fall krónunnar. Annað sem gerðist þegar
krónan féll, er að öll aðföng snarhækk-
uðu.“
Það þyngist brúnin.
„Og af hverju féll krónan?!“
„Ég hef lesið sagnir um eldgos í gegnum tíðina, að bæir detti úr byggð árum saman, og hugsað með mérSvaðbælisá var ekki frýnileg í vatnavöxtunum í fyrra.
Ófagurt yfir að líta eftir leirburðinn úr Svaðbælisá.
’
Hvað hefði gerst ef ég
hefði gert þetta, svik-
ið einhvern svona
eins og þeir hafa svikið
okkur? Get ég vefengt
hæstaréttardóma, bara
venjulegur Jón Jónsson?
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Ómar