SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 2
2 20. febrúar 2011
Við mælum með
Hljómsveitin Ensími mun í
febrúar og mars fylgja eftir
geisladisk sínum Gæludýr með
tónleikahaldi víða um land. Þeir
ríða á vaðið á Nasa laugardags-
kvöldið 26. febrúar. Gæludýr er
fjórða plata Ensími og hefur
hlotið mikið lof hlustenda. Lagið
Aldanna ró af plötunni fór á
toppinn á vinsældalista X977 og
inn á topp 10 á vinsældalista
Rásar 2.
Útgáfutónleikar Ensími
13 Jens Urup minnst
Danski listmálarinn féll frá nýverið, níræður að aldri.
28 Verið að afvegaleiða
almenning
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, segir að menn séu
farnir að setja pólitíska hugmyndafræði og eigið réttlæti ofar lög-
um.
36 Mín önnur
fjölskylda
Berglind Rós Karlsdóttir starfar sem sjálfboðaliði á athvarfi
fyrir stúlkur í borginni Cochabamba í Bólívíu.
34 Komdu nú að
hnusa, kusa!
Það hlaut eitthvað að vera á seyði þegar
kýrnar við Kópsvatn ruku skyndilega af stað
svo júgrin sveifluðust í allar áttir.
40 Sveitaró
og friður
Gott er að komast öðru hvoru úr
skarkala borgarinnar og hlaða
batteríin. Enda mikilvægt að hvíla
sig á milli anna.
Lesbók
42 Viður og vistvæn hönnun
Húsgagnamessan í Stokkhólmi hefur aldrei verið umfangsmeiri.
44 Ástin sigrar
Franska skáldkonan Anna Gavalda skrifar ekki flóknar bækur en það
kemur ekki að sök – hún nýtur gríðarlegra vinsælda.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kjartan Þorbjörnsson af Láru Jóhönnu Jónsdóttur.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
38
31
Augnablikið
S
temningin á Alþingi
þegar Icesave kom til
afgreiðslu í vikunni
minnti á Gúlagið,
þrælkunarbúðir sem starfræktar
voru í 60 ár í Sovétríkjunum, en
þar voru 30 milljónir fanga um
lengri eða skemmri tíma.
Ástæðan var ekki sú að Gúlag-
ið kæmi til tals í umræðunum í
þinginu, heldur vakti það at-
hygli árvökuls ljósmyndara að
Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra var nið-
ursokkinn í lestur á bókinni
„Gulag: A History“ eða Sögu
Gúlagsins eftir Anne Apple-
baum.
„Kristján Guy Burgess, að-
stoðarmaður minn, gaf mér
hana í Varsjá þegar við komum
af merkilegu safni um uppreisn-
ina í Varsjá 1944,“ sagði Össur er
þetta var borið undir hann. „Ég
hafði þá fyrr um daginn hitt eig-
inmann höfundarins, Radosław
Sikorski, utanríkisráðherra Pól-
lands. Þetta er ofboðslega vel
skrifuð bók, sú allra besta af
þeim sem ég hef lesið um Gúlag-
ið.“
– Eitthvað sem kom á óvart?
„Þetta er saga af ólýsanlegum
hörmungum og ég hafði ekki
gert mér grein fyrir því, að á
sínum tíma voru næstum 500
slíkar vinnubúðir og að þar var
framleiddur þriðjungur af öllu
gulli og helmingur af kolum í
Sovétríkjunum. Þeir sem þrælað
var út og oft til dauðs í þessum
búðum voru greinilega mik-
ilvægari í efnahagslífi Sovétríkj-
anna en ég hafði gert mér í hug-
arlund. Og það flökraði að mér
að mönnum hefði verið hrúgað
af þessu miskunnarleysi í Gú-
lagið af Stalín, beinlínis til þess
að vera notaðir sem vinnudýr.
Það er sláandi að í sömu viku
og hann dó, árið 1953, var byrj-
að að leggja niður Gúlögin. Þó að
þau væru opnuð aftur í sama til-
gangi á sjöunda og áttunda ára-
tugnum til að brjóta niður mót-
stöðuafl frelsisbaráttunnar.“
– Er eitthvað næði til að lesa
þarna í þinginu?
„Það er sagt um mig að eng-
inn ráðherra sé eins mikið í
þinginu og ég. Það er rétt, því ég
hef fyrir löngu komið mér upp
þeim vinnumáta að geta unnið
undir ræðum og þegar ég þarf að
lesa skýrslur og setja mig inn í
efni, þá fer ég oft í þingið – hið
uppbyggilega skvaldur þing-
manna veitir mér skjól og næði
til að lesa. Ég er ekki eins og
einn fyrrverandi forseta Banda-
ríkjanna, sem sagt var að gæti
ekki gert tvo hluti í einu. Ég get
bæði lesið og hlustað.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Össur Skarphéðinsson les og Jóhanna Sigurðardóttir hefur hægt um sig.
Morgunblaðið/Ómar
Með hugann við Gúlagið
Það var eyðilegt um að litast eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave.
Morgunblaðið/Ómar
19. febrúar
Háskóladag-
urinn, lands-
mönnum boðið
á opið hús í
Háskólanum. Í
boði verða ótal
viðburðir, kynningar og uppá-
komur sem sýna vísindin í lit-
ríku og lifandi ljósi.
24. febrúar
Bergen - Reykjavík - Nuuk
tveggja kvölda tónlistarhátíð á
Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.
Sameinuð verður tónlist úr
ólíkum áttum.
25. febrúar
Klassík í há-
deginu í
Gerðubergi,
flytjendur eru
Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari og Nína Margrét Gríms-
dóttir píanóleikari.
www.noatun.is
Hafðu það
gott með
Nóatúni
LAMBALÆRI
FYLLT MEÐ SVEPPUM
OG CAMEMBERT
KR./KG
2198
ÍSLENSKT
KJÖT
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI