SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 29
20. febrúar 2011 29 tískum eða eigin hagsmunum dómaranna.“ Finnst þér skiljanlegt að það sé óánægja og kurr meðal margra vegna þess að ákveðnir út- rásarmenn og bankamenn sitja ekki bak við lás og slá? Margir telja að þarna séu greinilega brotlegir menn. „Ég get vel skilið frústrasjónina í kringum það. Við verðum hins vegar að átta okkur á því að það er ekki alltaf samasemmerki milli þess að verða fyrir tjóni og þess að einhver hafi framið refsivert athæfi. Krafan í samfélaginu snýr að því að mönnum verði refsað og það eru venjuleg reiði- viðbrögð, og ekkert er óeðlilegt við það. En þá ætti hlutverk fjölmiðlamanna og stjórnmála- manna að vera að víkka umræðuna og segja: Mál- ið er ekki augljóst, við verðum að skoða það frá öllum hliðum. Svo getur maður spurt sig: Voru það allt glæpamenn sem unnu í bönkunum eða stunduðu viðskipti í útlöndum? Er það ekki frekar ólíklegt? Mér finnst líklegra en hitt að eitthvað hafi farið úrskeiðis sem refsiábyrgð fylgir. Við verðum samt að leyfa réttarvörslukerfinu að vinna í þessum málum án óeðlilegs þrýstings. Enginn er þó undanþeginn málefnalegri gagnrýni og það er eitt og annað sem ég sjálfur er ósáttur við. Við rannsókn brota tengdra hruninu hefur sér- stakur saksóknari úthlutað ansi mörgum rétt- arstöðu sakbornings og stundum nánast öllum þeim sem kunna að búa yfir einhverjum upplýs- ingum um þau atvik sem til rannsóknar eru. Svo sitja menn kannski sem sakborningar árum sam- an án þess að verða nokkurn tíma ákærðir. Það getur haft þær afleiðingar að menn missa lífsvið- urværi sitt auk þess að vera fjölskyldunni þung- bært. Mikil ábyrgð hvílir á rannsakendum og þeir eiga að fara eins mildum höndum um grunaða menn og hægt er og ekki gera þeim rannsóknina erfiðari en þörf er, eins og lög gera ráð fyrir.“ Næst ekki að sanna allt Hvað finnst þér um kröfuna um að slakað sé á sönnunarbyrði í einstaka málum vegna þess að erfitt sé að sanna sekt manna, þótt líkur bendi til að þeir séu sekir? „Í stjórnarskrá, mannréttindasáttmálum og lögum um meðferð sakamála eru sérstök ákvæði um réttindi sakaðra manna, meðal annars grunn- reglan um að menn séu saklausir þar til sekt sannast. Engan afslátt má gefa af þeirri reglu og ekki að ástæðulausu því í réttarsögunni hafa fjöl- margir saklausir menn verið dæmdir til refsingar. Við sáum það þegar DNA-tæknin varð til og mál voru endurupptekin, þá kom í ljós að margir höfðu setið saklausir í fangelsi. Við vitum einnig að fjölmargir sekir menn hljóta ekki dóm vegna þess að sönnun tókst ekki. Í réttarríki næst ekki að sanna allt. Það er ekki hlutverk dómara að geta sér til um það hvað hafi líklega gerst heldur eiga þeir að dæma eftir því hvað er sannað. Það er mikilvægt að dómstólar gæti að réttindum manna og þeim verði ekki hnikað til þótt það sé þrýst- ingur í samfélaginu að slaka á sönnunarkröfum.“ Þú talar afdráttarlaust í greinum þínum og pistlum. Færðu hörð viðbrögð? „Nei. Ég finn frekar fyrir stuðningi og margir hafa samband til að hvetja mig áfram. Ég skamma þá á móti fyrir að taka ekki undir sjónarmið mín á opinberum vettvangi. Helst hefur verið vegið að mér fyrir skrif mín um vændi og rétt fullráða fólks til að stunda þá atvinnustarfsemi sem það kýs. Þessi sjónarmið hafa truflað ákveðinn hóp. Þetta eru persónulegar skoðanir mínar og í þeim felst ekki að ég sé að réttlæta slíka hegðun. Sá annmarki fylgir því að búa í frjálsu samfélagi að fólk gerir margt sem flestum okkar hinna þykir hvorki gott né æskilegt og jafnvel skaðlegt fyrir viðkomandi. Ég er á móti því að reyna að laga slíkt með refsingum. Við megum ekki taka hina siðferðislegu ábyrgð af einstaklingnum.“ Dómarar eiga að standa í lappirnar Af hverju ertu á móti því að dæma menn fyrir að kaupa vændi? „Aðallega vegna þess að það mun ekki bæta neitt heldur færa þessa atvinnustarfsemi neð- anjarðar með tilheyrandi ofbeldi og þvingunum. Þótt við teljum flest að það sé siðferðilega rangt að borga fyrir kynlíf verðum við að gæta okkar á refsigleðinni, því menn munu ekki hætta að borga fyrir kynlíf, þótt það sé bannað. Víða í löndum þar sem tíðkast harðar refsingar í siðferðismálum auka þær einungis á hörmungar fólks og þannig var það hér á landi fyrr á öldum. Það er tiltölulega venju- legt fólk sem borgar fyrir kynlíf en þessi viðskipti eru samt gjarnan tengd við ofbeldi í því skyni að réttlæta refsinguna. Í mínum huga eru þessi mál miklu flóknari. Ég er ekki viss um að þvingun sé algengari í þessari starfsemi en margri annarri sem telst lögleg. Bannið er bara pólitík, svona moral majority eins og það heitir í útlöndum.“ Þegar mikil órói er í samfélaginu og samsær- iskenningar í gangi þegar kemur að dómstólum landsins, er þá ekki hætt við því að álagið á dómara hafi ósjálfrátt áhrif á það hvernig þeir dæma? „Það er hætta á því og ég held líka að það sé til- gangurinn, a.m.k. hjá sumum. Maðurinn bregst oft við þrýstingi með því að gefa aðeins eftir og dómarar eru mannlegir. Þess vegna er mikilvægt fyrir dómara að standa í lappirnar og láta ekki dægurþras og þrýsting bera sig af leið. Það á svo sem við alla sem fara með vald.“ Hefurðu áhyggjur af því að það séu ákveðnir hlutir að láta undan í réttarríkinu? „Já, og þess vegna læt ég í mér heyra. Ég hlusta á umræðuna og heyri kröfur fólks, les og fylgist með fjölmiðlum. Þarna endurómar að dómstólarnir séu ekki að dæma á réttlátan og sanngjarnan hátt. Stjórnmálamenn hafa tilhneigingu til að líta svo á að pólitískar skoðanir þeirra séu svo tengdar al- mannahagsmunum og réttlæti að þeir þola illa að dómstólar komist að annarri niðurstöðu. Því er erfitt að þola sjálfstæða dómstóla. Ef þessi hug- myndafræði verður ofan á getum við kvatt hið hefðbundna vestræna réttarríki. Það hafa svo sem mörg samfélög gert en með hörmulegum afleið- ingum.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.